Vísir - 06.08.1970, Blaðsíða 6

Vísir - 06.08.1970, Blaðsíða 6
BOWLIN LEIGAN s.f. "" --- ~ ' * Vinnuvelar til leigu V 1 S I R . Finuntudaginn 6. ágúst 1970. Tunglferðar Appolós 14. beðið með eftirvæntingu Sýnishornin sem hann á að sækja, kunna að veita svör við mörgum spurningum ‘ EINSTAKT! MALLORKAFERÐ FYRIR AÐEINS 10 KRÖNUR Sá keppandi er hlýtur hæstu spilatölu i Bowling (A Regulation-spili) meöan keppni stendur yfir hreppin 9 Ferð til Mallorca með Sunnu og gistingu á fyrsta flokks hóteli og"máltíðir. 9 Veiztu nema þú náir hæstu spilatöl- Tjótt för Appolos 13. hafi orð- iö til þess að skapa nokk- urn óhug í bili í sambandi viö tunglsiglingar, fer því fjarri að þeir, sem að slíkum hlutum standa vestur í Bandaríkjunum, séu orðnir þeim fráhverfir. í rauninni varð för Appolos 13. einhver mesta heillaför, þegar á allt er litið. Hún færöi mönn- um heim sanninn um þaö, aö jafnvel þótt rafreiknar hafi koniizt að raun um aö öryggið sé svo og svo mikið hvað alla tækni snertir, þá getur þeim reikningum reynzt varlega treystandi. Það er í rauninni furðulegt þegar á þaö er litið hvílík nákvæmni og eftirlit er við haft í allri gerð geknsigl- ingatækja, skuli rofi með skakkt reiknuðu álagsþoli, vera settur á mikilvægan stað, eins og taliö er að fram hafi komið við rannsókn. Þetta sýnir ein- ungis að ekkert eftirlit er svo nákvæmt að þvl sé með öllu treystanpi og verður án efa til þess að eftirlitið verður enn hert að mun. Með tilliti til þess hve trúin og traustið á tæknilega fullkomnun geimsigl- inganna vap oröin rík, getur einmitt þetta orðið til þess að koma f veg fyrir slys, sem heföi orðið enn afdrifaríkara. Annað kom og í ljós við bilunina — hvað mikið veltur á vali geim- faranna sjálfra. Viðbrögö áhafn- arinnar f Appolo 13. sýndi undraveröa stillingu, kunnáttu og ráðsnilld þessara þriggja manna, sem þó voru ekki eins samþjálfaðir og skyldi af óvið- ráðanlegum orsökum. Það er trúlegt að afreks þeirra verði lengi minnzt í sögunni, sem eins af þeim er mest hafa verið unnin. . Þótt för Appolos 14. hafi ver- ið frestað nokkuð, veröur hún farin áöur en langt um líður. Geimvisindamenn um allan heim, eöa öllu heldur tunglvís- indamenn bíða hennar með mik illi eftirvæntingu, I því trausti að hún takist giftusamlega. Við árangurinn af þeirri för eru nefnilega bundnar enn meiri vonir en við hinar tvær, hvað það snertir aö komast að mikil- vægustu heimildum um „jarð- fræði‘‘ og sköpunarsögu tungls- ins. Því véldur fýrst ’og fremst hinn fyrirhugaðj íendingarstaö- ur. 'Íunglvísindamennirnir gera sér vonir um að þar i Maura- fjallgarðinum sé að finna eldri bergtegundir en þau bergsýnis- hom, sem þegar hafa náöst til jarðar, og megi þegar til kemur af þeim ráða margt það, sem hinar yngri bergtegundir hafa ekki veitt fullnægjandi svör við í sambandi við myndum þessa fylgihnattar okkar á jöröu niðri. Og um leið sé ekki loku fyrir þaö skotið, að þær bergtegundir geti einnig veitt svör í sambandi við myndunarsögu vorrar eigin jarðar, sem enn er, þrátt fyrir allt, gáta, sem ekki veröur ráðin 1 nema að vissu marki. „Háa skilur hnetti himin- geimur“ kvað eitt af góðskáld- um okkar. Vísindamönnum þeim, sem geimfræði stunda, verður hins vegar stöðugt ljós- ara. að þrátt fyrir hinar gífur- legu fjarlægðir sem skilja „háa hnetti“, stendur allt í föstum tengslum hvað viö annaö, einnig þár. Kannski hefur ekki oröið eins mikil breyting á neinu síð- ustu á'ratugina og mati jarðar- búa á sinni eigin jörð sem einni af hnöttum himingeimsins. Það er ekki ýkja langt síðan jörðin var ekki eimmgis miðdepill okkar sólkerfis, heldur miö- depill alheimsins, og þeir sem jörðina byggðu, kóróna sköpun- arverksins sem hinar æðstu hugsandi lífverur, og hinar einu sinnár fullkomnunar í því víða rúmi. Enda þótt ekki hafi feng izt enn raunhæfar sannanir fyr ir því, að aðrir hnettir í himin- geimnum séu byggðir vitsmuna- verum á einhverju þroskastigi, er maðurinn ekki lengur eins viss um, sig sem kórónu sköp- unarverksins og hann var. Allar líkur benda til þess að í öllum þeim sólkerfasæg, sem hann hefur uppgötvað, fyrirfinnist hnettirmeð sams konar skilyrö- um til lífsþróunar og á okkar eigin jörð. Dag og nótt hlusta jarðarbúar með fullkomnustu tækjum, sem þeir hafa yfir að ráöa, eftir sönnunarmerkjum um þaðutan úrgeimnum. Jörðin er ekkj lengur miðdepill alheims- ins í neinum skilningi. ‘Aftur á móti eru örlög hennar, upp- runi og endalok samtvinnuð þeim allsherjarlögmálum, sem ráða hvarvetna í hinu mikla rúmi. sem maðurinn veit ekki einu sinni hvort á sér takmörk eða ekki. Og þau lögmál þekkir hann ekki enn, nema að sára- litlu leyti. Það er einmitt fyrir þetta, sem Bandaríkjameim beina nú geim- ranhsóknum sínum á tvennar brautir. Annars vegar eru það tunglsiglingamar, sem haldið verður áfram „samkvæmt á- ætlun“ sem að vísu hefur verið nokkuð breytt Hins vegar er undirbúningurinn að þvi aö koma á braut mönnuðum geim- rannsóknastöðvum. Tunglsigl ingamar geta veitt svör við mörgum spumingum að visu, en allar mikilvægustu spumingam- ar-verða þó að bíða svars. þang- að til maðurinn hefur gert sér rannsóknarstöövar utan gufu- hvolfs jarðar. Þar fyrst getur hann gert sér vonir um að kynnast allsherjarlögmálum himingeimsins til hlítar. unni strax í dag? TÓMSTUNDAHÖLUN á horni Nóatúns og Laugavegar m----- iiÉfci i ■ * Litlar Steypuhrœrivélar Múrhamrar m. borum og fleygum RafknOnir Steinborar Vatnsdœlur (rafmagn, benzín ) Jarðvegsþjöppur Rafsuðutœki Víbratorar Stauraborar Slípirokkar Hitablásarar HÖFDATUNI 4 - Jim Lowell og líkan af Appolo 13. merktur hvítum krossi. Bilskúrsjárn I.P.A. BÉISKÚRS- HURÐAJÁRNIN komin Hagstætt verð. Pantanir óskast sóttar. Hannes Þorsteinsson, heildverzlun. Hallveigarstíg 10. Símar 24455—24459

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.