Vísir - 05.10.1970, Blaðsíða 8

Vísir - 05.10.1970, Blaðsíða 8
VlSIR . Mánudagur 5. október 1970. Otgefan i; Reykiaprent tit. Framkvæmdastióri Sveinn R Eyjólfsson Ritstjóri ■ Jónas Kristjánsson Fréttastjöri: Jön Birgir Pétursson Ritstjómarful’tnli • Valdimar H. Jóhannesson Augiysingar: Bröttugötu 3b Sfmar 15610 11660 Afgreiðsla Bröttugötu 3b Simi 11660 RitstjórT Laugavegi 178 Simi 11660 C5 línur) Áskrift.argjald kr 165.00 á rnánuði innanlands I lausasölu kr 10.00 eintaklð Prentsmiðja Visis — Edda hf. ii fiw iinini —iímimwiiiiii————■ Tító á förum Tító forseti Júgóslavíu hyggst láta af embætti innan skamms, enda orðinn aldraður maður, 78 ára. Hann hefur verið nær einráður í landi sínu undanfarinn aldarfjórðung. Þess var ekki vænzt í byrjun, að Tító yrði annað en „venjulegur kommúnistaforsprakki", handgenginn Sovétríkjunum, sem höfðu stutt hann til valda. Slíkir kommúnistaforingjar komu um þetta leyti til valda víða í Austur-Evrópu. Raunin varð þó önnur. Fyrstur allra foringja komm- únistaríkjanna reis Tító gegn Moskvu. Hann fylgdi fram þeirri stefnu, sem Alexander Dubcek reyndi síð- ar að framkvæma í Tékkóslóvakíu. Tító setti Stalín stólinn fyrir dyrnar. Brátt fékk allur heimurinn að kynnast nýrri tegund kommúnisma, títóismanum svo- nefnda. Stalín breytti á annan veg en eftirmaður hans Bresjnev síðar í Tékkóslóvakíu. Stalín taldi ekki borga sig að senda rússneskan her inn í Júgóslavíu. Hann ætlaði að knésetja uppreisnarmanninn á ann- an hátt. Svo fór, að Tító varð yfirsterkari. Sovét- ríkin urðu að sætta sig við hið nýja andlit í Júgó- slavíu. Brátt sótti Tító heimboð í Sovétríkjunum, og rússneskir leiðtogar komu til Belgrad. Tító hefur hins vegar jafnan farið sínu fram ótrauður. Kunnastur andstæðingur Tító-stjórnarinnar er Milovan Djilas, sem ritaði hina mergjuðu ádeilu á kommúnismann, „Hin nýja stétt“. Djilas var áður í röð æðstu manna kommúnista og vinur Títós. Hann vildi gera stjórnarfarið lýðræðislegra. Tító var hins vegar ekki tilbúinn til að stíga það skref. Djilas var fangelsaður og hefur setið í fangelsi mest megnis síðustu ár. Hverju sinni, sem Djilas hefur verið sleppt úr prísund, hefur hann að nýju gert harð^ hríð að stjómarfarinu og aftur verið fangelsaður. í fangelsi hefur ,-ítað marga ádeiluna, sem síðar hefur birzt. Það sýnir v>°7t, að slíkur gagnrýn- andi skuli enn vera r iifenda tölu. Það hefði ekki gerzt í öðru kommúnistaríki í víðri veröld. Þótt gagnrýni Djilasar hafi vissulega við rök að styðjast og títóisminn sé einræðisstefna, sem skapar „nýja yfirstétt", þá mundi betur komið, ef kommún- isminn væri víðar í þeim anda. f heimi Títós er frelsi einstaklingsins meira en í öðrum kommúnistaríkjum. Einkaeignarrétturinn má sín meira. „Ríkiskapitalism- inn“ er vægari. Júgóslavía hefur fylgt hlutleysis- stefnu í verki. Júgóslavar hafa fagnað vestrænum mönnum í landi slnu og hugur þeirra er opnari en annars staðar austur þar. Þeir eru áhugasamir um það, sem er að gerast á Vesturlöndum, til dæmis mun nefnd á vegum stjómai’innar á næstunni fara til Vest- ur-Þvzkalands til að kynna sér almenningshlutafélög, atvinnulýðræði og félagsmál. Þess er og að vænta, að yngri menn muni verða djarfari í þessum efnum en Tító, þegar hann hverfur af sjónarsviðinu. :í ft Þaö eru ekki bara banda- rískir hippar, sem vilja striplast um berir. FRJÁLST KLÁM I BANDARÍKJUNUM? Nefnd, skipuð af Bandarikjaforseta, vill léffa h'ómlum af klámi Opinber nefnd í Banda- ríkjunum hefur komizt að þeirri niðurstöðu, að bandarísk löggjöf um klám sé áhrifalaus og til- gangslaus. Lögin séu svo út í hött, að jafngott sé að afnema þau með öllu. Leyfa eigi full- orðnu fólki, sem áhuga hefur á klámritum, að eignast þau. Böm og þeir, sem ekkert vilja af klámi vita, skuli hins vegar ekki þurfa að hafa það fyrir augunum. Svo segir í áliti nefndarinn- ar. Kostaði 200 milljónir Ríkisstjóm Nixons þvær hend ur sinar, og flestir öldungadeild armenn láta sem þeir vit; ©kki af þessum niðurstöðum. Þær eru hins vegar árangur af tveggja ára starfi nefndar, sem skipuð var af forseta ti;l að kanna áhrif klámsins. Nefndin hefur eytt nærri 200 mi'lljónuim í&lenzkra króna til starfs sins. Þessj átján manna sérfræðinganefnd skilaði 900 blaðsíða áliíti um síðustu mánaðamót. Fimmtán nefndarmenn voru sammála um niðurstöðurnar, en þrír voru annarrar s'koðunar. Sögðu sumir þeirra að vrði klám gefið fjálst vrði ástandið í Bandarfkjunum brátt eins og í „viiHmannarfkinu“ Danmörku. Skipaðir af Johnson Það hefur frá upphafi verið vitað að Richard Nixon sé el- gerlega ósammála áliti meiri- hiutans. Aliir nefndarmenn, nema einn. voru skipaðir aif Johnson fyrrum forseta. Eini full tríunn sem Nixon skipaðj ti! starfsins, er Charles Ketting löp fræðingur frá Cincinatti-fylki Hann hefur löngum barizt gegn bvf er hann telur siðspiHingu, og hann krefst nú strangari laga um klám og kyniferðisllíf. Nú er kosningaár í Bandaríkj unum. Kjósa skal alila þingmenn fuHtrúadeildarinnar og mikinn hluta öldungadeildarinar. Fáir þingmenn munu því voga sér að beita sér fyrir frjálsari löggjöf um klám fyrir kosning ar. Slíkt er ekki vinsælt meöal sterkra aðiila né Mlklegt til at- kvæða. Kvæntir menn af milli- stétt áhugasamastir f neifndarálitinu segir, að eng- in rannsókn sérfróðra manna .hafi getað bent á, að nolckurt sambengi sé miilli klámis og kyn ferðisglæpa. „Það eru kvæntir menn af miiistétt sem sækja til Blllllllllll M) mm Umsjón: Haukur Helgason. þeirra staða, sem bjóða upp á klám“. segir ,þar. Sumir segja, að þetta ættu stjömmálamenn- irnir að athuga. Þetta sé einmitt sam; hópurinn og ráði úrslitum í kosningum Á þetta er bent í nvútkom'nni bók, sem heitir „Hínn raunverufegi meirih'luti.'* Norðurlönd eru mjög á döf- inni í ölium umræðum um klám í Bandarikjunum. „Dansk ar mvndir" eru einkum vinsælar meðal þeirra. sem sæltjast eft- ir klámi. Stundum hafa myndir verið auglýstar „danskar" till að hæna að ábugamenn um klámmyndir, þótt kvikmyndim- ar væru alls ekki danskar. — Bandarikjamenn bendla Dani við klámið, og margir segja. að Danir mundu gráta sár an. ef klám yrðj frjálsara í Bandaríkjunum. Við það misstu Danir hinn mikla markað, sem útfllytjendur kláms haffa haít í Bandaríkjunum. Er Danmörk heiðin og dýrsleg? Þá hefur stundum verið vin- sælt að tala um sænsku „Synd- ina“ í þessu sambandi. Eisen- hower heitinn gerði eitt sinn 1 forseitatíð sinni harða hríð að Svíum fyrir siðspiiilingu. — Norðurlönd koma þvf mikið við sögu þessa alla, bæði meðal stuðningsmanna og andstæðinga klámsins. Danmörk hefúr tfl dasmis verjð kölluð „beiðið, dýrs legt þjóðfélag, þar sem lægstu hvatimar ráða.“ Þó er það ekki svo, að Banda rfkjamenn hafi lilfað í sakleysi laiusir við allt kiám. Ptestir bandarískir „reyfarar" og hvers kynis skáldsögur eru uppfuilar af klámi. Klámmyndir eru víða sýndar, og nektaratriði eru al- geng í leikhúsum utian Brodway. Klámið er svo sem nóg, mætti segja, auk þess sém til kemur innflutninguirinn frá Danmörku og Svíþjóð. Klám í skugga þinghússins Steinsnar frá Hvita húsinu er bar, þar sem auglýsta-r eru „rnestu klámmyndir sem sýnd ar hafa verið“. í sikugga þing- hússins er hvert krvöid troö- fúilt hús, þegar sýnd er kvik mvndin „Ritskoðun í Dan- mörku", þar sem sýnt er fram á, að ekki sé nein ritskoðun á kiámi í Danmörku. Sú staðreynd að kviikmynd þessi er sýnd i Bandarikjunum, ber þess vitni að ekki sé aiger ritskoðun á kláminu f Bandarfkjunum sjálf- um í vínstúkum Los Angeies hoppa ungar stúikur um á borð um eins naktar og guð skapaði þær, eins og menn segja, þá eni þær bæðj „tonw1ausar“, „botnlausair“ og „haslfitei'kallaus- ar“ Lösregilan fullyrðir að við Times Square séu fimmtíu verzl anir, sem selji klámrit. Það voru engar öfgar, þegar formaður nefndarinnar hans Johnsons sagði, að deílt yrði um álit nefndarinnar. Það er ékkert leyndarrháil, að ríklsstjöm Bandarikianna hefur reynt að hindra að álitið yrði birt I nú- verandi mynd.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.