Vísir - 05.10.1970, Blaðsíða 2
mmmmmmmm
Nauðlending
Lítil ein'kaflugvél með 5 far-
þega innanborös nauð'lenti f
síðustu viku nálægt Boumem-
outh, Englandi. Flugmaðurinn
kallaði upp Hurd, flugturninn og
tjáði starfsmönnum 'þar aö farþeg
ar hans hefðu haldið kampavíns-
giLdi um borð og ailvarlegt ásitand
heföi skapazt vegna þess aö ekk-
ert salemi væri i vélinni.
Hurd gaf lendingarleyfi og
IMia flugvélin renndi sér meö
hvínandi hraða niður á flugbraut
ina og upp að flugstöðvarbygging
unni hvar hún staðnæmdist með
hemlavæK. Þrir karlar og ein
kona stukku út úr vélinni og inn
á næsta salemi. Eftir á, er fólkið
var komið í eðlilegt ástand, hóf
vélin sig aftur á loft.
BOQBOÐ
Gott að kunna
esperanto
Gervimálið esperanto hefur
sameinaö 2 Breta, japanska
stúlku og vestur-þýzkan í hjóna-
band, vegna þess að ekkert þeirra
talaði annars tungumál.
Herbert Platt, 43 ára frá Ham-
borg kvæntist Barböru Williams
ftiá Bretlandi oig Raif Markarian,
43 ára Breti af arabískum ættum
kvæntist Kimie Ozawa, 32 ára
stúlku frá Japan. Tvöföld hjóna-
vfgsla fór fram í London og
framdi hana prestur sem talaði
esperanto, en eins og kunnugt
er, þá er esperanto mál sem soö-
ið er saman úr flestum tungumál-
um Evrópu. „Þetta er raunvem-
lega tungumál ástarinnar“, sagöi
fyrrverandi ungfrú Ozawa, „það
er aðeins vegna esperantósins
sem mér finnst ég ekki vera aö-
skcrtadýr í þessu landi“.
DBDBDD
áiáMimi
Tony Curtis
Tony og hans frú, Leslie eru
þarna á sömu baðströnd og Roger
Moore og frú. Og þeir eru reynd-
ar ekki bara að hvíla gamlar og
útslitnar taugar, þeir eiga að
leika tvö aöalhlutverk i nýrri
sjónvarpsmyndaseríu sem gera á
þama suður frá — Tony Curtis
og Dýrlingurinn.
SAMMY DAVIS
HY6GST SETJAST
í HELGAN STEIN
Sammy Davis jr. hefur átt í
stríði við þráláta lungnabólgu og
um daginn er hann var loks orð-
inn sæmilega rólfær, sagði hann
fréttamönnum að hann væri orð-
inn hundleiður á aö vinna eins og
skepna í þessum skemmtanaiðn-
aði, enda heföi hann verið í sviðs-
ljósinu síðustu 40 árin. „Ég var
4 ára þegar ég byrjaði og er nú
44 — þetta er bara orðið allt of
erfitt maður minn. Það getur ver-
ið að ég bregði undir mig betri
fætinum svona einu sinni á ári
og skemmti einhvers staðar eitt
kvöld, en það veröur bara til að
afla vasapeninga — og til að
halda mér í þjálfun".
ARGERÐ 1971
ALLTAF FJOLGAR
ARGERB 1971
— Þeir eru alíir eins í aðalafriðum þó að þeir séu mismunandi í smœrri atriðum
ARGERÐ 1971
HEKLAhf
Laugavegi 170—172 — Simi 212«).
ÁRGERB 1971
VOLKSWAGEN 1971
Vél 41.5 h.a. — 1200 rúmsentimetrar.
Sjúlfstæð fjöðrun á hverju hjóli.
Tvöfalt bremsukerfi. öryggisstýrisás.
Krómlistar á hliðum. Öryggisbelti. Aurhlífar. Verð kr. 196.500,00.
vw 1200
Það sem er sameiginlégt með þeim
er mikilvœgara en það sem á milli ber
ÞEIR ERU ALLIR með loftkældri vél með lágum
snúningshraða, sem veitir meiri aksturshæfni.
Vélarnar eru staðsettár afturí, en það veitir betri
spyrnu við ÖII akstursskilyrði.
ÞEIR ERU ALLIR á 15“ hjólum, sem fer bctur
með hjólbarðana vegna færri snúninga yfir
ákveðna vegalengd.
ÞEIR ERU ALLIR með sjálfstæða hjólafjöðrun,
sem veitir mjúkan akstur við verstu aðstæður.
ÞEIR ERU ALLIR með sjálfvirkt innsog, og ör-
ugga gangsetningu.
ÞEIR ERU ALLIR húnir meiri öryggistækjum en
kröfur eru gerðar til samkvæmt lögum.
ÞEIR ERU ALLIR með vönduðum innri búnaði.
ÞEIR ERU ALLIR auðveldir í viðhaldi og hafa
viðurkennda varahlutaþjónustu að baki sér.
ÞEIR ERU ALLIR svo vandaðir að þeir þarfnast
lítUs viðhalds.
ÞEIR ERU ALLIR örugg fjárfesting og í hærra
endursöluv.erði en aðrir bílar.
Vól 52 h.a. —1300 rúmsentimetrar. Vél 60 h.a. — 1600 rúmsentimetrar.
Sjálfstæð fjöðrun á hverju hjóli. Að framan er gormafjöðrun með inn-
byggðum dempurum. Að aftan er snerilfjöðrun ásamt hjöruliðatengj-
um við gírkassa og hjólskálar. Tvöfalt bremsukerfi. Diskabremsur að
framan í 1302 S. öryggisstýrisás. Farangursrými að framan 9.2 úrm-
fet. Nýtt Joftstreymikerfi. öryggisbelti. Aurhlifar. Verð kr. 225.100,00
og kr. 239!4ö57ÖO. *
Vél 52 h.a. — 1300 rúmsentimetrar.
Sjálfstæð fjöðrun á hverju hjóli.
Tvöfalt bremsukerfi. öryggisstýrisás.
Nýtt loftstreymikerfi. Öryggisbelti. Aurhlífar. Verð kr. 217.900,00.
VW 1300
VW 1302 - VW 1302 5