Vísir - 05.10.1970, Blaðsíða 3
VI S'I R . Mánudagur 5. október 1970.
í MORGUN UTLÖNDI MORGUN ÚTLÖND í MORGUN UTLÖND É MORGUN UTLÖNÐ
Byltingin að mistakast
Ovando forseti Bólivíu hefur undirtökin — Leitur stuðnings vinstri sinnu
BVLTIN GARTILR AUNIN
í Bólivíu virtist vera að
fara út um þúfur í morgun.
Alfredo Ovando Candia
forseti sneri aftur til höf-
uðborgarinnar La Paz í
gærkvöldi, en hann hafði
verið á ferðalagi á lands-
byggðinni. Mikill mann-
fjöldi fagnaði honum á flug
vellinum. Forsetinn flutti
ræðu á Mutillotorgi í mið-
borginni og sagðist hann
mundu verða áfram við
völd.
Yfirmaður hersins, Rogelio Mir-
anda hershöfðingi, sem og liösfor-
ingjarnir, sem studdu byltingartil-
raun hans, voru umkringdir af her-
sveitum hlynntum ríkisstjórninni.
Miranda hafði sent frá sér yfir-
lýsingu í gærmorgun, þar sem hann
krafðist þess, að Ovando forseti
skyldi segja af sér embætti og
stjóm herforingja taka við.
Yfirmaður filughersins, Femando
Sattori, og fleiri háttsettir menn í
hemum kepptust við að lýsa yfir
stuðningi við forsetann á fundinum
á Mutiliotorgi. Ovando hélt síðan
fund með ráðhermm sínum um á-
hiaup á uppreisnarmenn.
Ekkert var barizt í nótt, hvorki
í höfuðborginni né inni í landi, þótt
byltingarmenn fuillyrtu, að þeir
nytu stuðnings herdeilda víða um
landið.
Ovando er 53ja ára. Hann hrifs-
aði völdin fyrir ári. Var í fvrstu
talið, að nTkisstjórn hans væri
„vinstri sinnuö", og eignir banda-
rísbs námuifélags voru þjóðnýttar.
Síðar hafa ýmsir vinstri sinnaöir
ráðherrar hans vikið úr stjóminni,
og hægri sinnaðir herforingjar feng
ið meiri völd.
Ovando var í gær á ferð í Aust-
ur-Bólivíu, þegar Miranda herfor-
ingi sendi boðskap sinn í útvarpi.
Frétltamenn í La Paz vænta þeiss,
að Ovando muni ekki láta til skair
ar skríða gegn uppreisnannönn-
„LÁTIÐ PÚÐRIÐ EKKI VÖKNA“. — Þessi Kambódíumaður heldur byssu sinni upp úr ánni til
þess að hún vökni ekki. Myndin er tekin við bæinn Tang Kauk, þegar stjórnarherinn náði hon-
um aftur úr höndum kommúnista eftir viku bardaga.
um fyrr en í kvöld. Vinistri sinnar
meðal verkamianna oig stúdenita
sögðu í gær, aö byltingarmenn
þessir væru fasistar. Þótt Ovando
hafi.færzt til hægri, garir hann sér
miklar vonir um sfuðning vinstri
sinna nú, til að ráöa niðurlögum
byltingarsinnanna. Vinstri sinnar
óbtast, að sitjóm henforingja einna
yrði hægri sinnaðri en Ovando.
Margar tilraunir hafa áður verið I inni.
Ovando forseti.
gerðar til að steypa Ovando-stjóm
Fangar sleppa
sautján gíslum
Fangauppreisn i New York
FANGARNIR, sem gerðu upp-
reisn í því fangelsi í Manhattan
í New York, sem venjulega er
kallað „gröfin“, létu í nótt lausa
17 gísla. John Lindsay borgar-
stjóri hafði þá gefið þeim 30
minútna frest til að láta gíslana
lausa. Gíslana hafði ekki sakað.
150 lögregluþjónar úr úrvalsliði
höfðu umkringt fangelsið, og skytt-
ur lögreglunnar voru uppi á þaki
á 'húsi í grenndinni.
Fangarnir gerðu um helgina upp-
reisn og báru fram kröfur um bætt-
an aðbúnað, meðail annars að mál
þeirra yröu hraðar tekin fyrir af
dómstólum, en það hafði þeim þótt
dragast. Tóku þeir í gíslingu það,
sem þeir náöu til af fólki, fanga-
verði og aðra.
Lindsay borgarstjóri New ►
York-borgar fékk því til
leiðar komið, að fangarnir
slepptu gíslum sínum í nótt.
Kambódía, lýðveldi
Kambódía verður lýðveldi
næsta föstudag, að sögn
fréttastofnunarinnar Víet-
nam Press í morgun. Þetta
fékkst þó ekki staðfest í
Phnom Penh fyrir hádegið.
Sihanouk prins, sem steypt var
af stóli 1 vetur, var þjóðhöfðingi
'Kambódíu. Hefúr það legið í loftinu
sxðan, að hin nýja stjóm mundi
formlega stofna lýðveldi.
Harðir bardagar geisuðu í morg-
un meðfram þjóðvegi fjögur, milli
höfuðþorgarinnar og hafnarbæjar-
ins Kompong Som. Víetkong-menn
gerðu árás 72 kílómetrum vestur af
Phnom Penh í gærkvöldi. Stjómar-
herinn hefur beðið flugherinn um
aðstoð við að hrinda áhlaupi komm
únista.
Kveikti í bíl — og
skógareldur varð
Unglingar áttu sök á skógareld-
um í Frakklandi. Eitt ungmenn-
i» kveikti í gömlum bíl úti i
skógi, og brann víða eftir það.
Jók þetta enn á eldana á Mið-
jarðarhafsströnd Frakklands. —
Slökkviliðið í Maryville í Frakk-
landi segir, að búið sé að ráða
niðurlögum allra skógareldanna
á Miðjarðarhafsströndinni nema
elda við bæinn Tanneroo.
Margir menn hafa látizt i eld-
unum, og stór svæði eru í eyði.
Slökkviliðið segir þó, að eld-
ur geti komið upp að nýju. ef
vindurinn vex. Tveir þeirra, er
fórust, biðu bana vegna eidsins,
sem ungiingurinn kveikti, en þá
brunnu 10 þúsund hektarar
skóglendis.
VERKSMIÐJAN FOTHF.