Vísir - 13.10.1970, Blaðsíða 3

Vísir - 13.10.1970, Blaðsíða 3
VlSIR . Þriðjudagur 13. október 1970. í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND f MORGUN UTLÖND í MORGUN ÚTLÖND Her kvaddur til í Kanada — Áfram „pókerspil" um gislana tvo Cross. KANADÍSKI herinn var kvaddur á vettvang í gær- kvöldi, og tók hann sér stöðu við opinberar bygg- ingar í Ottawa. Á herinn að aðstoða riddaraliðslög- regluna í leit að ræningjum brezka verzlunarfulltrúans James Cross og atvinnu- málaráðherra Quebecfylk- is Pierre Laporte. Ríkis- Stjórnin hafði fyrirskipað Þvinganir eftir fráfall Nassers // 44 — segir Sadat Anwar Sadat, sem gegnir torseta- störfum í Egyptalandi, sakaði Bandaríkjamenn og ísraelsmenn i gærkvöldi um að nota fráfall Nass- ers til að reyna að beita Egypta þvingunum. Hann sagði, að Egypt- ar væru þess albúnir að ræða um frið í Mið-Austurlöndum á grund- velli friðartillagna Bandaríkja- manna. Skilyrði fyrir því væri hins vegar, að ekki væri reynt að þvinga Egypta. Ben Gurion: „Nasser vildi semja“. Sadat sagði þetta í ræðu, er hann hélt fyrir nefnd bænda, sem komnir voru til Kaíró til að lýsa yfir stuðn- ingi við Sadat í væntanlegum for- setakosningum í Egyptalandi. — Höfðu þúsundir bænda áður geng- ið um götur Kaíró til grafar Kass- ers. Ben Gurion fyrrverandi forsæt- isráðherra ísraels hafði sagt, að Nasser heföi haft fullan hug á, að hitta að mál'i leiðtoga ísraels. Taldi Ben Gurion, að Nasser hefði viljað semja um deilumálin af alhug. Hins vegar hefði Nasser verið hindraður, og síðan féll hann frá, skömmu eftir að hann sendi ísraelsmönnum síðasta boðið um viðræður milli leiðtoga. Sadat hefur nú byrjað ,,gagn- sókn“ í málinu. Hann sagði á bændafundinum, að „heimsvalda- sinnar" ætluðu að kúga Egypta i skjóli fráfalls Nassers. „Egyptar neituöu að gefast upp í júnístríö- inu 1967“, sagði Sadat. „Við mun- um heldur ekki gefast upp nú, hversu miklum þvingunum, sem við verðum beittir. Afstaða okkar er skýr. Hún er hin sama og var á dögum Nassers. Við munum ekki gefa eftir einn metra af arabísku Iandi“. Sadat kvaðst vona, að „Bandaríkjamenn færu að sýna skynsemi" í málum Mið-Austur- landa. Sjö farast í e • , O ' ' otvidri a opani # Að minnsta kosti sjö hafa far- it og fimm er saknað og óttazt, að þeir hafi drukknað, þegar ofviðri gekk yfir Katalóníu-hérað á norð- austur Spáni um helgina. Tveim bátum hvolfdi skammt frá Barcelóna og áhöfnin hvarf í bylgj- umar. Þetta var versta óveður, sem orð- ið 'hefur f Katalóníu í mörg ár. Flóð gekk yfir bæi, og voru sumir einangraðir frá umheiminum. — Flæddi yfir vegi og símalínur slitn- uðu. Brezkur ferðamaöur og sonur hans dmkknuðu á Costa Brava, um 50 kílómetrum suður af Barcelóna. Faðirinn stökk út í vatnið til að reyna að bjarga syni sínum, en mis- tókst. ströngustu öryggisráðstaf- anir. Ræningjarnir endurtóku enn í gærkvöldi þá hótun sína, að þeir mundu myrða Cross og Laporte, ef ekki yrði gengið að skilyrðum þeirra. Krefjast ræningjarnir, að pölitískir fangar í Quebec verði látnir lausir, og lögreglan hætti „of- sóknum“ á hendur sér Segja þeir að verði ríkisstjörnin ekki við kröfum þerira, eða hiki hún of lengi, þá munu gislamir verða líflátnir. Gangi stjórnin að skilmálum þeirra, þá muni gíslun- um sleppt. Ef ríkisstjórnin gangi aðeins aö hluta skilmálanna, þá muni öðrum gíslanna sleppt, en Laporte verði haldið áfram, Talið er, aö tveir hópar öfga- manna meðal aðskilnaðarsinna í Quebec hafi framið mannránin. Mikil leit hefur veriö gerð að ræningjunum í Quebec, og nú hafa verið gerðar öryggisráðstáfanir víö- ar í Kanada. Umsjón: Haukur Helgason. Fyigzf með búðaþjéfum Hnupl úr sjálfsafgreiðsluverzlunum hefur víða bakað þeim mikið tjón. Nú reýna stórverzlanir að gjalda hinum fingralöngu viðskiptavinum rauðan belg fyrir gráan. Hafa þær tekið í notkun sums staðar svipað eftirlitskerfi og margir bankar hafa. Einhvers staöar í verzlunar- húsinu er lögregluþjónn, sem getur fylgzt með viðskiptavinunum á fjölmörgum sjónvarpsskermum. — Þar sér hann fólk, hvar sem er f búðinni, og þjófarnir eru gripnir -<$> glóðvolgir. 1000 BORN VEIKTUST VEGNA MENGUNAR Senda varð heim um eittj þúsund skólabörn í gær, þegar mengun og þoka lagðist yfir borgina Rott- erdam og nágrenni. Börnin kvörtuðu um særindi í hálsi, höfuðverk og rennsli úr augum. Verst var ástandið í bæjunum Schiedan, Rosenburg og Maasluis við Norður-Rín milli Rotterdam og Norðursjávar. Svo mikið var blýmagniö í loft- inu, að það fór langt fram úr því, sem talið er hættulaust. Heilbrigð- isyfirvöld í Hollandi sendu I gær áskorun til iðjuvera meðfram Rín, I eldsneyti, að minnsta kosti þar til um að þau minnkuöu blýmagn 11 veður hefur brevtzt. Sovézkir vísindamenn óttast „dómsmorð ' rr Hinn kunni kjarnorkuvís- indamaður Andrej Sakhar- ov og fjórir aðrir vísinda- menn hafa beiðst þess að fá að vera viðstaddir rétt- arhöld yfir stærðfræðingi einum, sem er sakaður um „að hafa farið með lygi um Sovétríkin“. Hermt er, að vísindamennirnir hafi skrifaö yfirvöldum bréf með' þessum óskum. í bréfinu segir, að þeir hafi áhyggjur vegna handtöku starfsbróöur, einkum vegna dóma, sem felldir hafi verið í svipuðum málum síðustu ár. Stærðfræðingurinn, Pimenov, var handtekinn í Leníngrad í júlí. Vfsindamennirnir segjast ócr,ast, að reglum um opinber réttarhöld verði ekki framfylgt.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.