Vísir - 05.11.1970, Blaðsíða 13
Vi s IR . Fimmtudagur 5. nóvember 1970.
13
Látiö ykkur líða
betur með aldrinum
— heilsuvernd og eldra fólk
JTeilsuvernd er eitt þeirra
mála, sem ofarlega eru á
Waugi i nágrannalöndunum. —
Undanfarið hefur heilsuvernd
t.d. verið mjög á dagskrá hjá
einu stærsta blaði Danmerkur
Politiken. Þar er málið tekið frá
þeirri hlið, sem snýr að fólk-
inu sjálfu, hvað það geti sjálft
gert til þess að halda heilsu og
lifa lífinu hress'ara og glaðara.
í einni greininni um þessi mál
er fjallað um heilsu og aldurinn.
Þar stendur m.a.: „Það er
fyrst, þegar maður er kominn yf
ir áttrætt, að aldurserfiðieikar
gera vart við sig. Bf maður
ætlar sér að láta sér líða vel
fram að þeim tíma væri heilla-
ráð að klippa út það, sem stend
ur hér á eftir og lesa þbð annað
veifið."
Svo koma nokkur heilræði.
Verðið hægt frísk. Takið þvi
rólega þegar þið hafið verið
veik. Eldra fólk er oft meira
veikburða en hitamælirinn sýn-
ir. Fyrir hvem tug ára, sem líð
ur, þarf maður tveim dögum
meira til þess hð jafna sig. Það,
sem tekur hinn sextuga 12 daga
tekur hinn sjötuga 14 daga o. s.
frv.
Liggið eins lítið í rúminu og
hægt er. Jafnvel þótt maður sé
veikur og með hita á maður að
reyna að setjast upp í rúminu
nokkrum sinnum á dbg. Að
öðru leyti reyna að vera eins
mikið á fötum og hægt er.
Þreyta getur stafað af sjúk-
dónri. Talið við lækninn um
það: Þreyta getur einnig stafað
af þvi, að miaður vinnur meira
en maður þolir. Hægið því á
ykkur, hvílið ykkur og snúið
vkkur að öðrum hlutum inn á
mi'lli.
Verkir gera ekki eins mikið
vart við sig, þegar aldur færist
yfir fólk. Það má náttúrlega iíta
á það sem gróða, en þar sem
verkir getia verið merki um
sjúkdóma ættuð þið að leita
læknis, þótt ykkur finnist ekki
að nýtilkomnir verkir valdi ykk
ur neinum teljandi óþægindum.
Húðin verður þurrari, og
blóðstraumur til hennar minni
með árunum. Verndun húðarinn
ar getur forðað ykkur frá húð
sjúkdómum.
Tl/Teö aldrinum innihalda bein-
■L’J‘ in smámsaman minna kalk
og brot koma oftar fyrir. En
þrátt fyrir það hefur jafnvel
nirætt fólk komizt aftur á fæt
ur eftir mjarðarbrot. Hugsið um
fyrirbyggjandi 'aðgerðir. Gætið
ykkar við að fara upp á stóla
eða tröppur meðan verið er að
gera hreint, gætið ykkar á bón-
uðum gólfum, lausum teppum
og hálum baðherbergisgólfum.
Fætumir. Látið tíaka burtu
Iíkþom. Notið inniegg í skóna,
ef þess þarf. Fariö til læknis, ef
þið verðið vör við fótaveiki.
Eftir því sem maður eldist þarf
maöur að velja skó sína betur.
Veljið fremur góða reimaða skó
með hæl heldur en inniskó og
töfflur.
Gætið tannánna. Ef þið hafið
misst tennumar verðið þið að
hafa góðan gervigóm, sem hæf-
ir. Annars er hætta á að maður
fari að lifa á mjúku fæði, sem
veikir mann, þeglar til lengdar
lætur, ef það er eina fæöan. —
Munið að fara til tannlæknis
reglulega, bursta tennur reglu-
lega og nota tannstöngla.
Borðið mlat, sem er léttur fyr-
ir meltinguna. Drekkið vatn
með og borðið grænmeti. Það
hefur góð áhrif á hægðir. Ef
matarlystin er slæm borðið þá
þriðju hverja klukkustund. Með
því getur maður tryggt sér nauö
synlega næringu.
Borðið rétt. Látið vera aö
borða brauð, graut, vínar-
brauð, kökur og sykur. —
Leggið fremur áherzlu á að
borða kjöt, fisk, mjólk, ost,
grænmeti og ávexti. Vítamín-
þörf hinna eldri er tvöfalt
meiri en yngra fólks. Mjólkur-
vömr styrkja beinin. Eggja-
rauða, magurt kjöt, lifur, græn-
meti og grófara brauð innihalda
jám, þið þarfnizt jáms.
Hreinlæti. Skiptið oft um nær
föt. Forðizt ertingu húðarinnar.
Notiö milda sápu og volgt vatn.
Þurrkið ykkur vel en varlega.
Vinna. Starf og hreyfing er
uppspretta þess að vera ungur
í anda. Hafið eitthvaö fyrir
stíafni bæði andlega og líkam-
lega. Það er betra að hafa of
mikið að gera heldur en of lítið.
Þvagteppa sækir stundum á
eldra fólk. Forðizt kulda, gætið
hreinlætis og farið til læknis.
Hann getur hjálþað.
Allar stærðir rafgeyma
í allar tegundir bifreiða,
vinnuvéla og vélbáta.
Notið aðeins það bezta.
p
JÖN LOFTSSON h/f hringbraut 121, s/m/ /osoo s
Hann er sprækur þessi — að hafa eitthvað fyrir stafni and-
lega og líkamiega heldur fölki ungu í anda.
Miklar annir geta gert mann
taugaveiklaðan. Eldra fólk ætti
að haga deginum þannig, lað það
þurfi ekki að vera á spani. —
Manni líður bezt með því að
viðurkenna takmörk sín og haga
tilverunni samkvæmt því.
í lokin er bent á þlað, að fólk
leiti til opinberra stofnana ef
það er hjálpar þurfi. „Þið hjálp
ið þjóðfélaginu, ef þið biðjið um
hjálp. Þaö er hagkvæmara fyrir
alla aðila, 'að sem flestir geti
séð um sig heima.“
VELJUM ISLENZKT <H> ÍSLENZKAN IÐNAÐ
þaS borgar sig
; : • $ ... v ”í
Plinfal - O F N A R H/F. : ■
Síðumula 27 . Reykjavík
Símar 3-55-55 og 3-42-00 :
JAPÖNSK EIK
VALIN VARA
HAGSTÆTT VERÐ
Hannes Þorsteinsson, hei!dverziun
Hallveigarstíg 10. — Sími 24455 — 24459