Vísir - 13.10.1970, Blaðsíða 2

Vísir - 13.10.1970, Blaðsíða 2
• — Evel Knievel vílar ekki fyrir sér að fara heljar 1 fáum orðum sagt ! st'ókk á vélhjóli sinu eða að aka gegnum veggi Maður ’að nafni Hopper, og býr; Evel Knieveí og hið nj ja Harley-Davidson veihjol lians. sá í London, sendi einu Lundúna- blaðinu eftirfarandi kl'ausu: „Faðir vorið saman sténdur af 56 orðum. Gettysborgarræða Lincolns af 260. Boðorðin 10 eru 300 orð. Sjálfstæð- isyfirlýsing Bandaríkjanna er 300 orð og nýleg lög frá ríkisstjóm- inni sem kveða á um fast verðlag á káli eru 26.911 orð! * Life dregur saman seglin Bandaríska tímaritið Life Inter- national er eitthvað að minnka umsetningun'a. Nýlega var ákveðið að hætta við Evrópu-útgáfu blaðs ins og prenta það eftirleiðis ein- ungis heima í Bandaríkjunum. — Lifé hefur á undanförnum árum hrakað nokkuð hvað vinsældir snertir, enda eðlilegt, þar sem sam- keppni hefur stöðugt vaxið á þeim markaði sem Life fiskar helzt á. Evel Knievel er sennilega bi- ræfnasti vélhjóiakappi sem um getur. Hann hefur láti# gera sér sérstakiega byggt Harley-David- son vélhjól, og svo ferftast hann um miili borga og heldur sýning- ar, kemur fram á btlasýningum, kappökstrum og hvarvetna þar sem menn vilja sjá vélhjólakappa fara heljarstökk sitjandi á hjól- inu — svífa yfir 18 bíla f einu eða aka gegnum vegg. Og Evel Knievel leggur ekki lltið í sölufnar fyrir þessa Iþrótt sín'a óg atVinnu: „Ég held ég hafi brötið hvert einasta bein i skrokknum á mér", sagði hann fréttamanni einum nýlega, „núna er ég handleggsbrotinn, og sjáðu" og Evel snarar niður um sig bux- unum, „þessi mjöðm brotnar venjulega þrisvar á ári og sjáðu þettíaf Þessi lærleggur er að veröa að mestu af stáli gérður. Ég er raunar stööugt að líkjast meira vélmenni en manneskju. Ég er alluf spengdur saman o§ saumaður." Og hver er tilglangur inn? Einhvern veginn verður mað ur að lifa óg ég er þannig gerð- ur að ég.vil láta muna eftir méf. Jafnvel þó það sé fyrir það eitt að hafta verið mesti vél'hjóla- kappi veraldar. Núna dreymif mig um að fá að stökkva á hjól- inu yfir Grand Canyon 'gljúfrið. Ég mun fara yfir þar sem gljúfr- er 'aðeins ein mlla á breiddina og 3000 feta djúpt. Verð bara fyrst að fá leyfi Bandaríkjastjórnar til að stökkva þetta og einnig verða Nava'ajo-Indíánarnir að sam- þykkja það fyrir sitt leyti." Og Evel er viss um að honum takist stökkið, „ég mun fljúga þama yf- ir með 300 mflna hraða á klst. og verð í einhvers konar geimfbra- búningi. Með súrefnistank á bak inu og hjálm á höfði. Ég læt binda hendur mínar fastar við handföng hjólsins og verð með talstöð innan í hjálminum." Evel Knfevel hét upphaflega Robert Craig Knievel, en h!ann breytti nafni sínu f Evel, vegna þess að honum finnst það meira æsandi. Hann á heima í Butte í Montanariki, USA, en þar er iiana þó aðeins lítinn hlutb árs- ins, því hann er á sífelldum ferðalögum um landið að sýna kúnstir sfnar. Perðast hann þá um I þriggja herbergja rolls royce eða lincolni og hefur konu sína og þrjú börn með sér, 'auk starfsliðs, svo sem ökumanns og þeirra sem annast vélhjól hans. „Ég hef grætt mest 18000 doll- ara á einum degi, en meðaltekj- ur mínar eru svona um 7500 doll ariar á dag“. Og frúnni finnst þetta ágætt. Hún segir að Evel sé fyrir það fyrsta vitskertur, og við það verði hún bara að búa, henni finnst reyndar slæmt að hann skuli ekki leggj'a neitt fyr ir af öllum sínum tekjum, „en hann hefur þó vit á að kaupa mikið af alls konar verðmætum munum, sem síðar meir er ef- laust hægt aö selj'a fyrir offjár." Hrossa- og mannasýning — árlega koma helztu milljónarar veraldar saman i Paris Nú lá löggan Þelr eru víst eitthvað i vandræðum með bílastæði víða í brezkum borgum. Þessar myndir voru teknar í Brighton nýlega og sýna grelnilega aC ekkl duglr að deyja ráðalaus. Maður skýtur bara tveim gervifótum undir bflinn og stöðumælavörðinn grunar ekkert. „Nijinsky er veðhlaupahestur aldarinnar", sagði irskur knapi daginn sem hinar árlegu Prix de I’Arc de Triomphe veðreiðar fóru fram, en þær eru Waldnar þann 4. október í París. „Aldrei hefur maður séð eða heyrt af öðru eins hrossi. og Nijinsky", hélt knapinn áfram og það var greinilegt á tölum þeim sem veðbankinn gaf upp, að ýms ir ætluðu sér aö græða á hlaupi hestsins. Bretinn Lester Piggott var knapi á Nijinsky, en eigandi hans er mr. Englehardt nokkur, Breti. Til þessara verðreiða koma ár- lega helztu milljónarar veraldar. Þlama gat í ár aö líta Omar Sharif, leikara frá Egyptalandi, Hugh Frenchman, umboðsmann Riohards Burtons. Barón og bar ónessu Guy de Rotchield, Begum Aga Khan og m. fl. Fólkið kemur á þessar veðreið ar tiil þess að -leggja svimháar fjárhæðir undir við veðreiðamar, en þó ekki síður til að sýna bræðrum sínum og systmm i niilljónabransanum veldi sitt. Mr. Shapiro Og Elanor, kona hans buðu t.d. nokkrum vinum sínum til kvöldverðar daginn fyr ir veðreiðarnar, og lögðu áherzlu á að aðeins 50 langbeztu vildar- vinum þeirra væri boðið. Þetta var Ifka einkar heimilisleg veizla. Veðreiðadaginn reikaði fölk- ið um. Aðallega heyrðist töluð enska og ameríska. „Ó guð hvað ég er fegin, að við komum hing- að", sagði amerísk frú, ,,ég sat nú bara við sjónvarpið heima i Ada Pulco og ætlaði að hafa það verulega notalegt, en þá datt mér allt í einu f hug að skreppa hing að yfir. Það er svo skemmtilegt." Og Breti einn hneigði sig fyrir fagurri frú og sagði með glæsi- legum framburði: „What a splend id piece of betting thbt vvas.“ Og svb kom reiðarslagið: — Nijinsky varð ekki fyrstur! Hann náði ekki nema öðru sæti. Fyrstur varð franski hestur inn Sassafras. Sassafras er í eigu frúar einnar er Arpad Plesch heit- ir, en knapi á honum var Yves Saint-Martin. Er úrslitin voru kunn orðin, settist eigandi Nijinsky, Engle- hardt niður og horfði í gaupnir sér, en Frakkamir vora rífandi kátir. Þeir hlupu út á hlaupa- brautina eins og vitlausir væru og hylltu sigurvegarann. *, Og svo var umferðaröngþveiti . við skeiðvöllinn, er allur þessi fjöldi af kádiljákum og rolls roycum reyndi að komast leiðar sinnar á sömu mínútunni.... 1968 Ford Cortina 1600 S 1967 Skoda 1000 MB i 1967 Skoda 1202 1 1966 Skoda 1000 MB 1966 SKoda Combi 1965 Chevy n Nova 1965 Skoda 1000 MB 1965 Skoda Combi 1965 Skoda Octavia 1965 Skoda 1202 1963 Skoda Octavia Simca Ariane árg. ’63 SKODA Auðbrekku 44—46, Kópavogi Sími 42600

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.