Vísir - 08.10.1970, Blaðsíða 5

Vísir - 08.10.1970, Blaðsíða 5
 VJ SIR . Fimmtudagur 8., október 1970. Þessi mynd er af hinum nýju húsakynnum Búnaðarbankans við Hlemmtorg. 20% aukning útlána Bún- aðarbankans Heildarútlán sparisjóðsdeild ar Búnaðarbankans að útibú- um meðtöldum jukust árið 1889 úr 1.769,8 milljónum kr. upp i 2.132,1 millj., sem er 20,5% aukning. Útlán bankans til fram leiðsluatvinnuveganna, landbún- aðar, sjávarútvegs og iðnaðar námu 1.108,3 millj. eða 52% af heildarútlánum bankans. Aðrir stærstu útlánaflokkarn- ir eru verzlun (17,9%) og íbúða byiggingar (12,5%). AfurðaHán bankans nárnu í árs lok 379,8 mil'lj., þar af endur- seldir vúxllar til Seðlabankans 307,5 millj. að langmestu leyti út á landbúnaðarafurðir, en lítið „ eitt út á sjávarafurðir. Afurða- - lánin hækku!ju á árinu um 32 miiij. og en-jursalan um 27,5 miMj. VSxiMánin, 'yrir utan endur- selda afurðavíxla, hækkuðu um 153,4 mi®j. upp í 783,3 millj. Verðbréfaeign bankans nam í árslok 389,8 millj. og hafði auk- izt um 53,8 millj. Hækkunin staf ar aðállega _af verðbréfakaup- um vegna frafnkvæmdaáætiunar ríkisstjómarinnar, en þau námu 42 miilj. á árinu. Heifur þank- inn þá lánað samtals 125,3 millj. til framikvæmdaáætlana ríkis- stjómarinnar. Heildarinnlán Búnaðarbank- ans hætokuðu um 497,4 milljónir, sem var 27,2% hækfcun. Spari innlán hæfckuðu um 27,8 — 48,5% spariinnlána eru á al- mennum bókum. Veðdeild Búnað arba nkans lán aði 93 bændum samtals 15 millj kr. ti! jarðakaupá árið 1969. Veðdeildin hefur að undanförnu verið rekin með hallla, þar sean skuldir hennar eru yfirleitt með hærri vöxtum en stouldabréf hennar bera. Nú fékk hún frá ríkissjóði 15 millj. kr. sem ó- afturkræft framlag af gengis- hagnaði vegna gengisiækkunar, og þvf gat hún lagt 13,9 millj. í varasjóð. Mikið dró úr lánveitingum Stofniánadeildar landbúnaðarins í fyrra. 916 lán voru veitt sam' tals að fjárhæð 116,8 millj, Ár- ið 1968 voru lánin hins vegar 1182 samtals að fjárhæð 132,1 milljón króna. —HH Samið um sölu á 17 jbús. tunnum af Suðurlandssild Malcolm litli sýndur aftur Annaö kvöld hefjast aftur sýningar f Þjóðleikhúsinu á Málcolm litla, en leikritið var sem kunnugt er sýnt þar alls 9 sinnum á sl. leikári. Leikend ur eru alls fimm, en þeir eru: Þórhallur Sigurðsson, Hákon Waage, Gísili Alfreðsson, Sig- urður Skúlason og Ingunn Jens dóttir, en hún tekur nú við hlut- verki Ann af Þórunni Magnús- dóttur, sem lék það á sl. leik- ári. Leikstjóri er Benedikt Árna- son. Leikurinn hlaut í einu orði sagt frábæra dóma allra er hann sáu og þótti mjög athyglisverð- ur í alla staði. Ólafur Jónsson gagnrýnandi Vísis segir f leikdómi sínum þann 19. mai sl.: „Maloodm litli er skopleikur um hið alvarleg- asta efni. Alvaran er að sönnu jafnan nær, eins og jafnan i góðum gamanleikjum, en það er galsinn sem ræður leiknum og notfærist bezt í meöförum Þjóö leifchússins. Leiknum var prýði lega vel tekið.“ 9 íslenzk hönnun. íslendingar hafa æ meira far- ið út í að hanna bluti sjálfir, en •áður hefur leikið grunur á aö mikiö væri rifið úr erlendum tímaritum ti'l að framleiða ýmsa hluti eftir. Við rákumst á þessa skeið nýlega í búðarglugga og fengum að mynda hana. Þetta er skeið sem reykviskur gullsmið ur, Jens Guðjónsson, hannaði, skömmu eftir Heklugosið í sum ar. Nefnir Jens skeiðina Heklu- skeiðina. Er það mál manna þeirra sem hannað hafa sjálf- stætt ýmsa bluti, að þeir séu mun sölufegri vara fyrir er- ienda ferðamenn, og einnig fyrir innlendan markað. 9 Fallegasti garðurinn í Garðahreppi Rótary-klúbburinn, Göröum, veitir árleg verðlaun fyrir feg- usta garðinn í Garða- og Bessa- staðahreppi. i I ár varð fyrir valinu garður- inn við Goðatún 12, Garða- hreppi, eign hjónanna Bimu Kristjánsdóttur og Héðins Frið- rikssonar. Til ráðuneytis viö valið ,var Óli Valur Hansson, garðyrkju- ráðunautur. Aö venju hljóta eigendur garösins viðurkenningarskjal frá Rótary-klúbbnum, Görðum. ^ Kristín telcur við hlutverki í Jörundi Kristín Ólafsdóttir, kunn fyrir túlkun sína á ýmsum þjóðlög- um auk stjórnar sinnar á barna tíma sjónvarpsins, hefur nú tek ið við hlutverki í Þið muniö hann Jörund í Iðnó. Kristín er útskrifuð úr leiklistarskóla L.R. og leikur hún Lölu Völu í leikn- um, en með það blutverk fór áð ur Helga Jónsdóttir. Samkomulag hefir til þessa tekizt um fyrirframsölu á 17000 tunnum af saltaöri Suðurlandssild og samningaumleitanir standa yfir um sölu á meira magni. Hl Heildarsöltun Suðurlandssíldar nemur nú um 15000 tunnum. Sírokkvartett í Norðurlandaferð. Myndin er af kvartett Tónlist arskólans í Reykjavik, en hann lagði af stað í byrjun vifcunnar i feröalag til Norðurlanda og kvaddí með tónleikum í Nor- ræna húsinu á sunnudagskvöld- ið. Flytur kvartettinn, eingöngu íslenzka tónlist. Tónleikar verða haldnir í Osló, Stokkhólmi, Helsingfors og Árósum. Á öllum stöðunum fer frain útvarpsupp- taka á leik þeirra féiaganna, en þeir eru, 'talið frá vinstri: Björn Ólafsson, Jón Sen, Ingvar Jóns son og Einar Vigfússon. Þeir munu flytja verk eftir Helga Pálsson, Jón Leifs, Leif Þórar- insson og Þorkel Sigurbjörnsson í ferð sinni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.