Vísir - 08.10.1970, Blaðsíða 13

Vísir - 08.10.1970, Blaðsíða 13
' VIS IR . Fimmtudagur 8. október 1970. © o Pam byrjaði að syngja með mér, svo að ég fengi starfið — Það er ekki gott að dæma heila þjóð eftir því, hvernig örlítil prósenta henn- ar hefur komið manni fyrir sjónir á skemmtistað. Þó gæti ég bezt trúað því, að Islendingum svipaði einna helzt til Finna. Að minnsta kosti skemmtið þið ykkur eins. Það er að segja, drekkið verulega og talið mikið undir áhrifum. Samt mjög viðkunn anlegir, var svar söngvarans A1 Charles við spurningu blm. Vísis, við hverja þeirra mörgu þjóða, sem hann hef- ur komið til ásamt konu sinni Pam, hann gæti líkt íslend- ingum. f>au hjónin A1 og Pam eru 'annars skemmtikraftar, sem nú eru á leið heim til Los Angeles, eftir að hafa skemmt víða um Evrópu í samfleytt fjögur ár. í leiðinni vestur um haf feng- ust þau til að staldra hér við í einn mánuð og skemmta gest- um Hótel Loftleiða með söng og gitarspili og komu þau þar fyrst fram um siöustu helgi. — Við fengum strax mikinn áhuga á aö koma hingað, þegar umboðsmaöur okkar í Amster dam bar fram þá hugmynd fyrir okkur, sagði Al. — Réð þhð mestu um þá ákvörðun okkar, hve forvitnilegar sögur okkur höfðu borizt til eyma af land- inu. Við höfum þó ekki gefið okkur enn tíma til að skoða okkur um, en það sem við höf um séð af landinu minnir okk ur helzt á eyðimerkur, hér er allt eitthvað svo flatneskjulegt. — Og kuldinn hér er eins og í desember og janúar heima í Los Angeles, sagði Pam og það fer hrollur um hana um leið. — Hvernig fundum okkar bar saman, sagöi A1 og horfði fjar rænt út í loftið. Það var þegar ég var að svipast um eftir ein hverjum, sem gæti skrifað fyrir mig nótur. Mér var þá bent á Pam og sagt að hún hefði verið við pianónám í átta ár, og sneri mér því til hennar. Sex vikum síðar giftum við okkur. Það var svo nokkru síðar, að mér stóð til boða vel Iaunað skemmti kraftsstarf í Þýzkalandi, ef meðj mér væri einnig söngkona. Þann ig atvikaðist það, að viö hjónin byrjuöum að syngja saman. -— ÞJM AI og Pam Charles í blómasal Hótel Loft- leiða. A1 vann fyrir sérj með leik í kúrekakvik- myndum í átta ár, en sneri sér Ioks að söng listinni. o a • e o. e e e e e e e e e e e Ég býst við að þeir sofi núna, því að þeir kcwnu með næturfluginu. Það er allt og sumt. Engin skila- boð, engar pantanir.‘‘ Hann gaf Blie bendingu um að Chavez væri á leiöinni niður. „Á ég aö segja honum þetta?“ „Já.“ „Hr. Ghavez ... mér þýkir mjög fyrir því, en konan mín var að enda við að hringja til mín og hún hefur tekiö þennan lasleika sinn, enn einu sinni...“ Hann laug af mikilli leikni. — Þrátt fyrir það leit hótelstjórinn tortryggnislega á Blie um leið og hann spurði: „Ætlið þér að taka vörzíluna í nótt lfka?“ Hann skildi ekki orsökina frem- ur en Emilio. Aftur á móti haföi það sín áhrif á hann að Elie skyldi hafa þekkt Zograffi áður fyrr. Þar sem hann vissi ekki hvemig þeirra kynni höfðu verið, eða hvernig þau mundu verða f framtíðinni, valdi hann því þá leiðina að láta ekki á neinu bera. „Þið ráðið því auövitað." Bmilio hvarf inn í fataklefann. BHe athugaði gestalistann, skrifaði nöfh og húmer í aðalbókina, en Chavez stóð og studdist fram á af greiðsiluborðið eins og hann var vanur. „Voruð þér ekki að spyrja um það í gær, hvenær hann hefði kom ið hingað til Bandaríkjanna?“ „Ég mian það ekki.“ Og það var satt. Hann hafði haft svo margt að hugsá urn sdðah, að hann gat ekki munað hvað hann hafði sagt eða ekki sagt. f'. „Hann kom hingað 1939, eða tveim mánuðum áður en Hitler réöst inn í Pólland, og England og Frakkland lýstu yfir styrjöld. Það er því að sjá að hann hafi séð fyr ir hvað í hönd fór.“ Elie spurði ekki neins, en beið þess hins vegar í ofivæni að for- stjórinn héldi áfram. „Hann var auðugur þá þegar, átti meðal annars hlutabréf f belgísíku kopamámunum í Kongó. Móðir hans oig hann settust að í St. Reg- is, oig þeirri fbúð heldur hann alltaf þó að hann hiafi keypt húæign að Long Island". Elie gat ekki stiJlt sig um að spyrja: „Sagði hann yður þetta sjálfur?" „Nei, Hugo sagði mér það. Einn af viðskipíavinum hans, sem á nám ur í Mexfkó, átti einhvem tíma við skipti við Zograflfi. Harm vill telja aö Zograffi sé ölta fremur áhætta spilari en hygginn og séður kaup- sýslumaður. Hann var varla fyrr kominn til Bandartfikjanna en hann keypti mikið til öll htatabréfin í einhverri kanadísferi náimu á tta sent bréfið, þar eð altar rekstur hennar var talinn vonlaust fyrir- tæfei. Átta mánuðum siðan fannst þar auðug málmæð, og í dag er hvert hlutabréff virt á átján doll ara. Síðan hefur það verið sama sagan með allt, sem haroi hefur ■ II 58 komið nálægt — það hefur allt gef- ið stórgróða í aðra hönd.“ „Ætili móðir hans sé enn á lífi?“ „Ég held það. Sennilega býr hann með henni að Long Island“. Elie hikaði, en spurði síðan: „Er hann þá ekki kvæntur?“ „Nei hann er ekki kvæntur. Ekki þar fyrir að hann sé neinn kven- hatari, hvar sem hann fer og er í New York, Las Vegas Miami er alltaf hópur af frægum kynþokka- dísum í kringum hann. Ein af þeim hringdi í morgun“. „Já, ég veit það“. Þá það . . . þar með hafði hann látið uppsikátt, að hann hefði spurt Emilio. „Hann hefur í hyggju að gera gagngerar endorbætur á hótelinu fyrir næsta vetur, og það má gera ráð fyrir að sérfræðingar í þess- háttar komi frá Tuscon á morgún. Sennilega selur frú Carlson hon- um búgarðinn, ef þau kaup eru þá ökki þegar gerð. Graig verður áfram framkvæmdastjóri við nám una, enda þótt Jensen hafi yfirum- sjón með öltam framkvæmdum næstu mánuðina." Chavez var I uppnáimi af þessu öllu saman, um leið og hann ótí- aðist að nýi eigandinn kynni að hugsa sér að ráða annan hótel- stjóra. Hann virti Biie stöðuigt fyr ir sér. „Þér viljið gjama eiga tail við hann?“ Elie roðnaði. Gat ekki við það ráðið. Hann roðnaöi al'ltaf, þegar bann héilt að séö hiefði verið við sér, eins þótt það væri ekki ann að en ímvndun hanis. Og nú jókst tortryggni hótelstjórans um allan helming, og það svo að hann ákvað að leggja spiilin að vissu leyti á borðið. „Ég býst varla við að þér far- ið að notfæra yður fyrri kynni ykk ar til að . . .“ Hótelstjórinn þagnaöi við: fann að hann hafði þegar sagt of mik- ið. Bf Elie skyldi .ekki þegar hafa komið til hugar áð notlfæra sér einmitt þessi kynni til að þoka sér upp í hótelstjórasessinn, var það að sjálfeögðu heimskutegt að vera að benda honum á það. „Ég á við hvort þér haffíð löng un til aö skiptia um stiarf?“ „Alls ekki“. „Þér eruð viss um það?“ „Það er sannTeikur". Og hann bætti við, af sannfær- ingu: „Jafnvel þðtt mér væri boðin staða, sem væri tíu sinnum beitur launuð en núverandi starf mitt, mundi ég ekki vilja skipta". Ohiavez þoröi ekki að spyrja hvers vegna. Það var bersýnifegt að hann Skildi allis ékki slfka af- stöðu. Eiftir þetta samtail þeirra sat hann stöðugit um Blie og reyndi að ráða gátuna, Blie varð þesis viar og roðnaði í hvert skipti sem hann fann að hótelstjórinn veitti honum sérstaka athygli, eins og hann vissi sig sekan um eitthvað. travel cTMALLORKA _ CPARADÍS & JÖRÐ Hii** 1 Land hjns eilifa sumars. (g) Paradis þeim, sem leita hvildar og skemmtunar. Mikil náttúrufegurð, ótakmörkuð sól og hvítar baðstrendur. Stutt að fara til stórborga Spánar, Italíu og Frakklands. Eigin skrifstofa Sunrlu í Palma, með íslenzku starfsfólki. FERÐASKRIFSTOFAN SUNNA BANKASTRÆT! 7, SfMAR: 16400 12070

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.