Vísir - 05.11.1970, Blaðsíða 1

Vísir - 05.11.1970, Blaðsíða 1
Strauk frá yfirheyrslu — gæzlufangi U Einn gæzlufanginn úr Hegningar húsinu strauk, þegar færa átti hann til yfirheyrslu i skrifstofum saka- dóms í Reykjavík gærdag. Var hann ófundinn í morgun, þegar blaðið fór í prentun og leikur því lausum hala. ikur lausum hala ■ Maðurinn, sem setið hefir í gæzluvarðhaldi fyrir tékkafais og misferli var færður í skrifstofu sakadóms í Borgartúni tii yfir- heyrslu og sakbendingar, en áður en hann var leiddur fyrir sjónar- vott, sem skorið gat úr um, hvort þar var réttur maður eða ekld, tókst manninum að strjúka. Engar geymslur eða klefar eru í skrifstofum sakadóms til varð- veizlu fanga, og var hann látinn bíða á ganginum, þar til yfirheyrsla gat farið fram, en begar gæzlumenn hans litu af honum, tókst honum með einhverjum hætti að sleppa. Verkfallí Straumsvík 1. desember? — Launbegafélögin fara fram á byltingu i samningunum ® Sjö launþegafélög og sambönd hafa nú lagt fram sameiginlegar kröfur sínar á hendur íslenzka álfélaginu, en samningar launþega hjá ÍSAL renna út 1. desem- ber. — í sameiginlegum kröfum félaganna er far ið fram á mijda byltingu á yfirstandandi kjara- samningum. Auk sam- eiginlegu krafanna munu félögin, hvert um sig, senda inn sínar sér- kröfur fyrir félagsmenn í vinnu hjá ÍSAL. í sameiginlegu kröfunum er gert ráð fyrir 10% grunnkaups- hækkun, en þess má geta, að ÍSAL hækkaði kaup allrte. starfs manna sinna um 17% þegar al- mennu kjarasamningamir voru gerðir í júní. — Gert er ráð fyrir styttingu vinnuvikunnar úr 42 stundum í 40 stundir og að fougardagsvinna verði lögð niður (nema að sjálfsögðu i vaktavinnu). Félögin fara fram á verulegar breytingar á orlofi. Þannig er gert ráð fyrir 21 dags sumar- fríi eftir eitt ár í starfi og !að greitt verði auk þess 4% orlofs- fé ofan á allar tekjur. Þá er gert ráð fyrir aukaorlofi, sem nemur 5 dögum eftir 2 ár og síðan 1 degi fyrir hvert starfsár upp i 5 ár og skal þetta aukaorlof tekið að vetri. Sthrfsaldurshækkanir skulu verða þannig, að 5% hækkun komi eftir eitt ár, 10% eftir 3 ár og 15% eftir 5 ár. Farið er fram á breytingu á veikinda- dögum, þannig aö starfsmaður á rétt á 60 dögum eftir eitt ár, 120 dögum eftir 2 ár og 180 dögum eftir 3 ár. Þá er farið fram á að tryggingar sferfs- manna verði 2l/2 milljón við dauðsfall eöa 100% örorku. I sambandi við örorku við slys er farið fram á að ISAL tryggi við komandi stiarf við sitt hæfi og kosti hugsanlega endurmennt- un, sem því væri samfara. Margar breytingar eru á lista félaganna, m. a. útvegun vinnu- fatnaðar, en flestar aðrar eru fyrst og fremst orðalagsbreyt- ingar á núgildandi samningum. Félögin, sem eru Hlíf, Fram- tíðin, Málm- og skipasmiðasam- bandið, Rafiðjusamband Islands, Verzluntermannafélag Hafnar- fjarðar, Félag byggingariðnaðar- manna í Hafnarfirði og Félag matreiðslumanna, legg|a ekki til aö breyting sé gerð á starfsmat inu, sem greitt er eftir f verk- smiðjunni, en það var gert á sínum tíma með hliðsjón að starfsmati í álverksmiðju f Nor- egi. - VJ —GP Atvinnulausum fjölgur um 375 Atvinnuleysingjum fjölgaði á landinu öllu f október um 375, og eru nú 665 á skrá. Mest varð fjölg unin á Akureyri og Siglufirði. — Hins vegar varð fækkun í Reykja- vík. I kaupstöðum eru alls 500 at- vinnulausir en voru 203 fyrir mán- uði. í kauptúnum með 1000 fbúa og fleiri eru samtals 23 á atvinnuleysis skrá en voru 3 1. október. Þá eru í smærri kauptúnum samtals 142 atvinnulausir (84 fyrir mánuði). Af kauptúnum er einna mest at- vinnuleysi á Skagaströnd, og hefur það verið lengi. Nú eru 52 atvinnu lausir í plássinu. Á Hofsósi eru 39 atvinnulausir, 21 á Eyrarbalkka og 15 á Vopnafirði. 20 eru atvinnu- lausir í Grindavfk, þar sem at- vinnuileysi er mjög sjaldgæft, en það mun stafa af því að verið er að gera við frystihús í þorpinu. -HH m ekki að valda óþægindum Hundavinir hafa nú farið þess á leit við borgaryfirvöld, að gerð verði tilraun í 2—3 ár með undanþágur frá banni við hundahaldi í borginni. Hundavinafélagið, sem stofn að var I fyravetur, hefur sent borgarráði bréf þessa efnis, og var það lagt fram. á fundi borg arráðs á föstudag og vísað til umsagnar heilbrigðismálaráðs, lögreglustjóra og Dýraverndunar félagsins. Bæjarstjómum og sveitar- stjómum, Hafnarfjarðar, Kópa- vogs, Garðahrepps, Bessastaða- hrepps og Mosfellshrepps verða send bréf sama efnis á næst- unni. Fólagar ILundavinafélagsins eru orðnir 500 og formaður þess er Ásgeir Sörensen, hús- gagnábólstrari í Haifnarfirði, en hann sagði í samtali, við blaða mann Vísis í gær, að meö beiðni sinni til borgaryfirvalda hefðu hundavinir lagt fram drög að reglugerð, sem stuðla mundi aö því að hundahald í þéttbýli þyrfti ekki að valda óþægind- um. Tillögur þessar, sem sniðnar eru eftir reglum í nágrannalönd unum um hundahald gera ráð fyrir að haldin yrði spjaldskrá yfir alla leyfða hunda, sem væru merktir með skrásetningar- númerum sínum, og lagðar yrðu ákveðnar skyldur á herðar hundaeigendum, eins og skatta- gjöld o. fl. — GP Hundahald í þéttbýlinu þarf VESTURLANDSVEGUR HUGSANLEGA STEYPTUR — segir ráÖherra eftir að tilboð Steypustöðvarinnar kom fram „ENN hefur ekki verið tekin ákvörðun um, hvort Vestur- Iandsvegurinn verður lagður steypu eða malbiki,“ sagði Ing- ólfur Jónsson ráðherra í sam- tali við Vísi í morgun. Hefur Steypustöðin h.f. boðizt ti'l að leggja Vesturlandsveginn 22 om þykku siteinsteypulagi fyrir sama kostnaö og hið 15 cm mal- bikslag, sem fyrirhugað er sam- kvæmt útboði. Samningar við verktakann Ieyfa hins vegar fyllilega að þessi þátt- ur útboðsins verði tekinn til end- urskoðunar, og sagöi Ingólfur Jóns- son að Aðalverktakar, sem einir eiga vélasamstæðu er leggur út steypu á vegi, hefðu ætlað að selja þá samstæöu úr landi, en þeir biðu ’með það fyrst um sinn. Er þá sá möguleiki fyrir hendi, að ríkið kaupi samstæðuna af Aðalverktök- um. ,,Dæmið verður reiknað til enda,“ sagði Ingólfur Jónsson, „og mun niðurstöðu að vænta á næstunni.“ Sagði hann, að því væri vel hugs- anlegt aö vegurinn yrði steyptur, jafnvel þótt það yrði jafndýrt eða aðeins dýrara en malbikið. — GG „Nú er lokiö þeim feluleikjum, sem talað hefur verið um í sam- bandi við val Reykjavíkurstúlkna í Fegurðarsamkeppni íslands,“ sagði Sigríður Gunnarsdóttir, for- stöðukona keppninnar í viðtali við Vísi í morgun, er hún skýrði frá nýju fyrirkomulagi við val stúlkna af Reykjavíkursvæðinu í keppnina. Áður var aðeins látið nægja, að óska eftir tillögum og ábendingum tiil framkvæmdastjórnar keppninn- ar. Nú hefur hins vegar verið á- kveðið að haida árlega fimm dans- Ieiki í jafnmörgum danshúsum, sem sótt eru af ungu fólki á aldrinum 18—21 árs, í Stór-Reykjavík og velja fimm slúlkur á hverjum dans- leik. Af þeim verða tvær valdar í úrslit. Fást þannig tíu stiilkur er munu taka þátt í keppninni um tit- ilinn ungfrú Reykjavík, en sú keppni mun fara fram á jólafagn- aði í Laugardalshöllinni á tannan í jólum. Mun síðan ungfrú Reykjavík á- samt einni stúlku til taka þátt í Fegurðarsamkeppni íslands 1971, i Fyrsta forkeppnin af fimm fyr sem fram fer í apríilmánuði næsta nefndum fer fram í Veitingahúsinu ár. I við Lækjarteig í kvöld. —ÞJM Danir eina bjóðin, sem ekki skilur Grænlendinga — segir Jónas stýrimaður — sjá bls. 9 UNGFRÚ REYKJAVÍK VALIN Á JÓLUNUM

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.