Vísir - 26.09.1970, Side 8

Vísir - 26.09.1970, Side 8
8 Framkvæmdastlóri ■ Sveinn R Eyjólfsson Ritstjóri ■ Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi • Valdimar H. lóhannesson Auglýsingai!: Bröttugötu 3b Símar 15610 11660 Afgreiösla • Bröttugötu 3b Simi 11660 Ritstjórn- Laugavegi 178 Simi 11660 í5 linur) Áskriftargjald kr 165.00 á mánuði innanlands f lausasölu kr 10.00 eintakiö Prentsmiðja VIsis — Edda hf. Illa v/ð prófkjör Prófkjör um skipan framboðslista sjálfstæðismanna í Reykjavík, við alþingiskosningarnar vorið 1971, fer fram á morgun og mánudaginn, svo sem auglýst hef- ur verið. Á atkvæðaseðlinum eru 25 nöfn, en til þess að kjörseðillinn sé gildur, skal aðeins kjósa 7 fram- bjóðeiidur, hvorki fleiri né færri. Það þurfa þátttak- endur í prófkjörinu að festa sér vel í minni. Undanfarið hefur sitthvað verið sagt og ritað um prófkjör, bæði með og móti. Enginn mælir gegn því, að einhverjir gallar geti komið fram í vinnubrögðum þeirra, sem að kjörinu vinna, þótt hugmyndin sjálf sé góð og í fullu samræmi við lýðræðiskennd alls þorra þjóðarinnar. Eflaust verður t. d. alltaf erfitt að koma í veg fyrir að nokkur átök eigi sér stað milli stuðningshópa einstakra frambjóðenda, og að stund- um verði þá sótt af meira kappi en forsjá og jafnvel beitt aðferðum, sem ekki skyldi nota. Eigi að síður mun meirihluti kjósenda telja kosti prófkosninga miklu meiri en ókostina og líta svo á, að almenning- ur fái þama mun meiri tækifæri til að hafa áhrif á hverjir veljast til þingsetu en áður hefur verið. Það er athyglisvert að málgagn kommúnista, Þjóð- viljinn, finnur prófkosningum allt til foráttu og eyðir miklu rúmi til að reyna að sannfæra lesendur sína um að þær séu „gervimennska“, m. ö. o. að ekkert mark sé á þeim takandi, enda sniðnar eftir „bandarískum fyrirmyndum“, þar sem auglýsingatækni, skipulag og fjármagn ráði úrslitunum. Og blaðið neitar því af- dráttarlaust, að kjósendur fái með prófkjöri nokkur aukin stjómmálavöld. Það kemur engum á óvart að Þjóðviliamenn skuli fordæma prófkjör. Aukið lýðræði er ekki að þeirra skapi. Þeir vilja ekkert lýðræði í sínum flokki. Nægir þar að vitna í orð Karls Guðjónssonar, þingmanns flokksins um lan"+ U, ,.p* beir sem réðu algerlega ferðinni innan Alþýðubandalagsins væri lítil klíka kringum Þjóðviljann, sú hin sama og staðið hefði fyrir klofningi Alþýðubandalagsins 1967... og hikaði ekki við að þverbrjóta lög flokksins og ályktanir, ef henni byði svo við að horfa“. Þarna talaði maður, sem þekkir vinnubrögðin í þessum herbúðum, og enginn þarf að efast um að hann fari með rétt mál. Þess er því ekki að vænta, að þessir menn vilji stofna til prófkjörs í flokki sínum. Úrslitin mundu varla verða þeim sérlega hagstæð, en margir flokksmenn mundu áreiðanlega vilja fá tækifæri til að sýna þeim hug sinn í prófkjöri. Þar yrðu margir Karli Guðjónssyni sammála. Prófkjörin hafa þegar sannað kosti sína, þrátt fyrir nokkra ágalla, og þeim mun verða haldið áfram, hvað sem Þióðviljinn segir. Og ekki er ólíklegt að þessari tilhögun vaxi svo fylgi næstu árin, að kommúnistar neyðist til að taka hana upp líka. f \ | | li V1SIR . Laugardagur 26. september 1970. Glæsileg gistihús rísa nú á Svartahafsströnd Búlgaríu, og einnig urmull smáhýsa fyrir ferða fólk, eins og myndin til hægri sýnir. Búlgarar sækjast eftir vestrænum ferðamönnum Rússar eru vinsælli i Búlgariu en viðast i Austur-Evrópu, enda frelsuðu t>eir jbó undan Tyrkjum á 19. öld • Búlgaría er fjarlægt land, og flestir íslendingar þekkja lítið tii þess. í kenns’ il'^kum í landafræði er þess stutt- lega getið og nefnd noL r heiti, sem fljðtt gleymast. Ef til vill mun það nú færast í vöxt, að íslenzkir ferðamenn sæki þetta land heim í sumarleyfi og kynnist því af eigin raun. • Búlgaría er frá fornu fari Iandbúnaðarriki, en iðnaður hefur eflzt eftir valdatöku kommúnista. Konungdæmi var iagt niður í Búlgaríu árið 1946. Iðna'ður var þjóðnýttur, og samyrkjubú sett á fót. Við völd er svokölluð „föður- landsfylking“ undir forustu kommúnista. Börðust tvisvar með Þjóðverjum Búlgörum hefur yfirleitt ver- ið fremur vel til Rússa, og er það nokkuð óvenjuJegt um fbúa ríkjanna I Austur-Evrópu. Pað var Wka rússneskur her, sem frelsaði Búlgara undan ánauð Tyrkja um 1870. Búlgarar eru slavneskir eins og Rússar og tunga þeirra svipuð. Búigarar stóðu með Þjóöverj- um bæði í fyrri og seinni heims- styrjöldinnd. í sednni heimsstyrj- öldinn: starfaði öfiug hreyfing gep.n þýzku na.sist.unum og hin- um búlgörsku samstarfsmönn- um þeirra. f þessari andspvrnu- hreyfingu bar hátt núverandi forsætisráðherra Búlg°nu Todor Zbivkov, sem heimsækir fs’a.nd þessa daga. Búlgarska stjórnin hafði sagt Bretum og Bandarfkjamönnum stríð á nendur í seinni neims- styrjöid, en hins vegar ekki Rússum. SovétrBdn sögðu B’Vq. aríu stríð á hendur árið 1944, og f lok styrjafdarinnar komust búlgarskir kommúnistar tiJ valda með '■•uðningi Sovétríkj- anna. Ferðamenn em sérgrein Ríkisstjórnin j Sofíu hefur á- stundað vináttu við Sovétrikin og þar hefur ekki gætt þess uppsteyts gagnvart Sovétríkj- unum sem nágrannar þeirra Rúmenar hafa sýnt síðari ár. Innan efnahagsbandafags kommúnistarfkjanna haifa Búlg- arar það meginverkefni að taka á móti ferðamönnum og fram- ieiða ávexti og grænmeti. Samt hefur iðnþróunin verið hröð og þjóðartekjur vaxið ört. Búlgaría stendur þó enn lanigt að baki vestrænum iðnaðarþjóðum um lífskjör Vfirráð Tyrkja Ríkið Búlgaría var stofnsett árið 1878 eftir samninga, er bundu enda á stríð Rússa og Tyrkja. Skömmu síöar vat samningurinn endurskoðaður, og Tyrkir fengu að nýju yfirráð yfir mestum hluta landsins. Það var árið 1908, að Ferd- ínand prins lýsti yfir sjálfstæði Rúlgaríu og kallað,- sig keisara níkisins. Búlgarar háðu Balfcanstríðið svonefnda við hlið Grikkja og Serba árið 1912. Þá var alda- iöngu vefdi Tyrkja á Balkan- skaga að mestu hrundiö. Búlgar- nr norðu kröfur til að fá Make- dóníu i stríðsiok, og hófst þá „siðara Balkanstríðið“, sem beir háðu gegn sameinuðum Serbum, Rúmenum, Grikkjum og Tyrkjum. Þessu stríði töpuöu Búlgarar og misstu þeir mikiii lönd. Enn filæktust Búlgarar í styrj- öld sér til óláns, þegar þeir börðusit við hlið Þjóðverja og Austurríkismainna í fyrrj heims- styrjöld. Eftír sigur bandamanna í þeirrd styrjöld másstu Búlgar- ar enn landsvæði. 8,4 milljón íbúar í landinu búa nú 8,4 tniM'jónir manna, og eru 88% þeirra Búlg- arar, en aiuk þeiirra búa þar helzt Tyrkir, M akedónfumenn og Sígaunar. Helmingiur þjóðar- innar býr í dreifbýli. Höfuö- borgin er Sofía með 850 þúsund íbúunx iiiniimii fl®®™ BBBIllllllll Umsjón: Haukur Helgason. BúigaraT eru flestir grisk- kaþólskir, en ríkisstjómin mælr ir með guðleysi. Landið liggur við Svartahaf, þá paradís ferðamanna, sem vestrænir menn þekkja lítið. Þarna streymir Dóná. Við Svarta haf finnst olía. Auk þess eru þar miklar kolanámur, jám, kopar, blý og sink. Af atvinnumann- aifianum vinna 52% að landbún- aðj og 23% við iðnað. Helztu út- flutningsvömr eru tóbak, blý, fatnaður, ávextir, kom og léttar iðnaðarvömr. Búlgarar hafa að undanförnu leitazt við að ná til vestrænna ferðamanna, enda hefur bað- ströndin við Svartahaf upp á margt að bjóða. Benda Búilgarar á, að Svartahafið sé í rauninni „anað Miðjarðarhaf", og þar „skfnj sólin eilíflega“. Þeir hafa reist mörg nýtizkuleg og glæsii- leg gistihús í fögrum bæjum baðstrandarinnar. Þar mun flest að finna, sem tíðkast á vestræn um baðstöðum, líka bari og næturklúbba með heimsKunn- um „skemmtikröftum“.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.