Vísir - 10.10.1970, Blaðsíða 3

Vísir - 10.10.1970, Blaðsíða 3
Við höfum lítið orðið varir við Pónik og Einar að undanförnu, en vonandi stendur það til Þar fer góð hljómsveit leynt: Pónik og Einar hafa aidrei verið betri... V1SIR . Laugardagur 10. október 1970. Samleikur þeirra Knstins Sigmarssonar og Kristins Svavars- sonar er sérstaklega ánægjulegur á að hlýða. — hljómplata EKKI alls fyrir löngu var sá, er þetta ritar, staddur á dans Ieik, þar sem Pónik og Einar léku fyrir dansi. Þetta var sér staklega ánægjuleg kvöld- stund lagavalið hjá piltunum var hið forvitnilegasta og flutningurinn svo sannartega laus við alit byrjendakák, enda er Pónik elzta starfandi Dop-hljómsveitin hér um slóð ir. Að mínum dómi hefur hljómsveitin aldrei verið eins góð og einmitt um þessar mundir. Breytt hljóöfæraskipain og fjölgun hljómsveitarmanna er þar all'þungt á metunum: nú er blásiö af krafti í Pónik, og þar er hlutur Kristins Svavarssonar drýgstur. Hann meöhöndlar ten- ór og sópransaxófón, auk þess sem hann á það til að bregða fyrir sig flautuleik. Kristinn Sigmarsson hvílir gítarinn, þegar tilefni gefur til, og lvftir gljáfægðu trompetinu, sem hann meðhöndiar af ekki / undirbúningi minna öryggi en gítarinn. I þeim lögum, sem báðir biásaramir em nýttir tii fuiis, eru Pónik hvað ánægjulegastir áheymar. Einar Júiíusson skilar sínu hlut- verki með stakri prýði, en fé- lagar hans aðstoða hann flestir meira eða minna, og í sumum iaganna fær trommarinn, Erlend ur Svavársson, að spreyta sig í einsöng. Nýlega kom Pónik fram í sjón varpinu, en útkoman úr þeim þætti þótti mér ekki nægilega góð. Hún bar þess gföggt vitni, að þeir eru ekki heimavanir í sjónvarpssal. En þeir eiga vissu- lega skiliö að fá annað tæki- færi, — vonandi yrði sá þáttur betur unninn og iagavalið fyrst og fremst miðað við að nýta þann möguieika, sem samleikur blásaranna hefur upp á að bjóða. Hljómsveitin Pónik ér stofnuð sumarið 1964 af þeim ÚÍfari Sig marssvni, Sævari Hjálmars- syni, Magnúsi Eiríkssyni, Bene- dikt Pálssyni og Halldóri Páls- syni. Úlfar og Sævar em þeir einu, sem enn em starfandi í hljómsveitinni af þeim, sem mynduöu hana upphaflega. Fljótlega sáu piltarnir fram á það, að söngur var ekki þeirra sterka hlið. Ónafngreind kven- persóna varð fvrst fyrir valinu, en að nokkmm mánuðum liðn- um kom Benni Páls með þá hug- mynd að reyna vissan söngvara í Keflavík. Þetta var Einar Júlí- usson, sem um þessar mundir hafði tekið sér hvfld frá söngn- jm eftir brottför sína frá Hljóm um. UMSJÓN BENEDIK7 VIGGÓSSON «l^^, "■» »'1 r'i1111 1 "'n t liöiujf*. K> úa ftsiou iion Fyrst í staö voru piltamir ekki beint hressir yfir þvi að ráða söngvara frá Keflavík, en eftir nokkrar æfingar var Einar þó endanlega ráðinn f Pónik og hefur ekki sungið með annarri hljómsveit síðan. Sé litiö á feril Póniks í heild, kemur í ljós, að einu vemlegu breytingamar hafa oröið í sam- bandi við trommu- og gítarleik- ara. Nokkm eftir að Einar byrjaði, var Erlendur Svavarsson setztur við trommurnar í Pónik, en aö tveim ámm Hðnum yfirgaf hann hljómsveitina og sneri sér ó- skiptur að leiklistamámi. Nú er hann á ný orðinn félagi Pónilrs. Tveir aðrir hafa reynt hæfni sína við trommumar hjá Pónik, það eru þeir Bjöm Bjömsson og Sigurður Karlsson, en sá síðar- nefndi er nú tmmbuslagari í Ævintýri. Magnús Eirfksson hætti síðla árs ’67, og tók þá Kristinn Sig- marsson að sér hlutverk sóló- gftarleikarans í Pónik. í það sinn var hann í tæpt ár með hljóm- sveitinni, og þá tók ekki ómerk- ari maður en Finnur Stefánsson við hlutverki gítarleikarans, en nú er Kristinn orðinn Pónik-fé- lagi á ný. „Við vissum, að Kiddi gat blás ið f trompet, og Eddi átti bróð- ur, sem kunni að handleika saxó fón. Það varð því úr að hrista dálitið upp f hljóðfæraskipan- inni, nýta þessa blásaramögu- leika og bæta þar með sjðtta fé- ■laganum við“. Þessu svaraði Úlfar, er ég innti hann eftir til- ..drögunum að þessari síðustu breytingu á skipan hljómsveit- arinnar: „Við vorum orðnir hálfleiðir á því, sem við náðum út úr hljóm- sveitinni eins og hún var og vildum gjarnan breyta til“, segir Úlfar. „Ég held að mér sé ó- Ari Jónsson trommari og söngv- ari Roof Tops hefur fengiö tii- boð um að syngja inn á plötu fyrir HSH (Hljóöfæraverzlun Sigríðar Helgad.). Undirleikur- inn verður brezk-áfettaður, en það er orðið býsna algengt fyr- irbrigði í íslenzkri hljómplötu- útgáfu. Þegar er farið að vinna að plötunni, en að svo stöddu er ekki hægt að spá neinu um, hvenær platan kemur á markað- inn. Annar söngvari og reyndar að- aisöngvari Roof Tops, Guðmund ur Haukur, hefur einnig sungið inn á tveggja laga plötu með brezkum undirleik. Útgefandi þeirrar plötu er Tónaútgáfan. Búið var að segja frá því hér i þættinum, að Rúnar Júlíusson hefði hug á að syngja inn á sjálf stæða plötu. Lögin voru til reiðu og Rúnar var búinn að semja textana, en þá fékk vinurinn ein hverja bakþanka og vildi hætta við allt saman. Útgefandinn er þó ekki úr- kula vonar um, að Rúnar „geri f því“ að Ijúka plötunni. Þetta fyrirhugaða framtak með „Rún- ar special“ verður þó saltað um sinn. hætt aö fullyrða, aö ég mæli fvrir munn okkar allra, þegar ég segi aðvið séum ánægðir með útkomuna. Þessi hljóðfæraskip- an gefur mikla möguleika, og um leið getum við flutt fjöl- breyttari og vandaðri músík.“ „Þeir tóku okkur tveim hönd- um,“ sagði Sævar, er ég spmrði, hvers vegna Pónik og Einar létu sér að mestu nægja að leika fyr- ir „kanann" f hinum ýmsu Múbbum á NATO-svæðinu 1 Keflavík. „En það kemur vissu- lega til greina að breyta til og fara yfir f höfuðborgar„brans- ann“, svoea til aö sýna fólki, að Pónik og Einar séu enn i fullu fjöri“. Þetta er atriði, sem piltamir ættu að taka til rækilegrar at- hugunar. Þaö er enginn vafi á þvf, að þeim ,yrði vel tekið af fastagestum Glaumbæjar, og þeir eru vissulega samkeppnis- hæfir viö þær hljómsveitir, sem Glaumbær býður að jafnaði upp á. Að lokum má geta þess, að Pónik og Einar hafa fengið til- boð frá Tónaútgáfunni um aö leika inn á tveggja laga plötu. Af öðrum híljómplötutíðindum má nefna, að Erla Stefánsdóttir hefur sungið inn á fjögurra laga plötu fvrir Tónaútgáfuna. sungið inn á tveggja laga plötu. Einar Júlíusson hefur sungið um árabil með Pónik. bóta. Ari í „Roof Tops“ syngur inn á plötu

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.