Vísir - 05.09.1970, Blaðsíða 1

Vísir - 05.09.1970, Blaðsíða 1
fegurðarsam- keppni ■ Sigríður Gunnarsdóttir, for- stöðukona fegiuðarsamkeppninnar, fór f morgun utan ásamt Kristínu Waage. Halda þær til Grikklands, þar sem Kristín keppir í alþjóðlegri I fegurðarsamkeppni, en Sigríður fSdc boð um að eiga sæti í dóm-! nefndmni. Halda þær tíl Parísar í dag, en þar hittist hópur fegurðardísa. — Þaðan er haldið til Brindisi á ítal- fn og síðan Iiggur leiðin yfir Adría haf á glæsifarkostinum Afrodite. — Dvelja þær Sigriður og Kristín í 2 vikur í Grikklandi. —JBP „Vottarnir" ætla að byggja í Reykjavík Vottum Jehóva á íslandi hefur verið úthlutuð lóð undir safnaðar- starfsemi sína við Sogaveg á móts við Breiðagerði. Kjeld Gelnard formaöur safnað- arins tjáöi blaðinu að umsókn um lóð undir safnaðarheimili hafi lengi legið fyrir borgaráði, en svo verið afgreidd í gær og samþykkt. Ekki er alveg ákveðið hvemig heimilið verður, né heldur hversu stórt, en Kjeld kvaðst búast við að í því yrð; salur til samkomu- halds og íbúðir fyrir trúboða er- lendis frá. Væntanlega verður heimilið svo réist fyrir samskotafé meðlima safnaðarins, en þeir em 130 tals ins — en Kjeld bjóst við að fleiri myndu styðja málstaðinn, L d. sæktu margir samkomur þeirra sem ekki væm skráðir safnaðar- meðlimir. „Við fáum sjálfsagt ein- hverja fyrirgreiðslu“, sagði Kjeld, „svo sem lög yfir slíka söfnuði mæla fyrir, en um ríkisstyrK verð ur eflaust ekki að ræða.“ Núna halda Vottar Jehóva sam- komur sínar í Brautarholti 18, en þar hafa þeir sal á leigu. — GG tslenzkur rad'ió-áhugamaður náði góðu sambandi: • Náði sambandi við j Hussein Jórdaníukóng | „Hussein kóngur er geysilega vinsæll meðal radíóamatöra. Ætli hann hafi ekki byrjað að senda út fyrir um liálfu ári og nú er kailmerki hans orðið vel þekkt, enda sérstætt. Hans merki er JYI, en flestir eða allir aðrir amatörar hafa merki sem samanstendur af einum eða tveimur bókstöfum fremst, ein- um tölustaf og svo langri runu af bókstöfum á eftir“. Sveinn Guðmundsson, verkfræðingur hefur um 20 ára skeið stundað fjarskipti, og segir hann það vcra „eins og að veiða Iax“, maður bíður og vonast til að „krækja í einhvern“. Og þaö er • •»<>•••••••••••«•••«•• greinilegt að stundum „bítur sá stóri“ á. Sveinn krækti í Hussein Jór- daníukóng fyrir um tveimur mánuðum, en hafði heyrt kall- merki hans áður, „þetta eru svo geysilega umsetnar stöðvar, sem þessir frægu eiga. Þess vegna gat ég líka talað svo stutt við hann, hinir hefðu orö- ið óþolinmóðir, hefði ég haldið honum lengi. Annars virðist hann ákaflega viðkunnanlegur maður — sendi mér kort á eftir. Fallegt kort með kórónu og sínum konunglega stimpli á“. Sveinn sagði að hann hafi í gegnum árin eflaust hitt að máíi fleiri þúsundir manns á • öldum Ijósvakans, en nú orðið • fara þessi fjarskipti fram á tali • en áður var eingöngu notazt • við morse. * „Ýmsir þekktir menn hafa • lagt stund á þetta“, sagði • Sveinn, ,,t. d. prins einn frá • Sikkím og sá frægi bandaríski • þingmaður Goldwater er virkur • radíóamatör". J Sveinn sagði að sennilega • væru um 10—15 íslendipgar J sem slík fjarskipti stunduöu og • einnig nokkrir íslenzkir náms- • menn sem erlendis væru. Til • dæmis hefðu þeir samband við • Islending í Genf einu sinni eða J tvisvar i viku hverri. — GG • KINKS- miðarnir seldust vel Fimm manns stóöu í gærdag í Sigtúni við að selja aðgöngumiða að hljómleikum KINKS í Laugar- dalshöMinni á mánudagskvöldið. — Jón Magnússon hjá KSÍ tjáði blað inu í gærkvöldi að miðamir hefðu runnið út jafnt og þétt allan dag- i n, — rúmlega helmingurinn væri seldur, þ.e. yfir 2000 miðar, og sal an úti á landi hefði gengið hið bezta. Kvað hann vonir standa til að miðarnir gengju út í dag, en þá opnar aðgöngumiðasalan aftur í tvo klukkutíma frá 14, en á mánu dag verður það selt sem eftir kann að verða í Laugardalshöllinni. Hljómsveitin KINKS kemur til Is- lands eftir hádegið á sunnudag, — alls 8 menn, en hljómsveitina skipa fimm þeirra. —JBP því samkvæmt áætlun og útlit fyr- ir aö svo verði, — hótelið geti þvl tekið við fyrstu gestum sínum 1. maí á næsta ári, eins og fyrr var ráð fyrir gert. I gær var „reisugilli‘‘ að göml- um og góðum sið i Snorrabúð. Þar Gjaldeyrisstaðan batnaði um 1,2 milljarða frá áramótum 201. tbl. Lau 5. september 1970. SEX vikna töf vegna verkfalls seinkaði ekki byggingarhraða Loft- leiöahótelsins. Að loknu verkfalli og truflun af þess völdum, var „stokkað upp á nýtt“ og annað og hraðara fyrirkomulag tekið upp með auknum vöktum. Byggingin er fögnuðu verkamenn og iðnaðar- menn stórum áfanga á þeirri leið aö reisa glæsilega álmu við hótelið, en alls voru það 50 verkamenn og 21 trésmiður, sem lögðu hönd á plóginn í þessum áfanga og aðrir iðnaðarmenn. Aukningin á áningarfarþegum Loftleiða fyrstu 6 mánuði ársins var 27.5%. Fjórði hver farþegi Loftleiða áir á íslandi og því greiní leg þörf fyrir aukið hótelrými. Næsta sumar hafa farþegar þeg- ar veriö bókaðir í hótelherbergi nýju álmunnar, m. a. 140 manna þing 15. maf, og læknaþing £ iúw'- byrjun. — JBP Heildargreiðslujöfnuðurinn við útlönd varð á tímabilinu frá janúar til júní hagstæður um Boðið til Grikk■ lands til að 990 milljónir króna, en var á sama tímabili í fyrra hagstæður um 690 JHjónir, samkvæma upplýsingum frá Seðlabanka ís- lands. Heildargreiðslujöfnuðurinn á öðrum ársfjórðungi þessa árs varö nokkru hagstæðari en á j sama tíma árið áður. Vöruskipta i jöfnuðurinn á þessu tímabili í ár ! reyndist mjög hagstæður, eða i sem nemur 705 milljónum kr. samkvæmt áætlun Seðlabank- ans, en var á sama tímabili í fyrra óhagstæður um 165 millj- ónir. Á tímabilinu janúar—júní 1970 batnaði gjaldeyrisstaðan um 1.210 milljónir kr. þegar með eru talin sérstök gjaldeyris réttindi við Alþjóðagjaldeyris- sjóðinn, sem úthlutað var í janú- ar 1970 — að upphæð 220 millj. krónur. —JH Erling Aspelund, hótelstjóri (lengst til hægri), skálar hér fyrir áframhaldandi velgengni í smíði nýja hótelsins við þá Þórð Kristjánsson og Þórð Þórðarson (í miðið), en þeir nafnar tóku að sér að steypa húsið upp. vera dómari / Skál fyrir stórum áfanga!

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.