Vísir - 05.11.1970, Blaðsíða 9

Vísir - 05.11.1970, Blaðsíða 9
V1SIR . Fimmtudagur 5. nóvember 1970. 9 viss» — Finnst yður að pilt- arnir 2 sem svindluðu sér með Loftleiðum til USA og aftur heim eigi að borga farið? Sigurður Tómasson, rafvirki: ,Jíei. Þeir ættu skiiið heiðurs- merki fyrir að koma svo ræki- lega upp um það vandræða- ástand, sem ríkir I öilum örygg- ismálum mMili Ianda.“ Óskar Auðunsson, ökukennari: „Já, aiveg skilyrðisilaust. Þetta getur orðið tffl að hvetja fleiri til að gera slíkt hið sama.“ Ásgeir Eyjólfsson, pípulagninga maður: „Ails ekki. Enda held ég að það verði ekki gert, þótt þeir segi það i blöðunum. Þlað er einfaldlega ekki hsegt.“ Halla Jónsdóttir, húsmóðir: „Nei það finnst mér ekki, því mér finnst þebta svo snjallt hjá j>eim.“ Guðmundur Magnússon, kenn- araskólanemi: „Nei, því að mér fínnst þetta svo skemmtileg ævintýramennska og ég hef oft hugsað mér að reyna það sama.“ Agnar Daðason, afgreiðslumað- ur: „AIls ekki. Mér finnst þetta svo klárt hjá þeim." Jónas stýrimaður með sextantinn. land sem konunglegur trúboði og tveir kaupmenn opnuóv ««,1- okunarbúð. Danir vo.ni ae þvt Ieyti einkennilegt útþensluveldi, að þeir vildu aðeins fá að verzla og halda opnum kirkjui,j á sunnudögum, þegar búðirnar voru lokaöar hvort eö var. Um þetta leyti voru Grænlendingar ca. 100.000 manneskjur, en þeg- ar séra Hans Egede deyr eru þeir innan viö 20.000 og allt 1 kalda koli. Kirkjan búin að missa tökin og ekki gekk verzl- unin heldur betur en kirkjan. Þó hafði það tekizt á fáeinum áratugum að leggja menningu Grænlendinga að velli, en ef nokkur þjóð gat ekki án menn- ingar sinnar verið þá voru það Grænlendingar. Þeir lifðu í stór fjölskyldum — 50—100 manns í einum hóp undir einu þaki. AMir voru jafnir og enginn reyndi að ná vöidunum. Séð var um vandalausa og aldraða alveg á sama hátt og f nútímarfkjum og samfélög þeirra minna kann- ski helzt á stórfamilíur hipp- anna nú á dögum, nema Græn- lendingar þurftu ekki hass til Danir eina þjóðin, sem ekki skilur Grænlendinga — segir Jónas stýrimaður, sem legið hefur i Grænlandsfart i sumar — Ég tel að Danir séu einlægir i viðleitni sinni til að tryggja framfarir á Grænlandi. En sá gamli misskilningur, að mennirnir í Kaupmannahöfn, þar sem hann guð á heima, þekki lífið svo miklu betur, — hann er enn við lýði, segir Jónas stýrimaður Guðmundsson. Jónas hefur verið í Græn- landssiglingum í sumar og hefur gert sér far um að kynnast högum fólks þar í landi. Hann hefur raunar víða flækzt í siglingum undanfarin ár. Vísir hitti hann að máli nú á dög- unum, þegar hann gerði hér stuttan stanz. jy/Jér er nær að halda að Danir séu eina þjóðin i heimin- um, sem ekki skilur Grænlend- inga, heldur Jónas áfram. — Það var eiginlega tilviljun að ég lagöist í Grænlandsfart. Garnfa Nordvest, 12.000 lesta vöruflutningaskip sem ég sigldi á var selt og mér var omað á Græmlandsfarið LOTTE NIEL- SEN. Það er eitt þeirra skipa er sigla fyrir konunglegu Græn- landsverzlunioa. Ég greip að sjálfsögðu þetta einstæða tæki- færi til að kynnast Grænlandi, þessu stóra landi, sem þótt það sé næst landa ís'Iandi er ein- hvem veginn svo fjarlægt. Ég held til dæmis, að fæstir geri sér grein fyrir stærð landsins. Ef norðurhomið væri sett niður í Osló væri suðuroddinn, Hvarf á Grænlandi niðri í Túnis og Norðursjórimn og meginlands- ríkin alflt að Rússlandi hyrfu undir það, ásamt obbanum af Miðjarðarhafinu. — Hvemig er aö vera í Græn- landsfartinni? — Nú þaö er eins og hvert annað sumarstarf, vegavinna, eða síld, en einna helzt minnti þetta mig á það, þegar ég var stýrimaöur á HERMÓÐI sáluga í vitaflutningunum, en Guðni Thoriacius skipstjóri var mik- il'l þrælahaldari, samt þeirrar gerðar, að hann hlífði sjálfum sér minnst og úr plássi frá hon- um fóm menn ekki ótilneyddir árum saman. Nú sérstaklega hefur þetta verið einstakt tæki- færi til að hitta að máli stein- aldarmenn og alls konar fmm- stætt fölk og í Grænlandi getur maður séð vissa þætti í þjóð- lífi íslendinga Ijóslifandi, þ. e. frá einokunarámnum og elztu bæirnir minna á Stykkishölm og aðra íslenzka kaupstaði, þar sem fom verzlunarhús standa ennþá. — Hvað með hafísitm? — Þetta er lokað meira og minna aMt árið. Við vomm til- tölulega heppnir, lokuðumst bara tvisvar inni í ís, það var i ágústmánuði, en suðurhafnim- ar vom lokaðar fram eftir sumri. Við fórum alls fimm ferðir þangað upp og tók hver ferð 28—45 daga. T?m þetta hættu'legar sigl- ingar? — Ef þær em bomar saman við algengar siglingar kaup- skipa em þær það kannski, en borið saman við að róa vetrar- vertíð í Grindavík eða úr Bol- ungarvík eru þær það ekki. Grænlandssiglingar em aðal- lega þreytandi. Þessi eilífa bar- átta við ísinn. Skipið var til dsemis einu sinni 20 tíma að komast 9 sjómílna leið, eða eins og upp á Akranes. Það þætti þeim seinfarið á Akraborg inni. Vissulega vinna danskir sjómenn margvísleg afrek í þess um siglingum. Sér í lagi á vor- in, eða siðla vetrar, þegar brot- izt er þangað upp gegnum stór- isinn í vondum veðmm, nú og sjóSlys hafa orðið mörg og næg- ir að minna á þegar Grænlands- farið Hans Hedtoft fórst árið 1959 og með því 95 manns. Slys ið varð 30. janúar. Menn höfðu áöur gert sér vonir um að með sterkum og velbúnum skipum mætti sigla á vetrin til Græn- lands og þvi var skipið þama á ferð á þessum tíma. Sann- leikurinn er hins vegar sá að svo sterk skip em ekki til, að þau þoli árekstra við borgarís. Hins vegar hafa polarskipin, eins og þau em gjaman nefnd, þol til að ryðja sér braut gegn- um stórísinn, en þau verða fyr- ir hnjaski þótt ýtrustu varkámi sé gætt og nenni ég ekki að telja upp öl'l þau hafarí, sem oröið hafa bara í sumar. — En Grænlendingar. Hvað segirðu af þeim? — Þetta er elskuteg þjóð, sem hefur orðið að þola margt. Ég get náttúrlega ekki gert neina al'lsherjarúttekt, enda ekki á mínu færi, en maður hlýtur t. d. að dást að steinaldarmönnun- um, sem gátu þolað Mfsskilyrði, sem ístenzkir fommenn drápu sig á, svo eitthvað sé nefnt. Eskimóar gátu drepið hundrað tonna hval og fom verkmenn- ing þeirra er hreinasta undur. Kajaka sér maður enn í Græn- landi, en þeir em nánast Hffæri, fremur en skip. Þeir em notaðir ennþá á einstaka stöðum, en þó er held ég hvergi að finna hreina Eskimóa Iengur. Ég hefi að gamni mínu nefnt þessa kalla bensín-Eskimóa, en þeir þjóta á hraðbátum úr plasti inn á . mil'li ísjakanna og skjóta al'lt kvikt. Af bókum má ráða að fyrr á öldum var þetta hamingju söm þjóð, en nú á tímum er engu þyrmt og því fór sem fór í Grænlandi. 'Jjfarmleikurinn hefst raunveru tega með því að guð almátt ugur og konungsverzlunin ná til Grænlands samtímis árið 1721, er séra Hans Egede tók þar að brjóta niður fordómana. Þeg- ar Danir slá sér þama niður verður á þessu breyting. Danir kaupa spikið og skinnin og selja jám og brennivín í stað- inn. Ekkert er látið óselt leng- ur. Samfélögin úti á klettunum sundrast og menn hefja einbýli undir búðarveggnum. AMt er selt og þar gleymdst að safna vetrarforða. Það eru ekki leng- ur til skinn f konubáta og klæði, ellegar spik á spiklampann, sem þó var undirstaða aills. Enginn var til að sjá um aldraða og munaðarlausa. Þeir bara dóu, því Grænland er a'Mtof stórt og kalt til vergangs. Inn í þetta blandast svo sjúkdómar og drepsöttir og ótalmargt fleira, sem of langt mál er að telja upp. Sfðan hefur gengið á ýmsu og Danir eyða miklu fé á Græn- landi í margvíslega uppbygg- ingu. rænlendingar eru nú danskir menn, kjósa tvo þingmenn f danska þingið, en Grænlandi er samt mest stjómað af alls konar sérfræöingum með álíka árangri og efnahagsmálum á íslandi undanfama tvo áratugi — bullandi tapi. Grænland haföi hins vegar sjálfsstjóm á stríösárunum og þá bar það sig vel fjárhagslega og segir það kannski nokkra sögu. — Hvað tekur nú við hjá þér ytra. Fleiri Grænlandsferðir? — Nei. Grænlandssiglingun- um er lokið í ár. Þær leggjast af upp úr haustvertíð og liggja niðri til vors. Hins vegar er skælzt á flugvélum allan vetur- inn og eru íslenzkir flugmenn þar duglegastir allra. Plugvél- arnar eru óháðar hafísnum. Grænlands’förin eru nú tekin upp og yfirhöluð, síðan sigla þau á vetrin f leigufragt hist og her unz þá í Grænlandi fer að tengja eftir vorskipinu svona í byrjun apríl. — Þar með er stýrimaður- inn rokinn, því hann þarf að ná upp i flugvél.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.