Vísir - 26.08.1970, Blaðsíða 8

Vísir - 26.08.1970, Blaðsíða 8
a VrSIR . Miðvikudagur 26. ágúst 1970, Otgefan ii Reykjaprent tit. Framkvæmdastjóri: Sveinn R Eyjólfsson Ritstjóri • Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Péturssoú Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingar: Bröttugötu 3b Símar 15610 11660 Afgreiös'a- Bröttugötu 3b Simi 11660 Ritstjór.i: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) Askrift.argjald kr 165.00 á mánuöi innanlands I tausasölu kr. 10.00 eintakiö Prentsroiðja Visis — Edda hf. V ii».'h«miii '«.rm ———■»——«——m Þreytandi útivist Xíminn hefur þrástagazt á því, hvað ríkisstjórnin sé orðin þreytt og sinnulaus. Engin sannfærandi rök hef- ur blaðið þó getað fært fram þeirri fullyrðingu til sönnunar. Það er heldur ekki fyrst núna síðustu vik- umar, sem þetta er sagt í Tímanum. Sá söngur hófst þar fyrir mörgum árum, og honum hefur verið haldið áfram æ síðan öðru hverju. Fólk er því eflaust hætt að taka eftir þessu þvaðri, hvað þá heldur leggja á það trúnað, hafi einhverjir nokkurn tíma gert það. Verk ríkisstjórnarinnar vitna sannarlega ekki um það, að hún hafi sofið á verðinum. Þegar efnahags- áfc-llin miklu dundu yfir þjóðina, brást hún við þeim á þann hátt, sem aðeins árvökulli og samhentri ríkis- stjórn er unnt að gera. Henni tókst giftusamlega, og jafnvel betur en bjartsýnustu menn höfðu þorað að vona, að stýra þjóðarfleyinu gegnum þá boða, því að þar var við mikinn vanda að etja. Hann var minni hjá vinstri stjórninni þegar hún gafst upp að rúmlega hálfnuðu kjörtímabili. Það situr því sízt á málgagni Framsóknar að tala um þreytu og ráðleysi annarra ríkisstjóma. Hitt leynir sér ekki, að Framsókn er orðin ákaflega þreytt á sinni löngu veru utan ríkisstjórnar. Foringj- arnir þrá ráðherrastólana mjög, og myndu eflaus fús- ir til að hnika eitthvað til „stefnunni“, til samkomu- lags við þá, sem kynnu að fást til að taka þá með sér í stjóm. En öllum hinum flokkunum ber saman um, að það sé algert neyðarúrræði að þurfa að hafa stjórn- arsamstarf við Framsóknarflokkinn. Samstjómir flokka með ólík stefnumið geta því aðeins rækt hlut- verk sitt, að þar sé unnið saman af fullum heilindum. Á það hefur alltaf þótt mikið skorta hjá framsóknar- mönnum, og því er ekki að undra þótt ýmsir hafi hugsað með nokkrum kvíða til kosningaúrslita, sem kynnu að hafa í för með sér slíkt samstarf. Það hlýtur að vera foringjum Framsóknar allt að því óbærileg tilhugsun, að svo gæti farið, að þeir yrðu að vera utan ríkisstjómar eitt kjörtímabilið enn. Og ýmislegt bendir til að þeir hafi óttazt að svo færi, ef kosið yrði í haust. Þeim mun því hafa létt mikið, eins og kommúnistum, þegar afráðið var að kosning- ar skyldu ekki fara fram fyrr en næsta vor. Ein ástæðan til þess, að stjórnarandstaðan vildi ekki láta kjósa í haust er sú, að hún vonast til að ríkisstjórnin þurfi á næstunni að gera einhverjar ráð- stafanir í efnahagsmálum, sem reynast muni óvinsæl- ar hjá almenningi. Þetta hefur verið sagt berum orð- um í báðum aðalmálgögnum stjórnarandstöðunnar. Þau hafa meira að segja boðað hverjar þessar ráð- stafanir verði. Það er vitaskuld þeirra eigin skáld- skapur, en sýnir að stjórnarandstaðan ætlar, eins og fyrri daginn að snúast gegn hverri ráðstöfun, sem hauðsynleg kann að reynast. Afstaðan er þegar fyrir- ’ram ákveðin. (f íi • Einhver auðugasti mað- ur í heimi, gríski skipa- kóngurinn Stavros Niarchos verður væntanlega dreginn fyrir rétt á næstunni, ákærð- ur fyrir aö hafa myrt konu sína Eugenie Livanos-Ni- archos. Ákvörðun um máls- höfðun var tekin af sak- sóknara gríska ríkisins eft- ir að máliö hafði velkzt fram og aftur í fjóra mánuði. • Þegar hin 42 ára frú Niarchos dó skyndilega þar sem hún dvaldi á eyju Niarchos-fjölskyldunnar, Spetsopoula í Salóníkiflóan- um, var tilkynnt aö hún heföi dáið af að taka of stór- an skammt svefnlyfja. Sak- sóknarinn sækir Niarchos hins vegar til saka fyrir aö hafa „rétt eiginkonu sinni banvæn högg“, eins og kom- izt er að orði. • í Grikklandi urðu menn steinhissa er fréttist um ákvörðun saksóknarans, því almennt var trúað að mál þetta ætti að þagga niður. Grísku blööin hafa enda í samræmi við það, verið á- kaflega þögul um málið, enda þótt Niarchos hafi orð fyrir að vera andvígur her- foringjastjórninni grísku — andstætt sínum helzta keppi- naut á viðskiptasviöinu, Aristoteles Onassis, eigin- manni Jackie, fyrrum Kenne- dy. ggg?~ Stavros Niarchos og Eugenie. — Þetta er ein af síðustu myndunum sem teknar voru af henni. Þau hvfla sig þama eftir sundsprett í SrJóníkiflóanuin — skammt frá einkaeyju Niarchos. Eugeníu Niarchos er lýst sem hiédrægri og hógværri konu, sem ætíð hafi forðazt að vera í sviösljósinu, enda haf; hún átt fáa kunningja. Þau Niarchos áttu 4 böm. Fyrir fjórum árum fór Niarohos fram á skilnað til þess að geta kvænzt Charlotte Ford, dóttur Henrys Ford bíla- kóngs í Bandarfkjunum. Skiln- aður var strax gefinn eftir, og Eugenía hélt til Sviss með börn- in fjögur. Grísk-kaþóLska kirkj- an viðurkenndi reyndar aldrei skiinaðinn, enda leyfa kaþólskir ekki hjónaskilnaði, og þvl kom ekki til að Niarchos fengi lög- gilt hjónaband sit* og Charlotte. Er þau höfðu búið saman í þrjú ár, semdi Niarchos Charlotte til föðurhúsanna aftur, og þegar í stað kom Eugenía frá Sviss með bömin fjögur og tóku þau upp þiáðinn er frá var horfið. En 4. maí s. 1. hringdi Niartíhos f of- boði frá Spetsopoula í MWækni sinn í Aþenu og var þá Eugenía iátin. Framburður Niarchosar Stavros Niartíhos hefir sagt vestrænum fréttamönnum að at- burði naeturinnar þess 4. maí, hafi borið þannig að höndum, að þau hjón hafi verið að halda upp á afmæli Eugeniu og hafi þau snætt kvöldverö í höll Ni- archosar á einkaeyju hans, Spet sopoula. Þá stóð Niarchos að eigin sögn upp og ætlaði að hringja í Charlotte fyrri konu sína og ná sam'bandi við dótt- ur þeirra, Elenu en það var eft ir fæöingu hennar, að Charlotte fór til föðurhúsanna. Niarchos ætíaði að reyna að fá þ-ví fram gengt að Elena kæmi til Grikk lands í heimsókn. Þá varð Eugenía ævareið, stóð upp frá iiiiimmi Umsjón: Gunnar Gunnarsson. borðum og stormaði til herberg is síns. Þar tók hún inn allt úr flösku sem innihélt mjög sterkt svefnmeðal, og af því dó hún, „það er, guð hjá'lpi mér, sann- leikurinn einber“, sagði Niarc- hos. Hann 'sagöist síðan hafa ætt á eftir konu sinni til her- bergis hennar, en komiö of seint, hún hafi þegar verið fatl in í dá. Áverkana á líki hennar sagðist hann sjálfur hafa veitt henni, er hann barði hana og nuddaði I þeim tilgangi að vekja hana affcur til lffsins. Stjórnin þögul Grísku blöðin þegja enn þunnu h'ljóöi um mál Niarchos- ar þrátt fyrir það að málið verður nú lagt fyrir dómara- nefnd sem mun síöan sækja Niarchos til saka — þ. e. a. s. ef niðurstaða dómaranna verð- ur Niarchos í óhag. Helen Vlachos, gríski blaða- útgefandinn sem nú býr land- flótta í Englandi sagði við brezka fréttamenn að blöðun- um væri greinilega bannað aö segja orð um málið, en henni fannst ótrúlegt að Niartíhos yrði sakfel'ldur. Þau Vlachos og Niarohos voru lengi mjög nán- ir vinir. Vlachos sagði, að her- foringjaklíkunni væri örugglega mjög illa við að sakfella Niarc- hos, hver sem niðurstaða atihug unar dómaranefndarinnar yrði, þar eð stjómin hefir nýlega sam ið við þá báða, Niarchos og Onassis um 80 milljón punda fjárfestingu. „Þeir hafa aðeins verið svo óheppnir að lenda á heiðarlegum dómara“, sagðifrú Vlachos. Vlachos sagði einnig að Niarchos heföi elskað lconu sína heitt og vildi eflaust gefa all- ar sínar eigur fyrir að fá hana aftur til sín. Eigur hans eru, metnar á 21 biMjón kr. Niarchos kominn til Sviss. Ef dæma á af blaðafréttura um málið, virðist næstum ör-: uggt að Niarchos sé saklaus af dauða konu sinnar. Það var þjón ustustúlka sem fyrst kom að Eugeníu i svefnherbergi henn-. ar, og ber hún að Eugenía hafi tæmt úr giasi með 25 svefn- töflum í, en sKkur skammtur dregur fljótt til dauða. Niarc- hos hefur verið mjög rólegur síðan konan dó. Hann hefur ekki vikið fiá börnum sínum, og er nú á leiö til Sviss með þau. Ef til kemur að gríska. lögreglan þurfi að handtaka hann, verður að fara þess á , leit við Interpol að framkvæma handtökuna, og síðan að sœkja um það ti'l lnterpol. afí hún framselji hann Grfkkjfum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.