Vísir - 05.09.1970, Blaðsíða 9

Vísir - 05.09.1970, Blaðsíða 9
I S I R . Laugardagur 5. september 1970. 7 E3 ■eiðslu á flugvellinum í Luxemburg og þar er aðalbæki' kunnugt ftSIBim: — Er gaman að vera byrjaður í skóla? Undína Sigmundsdóttir: — Nei, al;ls ekki. Það er miklu meira gaman að geta bara leikið sér. Björgvin Daníelsson: — Já, mér finast ofsaspennandi að vera loksins byrjaður. Ég hefði þess vegna alveg viljað byrjað fyrr. Bryndís Brynjarsdóttir: — Það er svo sem aMt í lagi, að fara í skólann og læra að lesa og skrifa nafnið sitt, en mér væri líka alveg sama þó aö ég þyrfti ekkert aö fara í skólann. Jónína Sóley Þóröardóttir: — Já, já, það er voða gaman. Ég er ilka búin að fá skólatösku og allt. Bróðir minn átti þessa tösku, sko. Hildur Kristjana Amarsdóttir: — Nei, mér finnst það ekkert gaman. En maður verður víst að læra að lesa og skrifa og svoleiðis ... — segja menntaskólapiltarnir, sem lögðu niður vinnu hjá Luxair — Við viljum ógjarnan verða útnefndir einhverjir slæpingj ar, sögðu ungir piltar, sem komu inn á ritstjórnarskrif- stofur blaðsins í fyrradag, ný komnir frá Luxemborg. — Þaðan sögðu þeir sínar farir ekki sléttar. Þeir voru ráðn- ir í sumar til starfa hjá flug- félaginu Luxair fyrir tilstilli Loftleiða og áttu að vera þar fram til 1. október. Flestir eru þeir nemendur í Mennta- skólanum við Lækjargötu og Hamrahlíðarskóla. — T>að var laugardaginn 22. ágúst að ósköpin dundu yfir, sögöu þeir. Við vorum að enda við að hreinsa vél úti á vel'linum klukka-n um tiu um morguninn. Tveir okkar fóru inn í ílughaifnarbygginguna, þar sem við höföum afdrep innan um farangurinn til þess að geyma föt okkar og því um líkt. Það var mjög beitt i veðri þennan morgun og við fórum oft þangað inn, þegar svo stóð á og fórum úr yfirhöfnum. Ann- ar fór úr peysu og hinn úr skyrtu. Þetta . var.. aiyanalegt, enda vissum v.ið.ntæiaye,!,, þve-. nær á okkur þurfti að halda og gátum auðveldlega fylgz-t meö, hvenær næsta flugvél kæmi. Reknir á staðnum Meðan við erum þarna inni, kemur yfitmaður til okkar og lá fremur lágt á honum brúnin. Og hann var ekki búinn að eyða mörgum oröum á okkur, áður en hann var búinn að skipa okkur að hypja okkur. Hann rak okkur sem sagt þarna á staön- um og stundinni. Við vissum ekki hvert hann ætlaði að kom- ast þegar við spuröum hann að nafni. En þetta reyndist vera yfirforstjórinn sjálfur, Roger Sietze. — Og hann er víst vah- ur þvi að al'lt sitjj og standi eins og hann vill í fyrirtækinu. Við vorum níu eftir þarna hjá Luxair, þegar þetta gerðist, en upphaflega byrjuðu fjórtán. Við lögðum allir niður vinnu í mótmælaskyni og neituöum að mæta fyrr en þetta væri komið á hreint. Það er víst fyrsta og eina verkallið i Luxembourg í háa herrans tíö. Við byrjuðum að vinna þarna 3. júní og unnum við að hlaða og afhlaða og hreinsa vélarnar. Starfsmenn Loftleiða tóku það fram í upphafi, að þeir myndu ekki skipta sér af neinu sem upp á kynni að koma. Við réð- um okkur því á eigin ábyrgð. 45 í 10 manna kaffistofu — Að&taðan var hreint út sagt engin. — Við fengum inni á gömlu hóteli sem var verið að endurbyggja og vorum vaktir upp á morgana með hamars- höggum og málningarlykt. Hús- ið var bitalaust fyrsta hálfan mánuðinn og böðin urðum við svo að borga, þegar tll kom, kaffistofan, þar sem við borð- uðum úti á vellinum tók svona tíu manns. Þar borðuðu 45 menn. Af kaupinu okkar var alltaf dreginn klukkutími í mat, hvort sem hann var tekinn eða ekki. — Kaupið? — Kaupið var kannski ekki sem verst. Auk þess höfðum við svo þetta húsnæði frítt og skattar voru borgaðir fyrir okk- ur. Við vorum samt sem áður lægst launuðu mennirnir á vellinum. Við því var ekkert að segja. Þaö sem okkur líkaöi verst var það að verkamenn- irnir voru meðhöndiaðir eins og væru þeir skepnur. I þessu starfi, sem við gegndum voru „allra þjóða kvikindi", eins og og sagt er. Þaö er varla hægt að nefna þá þjóð, sem ekkj átti þar einhvern fulltrúa, nema þá Norðurlöndin. Síðan hófst heilmikil reki- stefna og það var reynt aö finna tii hi:iar og aðrar sakir fyrir brottrekstrinum. Við gerum ráð fyrir að svona karlar eigi eitthvað erfitt með að taka aft- ur fyrirskipanir sínar. Kannski hefur það átt einhvem þátt í þessu að við vorum ekki alltof vel séðir af yfirmönnunum sum- um, vegna þess að við viid- um. ekkj að láta fara með,,pl?Jþ-<- ur eins 'ög 'skynlausaf "sképriúf.* Oblu Saslfllisluiu >i> íi.-iA, Stímabrak um kaupið Eftir að við höfðum verið kallaðir inn á kontór og eftir ýmsar vífilengjur fengum við svo skriflegt uppsagnarbréf. þar sem tiigreindar voru hinar frá- leitustu ástæður. Við áttum inni iaun fyrir fjögurra vikna vinnu, þega.r hér var ltomið sögu og við áttum ekki eftir nema sjö belgiska franka á mann til þess að lifa fyrir síðasta daginn, sem við vorum þarna. Við stóðum í heilmiklu stímabrakj við að ná út þvi sern við áttum inni. Við leituðum til vinnumálaskrifstofu þarna, en verkalýðssamtök virðast ekkj vera tiil þarna. Á þessari skrifstoifu leituðum við ráðlegginga. í ljós kom að um það leytj sem við byrjuöum að vinna þarna höfðu verið sett lög þess efnis að uppsagnar- frestuj- verkamanna skyldj vera tvær vikur. Hins vegar ættu verkamenn rétt á 4ra vikna kaupi, ■ ef þeim væri sagt upp fýrirvaralaust.,.,,, ,,t) ^ Nú Var sendur á okkur lög- fræöingur og okkur sagt að þessar tvær vikur yrðu dregnar af þessum sjö, þar sem þeir hefðu ekki virt uppsagnarfrest- inn Um þessar reglur höföum viö hins vegar enga hugmynd. Þessum tveimur sem sagt var upp, átti hins vegar ekkert að borga umfram það, sem þeir áttu inni, Varð nú mikið mál- þóf Við buðumst til þess að vinna þessar tvær vikur til þess að lögin yrðu haldin. Því var hafnað. Þá töldum við hins veg- ar að félagið ætti ekkj rétt á að halda tveggja vikna kaupi okkar eftir. Væru mútur á íslandi S'íðan var okikur boðið upp á að okkur yrðu borgaðar þess- ar samtals 8 vikur, sem þessir tveir áttu að fá borgaðar sam- kvæmt lögunum, en kaup fyrir samtals fjórtán viikur yrðu dregnar af hinum. Að siðustu tókst okkur þó að þvæla þeim til þess að borga okkur allt, , ,fW. iY.i? 4ÚW •hþi., tsn. engitih fékk neitt umfram það, og þessir tveir urðu af sinu fjög- urra vikna kaupi, þar sem þeir töldu sig hafa ástæðu fyrir brottreksrinum. Og meðan við stóðum í þessu þófi þarna á skrifstolf- unnj gerðist svo það undarlega atvik, að okkur var boðið upp á ful'la borgun og sagt að ekkert yrði dregið af þessum sjö ef hinir tveir, sem reknir voru skrifuðu undir yfirlýsingu um að þeir hefðu hætt af fúsum og frjáisum viilja, en ekki verið sagt upp. Þetta væru kallaöar mútur á ísiandi. Ekki þarf aö spyrja að þvi, að þeir féiagar reyndu, hver sem betur gat aö koma sér í vinnu þegar heim kom, og mun víst ekki af hafa veitt fyrir veturinn. — JH Það er oft kraðak í kringum eina flugvél, þegar verið er að J ferma og afferma. Piitarnir létu iífið yfir öllu skipulagi á J fiugvellinum í Luxemburg. • Loftleiðir hafa sem stöð þeirra á meginlandi E\ af þotum Loftleiða. ndin er tekin á Luxemburgarflugvelli í sumar aí einni • líaukur Víðisson: — Ég var í vorskólanum og fannst leiðin- legt þar. Við bara sungum og fórum i leiki. Það verður örugg- lega alveg jafn leiðinlegt í sjö ára bekk. — Það er auðvitað ágætt, að læra að lesa mynda- textana í sjónvarpinu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.