Vísir - 06.08.1970, Blaðsíða 3

Vísir - 06.08.1970, Blaðsíða 3
V I S I R . Fimmtudagur 6. ágúst 1970. 3 I MORGUN UTLÖNDI MORGUN UTLÖND I MORGUN UTLÖND I MORGUN UTLÖND — ert miklar skaðabótakröfur á hendur nátfúru- verndarmönnum / Noregi frá verkalýðssamt'ókum og verkt'ókum Norska dómsmálaráðu- neyíið ákvað í gær, að lög- reglan skuli reyna að ná samningum við náttúru- verndarmenn, sem hafa í frammi mótmæli við Sand grovvatn í Mardöla. Verði ekki árangur af samninga- tilraunum, skal lögreglu- stjóri í Romsdal gera sín- „BILIÐ MILLI KYNSLÓÐANNA 44 Svo Iítur einn skopteiknarinn á hiö margumrædda bii milli kyn- slóðanna. Myndin á aö sýna spillingu gamalla og ungra. 'I’L vinstri er brennivínsfiaska og vindill hinna gömlu, en til hægri hass og pillur hinna ungu. bornir burt Umsjón: Haukur Helgason ar ráðstafanir. Þær verða þó ekki lögregluaðgerðir með þeim hætti, að mót- mælendur verði bornir á brott með valdi. Norska stjórnin fjallaöi um Mardölamálið á fundi í gær, en ráðherrar vilja ekkert láta upp- skátt. Verkalýðssamtökin lýstu því yfir í gær, að þau muni krefj- ast skaðabóta vegna tapaðra vinnu stunda við framkvæmdir, ef mót- mælaaðgerðirnár standa langa hríð. Fulltrúar sjö verktaka við Sand- growatn afhentu mótmælendum skaðabótakröfur, er nema um 400 þúsundum islenzkra króna. Skrif uðu margir af náttúruverndarmönn unum undir, að þeir hefðu séð kröfurnar. Sögðust mótmælamenn mundu senda þessar kröfur áfram til norsku rafveitnanna. Verkalýðssamtökin munu byggja kröfur sínar á því, að margur mað urinn hefur komið til Romsdals með von um væntanlega vinnu við framkvæmdir þær, sem nú hafa verið stöðvaðar vegna mót- mælanna. Segir formaður samtak- anna, að verði þessum aögerðum ekki lokið innan viku, muni sam- tökin hefjast handa til að bæta hlut manna sinna. Á meðan segjast mótmælamenn ánægðir með þróun málanna. „Við áttum von á því að verða bornir burt“, sagði einn þeirra. Á fjallinu við Sandgrowatn hafa sumir mótmælendur hlekkjað sig við steina til að gera erfiðara að færa þá brott, ef norska stjórn in breytti steftiu sinni. Þarna eru nú um 100 menn. Þessir náttúruverndarmenn söfn uðust saman á fjallinu fyrir tíu dögum til að mótmæla fyrirhuguð- um framkvæmdum við orkuver. Lög reglustjóri ákvað að fjarlægja þá með valdi, ef til þyrfti að taka. Fengu þeir frest til 3. ágúst til að verða á burt af sjálfsdáðun. Lög regluaðgerðum, sem afráönar höfðu verið næsta dag, var frestaö um sinn. Framkvæmdirnar á þessum slóð um voru samþykktar í norska Stór þinginu hinn 18. júní með 88 at- kvæðum gegn 41. Mundu þær leiða til þess, að hæsti foss Norður-Evr- ópu, Mardslsfoss, yrðj þurkaður. Yfirlýsing Nixons skiptir engu " ?óhtiði Mahsonmálinu haldið áfram e'fiiv.’l rrnif 'V- Dómarinn í Sharon Tate morð Ímálinu sagði í gær, að yfirlýs- ing Nixons Bandaríkjaforseta, að Charles Manson sé sekur um átta morð hafi ekkert gildi um meðferð málsins. Því megi halda áfram réttarhöldunum. Verjendur beiddust þess enn í gær, aö málinu vröi vísað frá dómi, eftir að Manson hafði eyðilagt tilraunir dómara til aö hindra, að kviðdómendur fréttu af yfirlýsingu Nixons. Oider dómari sagðist hafa rætt við kviðdómendurna tólf, hvern um sig, um málið. Heföi hann ekkj fundið ástæður til aö ógilda réttarhöldin. Þaö var verjandi einnar stúlkunnar úr „Mansonsfjöl- skyldunni", sem bar fram kröf- ur um frávísun. Sagði hann, að nú væri óhugsandi, að stúlk- urnar þrjár hlytu heiðarlegan dóm. Jarring hefur störf sín — enn falla menn á landamærum Israels Gunnar Jarring hefur haf- ið starf sitt, segja heimildir í Beirut. Hefur hann mælt með samningaviðræðum milli utanríkisráðherra deiluaðila í fyrstu lotu, sem verði hafnar í bæki- stöðvum dr. Jarrings á Kýpur. Þess megi vænta aö utanríkis- ráðherrar þessara landa muni síð- ar fara til New York og verða þar fyrstu vikur, eftir að allsherj- arþing Sameinuðu þjóðanna kem- ur saman hinn 15. september. Dr. Jarring reyn; nú að fá lof- orð frá Egyptum, ísrael og Jórdaníu að farið veröi eftir öllum liðum samþykktar Sameinuðu þjóðanna frá nóvember 1967 um Mið-Austur lönd. Bandarfsku tillögurnar eru í samræmi við þessa gömlu sam- þykkt. Þar er gert ráð fyrir, aö ísraelsmenn verði á brott frá her- teknu svæöunum. Hersveitir frá Israel böröust enn f gær á tvennum vígstöðvum, með an fólk bíður þess, að vopnahléi verði komið á. Fyrsta sólarhringinn, eftir að fsraelsmenn samþykktu banda- rísku friðartiilögurnar, gerðu arab- ískir skæruliðar áhlaup á bæinn Metulla í Norður-fsrael. Þá féllu þrír skæruliðar i Jórdandalnum og á Golanhæðum. f Metulla særð ust þrír unglingar, er handsprengj- ur sprungu. Þessar árásir voru túlk aðar svo, að skæruliðar bifuðust ekki í andstöðu sinni við stefnu Nassers. Mundu þeir að engu hafa vopnahlé. Blöö í Sovétríkjunum ráðast í gær á írak fyrir neikvæða stefnu gagnvart friðarumleitunum i Mið- Austurlöndum. Seg,a Rússar, að stefna íraka sé ekki i samræmi við baráttuna gegn heimsvaida- stefnu ísraeis. Sovétríkin munu halda áfram að veita Arabalöndum margs kon ar stuðning og jafnframt reyna aö koma til leiðar samkomulagi í mál um Mið-Austurlanda, aö sögn fyrsta varaforsætisráöherra Kirill Mazurov. Sagði Mazurov, að Sovétríkin hefðu alltaf stutt Araba í hinni hraustlegu baráttu þeirra við árás arríkið ísrael. Ef nú ætti að semja, þyrftu fsraelsmenn að kveðja heim allt herlið sitt frá hernumdu svæð unum, og ganga yröi að réttmæt- um kröifum Palestínumanna. Blaðið Al-Jumhouriay í Bagdad segir, aö vonandi muni ferð full- trúa fraksstjórnar til Sovétríkjanna leiða til þess, að sainræmd verði stefna ríkjanna. Sýni ferð hans, að írak vilji „viðhalda sambandi við framsækin og sósíalísk ríki, þar sem Sovétríkin séu fremst > flokki“, segir blaöiö. DAGLEGA OPIÐ FRft KL. 6 AO MORGNl TÍL KL. BALF TÖLF ftÐ KUÖLDI smáréttir kaffi kökur TraíT GOTT OG ÖDVRT HJ& GUDMUNDI Sigttirji 3

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.