Vísir - 26.08.1970, Blaðsíða 9

Vísir - 26.08.1970, Blaðsíða 9
V í SIR . Miðvíkuaagur 2». agusi- «1 tsto. Kl Teljið þér að eituriyfja- neyzla eigi eftir að verða jafnalgeng hér og er- lendis? Kristinn Ó. KristiUsson, bílasmið- ur: — Nei, það held ég tæplega. Að minnsta kosti vonar maöur, að við verðum sem lengst laus við þá plágu. Ásmundur Jónasson, blómaskreyt- ingamaður: — Já, hún á tvímæla- llaust eftir aö ná mikilli útbreiöslu .hérlendis, þar sem eftirlitið er alls jekki fullnægjandi. Ég hefði t.d. -auðveldlega getað haft meö mér ."eins mikið af eiturlyfjum og mig Ihefði lyst í þau skipti, sem ég hef ‘komið úr utanlandsferöum. ] Róbert Eirfksson, skósmiður: — Ég jheld, aö málin séu að þróast geig- (vænlega hratt í þá átt og vantar 'þess vegna nú þegar skipulega ifræðslu 1 skólana um skaðsemi jeiturlyfja. Jl ‘Magnús Jónasson, þjónn: — Já, íþess er ég fullviss. Það vantar ‘nefnilega alla hörku í aðgerðir lög 'reglunnar til að hún geti komið í ■veg fyrir aö svo fari og því aöeins (tímaspursmál um það, hvenær eit 'urlyfjaneyzlan hefur náð verulegri jHættan á því er að minnsta kosti 'fyrir hendi. Það eina sem ég tel jað gæti komið í veg fyrir, að svo jfari er fámenniö hér. Þórunn Sveinsdóttir, skólanemi: — ■Nei, það held ég varla. Mér finnst ■ekki krakkar almennt hafa svo mik 'inn áhuga á því, að prufa eiturlyf. Það er von menn kvarti, þegar þeir lifa á því — segir Jakob Þorvaldsson, Drangsnesi á Ströndum Það er kannski ekki ýkja mikið látið yfir athafna- lífi á Ströndum og menn fá að strita þar óáreittir í sveita síns andlitis. Við heyrum sjaldan afla- skýrslur frá Drangsnesi við utanverðan Steingríms fjörð. Blaðamanni Vísis þótti því upplagt að setjast að Jakobi Þorvaldssyni, þegar hann skrapp í bæ- inn þaðan að norðan og átti erindi inn á ritstjóm blaðsins. En hann rekur trilluútgerð frá Drangsnesi með meiru. það byggist al'lt atvinnuilíf á Drangsnesi á sjónurn, segir Jakob. Aðra atvinnu er naumast að hafa. Það er sára- Mtið byggt og iðnaður er eng- inn. Þorpin draga dálítið til sín. Fóíkið flyzt þangað úr sveitun- um, hefur meira upp úr sér við að vinna í fiski. — Fara margar jarðir í eyði á Ströndum? — Þær hafa farið margar í eyði í hreppunum þama í kring- um Steingrímsfjörð. Þaö er til dæmis æði margt fólk sem flyt- ur úr Hrófbergshreppi. Það em einar þrjár fjölskyldur að flytja þaðan um þessar mundir, frá Gilsstöðum, Geirmundarstöðum og Ósi. Það fer allt til Hólma- vfkur. Og stendur jafnvel til að fleiri jarðir fari þama í eyði. Hins vegar er það nú svo, að þótt ekki sé búið á jörðun- um verða alltaf nógir til þess að nýta þær. Bændumir í kring hirða bá slægjumar og geta rýthkaifum sig. V ” ' ' ' ’ — Era bændur á Ströndum meiri sérfræðingar en aðrir í að barma sér? — Auðvitað er sjálfsagt fyrir bændur að kvarfa, meðan þeir lifa á því. Ég get ekki betur séö en búskapur byggist anzi miikiö á þvl að kn'a út lán og styrki. Þeir eru alltaf að finna upp ein- hvem fjandann til þess að knía lán út á. Ósköp eðlilegt að mennimir. reki upp ramabvein þegar þeir hafa svona gott upp úr því. Það hafa margir gestkomandi farið að hafa orð á því heima, að það væri mikdð, hvað við söfn uðum stórum skíthaugum viö gripahúsin. Húsdýraáburöurinn er ekki birtur. Honum er ekki ekið á völl heldur niður fyrir bakka. Þeir henda tugum ef ekki ... .Þá færi fólk kannski að láta leggja inn til sín síma. Ósköp eðlilegt að bændur reki upp ramakvein, hvort heldur er út af of mikilli vætu eða of miklum þurrkum, búskapur er ekki rekinn öðruvísi en með styrkjum. hundruðum tonna á ári, bara í okkar byggðarlagi. Svo er auð- vita altaf verið að kvarta yfir því, hve tilbúni áburðurinn sé dýr. — Þetta er skemmtileg iðja, lagsmaður. — En hafið þið þá eitthvað upp úr því að gera út á Drangs- nesi? — Rækjan hefur gefið góöan pening já. Það er að vísu vert að hyggja að því bvort hún er ekki ofveidd, hún hefur oift verið smá hjá þeim. Það haifa held ég verið þrir bátar á rækju fiá Hólmavík. Þrír bátar era gerðir út frá Drangsnesi tveir um tólf tonn og einn sextán tonna, auk þess ein og ein tril'la, sem stundar skak. — Og hefur fólk nóg að gera í landi við að vinna aflann? — Það er unnið í akkorði viö að pilla rækjuna og fólk hefur þénað vel á þvf. Ef rækjan er sæmileg getur einn maður pillað 30 kg á dag. Þeir sem fljótastir eru geta tvöfaldað daglaunin sín miðað við venjulegt tíma- kaup. Yfirieitt er þó ekki unnið nema til klukkan 5. Manni finnst ekki vera nógu mikill áhugi hjá þeim að ná í hráefni fyrir frystihúsið. Það snýst aílt um þessa rækju meðan hún er. — Liftið um byggingar? — Það er þá einna helzt. skólabyggingar. Þeir eru að byggja þennan heljarmikla heimavistarskóla inni i firði, þótt börnum sé alltaf að fækka í sveitunum. Það er dágott skólahús á Drangsnesi. sem hefði getað tekið börnin, Þessi skólabygging er að sliga hrepps- félögin, sem að henni standa, Kaldrananeshrepp og þó sér- staklega Hrófbergshrepp, sem er að verða barnlaus sveit. Það finnst mörgum undarleg ráö- stöfun að velta þessum milljóna- bagga á sveitafélögin öldungis að óþörfu. Annað er það Ifka, sem við erum dálftið argir út í á Drangs- nesi og það er póst- og símaþjón ustan. Það er ekki nema ein póstferð tiil okkar í viku á >/et- urna og raunar illa það, því rút- an rennir bara í gegn hjá okkur og fer svo tiil Hólmavíkur, þann- ig að ef maður ætlar að svara bréfi verður maður að bfða eftir næstu ferð á eftir. Við höfum líka oröið algjör- lega útundan þarna á Drangs- nesi, þegar sjálfvirki sfminn var lagður á Hólmavfk. Sveitabæ- imir í hreppnum, Kaldrananes- sókn. eru f símasambandi við sjálfvirku stöðina, en ekki plássið úti á Drangsnesi. Þar er hins vegar verið að halda uppi símstöð meö starfsfóíki fyrir 5 eða 6 síma. Þetta er ekki opið nema fjóra tíma á dag óg ekk- ert gagn að þessu náttúriega. Þessi þjónusta er fyrir neðan allar heliur, enda fær sér enginn síma, það hefur enga þýðingu. Við værum ánægðir með að fá sömu þjónustu og sveitabæimir. Það væri nóg að leggja hingaö tvær línur eða þrjár og Lands- sfminn myndj áreiðanlega ekki tapa á því, menn færu þá kannski að láta leggja síma inn til sín og auk þess sparaðist starfsfólk við simstöðina á Drangsnesi.’ Annars hefur hver sinn djöf- ul að draga á þessum stað eins og annars staðar. Við verðutn að læra að barma okkur svolítið eins og bændurnir. — JH » 0 I C e * e ‘ :• # e ♦

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.