Vísir - 05.09.1970, Blaðsíða 7

Vísir - 05.09.1970, Blaðsíða 7
7 V ! S I R . Laugardagur 5. september 1970, inn; Svan Guöjón Einarsson, ljósmyndari Tímans, og birtist hún hinu vandaða afmælisriti Svans, en þaö kom út í gær. í ritinu er aö finna viðtöl við ýmsa framámenn í lúðrasveitar- má'lum, greinar og annað efni um lúðrasveitir og lúðrabiástur. 0 Með bassatúbuiia í 40 ár Þaö hlýtur að vera erfitt að leika á bassatúbuna, hljóðfærið, sem Sveinn Sigurösson hefur hringaö utan um sig eins og sést á myndinni. Sveinn hefur í nær 40 ár leikið á þetta >jóð- færi, en hljómsveitin átti 40 ára afmæli fyrr á árinu. Myndina tók einn félaginn í Lúðrasveit- £ Opnar málverka- sýningu í dag í dag opnar Jón Jónsson mál- værkasýningu í Ásmundarsal, sal Mímisvegi 15. Sýningin er opin frá 14—22 daglega. Jón sýnir bæði olíu- og vatnslita- myndir á sýningunni og eru þær alilar til sölu. ^ Akureyrartogarar landa Togarar Bæjarútgerðar Akur- eyrar hafa að undanfömu verið iðnir við að landa nyrðra. Kald- bakur landaði 24. ágúst 217 tonnum, Svalþakur tveim dög- um síðar 134 tonnum og Slétt- bakur rétt fyrir mánaöamótin 202 tonnum, en Harðbakur er á veiðum. Svalbakur fór að lok- inni veiðiför í 20 ára klössun. Verkið er unnið af SHppstöð- inni h.f. $ Heyjuðu í Flatey Fimm bændur í Báröardal fóm fyrir nokkru út í Flatey á Skjálfanda með heyskapartæki sín, en í Fiatey er ekki lengur búið, en tún eru þar talsverð og hart að láta þau ónýtt. Fengu bændurnir þarna 1200 hesta af velverkuðu heyri. Sýnir þetta gjörla að hver biettur sé nýttur í sumar, enda mun vart af veita vegna uppskerubrestsins á rækt uðu landi. AUGLÝSING um lausar kcnnarastöður við Háskóla íslands, sem veitast frá 1. október 1970. Læknadeild: Lektorsstaða í lífeðlisfræði og lektorsstaða í lífefnafræði. Viðskiptadeild: Lektorsstaða í rekstrarhagfræði, sérstaklega í sölufræði og markaðsmálum. Heimspekideild: Lektorsstaða í íslenzku fyrir erlenda stúdenta. Verkfræði- og raunvísindadeild: Dósentsstaða í efnafræði. Umsækjendur um stöður þessar skulu láta fylgja umsókn sinni skýrslu um vísindastörf þau, er þeir hafa unnið, ritsmíðar og rann- sóknir, svo og námsferil sinn og störf. Umsóknir skulu sendar menntamálaráðu- neytinu fyrir 28. september n.k. Menntamálaráðuneytið, 4. sept. 1970. TILKYNNING Vér viljum hér með vekja athygli heiðraðra viðskiptavina vorra á því að vörur, sem liggja í vörugeymsluhúsum vorum, eru ekki tryggð- ar af oss gegn bruna, frostum eða öðrum skemmdum og liggja því þar á ábyrgð vöru- eigenda. ' H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS vikulok;n VISIR fylgir aðeins til fastra áskrifenda. Vönduð mappa getur fvlgt á kostnaðarverði. VÍS!R ! VIKULOKSN VIKULOKIN VISIR er afgreiddur án endurgjalds frá byrjun til nýrra áskrifenda. (nokkur tölublöð eru begar uppgengin) frá byrjun er orðinn rúmlegá 1300 króna virði, 300 síðna litprentuð bók í fallegri möppu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.