Vísir - 06.08.1970, Blaðsíða 4

Vísir - 06.08.1970, Blaðsíða 4
4 V 1 S I R . Fimmtudaginn 6. ágúst 1970. KR-ingar í annað sinn gegn frá Rotterdam í Evrópukeppninni — Leika gegn Sparta i borgakeppni nni, en mættu Fejenoord i fyrra í annað skipti á einu ári íendir KR gegn liði frá hollenzku hafnarborginni Rotterdam í Evrópu- keppni í knattspyrnu. í fyrra lék KR í fyrstu um ferð Evrópukeppni meist araliða gegn Fejenoord — sem í vor varð svo Evrópumeistari — og í gær, begar dregið var í fyrstu umferð borga- keppnl Evrópu, lenti KR gegn hlnu stóra félaginu í Rotterdam, Sparta. Borgak«>ppni Evrópu er orðin stærstp Evrópukeppnin, þótt sami glans sé ekki í sambandi við þátttöku i henni og meistaraliða- keppninni, og nú sóttu 90 lið frá öllum löndum Evrópu um þátttöku- rétt —- þar af tvö frá íslandi, auk KR-inga Akumesingar — en 26 var hafnað, og keppnin bundin við 64 lið. Sartdgerði í úrslit Sandgerði vann Njarðvík 1 gær- kvöldi 1:0 í 3. deildinni í knatt- spyrnu. Markið skoraði Óskar Gunnarsson úr vítaspymu í fyrri hálfleik. Sanckerðismenn eru þvi meðal úrslitaliðanna í 3. deild, en óákveðið mun enn hvernig keppn- inni verður hátttað. Meðal úrslitaliðanna, sem vitað er um, eru lið Hrannar, félags ungtemplara í Reykjavík, Þróttar í Neskaupstað og nú Sandgerðis. Guðmundur Haraldsson, milli- ríkjadómari dæmdi í gær. Eftir 30 min. leik í seinni hálfleik flautaði Guðmundur leikinn af-, og Sand- gerðingar byrjuðu að fagna sigri sínum. En mistökin komu í ljós, ýmsum þótti hálfleikurinn full stuttur, og eftir nokkurt þóf, var „þriðja hálfleiknum“ bætt við. Nær öruggt má telja, að Akranes hafi verið eitt þeirra liða, sem ekki voru valin í keppnina, þótt það skuli hins vegar ekki fullyrt hér. En í því sambandj má nefna, að írska fríríkið fékk aðeins eitt lið í keppnina, og Norður-írland eitt, og nær útilokað, að ísland fái fleiri iið í keppnina, en t.d. Eire, sem hefur miklu fleiri knattspyrnulið innan vébanda sinna. Þegar frétt um dráttinn var les- in í íþróttaþætti BBC í gær var aðeins minnzt á brezku liðin og mótherja þeirra — og Slima frá Malta. sem leikur gegn Kaupmanna hafnarliði, og að því er undirrituð- um heyrðist — hlustunarskilyrði voru slæm — K.R. Reykjavík gegn Sparta, Rotterdam. Reykjavík heyrðist vei — en það hefur hins vegar komið fyrir í brezkum frétt- um, að segja nær öll íslenzk lið frá Reykjavík. Hins vegar er KR orðið þekkt lið í Evrópukeppni — einkum á Englandi eiftir leikinn á árunum gegn Liverpool — en Akranes hefur aldrei tekið pátt í Evrópukeppni, og nær útilokað, að fréttamenn BBC hefðu staldrað sér- staklega við það nafn — þeim al- gjörlega ókunnugt. Eins og áður segir taka nú 64 lið þátt í keppninni, og sú breyt- ing á gerð að meistarar síöustu Það verða Manch. Utd. og Derby County, sem leika til úrslita í nýju kcppninni á Englandi, Watney- bikarnum, en það er útsláttar- keppni, sem hófst s.I. laugardag. Undanúrslit keppninnar voru leikin í gær, og Manoh. Utd. sigr- aði þá Hull 5 — 4 eftir framlengingu og vítaspyrnukeppni. Chilton skoraði fyrsta markið í leiknum, en Denis Law jafnaði fyrir United og þannig var staðan að leik loknum — og ekkert mark var skorað í framlengingu. Þá hófst vítaspyrnu- keppnin, Best, Kidd og Charlton keppni — í þessu tilfelli Arsenai — þurfa ekki að vinna sér rétt eins og áður, en komast í hana á .neist- aratitlinum. England hefur þvi ■fimm þátttökulið að þessu sinni, og í gær, þegar dregið var í Lux- emborg, var nafn Arsenal dregið síðast hinna 64 liða úr hattinum og nr. 63 var Lazió, frá höfúðborg Ítalíu. Þarna er því strax kominn leikur, sem vekja mun mikla at- hygli. En þetta verður ekki eini leikur- inn í 1. umferð milli liða frá þess- um löndum. Hið fræga lið, Inter, Mílanó dróst gegn Newcastle, sem 1969 sigraði í keppninni. Og annar mjög athyglisverður leikur er milli Liverpool og Ferensvaros frá Ung- verjalandi — en þetta eru hiklaust tvö meðal fremstu knattspyrnuliða Evrópu^ Leeds mætir Sarpsborg frá Noregj og Coventry leikur gegn búlgörsku liði. Skotar eiga fjögur lið í keppn- inni. Glasgow Rangers fær erfiöan mótherja í 1. umferð, Bayem, Múnchen, þar sem þeir leika Gerd Muller og Franz Beckenbauer meðal annarra. Hibernian leikur gegn Malmö, Kilmarnock gegn Coleraine Norður-I'rlandi og Dundee Utd. gegn Grasshoppers, Sviss. Cork frá írska fríríkinu Ieikur gegn Valencia, Spáni, en um skoruðu fyrir United, og Neil, Butler ag Wagstaff fyrir Hull. Law var næstur og misnotaði sína spyrnu — og einnig leikmaður Hull. Morgan skoraði úr fimmta og síðasta vítinu fyrir Manch. Utd. — en Alec Stepney varði spyrnu Chil- tons, og 2. deildarliðið var þar með úr keppninni. Hinn leikurinn í undanúrslitum var millj Derby County og Sheff Utd. og sigraði Derby með eina markinu, sem skorað var í leiknum. McGovem skoraði það. Orslita- leikurinn verður á laugardag. 'fleiri leiki i 1. umferð er Visi ekki kunnugt. Ef lið skilja jöfn eftir leikina tvo og framlengingu fer fram sérstök vítaspyrnukeppni — en hlutkesti ekki látið ráða eins og áður. Heimsmethafinn Kinnunen — tap aði enn fyrir Nevala. 4 Finnar köstuðu yfir 80 m Kveðjuhlaup Ron Clarke á Bislet-leikvanginum /V I I Manchester komst í úrslit á vítaspyrnukeppni Hinn heimsfrægi hlaup- ari, Ron Clarke, hljóp sitt síðasta hlaup í keppni í gær og það á þeirri hlaupabraut, þar sem hann hefur unnið sín beztu afrek — Rislet- leikvanginum í Osló. Þar setti hann sitt fræga heimsmet í 10000 metr- um, 27:39,4 mín. og síð- asta hlaup hans var ein- mitt 10000 metrar. En það var ekk; hinn sami Ron Clarke, sem áður gerði garðinn frægan, sem nú kvaddj áhorfendur í Osló; úthaldið og snerpan er ekki hið sama og áður. Margir þekktir hlauparar auk Clarke tóku þátt i hlaupinu — og lengi vel var hann ásamt Bandaríkjamanninum Frank Shorter í forustusæti. En loka- spretturinn var slakur og Clarke ■varð aðeins sjötti í mark. • \ . í gær Síðasti hringur var einvígi milli Shorter og Spánverjans Haro — og þar reyndist Bandaríkjamaður- inn sterkari, hljóp á hinum ágæta tíma 28:32.6 mín. — en Haro varð annar á 28:34.2 min. og bætti hið spánska met sitt um 24 sekúndur. Haro kom mjög á óvart í Evröpu- keppninni 1 Zurich á laugardag, þegar hann sigraði þar í 10 km.' í þriðja sæti varð Suzuki frá Japan á 28:44.6 mín. Fjórðj Fracic Júgó- slavíu, á 28:45.8 mín. Fimmti Ken Moore, USA, á 28:51.0 mín. og Clarke sjötti á 29:00.4 mín. I Fjórír Finnar köstuðu spjótinu j yfir 80 metra á móti í Östermark i í gær — en það er einsdæmi í heiminum, að fjórir menn frá sömu þjóð nái slíkum árangri í þessari grein — en Finnar hafa löngum haft mikinn áhuga á spjótkasti og átt rnarga heimsmethafa i þeirri grein. Pauli Nevala varö sigurvegari og náði einum sír.um bezta árangri, kastaði 88.34 metra, sem er glæsi- legt afrek. Heimsmethafinn, Jorma Kinnunen, kastaði 84.32 m, Juhani Nummega 80.66 'm og Mauri Auv- inen 80.20 metra. Þá náði finnski sleggjukastarinn Risto Miettinen ágætum árangri í þeirri grein á móti í Isalmi f gær og bætti finnska metið um 34 sm kastaði 66.46 m. Umsjón: Hallur Símonarson r~--------------—---- Við bíð- um stað- festingar — Við munum setja okkur í samband við hollenzka liöið, strax og við höfum fengið stað- festingu frá forráðamönnum borgakeppninnar, að KR eigi að leika gegn Sparta í fyrstu um- ferð. sagði Bjarnj Felixson við Vísi í gærkvöldi, en hann hefur oft staðið í ströngu fyrir KR, þegar félagið hefur verið þátt- takandi í Evrópukeppni. — Á þessi stigi málsins er ekkert hægt að segja um hvort Sparta kemur hingað til lands — eða hvort KR leikur báða leikina í Rotterdam eins og var í fyrrahaust gegn Fejenoord. Það verður haldinn fundur hjá knattspymudeild KR i dag — og þá skýrast línurnar kannski eitthvaö. En þess má geta, að sennilega er þægilegra að semja um leiki í þessari keppni, þar sem ákveðnir leikdagar eru ekki — aðeins það skilyrði að leikirnir í fyrstu umferð fari fram í september. Ekkert frétt — Nei, ég hef ekkert frétt um dráttinn í borgakeppninni — þetta eru fyrstu fréttimar, sem þú ert að segja mér, sagði Ríkharður Jónsson, þjálfari Ak- urnesinga þegar blaðamaður Visis átti tal við hann seint 1 gærkvöldi. — Við á Akranesi sóttum um að fá að ta-ka þátt í borgakeppn- inni ásamt KR. en ég veit raun- verulega ekkert um hvemig KSI sendi umsóknimar áfram. Við hér gerðum okkur ekki mikl ar vonir að komast í keppnina eftir að við fréttum atf umsókn KR-inga — Akumesingar haía aldrei tekið þátt í þessum Evrópukeppnum og þaö er sennilega þungt á metunum, þegar umsóknirnar eru vegnar og metnar. Ef umsókn Akraness hefði verið tekin til greina þyk- ir mér líklegt, að okkur hefðu borizt fréttir af því, en venju- lega er dregið strax upp úr há- deginu í þessa keppni, og svo hefur áreiöanlega verið í dag, sagði Ríkharður að lokum, en bætti við: — Það hefði verið anzi gam- an að vera með í pottinum — líkurnar að draga gott lið, t.d. frá Bretlandseyjum em orðnar svo miklar. ______________J

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.