Vísir - 05.11.1970, Blaðsíða 3

Vísir - 05.11.1970, Blaðsíða 3
V í SIR . Fimmtudagur 5. nóvember 1970. 1 í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND ÍMORGUN ÚTLÖND Umsjón: Haukur Helgason. Vopnahléð framkngí Egyptar og Jórdanir samþykkja að framlengja vopnahlé, sem rennur út i dag — Israelsmenn tregir Mikill herbúnaður var í morgun bæði í ísrael og Egyptalandi, þar sem vopnahléð, sem gert var í sumar, rennur út á mið- nætti í nótt. Eru hersveitir Egypta tilbúnar til bar- daga fyrirvaralaust. Samt hafa bæði Egyptar og ísra- elsmenn lýst því yfir, að þeir vilji framlengja vopna hléð. Fréttir frá Tel Aviv hermdu, aö flugher Israei's væri tilbúinn aö gera árásir á marga staði í Egypta- landi, ef bardagar hæfust að nýju við Súez. ísraelsmenn segja, aö hermenn frá Sovétríkjunum séu enn í Egyptalandi og séu þeir við SAM-eldflaugamar. Þá segja Isra- elsmenn, að Egyptar hafi að undan- förnu fiutt landgöngubúnað og tæki til brúarsmíði til s'kurðarins, og einnig stórskotaiið með 203 milli- metra rússneskar failibyssur. Ríkisstjórn Jórdaniu tilkynnti einnig í gær, að hún mundi virða vopnahléð við landamæri Israels, en hins vegar mundi hún ekkert að'hafast til að stöðva skæruiiða, ef þeir vildu ráðast inn í ísrael. Jórdanir segjast aidrei hafa ráð- izt á ísraelsmenn nema til að hrinda áhlaupum þeirra. Hafi Jórd- anir í reynd haldið í heiðri ákvörð- un um vopnahlé eftir sexdagastríð- ið í júní 1967. Þess vegna breyti það litlu fyrir Jórdani, hvort vopna- hiéð verði nú framlengt eða ekki. Jórdanir telji sig hafa haldið vopna h'lé í þrjú ár.' Þing Sameinuðu þjóðanna sam- þykkti í gær áskorun á ríkin í Mið- Austurlöndum um að framlengja vopnahléð. Fékk tillaga um þetta, sem Afríku- og Asíuþjóðir báru fram um heiming atkvæða, en mjög margir sátu hjá við atkvæðagreiðsl- una. Með tillögunni greiddu meðal annarra atkvæði Sovétrfkin og Frakkland ásamt Egyptalandi, en ísrael og Bandaríkin á móti. Bret- land greiddi ekki atkvæði. Al'lur þorri Afríku- og Asíuríkja studdi ti'llöguna, sem var hógvær í orða- ’lagi. Abba Eban sendiherra ísraels snerist gegn tillögunni. Sagði hann, að hún væri aðeins til að spilla sáttum í, deilunum í Mið-Austur- löndum. Ástæöulaust væri, að Sam- einuðu þjóðirnar gerðu samþykkt um þetta efni, því að fuMtrúar ísra- elsmanna, Egypta og Jórdaníu- manna gætu auðveld'lega samið um þetta sín i mi'Hi án þess. Meiribluti fuilltrúa á A'l'Isherjar- þinginu tók ekki afstööu til gagn- rýni ísraelsmanna, sem krefjast þess, að „bætt verði úr“ hemaðar- ástandinu við Súezs'kurð. ísraels- menn eru tregir til að framlengja vopnahlé, þvi að þeir halda því fram, að Egyptar og Rússar hafi frá byrjun notfært sér vopnahléð til að styrkja aðstöðu sína. Strax eftir að vopnahléð gekk í gi'Idi, hafi Egyptar flutt sínar stóru SAM- eldflaugar nær Súezskurði en þær áður voru, og hafi aðstaða Egypta styrkzt mi'kið við það. ísraelsmenn hafi vegna vonnahlésins ekki getað hindrað, að Egyptar gerðu stöðvar fyrir SAM-flaugar við bakka skurð- arins. Búizt er við, að vopnabléð verði framlengt um þrjá mánuði. Golda Meir forsætisráðherra ísra- els mun í dag snæða hádegis'verö með Edward Heath forsætisráð- herra Breta. „ÉG ÁKÆRI“. Yfirmaður leyniþjónustu Israels ber þær sakir á Egypta, að þeir hafi flutt 40 eða 50 SAM-eldflaugar inn á vopna- hléssvæðið við Súezskurð. 20 slasast í flugvél á leiö frá New York ItetugH slösuðust, meðal þeirra sex flugfreyjur, þeg- ar Jumbo-þota af gerðinni 747 lenti í gærkvöldi í ill- viðri, 360 kílómetrum frá New York á leið til Parísar. í flugvélinni voru 148 farþeg- ar og 15 manna áhöfn. Neyddist flugvélin til að snúa aftur til Kenn- edyflugval'lar í New York. Fjórir hinna s'lösuðu urðu að fara í sjúkra hús. Var fólkið beinbrotið og mar- ið. GIös og matur þevttist um vél- ina, þegar hún lenti í hrakningun- um, en flugvélin sjá'lf er ósködduð. Ceausescu og Andrés önd Nikolae Ceausescu forseti Rúm- eníu og kona hans brugðu sér í Disneyland, þegar þau heim- sóttu Bandaríkin í tilefni 25 ára afmælis Sameinuðu þjóðanna. Myndin sýnir þau í góðurn fé- lagsskap. Andrés önd býður rúm enska kommúnistann velkom- inn. Tító og Ceausescu vilja aðild Banda- ríkjanna ■— að öryggisráðstefnu Evrópurikja Júgóslavía og Rúmenía skoruðu í gær á ríkin, sem hefðu áhuga á öryggisráðstefnu fyrir Evrópu, að hefjast þegar í stað handa við und- irbúning ráðstefnunnar. I sameigin- legri yfirlýsingu eftir heimsókn Nicoiae Ceausescu forseta Rúmeníu í Belgrad er ríkjunum ráðið til að taka til ósnilltra málanna. Þeir Ceausescu og Tító Júgó- slavíuforseti lögðu áherzlu á, að nauðsynlegt væri að draga enn úr viðsjám í Evrópu. Forsetamir mæltu með þátttöku allra Evrópu- ríkja og einnig Bandarfkjanna og Kanada i ráöstefnunni. Þeir hvöttu til, að hernaðarbandalögin yrðu léyst upp, allur erlendur her fllutt ur burt frá löndum heims. „Gleymdur" konungur látinn PÉTUR annar fyrrum konungur í Júgóslavíu er látinn f sjúkra- húsi f Los Angeles 47 ára að aldri. Lézt hann í fyrradag, en ekki var frá því skýrt fyrr en í morg- un. Banameiniö var lungna- bólga. Hann veiktist i aprfl og hafði oft verið á sjúkrahúsi sfð- an. Konungssinnar frá Serbíu greiddu kostnað við sjúkrahús- dvöl Péturs. Örlög Péturs urðu svipuð og margra annarra uppgjafakon- unga, sem „gleymdust“ eftir nðra heimsstyrjöldina. Hann hafði orðið konungur Júgó- s'lavíu eftir föður sinn, þegar hann var aðeins 11 ára. Alexand er, faöir Péturs, var myrtur í Marseil'Ies í Frakk'l'andi árið 1934. 1 upphafi annarrar heimsstyrj aldarinnar varð Pétur að flýja til London, þegar Þjóðverjar réð ust inn í Júgóslavíu. Það átti þá fyrir honum að liggja að verða flóttamaður æ siðan. 1 stríðslo'k gerði Tító marskálkur Júgóslavíu að lýðveldi. Dvaldist Pétur síðan í Bret- landi, Egyptalandi, Frakklandi og Bandaríkjunum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.