Vísir - 05.09.1970, Blaðsíða 2

Vísir - 05.09.1970, Blaðsíða 2
Nekt í kirkjugarðinum Otto Preminger, kvikmyndastj. var stefnt fyrir rétt nýlega fyrir aö hafa svívirt helgi kirkjugarðs eins í Massachusetts, Bandarikj- unum. Preminger stjórnaöi nefni lega töku á nektarsenu sem fram fór þar í kirkjugaröinum. Lét hann leikkonuna Llsu Mínelli: dóla sér naktri þar á leiðunum. Geröist þaö 31. júlí 1969. Kona ein sá þetta atvik og kærði hún Preminger, þar eð hún sagöi aö svona háttarlag í kirkjugörðunum væri óviröing viö gröf eigin- manns sins, en hann mun hafa veriö jarðaöur á þeim staö þar sem Preminger lét Mínelli tylla berum botninum. Preminger bauðst til að réttur inn dæmdi sig fjarverandi, þar eð hann gat ekki mætt, en þvf var hafnað og réttarhöldunum frestað enn um sinn. „Talið ekki við mig um svart vald f — allt vald er einfaldlega vald" Jósefina Baker er orðin 64 ára, en hún syngur enn og er ekki síður ungleg en Marlene Diet- rich. Á sínum tíma var henni tilkynnt, aö hún væri ekki leng ur velkomin i Bandaríkjunum vegna kommúnístískra tilhneig- inga, en þaö var fyrir 20 árum. Samt hefur Jósefína ennþá mik inn áhuga á þjóðfélagsmálum — fylgist Ld. núna mjög vel með réttindabaráttu svertingja, og hef ur ekki allt gott um hana aö segja, „þú veizt“, segir hún, „mér geöjast mjög vel aö Fídel Castro, og ég þoli ekki þennan Nixon“, en hún segist vera dauðhrædd við „Svart vald“. „Höfum ekki náð langt“ „Talið ekki viö mig um svart vald — allt vald er vald... ég verö skelkuö þegar ég heyri mitt fólk tala um „svart fólk þetta“ Jósefína Baker: „Þið vitið að mér geðjast mjög vel að Fídel Castro og ég þoli ekki þennan Richard Nixon . . .“ og „svart fólk hitt“ — það sýnir aðeins aö við höfum ekki náö mjög langt Fólk er svo hrætt við allt í Ameriku." Jósefina þagnar. Hún ber dökk gleraugu, svo ekki er hægt að sjá augu hennar, en munnurinn herpist saman, verð- ur að þunnu striki, eins og reiði- legur — reyndar sá sami munn- svipur sem Jósefína var svo fræg fyrir í París á árunum 1930 til 1940. „Blóðblöndun“ „Þegar ég tala um þetta svarta vald, þá dettur mér Walter White alltaf í hug. Hann var al- veg hvítur á hörund, en hann hafði negrablóö í æðum, og kaus því að vera svertingi. Honum fannst sem baráttuhreyf- ing svertingja hefði þörf fyrir hann. Núna myndi þetta svarta valds-fólk hafa afneitað Walter White. Síðast þegar ég var í New York sagði negradrengur mér aö sig langaöi að drepa allt hvítt fólk á jöröunni, svo mikið hataði hann þaö. Það er þetta hatur sem ég óttast. Réttast væri að láta alla kynþæti blanda blóði. Það er stórkostlegt að blanda blóöi ólíkra kynþátta. Kynblend- ingar eru nefnilega bæði sterkir og gáfaðir — og þessi þreyta í öllum hvítum og svörtum — hún hverfur við slíka blóöblöndun." Jósefína kemur enn fram opin- berlega, „ég er ekki neitt lengur. Mér finnst eitthvað undarlegt við að hugsa um sjálfa mig, 64 ára konu, koma fram fyrir mann- fjölda og syngja. En það er ekki svo voðalega slæmt hjá mér og ég veit aö ég verð aö reyna, ég hef fyrir bömum að sjá. Ég geri alltaf þaö sem ég held að sé rétt — og ég segi ætíð hug minn.“ Súkarnó □aaauaoaDD „Hið villta Ijón Asíu" . . . er 19 ára gömul stúlka, Stephanie Clark og er frá Kól- umbíu. Hún sigraði kandídata Norður-Karólfnu (Silvíu Alexis Smith, 23 ára) og ungfrú svárta Missúrí (Julie Merritt, 20) í loikakeppninni sem fram fór í Madison Square Garden á föstu daginn var. Hú fékk 1. verðlaun, 3000 dollara og ferð um Karíba- hafið. Auk þess mun hún koma fram mikið á næstunni, eða alls 5000 sinnum við alls konar tæki færi. Það er sagt að þegar Haninn gailaði, þ.e. Haninn í Indónesíu, hafi helmingur allra indónesískra kvenna hlaupið 1 felur — hinn helmingurinn hljóp í fang Hanan- um. Haninn var annaö nafn á Súkamó — þeim glaumgosa í embætti forsætisráðherra. Sú- kamó var ákaflega sjálfsöruggur maður og áleit engan stjómmála mann í heiminum sér fremri og engan karlmann meiri elskhuga. Sögur af Súkarnó gengu og ganga enn fjöllunum hærra þar f Indónesíu, einkum þó kvennafars sögur og sögur um hans 6- trúlega miklu getu. Sumir landar hans urðu sér úti um baðvatn Súkarnós og drukku — þannig héldu þeir aö þeir gætu öðlazt eitthvað af karlmennsku hans og ýfimáttúrlegum krafti ... Rússar reyndu að knésetja J hann eitt sinn er hann var í Moskvu með þvi að senda nokkr- ar flugfreyjur frá Aeroflot, sov- ézka flugfélaginu, aö vera honum tll skemmtunar í hótelfbúðinni sem hann gisti í. Síðan tóku þeir leynilega kvikmynd af öllu þvi sem Súkamó aðhafðist með flug freyjunum. Er Rússar svo sendu Súkamó eitt eintak af kvikmynd inni, er hann var kominn heim til Djakarta sýndi Súkarnó gestum f fjölmennri veizlu kvikmyndina. Hringdi síðan til Moskvu og pant aði tylft eintaka af kvikmyndinni f viðbót. Hann varö aldrei þreyttur á að stæra sig 'af ást sinni á fólk- inu — listunum og kvenfólki, en gætti þess samt aö láta stundum fýigja athugasemd: „En mest af öllu elska ég sjálfan mig“. Og það var alveg satt. Hann kallaði sjálfan sig „Hið villta ljón Asíu“ og stöku sinn- um varð hann sér úti um eina medalíuna enn að hengja á mag- ann á sér. Hann fyllti forsetahöllina af dýrum málverkum og öðrum list- munum og allar konur hans voru sérlega fagrar. Og hvers vegna ekki að láta sér líða vel? Hann var þjóðhöföingi 118.000.000 manna. Hann var 69 ára er hann dó og hann arfleiddi Sari Dewi að 200 ástarbréfum — aðrar kon ur sínar virti hann ekki viðlits á dauðastundinni. Súkarnó með Gínu Loilobrigidu. Oft var sagt um Sú kamó að hann virtist elska konur meira en land sitt — en ekkert sagðist hann þó sjálfur elska meira en sjálfan sig.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.