Vísir - 05.11.1970, Blaðsíða 5

Vísir - 05.11.1970, Blaðsíða 5
INNRÁS FRÁ EYJUM Á LAUGARDAG — báðir aöilar telja sig sigurstranglega, Eyjamenn og Framarar, sem keppa um BIKARINN á laugardag Það verður víst sannkölluð inn- i rás, sem gerð verður á laugar- dagsmorguninn, þegar hundruð knattspyrnuáhugamanna og kvenna koma til Reykjavíkur. Fyrirsjáanlegt er, að mjög marg- ir ætla sér að sjá úrslitaleiki Vestmannaeyinga um helgina, annaðhvort annan eða báða. Á laugardaginn leika Vest- mannaeyingar og Fram á Melavell inum, það veröur úrslitaleikur bik arkeppni KSÍ í ár. Vestmannaey- ingar hafa einu sinni orðið bikar meistarar í knattspyrnu, það var 1968, en Fram hefur aldrei hlotn azt s'á titill, en eðlilega eru Fram- arar orðnir ærið langeygir eftir þeim eftisóknarverða titli. „Við erum bjartsýnir", sagöi Stefán Runólfsson foirnaður ÍBV í gærkvöldi, „og nú ætlum við okk ur aö sanna það aö yfir leikjum okkar hefur ekki hvílt neins konar heppni, eöa heimavöl'lurinn hafi fært okkur sigrana. Við höfum unn ið hvern leikinn á eftir öðrurn eft- ir að við komumst í gang í ágúst, — og viö ætlum að hafa framhald á“, sagði Stefán. „Ég er viss um að strákarnir okkar vinna þetta“, sagöi Hilmar Svavarsson, formaður knattspyrnu deildar Fram i gærkvöldi. „í okkar herbúðum ríkir mikil bjartsýni. Úr því við erum komnir þetta langt í keppninnj, þá dettur okkur ekkert hug annað en að vinna leikinn." Framarar hafa nú fengið aftur 3 mikilvæga leikmenn frá Frakk- landi, Arnar Guðlaugsson, Sigur- berg Sigsteinsson og Ómar Arason, sem allir léku gegn Ivry í hand- knattleiknum. Rétt náðu Framarar saman liði til að sigra KR og kom sá sigur reyndar á óvart eins og í pottinn var búið. Bæði liðin mæta með sitt sterk asta Lið, nema hvað Fram missir Þorberg, sem er meö sprungin og 'brákuð rifbein eftir leikinn gégn KR. í hans stað kemur Höröur Helgason, sprækur markvörður, ný kominn heim frá vinnu í Þýzka- Iandi, en hann stundar nám í Kenn araskólanum. Það var hann, sem varði vítaspyrnu Ellerts á dögun- um. Efcki má gleyma áhorfendunum. Eins og fyrr segir má búast við al- gjörri árás frá Eyjum, aukaflug frá Eyjum er þegar fullsetið og ráð- stafanir um fleiri ferðir að sögn. Þá fer Herjólfur ti'l Þorlákshafnar ar með áhugamenn og konur. Það verður örugglega sterkt klapplið, sem þarna mætir til leiks. „Auðvitað mæta okkar áhorfend ur vel“, sagði Hilmar Svavarsson, „og vitanlega eiga aJMr reykvískir áhorfendur að hvetja okkar menn. Ég lít svo á a.m.k, að við séum að berjast fyrir Reykjavíkunfélögin ölil, ekki aðeins sem Framarar.“ Úrslitaleikurinn hefst kJ. 14 á laugardaginn. —JBP Handbók fyrír knattspyrnumenn loks komin út • Lengi hefur verið áberandi skortur á fræðilegum bókum fyrir þá, sem íþróttir stunda á íslandi, t. d. í knattspyrnunni. Nútíma menn þurfa allflestir á handbókum einhvers konar að halda, einn- ig íþróttamenn. í 25 ár hafði engin bók komið út um knattspyrnu á íslandi, þar til í sumar að tvær voru rétt um það bil að koma út. Knattspyrnuhandbókin, 222 síðna bók með miklu efni, er komin út hjá Hilmi hf. Bók bessi er gefin út með einkarétti hér á landi, en Poli tiken gaf hana út 1967. Það eru góðir knattspyrnumenn danskir, er rituðu bókina, þeir Henning Enok sen og Knud Aage Nielsen. í bökinni er að finna ýmislegt, sem knattspyrnumenn, ungir sem garnlir. hafa gott af að Iesa, aftur og aftur. Bókin ætti og að geta orð ið gagnleg áhugamönnum um knatt ii’virm. r.d. er fróðlegt fyrir þá að ie&a kaflann um leikaðferðina. Ef- Iaust verður leikurinn allt annar fyrir þá, þegar þeir hafa sett sig ofurlítið meira inn í þær aðferðir sem notaðar eru úti á vellinum. Knattspyrnuhandbókinni hefur verið breytt nokkuð með tilliti til íslenzkra aðstæðna og er þar að finna ýmsar nytsamar upplýsingar um íslenzka knattspymu, ekki síð- ur en um erlenda keppni. Innan á kápu bókarinnar eru myndir af búningum íslenzkra knattspyrnufélaga í litum, alls eru það 48 knattspvrnulið, sem þarna eiga fulltrúa. Bókin kostar 350 krónur í bókaverzlunum. Þýðingu bókarinnar gerðu þeir Jón Ásgeirsson og Jón Birgir Pét- ursson. SAMVUVNUTRYGGINGAR ÁRMÚLA 3 - SÍMI 38500 Samvinnutryggingar hafa lagt rika áherzlu á að hafa jafnan á boðstólum hagkvæmar og nauðsynlegar tryggingar fyrir íslenzk heimili og bjóðum nú m.a. 1INNBÚSTRYGGING Samvinnutryggingar bjóða yður' innbús- “ tryggingu fyrir lægsta iðgjald hér á landi. 200 þúsund króna brunatrygging kostar aðeins 300 krónur á ári í 1. flokks steinhúsi í Reykjavik. 2HEIMILISTRYGGING i henni er innbúsbrunatrygging, skemmd- " ir á innbúi af völdum vatns, innbrota, sótfalls o.fl. Húsmóðirin og börnin eru slysa- tryggð gegn varanlegri örorku og ábyrgðartrygg- ing fyrir alla fjölskylduna er innifalin. 3HÚSEIGENDATRYGGING Húseigendatrygging er fyrir einbýllshús, " fjölbýlishús eða einstakar ibúðir, þ.e. vatnstjónstrygging, glertrygging, foktrygging, brottflutnings- og húsaleigutrygging, innbrots- trygging, sótfallstrygging og ábyrgðartrygging. eftirfarandi tryggingar með hagkvæmustu kjörum: 4VERÐTRYGGÐ LÍFTRYGGING er hagkvæm og ódýr liftrygging. Trygg- " ingaupphæðin og iðgjaldið hækkar árlega eftir visitölu framfærslukostnaðar. Iðgjaldið er mjög lágt t.d. greiðir 25 ára gamall maður aðeins kr. 1.000,00 á ári fyrir liftryggingu að upphæð kr. 248.000,00. 5SLYSATRYGGING Slysatrygging er frjáls trygging, sem “ gildir bæði í vinnu, fritima og ferðalögum. Bætur þar, sem hægt er að fá eru dánarbætur, örorkubaetur og dagpeningagreiðslur. Slysatrygg- ing er jafn nauðsynleg við öll störf. 6ÞEGAR TJÓN VERÐUR Allt kapp er lagt á fljótt og sanngjarnt " uppgjör tjóna. Við höfum færa eftirlits- menn í flestum greinum, sem leiðbeina um við- gerðir og endurbætur. Þér getið þvi treyst Sam- vinnutryggingum fyrir öllum- yðar tryggingum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.