Vísir - 10.10.1970, Blaðsíða 8
8
V í SIR . Laugardagur 10. október 1970.
VISIR
Otgefandi: Reykjaprent hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R Eyjólfsson
Ritstjóri • Jónas Kristjánsson
Fréttast jóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjömarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson
Auglýsingar: Bröttugötu 3b Simar 15610 11660
Afgreiðsla- Bröttugötu 3b Sími 11660
Ritstjóra: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línurl
Askriftargjald kr 165.00 á mánuöi innanlands
I tausasölu kr. 10.00 eintakið
Prentsmiðja Visis — Edda hf.
Alþingi sett
Alþingi kemur saman í dag. Þess bíða að venju mörg
og vandasöm verkefni. Hið erfiðasta verður eflaust
að finna ráð, sem duga til þess að hægja á verðbólg-
unni, því líklega er of mikil bjartsýni að halda að
unnt verði að stöðva hana alveg, hvað þá heldur að
snúa við á þeirri óheillabraut. Þróun efnahagsmál-
anna hefur undanfarið verið í athugun, einkum verð-
lags- og kaupgjaldsmálin. Fulltrúar ríkisstjórnarinn-
ar, atvinnurekenda og verkalýðssamtakanna hafa
ræðzt við um skeið, en lítið hefur enn frétzt og ekk-
ert verið birt um árangur af þeim viðræðum.
Kröfur dynja yfir úr öllum áttum. Allir segjast
bera skarðan hlut frá borði, krefjast hærri launa og
aukinna lífsþæginda. Ríki og sveitarfélögum er legið
á hálsi fyrir lélega þjónustu við borgarana. Fólkið
heimtar nýja og betri þjóðvegi og götur í þéttbýlinu,
fleiri skóla, sjúkrahús og bætta heilbrigðisþjónustu,
og svona mætti endalaust upp telja. Jafnframt er
kvartað sáran undan háum sköttum, en fáir virðast
leiða hugann að því, að ríki og sveitarfélög þurfi að
fá einhvers staðar frá fé til allra þessara hluta. Og
hvaðan eiga þau að taka það, ef ekki hjá fólkinu í
landinu?
Blöð stjórnarandstöðunnar hafa allan þennan ára-
tug haldið uppi látlausum árásum á ríkisstjórnina
fyrir að stöðva ekki verðbólguna, en jafnframt hafa
þessi sömu blöð og minnihlutinn á alþingi stutt all-
ar kröfur um launahækkanir og hvers konar aukin
útgjöld til almenningsþarfa. Verði þeirri stefnu hald-
ið áfram, er ólíklegt að nokkrar varanlegar ráðstaf-
anir gegn verðbólguþróuninni verði gerðar. Ríkis-
stjómin og meirihlutinn á alþingi geta að sjálfsögðu
gripið til þeirra ráða, sem að gagni mættu verða.
Það hefur áður verið gert, en reynzt skammgóður
vermir, af því að slíkar ráðstafanir bera aldrei þann
árangur, sem þeim er ætlað, nema um þær náist víð-
tæk samstaða, og þá fyrst og fremst milli stjóm-
málaflokkanna.
Sjórnarandstaðan veit nákvæmlega eins vel og
stjórnarflokkarnir, að verði haldið áfram á þessari
braut, hlýtur það að leiða til ófamaðar. Launþegar
vita sjálfir að þess verður ekki langt að bíða með
sama áframhaldi, að kjarabæturnar, sem þeir fengu
í sumar, verði orðnar að engu. Þannig hefur þetta
gengið árum saman, og gengur áfram, ef ekki finn-
ast haldbetri ráð til viðnáms en hingað til.
Þess er því miður vart að vænta, a'ð til samstöðu
dragi með stjórn og stjórnarandstöðu á þessu þingi,
þar sem það er hið síðasta fyrir kosningar, Þvert
á móti má búast við að ágreiningurinn magnist, hið
pólitíska glæfraspil láti á sér kræla undir lokin;
en meirihluti alþingis mun eigi að síður taka þær
ákvarðanir, sem hann telur þjóðinni fyrir beztu.
/
Landafræði krabbameinsins
Gefa rannsóknir á mismunandi tiÖni krabba-
meins eftir landsvæðum meiri árangur en
leit oð t'ófralyfjum?
• Enginn sigur læknisfræð-
innar yrði jafnkærkominn
og lækning á krabbameini.
Þrátt fyrir umfangsmiklar
rannsóknir um heim allan,
þær mestu í sögu læknisfræð
innar, mætti virðast, að lausn
in sé jafnfjarrl og var fyrir
tuttugu árum. Meðan vísinda
menn og Iæknar hafa leitað
aS nýjum lyfjum og rýnt í
krabbameinsfrumumar, hef-
ur lítill hópur sérfræðinga
beint athygli sinni að rann-
sóknum á mismunandi tíSni
krabbameins f ýmsum lönd-
um og héruðum. Ef til vill
verSur sú viðleitni árangurs-
rfkust. Sumir spá því, að inn-
an tuttugu ára megi fyrir-
byggja allt að 80% af krabba
meini.
Aukning reykinga í fyrri
heimsstyrjöld
Við vitum, aö krabbamein í
maga er algengara á íslandi en
víöast hvar í heiminum. Marg-
ar tilgátur hafa komið fram um
orsakir þess. Fróðir menn segja,
að þetta verkefni sé eitt hið
erfiðasta. Um ýmsar aðrar teg-
undir krabbameins megi hins
vegar leiða sterkar l'ikur að á-
kveðnum orsökum
Þannig er það til dæmis meö
krabbamein í lungum. Sagt er,
að fækka megi krabbameinstil-
fellum um 40% meðalikaria- og
um 5% meðal kvenna, ef til
kæmi gjörbreyting á reykinga-
venjum. Bent er á, aö lungna-
krabbi meðal karla jókst gífur-
lega um tuttugu árum eftir þá
aukningu vindlingareykinga,
sem varð í bvrjun fyrri heims-
styrjaldar. Dauðsföll meðal
karia vegna krabbameins í lung
um tuttugu og tvöfölduðust frá
1923 til 1964.
Það hefur ef til vill ekki verið
„sannað" að vindlingareykingar
,,valdi“ lungnakrabba. Allar
rannsókinir benda þó til mjög
náins sambands þar á milli, svo
náins, að líkumar eru yfirgnæf-
andi fyrir orsakasambaindi.
Ristilkrabbi þekkist
varla í Afríku
Tvær aðrar tegundir krabba-
meins eru einkennandi fyrir svo
kölluð háþróuð vestræn iðnað-
arríki, krabbamein í ristli og
krabbamein í brjósti. Hins veg-
ar þekkist þessi tegund krabba-
meins naumast í sveitum Afrfku.
Þetta krabbamein er álíka ai-
gengt meðai svertingja í Banda-
ríkjunum og meðal hvítra
manna. Hin ólfka tíðni orsakast
því ekki af mismun kynþátt-
anna. Ytri aöstæður hljóta að
valda.
Of fín fæða Vestur-
landamanna
Denis Burkitt, sem hefur rann
sakað þetta mál, telur orsökina
vera skort á illmeltanlegum efn
um í hinni fuMunnu fæðu vest-
rænna þjóða. Vegna þess hversu
„fín“ fæðan sé, fari hún miklu
hægar um líkamann en fæða
frumstæðari þjóða. Meö þessum
seinagangi fái krabbameinsvald
amir miklu meiri tfma til að
skaða likamann. Burkitt er þátt
takandi í víötækum rannsókn-|
um á hraðanum, sem fæðan
berst um líkamann. í fyrstu lotul
hafa þessir sérfræðingar mælt!
með aukinni neyzlu á grænmeti
og minni sykumeyzlu til aö
vinna gegn þessu (Rétt er að:
minnlast þess, að íslendingar
eta Iftið af grænmeti og mikinn
sykur).
Brjóstkrabbi mest á
Vesturlöndum
Krabbamein í brjósti er al-f
gengast á Vesturlöndum ogf
minnkar stöðugt, er austar dreg-
ur. 1 Kanada eru tilfelli brjóst-
krabba 128 á hverja 100.000
íbúa, en ekki nema 32 af
100.000 íbúum í Mið-Asíu. Kom
ið hefur í ljós, að brjóstkrabbi
er mjög algengur meðal nunna.
Sú tilgáta hefur komið fram að
konur í Asfu fái síður brjóst-
krabba, af þvl að þær hafi börn
sín fremur og lengur á brjósti
en konur á Vesturlöndum.
Krabbamein í maga er hins
vegar algengara meðal frum-
stæðra þjóða. Þannig er það til-
tölulega fátítt í Bandaríkjun-
um. Tilgátur hafa komið fram,
að hin mikla tíðni magakrabba
á íslandi og f Finrilandi stafi af
mi'killi neyzlu á reyktum mat.
Hinn tíði magakrabbi í Japan
hefur verið skýrður með skorti
eggjahvítuefna og mikilli salt
neyzlu Japana.
Þannig er haldið áfram á þess
ári braut. Richard Doll prófess-
or í Oxford segist ,,ekki koma
auga á neitt, sem ætti að hindra,
að eftir tuttugu ár verði unnt
að komast fyrir um orsakir
krabbameins í rist'li, maga og
brjósti". Unnt gæti verið að
fækka tilfellum krabbameins í
heiminum með varúðarráðstöf-
unum, eftir að orsökin hefur
fundizt.
Hlutfallsleg tíðni
krabbomeins í
ýmsum löndunt
Brjóstkrabbi:
Bandaríkin (hvítir)
Bretiand
Frakkland ffffff
Ungverjaland fffff
Japan fffff
Sovétríkin ffft
S-Afríka (svartir) fff
Lungnakrabbi:
Prófessor Níels Dungal taldi
líklegt, að tíð krabbamein í
maga á Islandi stöfuðu af
reyktri fæðu.
Bretland
Bandarikin (hvítir)
Sovétríkin
Frakkland
Japan
Ungverjaland
S-Afrika (svartir)
fffífff
írtHf
ffffft
ftfff
ffff
ffff
ft
llllllllllll
«»»»»»
Umsjón: Haukur Helgason.
Magakrabbi:
Sovétrfkiin
(Kazakhstan) tfrtfTTt
Japan fffftff
■ Ungverjaland ffffff
Bretland fffff
Frakkland fffff
Bandaríkin (hvitir) tff
S-Afríka (svartir) ft
Lifrarkrabbi:
S-Afrika (svartir) ftff
Bandaríkin (hvítir) j
Bretland /Jv
Frakkland
Ungverjaland |
Sovétríkin
f
(Kazakhstan)
Japan
Krabbamein í ristli:
Bandaríkin (hvítir) j’ftt
Bretland ttft
Frakkland tttf
Ungverialand fff
Japan ft
S-Afríka (svartir) ft
Sovétrikin Ý 2