Vísir - 06.10.1970, Blaðsíða 8

Vísir - 06.10.1970, Blaðsíða 8
V í SIR . Þriðjudagur 6. október 1970. VlSIR Otgefan lí Reykjaprent ht. Framkvæmdastióri: Sveinn R Eyjólfsson Ritstjóri- Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstiórnarfulltrúi • Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingar: Bröttugðtu 3b. Simar 15610 11660 Afgreiðsla- Bröttugötu 3b Siml 11660 Ritstióra: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 tinnr) Askriftargjald kr 165.00 á mánuði innsnlands I lausasölu fcr. 10.00 eintaldfl Prentsmiöja Vfsis — Edda hf. Ofve/ð/ utan 12 mílna „þetta er alvarlegt mál. Við munum vinna að því að fá viðurkenndan einkarétt okkar á að veiða á haf- svæðunum yfir landgrunni okkar. Við verðum þess nú varir, að fleiri og stærri erlendir togarar og stór, nýtízku verksmiðjuskip veiða rétt utan tólf mílna fiskveiðilögsögunnar. Fiskistofnamir em íslandi lífs- nauðsyn og þeir eru með þessu settir í mikla hættu.“ Svo komst Jóhann Hafstein forsætisráðherra að orði í viðtali við erlent dagblað fyrir skömmu. Þessi afstaða sýnir aukna áherzlu íslenzkra stjómvalda á þá staðreynd, að tólf mílna lögsagan er íslending- um ekki nægileg. Með skipulagningu veiðanna inn- an landhelginnar hefur okkur tekizt að hindra of- veiði á þeim svæðum, en það kemur okkur ekki að gagni, ef erlend fiskiskip rányrkja hafsvæðin um- hverfis landhelgina. Emil Jónsson utanríkisráðherra lýsti fyrir nokkr- um dögum á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna stefnu ríkisstjómarinnar í þessu máli. Hún er sú, að strandríki éigi innan sanngjamra takmarka rétt á að ákveða takmörk lögsögu sinnar; að tólf mílur séu ekki fullnægjandi fyrir þjóð, sem byggir afkomu sína á fiskveiðum; og að krafa íslands um lögsögu og umráð yfir öllu landgrunni þess og hafinu yfir því sé bæði sanngjöm og réttlát. Allsherjarþingið hefur þegar samþykkt tvær ís- Ienzkar tillögur um verndun fiskistofna, aðra um vemdun gegn mengun og hina um vemdun gegn of- veiði. Það er eðlilegt, að Sameinuðu þjóðimar fylgi þessum yfirlýsingum eftir með undirbúningi aðgerða á einstökum sviðum þessa viðamikla máls. Ríkis- stjóm íslands hefur hvatt til þess, að kvödd verði saman alþjóðaráðstefna um réttarreglur á hafinu, þar sem m. a. vcrði fjallað um réttindi strandríkis á haf- svæðunum umb,,r'r'''' landið. Mörgum finnst ganga nokkuð hægt að fylgja þessu máli eftir til sigurs á alþjóðlegum vettvangi. En eigi að síður hefur umtalsverður árangur náðst, bæði með samþykktum allsherjarþingsins og með starfi ýmissa nefnda, sem fjalla um veiðar á Norður-Atlantshafi. Á þessu sviði duga ekki einhliða aðgerðir okkar, því að við verðum að halda góðu samstarfi við aðrar þjóðir, þótt ekki sé nema til að fá þær til að hætta að menga hafið. Sú mengun getur á fáum árum orðið okkur jafnhættuleg og ofveiðin. Landhelgisgæzlan hefur undanfarna mánuði fylgzt með veiðum erlendra skipa rétt utan fiskveiðilögsög- unnar og talið þar um og yfir hundrað skip. Það ligg- ur í augum uppi, að slíkt ástand getur ekki staðið til lengdar. í fyrmefndu viðtali sagði Jóhann Haf- stein forsætisráðherra: „Hvað mundu Bretar segja, ef útlendingar færu ofan í kolanámur þeirra og sæktu sér kol að vild?** TED KENNED Y % „gengur aftur" iiiiiiiiiiii M) WIM Umsjón: Haukur Helgason. Kennedy er harður í horn að taka. • Edward Kennedy kemur aftur. „Síðasti Kennedy- inn“ nálgast tindinn að nýju eftir hrakfarirnar í fyrra. Skoðanakannanir sýna, að fóik hefur að vísu ekki „fyr- irgefið“ honum, en engu að síður er hann eitt aðaitromp demókrataflokksins, sem nú á við erfiðleika að etja í stjómarandstöðu. Fáir munu nú útiloka þann möguleika, að Edward Kennedy verði frambjóðandi flokksins gegn Nixon forseta 1972 eða öllu frekar 1976. • Það vakti mikla athygli, að Edward Kennedy var einn af ræðumönnum á há- tfðarfundi bandarísku lög- fræðingasamtakanna. Þar stöð hann við hlið Warren Burgers forseta Hæstaréttar og John Mitchells dómsmála- ráðherra. Margir höfðu hald- ið, að Kennedy hefði ekki sýnt sérstakan „skilning á lögunum" í atbúrðinum á Chappaquiddick í fyrra. — Margir töldu hann frekar í hópi „sakamanna“ en meðal merkustu lögfræðinga. Þó kusu ráðamenn iögfræðinga- samtakanna að biðja hann að tala á þessum hátíðarfundi. „Okkur vantaði mann með mikið aðdráttaraf I,“ sögðu þeir, „mann, sem fólk kæmi bæði til að sjá og heyra, Kennedy er vissulega enn slík stjama“. Risu úr sætum og fögnuðu Kennedy Kennedy er einn áhrifamesti meölimur laganefndar Öldunga- deildarinnar. Hann var í átján stundir á þingi lögfræðinga og talaði þrívegis. Hann talaði um vandamál hungurs, dómstólana og stúdenta. Sjónvarpsvélarnar fylgdu honum alls staðar. Hús- fyllir var og fólk þakkaði Kenne dy með því að rísa úr sætum og fagna honum, þó fréttist af nolckrum, sem ekki vildu á hann hlýða og fóru burt. Sú auglýsing, sem Kennedy fékk meö framkomu sinni á þingi lögfræðinga, er honum mikiM stuöningur. Menn máttu svo sem vita, að Ted var ekki allur. Hann er nú í framboði í kosningu öidungadeildarþing- manns Massachusettsfylkis, en það hefur verið sæti Edwards. í forkosningunum var Kennedy einn um hituna og fékk um tvo þriðju atlkvæöa demókrata. Þetta var að vísu minna en áður, en repúbiikanar telja litla mögu- leika á að fella Kennedy, þegar •kosið verður í haust. Hins vegar vill Kennedy sigra með miklum mun. Fréttamenn telja, að muni mjóu í nóvember á Kennedy og frambjóðanda repúblikana, muni Edward jafn- vel hætta afskiptum af stjórn- máílum, þótt slíkt sé honum þvert um geö. „Ég þef náð mér“ Blaðamaður spuröi Kennedy fyrir viku þessarar spumingar: „Heldur þú, að þú hafir nú jafn- að þig eftir þær raunir, sem þú hefur orðið að þola hverja af annarri?" „Já,“ svaraði Edward, „já. ég hef náð mér, að minnsta kosti held ég það“. Edward Kennedy sér ekki margt ánægjulegt f bandarísk- um stjórrtmálum um þessar mundir, nema ef vera kynni hans persónulega álitsauka. „Þetta land er illa skipt," sagði hann nýlega „Fyrst og fremst af því að það hefur ekki sterka og einhuga forystu ... Sterkur forseti, sem tekur tillit til al- menningsálitsins, gæti skapað einingu á þessum ólgutímum. Enginn forseti getur levft sér að æsa hvíta menn gegn svört- um, fátæka gegn ríkum, gamla gegn ungum eða stúdenta gegn verkamönnum. Á slíkum ólgu- tímum verður forsetinn aö bera klæöi á vopnin og vera hafinn vfir pólitik. Hann verður að veita þjóðinni leiðsögn og sýna, að hann sé þess verðugur, að menn fylgi honum. Áhyggjur vegna sundrungar þjóðarinnar Ég segi ekki, að Nixon forseti geri ekki margt vel. Mesti veik- leiki hans er stefnan í Vfebnam og efnahagsmálum. Það sem veldur mér mestum áhyggjum, er vaxandi sundrung þjóðarinn- ar“. Skugginn horfinn af andlitinu Kennedy segir, að það væri núna tilgangslaust fyrir sig að minnast á framboö f for- setakosningunum 1972, jafnvel þótt hann hefði áhuga á þvt Hann yrði að minnsta kosti að bíða síns tíma. Menn vita þö, aö það er „í blóði“ Kennedy- anna, sem faöir þeirra innrætti þeim, að einn taki við, þar sem annar varð að hætta, Þeir, sem hitt hafa Kennedy að máli að undanfömu em á einu máli, að nú sjáist ekki lengur skugginn, sem oft færðist yfir andlit hans í miðju viðtali fyrir nokkrum mánuðum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.