Vísir - 05.11.1970, Blaðsíða 8
9
V í SIR . Fimmtudagur 5. nóvember 1970.
VISIR
Útgefandi: Reykjaprent hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R Eyjólfsson
Ritstjóri • Jónas Kristjánsson
Fréttastjóri: Jón Birgit Pétursson
Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson
Auglýsingar: Bröttugötu 3b. Simar 15610 11660
Afgreiðsla Bröttugötu 3b Simi 11660
Ritstlórv Laugavegi 178. Simi 11660 f5 llnur)
Áskriftargjald kr. 195.00 á mánuöi innanlands
í lausasölu kr. 12.00 eintakiö
Prentsmiöja Vtsis — Edda hf.
Bandarísku kosningarnar
Hið athyglisverðasta við úrslit kosninganna í Banda-
ríkjunum er, hversu litlar breytingar hafa orðið á
styrk flokkanna á þingi. Báðir túlka þetta sem nokk-
urn sigur. Richard Nixon og repúblikanar benda á,
að það sé fátítt, að stjórnarflokkur tapi ekki fylgi í
kosningum sem eru mitt á milli forsetakosninga.
Flokkur forsetans hafi nær undantekningarlaust tap-
að þingmönnum í slíkum kosningum. Því geti repú-
blikanar fagnað, þegar breytingar eru nær engar nú.
Demókratar hrósa sigri á þeim forsendum, að ráða-
gerð Nixons hafi farið út um þúfur. Honum hafi ekki
tekizt að fá meirihluta á þingi. Forsetinn verði því
sem fyrr að þola illa sambúð við þingmeirihluta, and-
snúinn honum í mörgum mikilvægustu málunum.
Frá því að Nixon tók við embætti fyrir tæpum
tveimur árum, hefur þingið verið honum stöðug skap-
raun. Meirihluti demókrata hefur margsinnis fellt
mikilvæg frumvörp forsetans og samþykkt önnur,
sem Nixon hefur neitað að staðfesta. Þingið gerði for-
setanum þá persónulegu svívirðu að hafna tveimur
dómurum, sem hann hafði útnefnt í Hæstarétt, en
slíkt er fáheyrt. Bandarískt stjórnarfar gerir ráð fyrir
samvinnu milli þings og ríkisstjórnar. Enginn forseti
hefur frá stríðslokum átt jafnþungan róður í þeim
efnum og Richard Nixon.
Það var því til mikils að vinna fyrir repúblikana í
þessum kosningum. Því hóf Spiro Agnew snemma
harðvítuga og nokkuð óvenjulega kosningabaráttu.
Úrslitin virðast benda til þess, að kjósendum hafi
fundizt nóg um það rask, sem djarfmæli varaforset-
ans olli. Agnew bar þungar sakir á demókrata og
taldi þá skorta bæði vilja og getu til að hafa hemil
á óeirðaseggjum og standa vörð um „lög og reglu“
í landinu. Þvert á móti hefði þingmeirihluti demókrata
stöðvað eða tafið áform forsetans, sem miðuðu að því
að múgæsingamenn og glæpalýður yrði tekinn föstum
tökum.
Demókratar svöruðu ásökunum varaforsetans litlu
i fyrstu. Brátt töldu þeir samt, að hætt væri við, að
kjósendur mundu leggja trúnað á þennan málflutning.
Brá svo við, að jafnvel hinir frjálslyndustu meðal
demókrata tóku að tala fagurlega um fórnfúst starf
lögreglunnar á hverjum fundi og vitna til eigin afreka
í herþjónustu, sem þeir höfðu annars jafnan látið kyrrt
liggja. Þeir skyldu ekki verða eftirbátar andstæðing-
anna í virðingu fyrir lögum og reglu.
Jafnframt notfærðu demókratar sér vaxandi at-
vinnuleysi og verðbólgu í Bandaríkjunum, og mun
það hafa ráðið úrslitum öðru fremur. Talið er, að kjós-
endur hafi fremur hugsað um efnahagslega afkomu en
hvernig kveða mætti niður múgæsingamenn og götu-
lýð.
Atvinnuleysi hefur ekki verið meira um árabil, og
•nikil verðbólga var næsta óþekkt fyrir fáum árum.
Menn þukluðu pyngju sína, og allt umstang forsetans
var unnið fyrir gýg.
íi
Framtíð stjómar Brandts
kann að ráðast næstu vikur
Hætt er v/ð klofningi i frjálslynda flokknum, ef
hann þurrkast út af fylkisþingum / Hessen
og Bæheimi
Þremenningamir, sem á
dögunum klufu sig út úr
frjálslynda flokknum
þýzka, vilja stofna nýj-
an stjórnmálaflokk.
Brotthlaup þeirra skar
meirihluta ríkisstjórnar
Willy Brandts á þingi
niður í sex þingmenn.
Frjálslyndi flokkurinn
eða frjálsir demókratar
öðru nafni hafa oddaað-
stöðu á þinginu í Bonn
og stuðningur þeirra
gerði Brandt mögulegt
að ná kanslaratign. Nú
eru ekki eftir í þessum
flokki nema 27 þing-
menn og margir þeirra
hafa alla tíð verið óá-
nægðir með samvinn-
una við jafnaðarmenn.
Kiesinper hrapandi
Þvi er hvíslað á göngum þing-
hússins, aö stiórn Willy Brandts
muni varla þrauka nema tii
vors Jafnframr hefur kristíleg-
um demókrötum, sem eru í
stjórnarandstööu, aukizt ásmeg-
in. Kurt Kiesinger virðist vera
hratt fallandi stjarnameðal demó
krata, enda er honuni kennt um,
að kristilegir töptiðu fylgi í kosn
ingunum fyrir ári. Nú er það
Rainer Barzel ,sem oer merkið,
og yrði hann líklega kanslari,
ef hægrj stjórn yrði mynduð. —
Hinn þéttvaxni Franz-Josef
Strauss yrði þá væntaniega vara
kanslari. Kristilegir demókratar
eru vongóðir um, að flóttinn úr
frjálsiynda flokknum muni ekki
stöðvazt og fteiri fylgi í fótspor
þremenninganna.
„Samsæri utan þings“
Brandt er einnig óttasleginn.
Hann hefur opiniberlega ráðizt
á það, sem hann kaMar „sam-
særi hægri sinna utan þings til
að snúa þróuninni við“. Brandt
telur þessi öfl hafa sundrað
frjátólynda flokknum til þess að
steypa ríkisstjóminni.
Höfuðpaurinn af hinum þrem-
ur „flóttamönnum" er Erich
Mende, sem einu sinni var ráð
herra í rfkisstjóm Adenauers
heitins kanslara. Þá voru kristi
legir og frjálsilyndir saman í rík
isstjóm og Mende var í þá daga
Umsíón: Haukur Helgason
formaður frjálslynda flokksins.
Erich Mende minnist enn góðra
daga f þeirri samvinnu. Síðan
haifa þeir hlutir gerzt, að Walter
Scheel er orðinn formaður frjáls
lynda flokksins og Scheel hefur
leitt flokkinn til vinstri, meira
en Mende og mörgum öðmm af
„gamla skó:lanum“ geðjast að.
Kosið í Hessen
á sunnudag
Erioh Mende var frá upphafi
andvígur því, að frjálslyndir
hæfu samvinnu við jafnaðar-
menn. Hann hefur talsverðan
stuðning innan frjálslynda
flokksins, því að margir kjósend
ur óttast, að Soheel sitji á svik
ráðum við gamlar hugsjónir. —
Frjáls'Iyndir hafa yfirleitt tapað
fylgi í kosningum í fylkjum að
undanfömu. Kosið verður í Hess
en 8. nóvember og í Bæheimi 22.
nóvember. Þessar kosningar
kunna að ráða úrslitum um rík
isstjóm Brandts eða jafnvel
sjálfa tilveru frjálslynda flokks
ins. Vel getur svo farið, að
flofckurinn missi alla fulltrúa
sína á þessum fylkisþingum. —
Walter Scheel yrði eftir það
ekki öfundsverður af hlutskipti
sínu, Nú begar berast sífellt úr
sagnir flokksmanna úr öllum
áttum.
Mundu una vel í
öðrum flokkum
Reyndar er nú orðið ertfitt að
rökstyðja tilveru frjálslynda
flokksins á grundvelMi stefnu
hans. Þeir, sem þekkja til hinna
27 þingmanna flokksins, sem
enn halda tryggð við hann, full
yrða, að þeir mundu bara kunna
vel við sig annaðhvort í flokki
jaifnaðarmanna eða kristitegra
demókrata. Þessir þingmenn
þyrftu ekki að fóma neinni sanm
færingu til að hafa bústaða-
skipti.
Almenningur virðist einnig
verða æ áhugaminni um þenn-
an flokk. Skoðanákannanir
bentu ti'l þass nýlega, að frjáilis-
lyndir mundu ekki fá nema
4,7% atkvæöa, ef kosið væri nú,
og þar með væntanlega þurrk-
ast út af þingi. Ef marka má
þessa skoðanakannanir, mundu
kristitegir demóikratar fá 47,1%
atkvæöa og jafnaðarmenn
44,5%, þannig að hlutfallið milili
stóru flokkanna hefúr liítið geng
ið úr skorðum.
Nú þytiftu aöeins 4 þingmenn
til viðbótar að segja skilið við
flokk frjáisljmdra, og þá mundi
Brandt missa meirihlutann. —
Samvinna Brandts og Sdheels
virðist eins og bezt má verða,
og mundu báðir gráta sáran, ef
klofningur magnaðist enn f
flokki Scheel, til dæmis vegna
ósigurs f koisningu til fylkis-
Meirihluti Wiliy Brandts má ekki tæpar standa.
Walter Schee) (annar frá vinstri) tekur iagið. Sumir spá því,
að bráðum verði hann að syngja yfir rnoldum frjálsiynda
flokksins.