Vísir - 06.08.1970, Blaðsíða 9

Vísir - 06.08.1970, Blaðsíða 9
> í S I R . Fimmtudagur 6. ágúst 1970. Erla Scheving-Thorsteinsson, húsmóöir: „Ég er á móti öll- um boðum og bönnum og vín bann vil ég alls ekki.“ 1 nýju húsi ÁTYR er tappað á átta þúsund flöskur á dag — velta Áfengis- og tóbaksverzlunarinnar er 5 milljónir daglega □ íslendingar drekka ekki mikið áfengi ef borið er saman við aðrar þjóðir. Hlvert mannsbarn mun drekka sem svara 2,17 lítrum af hrein- um spíra á ári og er það minnsta magn á Norðurlönd- um. Finnar drekka t.d. 4 Utra af spíra á ári. Samt þurfum við að hýsa okkar verzlun vel. □ „Fyrstu flöskuna sem við töppuðum á hér í nýja húsinu ætlum við að gefa ráðuneytisstjóranum í fjár- málaráðuneytinu“ sagði for- stjóri ÁTVR, Jón Kjartans- son — aðspurður. „Það er eðlilegt.“ Á morgun verða merk tima- mót í rekstri Áfengis- og tóbaks verzlunar ríkisins, en þá verða tekin í notkun ný húsakynni hennar að Draghálsi 2 við Suð- urlandsveg skammt norðan nýja Árbæjarhverfisins. , Þarna í þessu nýja húsnæöi verður allur lager áfengisverzl unarinnar og sömuleiðis öll fra*n leiðsla áfengis og átöppun. Jón Kjartansson forstjóri ÁTVRboð aði til blaðamannafund^r í gær vegna þessa og veitti uþplýsing ar um rekstur og rekstrarfyrir komulag ÁTVR. Vatnið úr Öxarárfossi „Þetta húsnæði okkar hér var ekki hægt að sýna nokkrum manni“. sagöi Jón er við rædd- um við hann í gömlu Nýborg, en þar var allt áfengi bruggað og því tappað á flöskur allt fram á þennan dag. Jón sagði að lagerinn hefðu þeir og ver- ið aö flytja upp að Draghálsi síðustu daga og af þeim sökum var heldur tómlegt þar í Ný- borg, en húsið angaði þó allt fremur viðkunnanlega — viðir allir orðnir mettaðir áfenginu. „Ég get sagt ykkur sem dæmi“ sagði Jón. ,,að eitt sinn bauðst mér að selja íslenzkt brenniyfn til Skotlands. Kaup- andinn vildi fá að sjá verk- smiðjuna sem vínið væri fram- leitt í og kom hingað til íslands í þeim tilgangi. Mér kom auð- vitað ekkj til hugar að sýna honum Nýborgina, þvi þá hefðu öll viðskipti samstundis verið dauðadæmd — hins vegar ók ég með honum austur að Öxar- árfossi og sýnd; honum hann — þarna fáum við vatnið í brennivínið sagöi ég“. Nýborg rifin í haust Nýborg var byggð fyrir upp haf fyrri heimsstyrjaldar og var þá korngeymsla. Áfengisverzl- unin fékk svo húsið til afnota 1923, en fram til þess tíma var verzlunin dreifð um bæinn. Öll starfsemin flutti svo í Nýborg er hún komst í gagnið, en skrif stofan var þá og síðar að Hverfis götu 21 í húsi Jóns Magnússon- ar ráðherra. Fyrsti forstjóri var P. L. Mogensen en 1928 tók Guðbrandur Magnússon við og var hann forstjóri fram til árs- Nýja átöppunarvélin er fullkomin: 'Hún ekki einasta fyllir á gerðum, heldur skrúfar hún líka tappana á þæ r og límir svo M oíí .u-iM'tb - ins 1957 og tók þá núverandi forstjóri, Jón Kjartansson við. Gamla Nýborg sem svo lengi hefur þjónað Bakkusi og fleiri góðum, verður væntanlega rif- in til grunna í haust. 8000 flöskur á dag Óneitanlega er umhverfi allt hið snyrtilégasta við nýja hús- næði ÁTVR að Draghálsi 2. Húsið sjálft var keypt af Ofna smiðjunni á 12 milljónir kr. fyr- ir rúmu ári. Síðan það var hef ur sitthvað verið gert til að aðlaga húsið starfsemi ÁTVR, og hefir 17 milljónum verið var ið til þeirra • framkvæmda. Eru þær helztar að keypt voru inn fullkomin brugg- og blöndunar tæki frá Frakklandi og sömu leiöis átöppunarvél. Sú átöpp- unarvél er miklum mun full- komnarj en eldri vélin, því hér áður var aðeins hægt að tappa brennivini eða ákavíti á 3000 fiöskur daglega. Núna afkastar átöppunarvélin hins vegar 8 þús. flöskum á dag. Sú aukning kem ur svo fram i bragðbetri drýkk, því ef aðeins er tappað á 3000 flöskur daglega stendur vínið sama og ekkert við, en nú er stefnt að því að seija ekki flösku sem hefur ekki verið geymd f a. m. k. 8 mánuöi. 10 útsölustaðir Nýja húsiö að Draghálsi er engin smásmíð, því það er 3000 fermetrar að flatarmáli, en því er skipt í sundur með eldvarn- arvegg einum „rándýrum úr krossviði sem ekki brennur þótt honum sé kastaö á bál“. t>á er eldvamarkerfi hússins mjög full komið — leiðslur eru í lofti og ef eldur kemur upp þarf starfs- maður eða vörður ekki annað að gera en skrúfa frá krana og l\ UÍÍiDlliií i íiDlýlhr:i úðast þá eldvarnarefnið ýfir alla sali. Og ekki veitir af að hafa lag- erinn veglegan — þvíþaðan er vín'föngum dreift á 10 útsölu- staði. Núna eru útsölur 3 i Rvík og svo ein á hverjum staðn um Akureyri. Seyðisfiröi, ísa- firði, Vestmannaeyjum, Nes- kaupstað, Keflavík og svo ein afgreiðsla fyrir póstkröfur og hótel og sú er í Reykjavík. Jón Kjartansson sagði að sala með póstkröfum hefði minnkað að mun „einkum eftir að út- sala var opnuð i Vestmannaeyj- Fluga í brennivínsflösku Brugg- og blöndunartæki Á- fengisverzlunarinnar eru nú orö in mjög svo fyrifferðarmikil og flókin. Geymar eru gífurlega stórir taka samtals 33500 lítra. Öli bruggun áfengis fer um lok að kerfi undir umsjón lyfjafræð ings. en hann tekur stöku sinn- um prufur „og gætir vel að því að styrkleikinn sé i lagi“, sagöi Jón Kjartansson. Jón sagði að lítið væri um það að fólk kvartaði undan brennivíninu þeirra — eitt sinn hefði aö vísu heimsótt sig kona og hefði sú sýnt sér brennivíns flösku sem innihélt eina dauða flugu. Var konan ævareið og hótaði að hlaupa með þetta i blöðin. — Það er ágætt, sagöi Jón þá — þetta er nefnilega eina flaskan af um það bil tveim ur og hálfri milljón sem eitt- hvaö er athugavert við síðan ég tók hér til starfa — Sagði Jón svo að helzt væri það að fólk kvartaði undan því hvort mið- ar á brennivínsflöskum væru svartir eða einhvern veginn öðruvísi og eru um það mjög skiptar skoðanir „og því bezt að hafa bara báða“. sagði Jón. flöskur af öllum stærðum og á þær merkimiða að síðustu. Núna eru áfengisútsölur í Reykjavík 3 talsins og eru ekki uppi neinar fyrirætlanir um að opna nýja. Það kostar 2—3 milljónir að opna nýja útsölu, og sagði Jón Kjartansson að þeir myndu ekki hugsa um aö opna nýja í nýju hverfunum, t. d. Árbæ og Breiðholti eins og stæöi. Reglusamir starfsmenn Eflaust mun íslendingum þykja gott til þess að vita að álfeng- isverzlunin, þetta uppáhalds rík isfyrirtæki okkar sé komið í góð húsakynni og það sem enn betra er, að umhverfiö er þama að verða mjög snyrtilegt. Gras- flatir em að spretta upp um- hverfis bygginguna en fyrirhug að er að á lóðinni, sem er i eigu fyrirtækisins. rísi svo fleiri hús áhangandi ÁTVR — Það er húsnæði fyrir tóbakseinkasöluna og Lyfjaverzlun ríkisins og einn ig munu skrifstofur eflaustflytj ast þangað uppeftir. — hvenær sem það verður. Þama við homið á nýja hús inu er svo þegar risið annað hús allmiklu minna þó, en það á að vera samastaöur lögregl- unnar í Reykjavík, eins konar útibú fyrir Árbæjarhverfið. „Það sparast mikill vinnu- kraftur við að fá svo fullkom- in tæki“, sagði Jón Kjartans- son, „stundum unnu í Nýborg 50 — 60 manns, það þurfti svo margar stúlkur við að líma miða Núna eru starfsmenn í áfeng- isdeildinni aðeins 20“. Alls störf uöu hjá ÁTVR 102 og sagði Jón að það væri allt saman úrvals fólk og samvizkusamt. Síðasta ár mættu 34 af þessum 102 hvern einasta dag. Aðra vant- aöi mjög sjaldan. Sagði Jón að sér fyndist það ómetanlegt að hafa góða samstarfsmenn. —GG Viljið þér vínbann á ís- landi? Magnús Þorláksson, sjómað- ur: „Nei, alis ekki.“ Jörundur Guðmundsson, hár- skeri: „Nei, sé enga ástæðu til þess — og svo vil ég fá bjórinn.“ 3* Öm Ingólfsson, starfsmaður ísals: „Nei ég sé enga á- stæðu til þess, vil að hver maður sem kominn er til vits og ára ráði sér sjálfur.“ Hörður Sigmundsson, af greiðslumaður: „Nei, það er af og frá — frekar vil ég frjálsari vínlöggjöf.“ O

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.