Vísir - 06.10.1970, Blaðsíða 16

Vísir - 06.10.1970, Blaðsíða 16
Sparibros Péturs Þennan sérstæða svip, sem ætla má, að Pétur Einarsson leikari noti ekki dags daglega, er liann nú til neyddur að setja upp reglulega næstu vikur, því Leikfélag Reykja- víkur er nú aö hefja að nýju sýning ar á leikritinu Það er kominn gest- ur. En í því leikriti prýðir einmitt þessi vinalegi einfeldningssvipur ásjónu Péturs. /iskulýðsfylkingin skiptir unt hnnt Æskulýðsfylkingin hefur nú tek- ið nokkrum stakkaskiptum frá því sem verið hefur. Um síðustu helgi var 25. sam- bandsþing hennar haldið og var merkasta mál þingsins afgreiðsla nýrrar stefnuyfirlýsingar og sam- þykkt nýrra laga sem fela í sér afnám aldurstakmarka og breyt- ingu á nafini samtakanna. Kallast samtökin hér eftir „Fylking, bar- áttusamtök sósíalista". Segir og 1 nýju lögunum, að enginn geti tal- izt fulf!|>il<Jur1f.élagi,í „FyHfingunni" nerna 'þyí aðeins að hann sé vjrk'ur fðlagi. ' —• GG - t...- »j/r \l-\jt „Getum komið fólki sæmilega til vimw" — ástandið ekki alvarlegra en svo, segir Eirikur Ásgeirsson hjá SVR „Við vonumst til að geta haldið þessu gangandi eins og lög gera ráð fyrir. Það rættist úr þessu í gær, þegar leið á morguninn.“ Eiríkur Ásgeirsson forstjóri SVR vildi ekki gera mikið úr vandræöum strætisvhgnanna, þegar blaðiö hafði tal af honum í morgun. „Þetta er vandamál á hverju ári fyrstu dagana, sem skólarnir byrja. Þá sjáum við hvernig straumarnir liggja, því leiðir fólks breytast. Það rísa upp ný hverfi og koma nýir skólar. Þetta er ekki alvarlegi'a en svo nú, að við getum komiö fólki sæmilega til vinnu.“ Uppástunga eins lesanda blaðsins i dag var lögð fyrir Eirík. En hún víar þess eðlis, að SVR tæki langferðabíla á leigu meðan málin væru aö komast í lag. „Okkur hefur dottið þessi lausn í hug áöur, en það yröu ýmis vandkvæði á því. Þessum vögnum fylgja bílstjórar, sem ekki yrðu okk'ar starfslið, einn- ig eru þessir vagnar yfirleitt ekki nema með einni hurð. Nú er ekki nema rúmur einn og hálfur mánuöur þar til nýju vagnarnir koma og er ekki ástæða til að tala um þettia með an ástandið er ekki verra.“ — 9B Hálftíminn leið vart án þess að árekstur vrði Ovenju mikið um árekstra • Tuttugu árekstrar urðu í umferðinni í Reykjavík í gær frá því um morguninn og fram til kl. 20 í gærkvöldi. Leið varla svo hálftími í gærdag, að lögreglumenn væru ekki kvadd- ir út til þess að huga að ein- hverju óhappi, sem orðið hafði þannig. Engin alvarleg meiðsili urðu á fóiki, og munaði þá oift litilu. — Þannig var maður á bifhjóli hætt kominn um kl. 8.50, þegar bifreið var ekið út af stæðinu hjá Sendi- bflastöðinni hf. í Bongartúni og beint í veg fyrir hiann, þar sem hann ók bifhjólinu í vesturátt eftir á Reykjavikurgötum i gær Borgartúni. — Maðurinn slapp frá árekstrinum meö minniháttar meiðsl á fæti. Um kl. 19.50 varð harður árekstur, þega-r bifreið með Leitað að húsnæði Nýtt pósthús tók til starfa sl. mánudag við Nesveg 16 í keykja- vfk, en þar er sjöunda pósthús borgarinnar. Er það fyrir svæðið vesitan Hringbrautar og Suðurgötu. Mun pósthúsið annast öll aimenn póststörf, auik útborgana póstávís ana, póstkröfuávfsana og sölu or- lofs- og sparimerkjia. Þessi nýja póstafgreiðsla er til húsa í nýbyggingu Coca-Cola-verk- tveim farþegum, tveim bömum 6 og 8 ára gömlum, auk ökumanns, var ekið aftan á kyrrstæðan bfl. — Varð að draga báða bílana með kdanabíl af staðnum, en fólkið slapp án meiðsla. — GP fyrir þrjú pésfhús smiðjunnar Vffiifells og er það leiguhúsnæði. Nú er unnið aö því, að fá leigu húsnæði fyrir póstafgreiðslur í hverfunum þrem, Háaleitishverfi, Árbæjar og Breiðholts'hverfi, en í- búar þeirra hverfa eru enn póst- húsalausir, sem áreiðanlega hefur kornið sér sérsitaklega illa fyrir þá — ekki sízt á meðan keðjubréfa- fara'ldurinn stóð sém hæst. —ÞJM Meira álag erlendra skipa á fiskimiðunum en áður — segir Pétur Sigurðsson, forstjóri Landhelgisgæzlunnar Það er enginn vafi á því, að álag á fiskimiðunum við land- ið frá erlendum veiðiskipum hefur aukizt stórlega undanfarin ár, sagði Pétur Sigurðsson, for stjóri landhelgisgæzlunnar í við tali við Vísi í morgun. — Tala erlendu fiskiskipanna hefur ekki vaxið kannski svo mjög. Fjöldi þeirra er að öllu jöfnu 100— 130, en þetta eru yfirleitt stærri skip, en var fyrir svo sem 10 ár- um og þvi er erlendi veiðiflot- inn orðin miklu afkastameiri. Þessi skip ganga einnig miklu meira og eru því fljótari að færa sig til eftir veðri og missa þar af Ieiðandi minna úr. Pétur Sig urðsson sagði það nokkuð áber ' andi, að farið væri aö bera á nýjum aðilum að veiðum hér við land, eins og t.d. spönskum og portúgölskum skipum. — VJ Sækja sér mennt- un í Kvöldskóla og lesa undir gagnfræðapróf Það var líf og fjör á göngum Lauga- Iækjarskóla í gærkvöldL Þar voru samankomnir nemendur á öllum aldri, en í skólanum eru Náms- flokkar Reykjavfkur til húsa f vet- ur og nýstofnaður skóli, sem nefn- ist Kvöldskólinn. Setning Kvö'ldskólans fór þar fram f gærkvöldi í einni kennslu- stofunni og var troðfullt út úr dyrum við þá athöfn. Milli 50 og 60 manns munu stunda nám í Kvöld- skólanum f vetur. I skólanum er kennt það námsefni, sem þarf að stunda fyrir gagnfræðapróf og í vor munu nemendur geta tekið gagn- fræðapróf frá skólanum. Opnast þarna víðtæk menntunarleið ifyrir þá, sem ekki hafa lokið gagnfræða- prófi á sínum tíma, af ýmsum á- stæðum. Yfirkennari skólans er Þráinn Guðmundsson. Nánar er sagt frá starfsemi Kvöldskólans á bls. 13 í blaöinu í dag. —SB •••••••••••••••••••«•••• : 2 2 Tilraun Háskólabiós j 2 gefst vel: : : • ABntenaiagur : 2 vgrðist lika • : vilja „góðu : myndirnar## : • SJÖNVARPIÐ hefur ekki al-2 • veg gengið af bíóunum dauð-2 2um eins og sannaðist í gær-J 2kvöldi. Mánudagsmynd Há-J • skólabíós var sýnd fyrir fullu • | húsi, en áður en þessar mánu • edagsmyndir hófu göngu sína: «var fátítt að sjá mannfjölda2 • samankominn við kvikmynda J • húsið þennan dag vikunnar. • : „Þessi tilraun hafur gefizt2 Jmjög vei og myndimar verið 2 • mjög vel sóttar", sagði Frið-» 2finnur Ólafsson bíóstjóri í við-2 Jtali við blaðið í morgun. „ViðJ • ákváðum að gera þessa tilraun • Jog renndum blint í sjóinn meðj • hana, en erum nú ákveðnir í að» #haida henni áfram. Mánudags-2 • myndirnar eru sýndar 3—4J J mánudaga en ekki aðra daga • • vikunnar. Þarna söfnum við sam • • " *an því fólki, sem hefur gaman« J af framúrstefnumyndum, þeirri J • kvikmyndalist, sem ómögulegt • Jer að sýna aðra daga.“ • • Þá sagði Friðfinnur, að næstaj • mánudagsmynd yrði rússnesk. • J,,Það er nýleg mynd, nýstárlegJ • mjög góð mynd.“ —SBJ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.