Vísir - 05.10.1970, Blaðsíða 9

Vísir - 05.10.1970, Blaðsíða 9
VISIR . Mánudagur 5. október 1970. 9 tasm: — Farið þér oft í leik- hús? — Ég fer aWt of sjaldan. Ég man ekki hvað er oröið langt síöan ég fór síðast, en man þó, að það var í Iðnó til að sjá eitt- hvert þeirra gamansömu leikrita en sliík stykki eru mér mjög að skapi. Kristján Ámason lögregluþj.: — Nei, ég fer mjög sjaidan. En þá sjaldan ég fer, er það til að lyfta mér upp. Pess vegna fer ég aðeins trl að sjá léttmetiö, sem leikhúsin sýna. Kristín Jónasdóttir afgreisðlu- stúlka og húsmóðir: — Já, ég fer oft í leikhús. En hitt er svo annaö má'l, að maður getur aldr- ei farið of oft. Ulrich Groenke, norrænupró- fessor við Kölnarháskóla: Já, ég hef alla tíð reynt að fara eins oft og hsegt er í leikhús. Þegar ég var hér á landi við háskóla- nám fyrir um tuttugu árum, reyndi ég að sjá öll þýdd leik- húsverk, sem hér voru sýnd. Núna eru það fslenzku leikritin, eins og Jörundur og Kristnihald, sem ég sækist einna helzt eftir að sjá, þegar ég kem hingað. Og það verð ég að segja, að ég fer mun oftar í leikhús hér en heima í Köln vegna þess hve við leiksýningar hér ríkir miklu á- nægjulegri stemmning en þar. Hrefna Birgitta Bjarnadóttir, nemi: — Nei, ég fer sárasjaldan í leikhús. Kemur það aðallega til af þvi, að ég gef mér aldrei tíma til og í öðru lagi, vegna þess, að það er sjónvarp heima, sem glepur. Sverrir í nýju vinnustofunni. „Sú gamla var ekki nema þrír sinnum fjórir metrar“. „ Gœti gefið út 2ja hinda búskapinn“ - rætt við nýja bóndann að Hulduhólum, Mos- fellssveit, Sverri Haraldsson, listmálara ■ „Það ætti eiginlega að sekta mig fyrir að spilla atvinnuveg- um landsins“, sagðj Sverrir Har aldsson_ listmálari er Visir sótti hann heim nýlega, „Já, já. Þetta er 28 hektara land sem ég á hérna. Það fylgir þessu erfða- festa til 99 ára. Það dugir.“ Þau Sverrir og kona hans, Steinunn Marteinsdóttir, keyptu fyrir rúmu ári jörðina Huldu- hóla í Mosfellssveit og hafa nú setzt þar ‘að — innréttað hlöð- una og fjósið listavel — senni- lega er hlaðan þeirra Sverris orðin merkilegasta hlaða á Iand- inu fyrir vikið. „Þið skiljið", sagði Sverrir, og bentj á viðarinnréttingamar I „Möðunni", „ég ætia ekki að stunda hér búskap. Landrýmið er svo sem nóg. Við eigum land alveg niður að sjó og vinir miín- ir sem heimsækja mig hingað eru alJtaf að gePa mér ráð við- vfkjandi búskaparmöguleikum á jörðinni. Ég ætila nú ekki að fara eftir þeim ráðum, en það værj frekar að ég gæfi út eins og tveggja binda ritverk um hag nýtan búskap. Kannsiki einhverj um geti orðið gott af öWum þeim búskaparfróðleik sem ég bý yfir — það er nánast glæp ur að búa yfir þessu öWu sam- an og segja þa-ð ekki bændum.“ 1800 þúsund „Jörðin kostaði 1800 þúsund með öllum húsum. Hlaðan og fjósið sambyggt og svo fbúðar hús. Við fluttum ekki hingað í ,,hlöðuna“ fyrr en 15. maí í vor enda var óhemju vinna að inn- rétta þetta og stækka hlöðuna þannig. að hægt væri að koma fyrir vinnustofu hér uppi undir súðinni". — Og þú hefur þunft að bæta einhverju við upphaflegu 1800 þúsundin? „Já, já. Ég framdi landspjöll hér á jöröinni tii að klóra eitt hvað upp í kostnað. Seldi tún- þökur, þannig að það sem áður var uppgróið land hér fyrir neð an er nú flag. Ég æ+1a nú að sá í þetta fljótlega og bæta fyr ir brot mitt.“ „ ... aðeins tvær hendur — Ekkj hefurðu einn unnið við innréttingu hlöðunnar? „Nei. Þvflíkur kraftakarl er ég nú ekki. Ég hafði trésmiði í vinnu í allan vetur. Sjálfur hef ég aðeins smíðað bókahiWur sófa og borð og fleira slíkt smá legt. Ég vildi gjarnan smíða miklu meira, en því miður hef ég ekki nema tvær hendur. Hef þó oft beðið um flleiri, en þeirn pöntunum hefur enn ekki verið sinnt — svo er maður jú aðeins mála svolítið lfka.“ — Þessi Maða og fjósið líta núna út eins og rfkismannsbú- staður í útlöndum eða Laugar- ásnum — eða eru á góðri leið með að ná því marki, en hvem ig var eiginlega umhorfs hér að Hulduhóil'um fyrir ári? „Þetta var ósköp venjUlegt fjós, sem innthélt 15 kýr. Og hlaðan hefur sennilega tekið um 600 hesta af heyi. Moldargólf var í hlöðunni. en flórinn í fjós inu steyptur. Svo byrjuðum við á því að hreinsa ail'lt ú.t og rifa þakið af Möðunni tiil þess að hægt værj að hækka veggina. Hlöðugólfið var síðan steypt. — Flórinn í fjósinu létum við vera að mestu eins og hann var — mokuðum hann reyndar og mál uðum. Þar er nú björt og hent- ug vinnustof.a frúarinnar. Hún er Þar með keramikið sitt — kennir hverium =sm vill, aö búa til fallega hluti.“ — Steinunn var með keramik námskeið þegar þið bjugguð niðri f Borgargerði — kemur verk um fólk hingað uppeftir til ykkar á kvöldin að hnoða leir? „Já, já. Hingað koma mörg tonn a-f konum. Ég hefði satt að segja aldrej getað ímyndað mér að óreyndu að til væru svo margar frúr í Reykjavík. En þetta er svo skemmtiileg iðja og holil fyrir sálina. Það er mjög róandj fyrir taugarnar að velta leir miilli handanna — þær verða áreiðanlega skapbetri á eftir. Og það eru ekki aðeins konur. Það kemur liíka einstaka hugaöur karlmaður.“ 3x4 metrar — En þú sjálfur? Varla hef- ,. urðu haft mikinn tíma til að .mája. pieþ^n, á byggipg^arf^m- kvæmdum stóð? „Nei. Ég er svona rétt að fara af stað aftur. En aöstaðan er öll önnur hér. Vinnustofan rúm góð og björt. Sú gamla var ekki nema 3 sinnum 4 metrar, og það er aWs ekki nægjanlegt rými — og það var ekki beinlínis þægi legt að taka þar á mótj nem- endum.“ — Þú kennir aUtaf jafnframt? „Ég er nú mestan part hættur því. Kenndi í Handíða. og myndlistarskólanum hér á ár- um áöur, en nú orðið tek ég að eins einstaka mann f einkatíma. „Þúsund sinnum meiri klaufi“ „Eftir svo langt Mé frá pensl- inum og léreftinu — breytist þá ekki stíllinn eitthvað? „Jú. Mér finnst ég vera þús- und sinnum meiri klaufj en ég var áður. Maður tekur nú ekki neinum stökkbreytingum þegar maður hefur verið svona lengi við þetta, en það er jú ástæðu- Iaust að staðna þó menn séu ekki í eilífu hástökki — stund um finnst mér sem þeir málar ar haf; komizt lengst sem hafa þrengstan hring. Það var ekki um neinar stórvægilegar breyt- ingar að ræða hjá gömlu meist- urunum, Rembrandt og þeim fé- Iögum öllum .... menn verða að afmarka sér einhvem bás. Þú gertur ekki lesið allar bækur er koma út, þvi ef þú garir það þá er sennilega ver af stað far- ið en heima setið.“ — Ertu með sýningu í bígerð? „Varla á næstunni. Ég sýndi síðast fyrir rúmu ári f Osa Nova — sal Menntaskóians við Lækjargötu". — Þú sýndir fyrst 1952 Sverr ir — fyrir 18 árum. Hvað hef- urðu urn^þá sem nú em að byrja að segja? „Æ, það veit ég ekki. Sjálif- sagt eru þeir sumir efnilegir, en þetta er svo gífurlegur fjöldi. Listmálarar em að verða ein fjölmennasta stétt landsins. Ailllir virðast famir að mála. — Meira að segja presturinn í Vest mannaeyjum hélt sýningu um daginn, og seldi svo kirkjunni dýrasta málverkið.‘‘ —GG Þarna er módel af húsinu. „Þannig á þetta einhvem tíma að líta út. Núna vantar svalirnar utan á og málningu“. Sverrir bóndi að Hulduhðlum. Enn sjást steypumörkin, en Sverrir lét hækka hlöðuna gömlu, svo hægt væri að innrétta vinnustofu undir súðinni. (Myndir Bjarnleifur).

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.