Vísir


Vísir - 05.11.1970, Qupperneq 6

Vísir - 05.11.1970, Qupperneq 6
6 0 Allir I strætó... Einu sinni var sungin á göt- um Réykjavíkur hálfgerð níð- vísa um eina bílastöðina, sem byrjaði svo, „Allir i strætó, all tr í óí.'ætó" o.s.frv. En nú virð ist það orðinn lúxus að skreppa í strætó með fjölskylduna. Fyr ir hjón sem ætla í heimsókn með tvö böm sín í ann'að hverfi, gæti það kostað 60 krónur fram og til baka. Einstök fargjöld full oröinna kosta 11 krónur, en bama 4 krónur. Nokkum afslátt má fá með því að kaupa farmiða spjöld, sem vissara er að geyma vei þannig að þau týnist ekki. Ekkert kært Engar kærur hafa borizt verð- lagsstjóra í sambandi við þau fyrirmæli, sem gefin voru um verðbreytingar um sl. bel-gi. — Hins vegar hefur fólk leitað tii skrifstoifu verðlagsstjóra og spurzt fyrir um ýmis atriði í sambandi við þau og fengið upplýsingar. Kviknaði í bíl Eíldur kom upp í bifreið, sem ek ið var eftir Dvergabakka í Breið holti í fyrrakvöld um kl. 20.20, og var slökkvi’liðið kvatt til þess að slökkva eldinn í bflnum. Konan sem ók bílnurn gat litla grein gert sér fyrir því, hvað olili eldsupptökunum, en hún varð hans ekki vöir fyrr en hann bloss aði allt í einu upp í vélarhúsi bflisins. Hún slapp út úr bílnum ómeidd, en var flutt á’ slysa- varðstofuna til öryggis. — Talið var, að kviknað hefði í rafmagns leiðslum, en silökkviliðinu tókst fljótlega að slökkva eldinn. Tölu verðar skemmdir urðu þó á bí’lnum. Kjarnaskógur útivistarsvæði Beðið er sambvkkis bæiar- stjómar Akureyrar ti'l að koma megi upp útivistarsvæði i Kjarnaskógi, sem er viö landa- merki Hrafnagils'hrepps og Ak ureyrar. Á aðalfundi Skógrækt- arfélags Akurevrar n-O'lega var samþykkt að vinna að því að gera þama útivistarsvæði fyrir al'lan almenning. Segir félagið aö f Kjamaskógi megi koma fyr ir tjömum, gangbrautum, ledk- flötum og friðsælum skjólum, auk þess sem þarna megi gera skokkbrautir ti'I fialls. Eru þama háir klettar, beljandi læk ur. og fjöl’breyttur gróður auk skógarins, sem dafnar þarna vel. Cortínan tók sér flugfar Það er ekki á hverjum degi, sem fólksbíll fær sér flugfar milli landa, þó getur komið fyrir að þessa þurfi með. Þannig var það á dögunum. Flugfélaginu barst beiðni um slíkt og þar eð svo stóð á að það var hægt, var Cortinu-bifraiðiiin sett um borð og gekk vel að koma henni fyrir og 3—4 tímum síðar var bíllinn farinn að aka um götur Kaupmanna- hafnar. Vöruflutningar milli landa með flugvélum aukast stöðugt, en fremur eru bflar þó fátíðir. Gömul kirkja á ferðalagi Það er kannski ekki svo s'krýtið að bfil fari I flugferð mi’lli landa, — en örugglega mtindi mönnum finnast það skrýtið að hitta kirkju á ferðalagi milli hreppa. Gamla kirkjan á Svalbarði við Eyjafjörð fór nýlega slfka ferð, var flutt til Akureyrar og komið fyrir á grunni gömlu kirkjunnar við Aðalstræti. Minjasafnið á Akureyri er eigandi kirkjunnar og hefur hún staðið ónotuð i nokfcur ár, þar eð ný kirkja er risin á Svalbarði. Kirkja þessi er 124 ára gömul og þarfnast mi'killar viðgerðar, sem mun fara fram i samréði við þióð- minjavörð. Mun hún verða end urvígð og kirkjuilegar athafnir geta því fariö þar fram. Allar stærðir rafgeyma i allar tegundir bifreiða, vinnuvéla og vélbáta. Notið aðeins það bezta. CHLORIDE- V í SIR . Fimmtudagur 5. nóvember 1970. 0 Ágætur útvarps- þáttur „Margt gott flytur rfkisútvarp ið, en ekki er það allt ágætt og svo er mat manna á öllu því máli auðvitaö mjög misjlafnt. Miðvikudaginn 28. október sl. var þáttur í útvarpinu klukkan rúmlega hálftíu síðd., sem hét „Sofðu, sofðu, sonur minn“. — Frú Anna Snorradóttir sá um þáttinn, en lesari með henni var Amar Jónsson leikari. Sem gamal'l maður kunni und- irritaður vel að meta þennan þátt. Stefin flest eða öll okkur gamla fðlkinu kunn og lögin yfirleitt yndisleg. Meðferð þeirra, frú Önnu og Amars á þesssum hugþekku ljóðum, var prýðileg, lásu bæði eins og á að lesa ljóð, en það er sdður en svo, hð þannig séu ljóð alltaf les in í útvarpinu. Stundum er raun að hlusta á þann lestur, en Am ar Jónsson var þama hin rétta fyrirmynd. Hann kunni sitt verk og það kunni frú Anna líka. Htefi þau bæði þökk fyrir þessa indælu stund.“ Pétur Sigurðsson 0 Klístraðir menn- ingarpostular R. S. skrifar okkur þetta bréf vegna leiklistarskrifa, sem hafa gert honum gramt i geði: „Af hverju ráða blöð til sín uppþembda, sjálfskipaða menn- ingarpostute til að skrifa rit- og leikdóma? Hvi em ekki fengnir til þess menn — mennskir eins og t.d. háskóíarektor, sem „slappar af“ við að horfa á létt skemmtiefni? Menn, sem þurfa ekki að sýnast gáfaðir fyrir al- þjóð. eins og þessir uppskafn- inghr. Ef þessir sjálfskipuðu menn- ingarpostular skilja ekki þörf manna til að hvíla hugann af og til frá erfiði, áhyggjum og heila brotum brauðstritsins þá ættu þeir að fá sér alvörustarf og reynla með því að skilja þetta. Leikritið „Ég vil! Ég vil!“, sem í Vísi er talið „alveg klístr- að“ er mjög skemmtilegt og létt og ættu sem flestir að sjá það, þótt- það flytji eldd neinn djúp- hugsaðan boðskap. Það dreifir hu'ganum, léttir mönnum í skapi eins og shnnaðist i fullsetnu Þjóðleikhúsinu um daginn, þar sem aflir skemmtu sér vel. — Og trúi ég alls ekki, að allir gestir hafi verið „einfeldningar" með „hégómlega skopgáfu", eins og Ólafur Jónsson virðist halda um þá, sem gaman hbfa af svona skemmtun.“ 0 Kaupmenn eða vitr- ingarnir — hverjir fundu upp jóla- gjafirnar? VP skrifan „Gaman væri, ef presturinn, sem fram kom í þættinum „Skiptar skoðanir“ í sjónvarp- inu, læsi fræðin sín betur. — Hvaðan kemur honum sú vizka að kaupmenn hafi fundið upp jólagjafimar? Hverjir sköp- uðu fordæmið? Hvað kemur prestum (annar illa lesinn prestur hefur áður komið með þessa kenningu í sjónvarpið), og ýmsum öðrum til að halda (þ. á m. iMa upplýst- ur sjónvarpsmaður), að jðlin séu hátíö kaupmanna? Halda menn, að við, sem af- greiðum í verzlunum, vildum ekki heldur að fólk gerði sfn innkaup nokkru fyrir jóli'n, svo að ökkur gæfist kostur á að koma heim til okkar á að- fangadagskvöld öðruvisi en „út keyrð"? — Nei, okkar vegna má fólk gera sín jólainnkaup á öðrum tfma árs og getur það vel samt fylgt fordæmi vitring anna með gjaftaveitingum sín- um.“ # Tvær dýrar ferðir strætó Kópavogsbúi skrifar: „Það er oft að fólk finnur að því, að þjónusta opinberra fyrir tækja sé ekki eins þægileg og frekast yrði kosið. En verra er þlað, þegar þjónusta þeirra er þannig veitt, að menn verða fyr- ir f járútlátum eða peningatapi af hennar völdum. Eins og á föstudagsmorgun s.l., þegar ég ætlaði til vinnu minnar að vanda, en beið og beið á biðstöðinni án ádangurs, því að fyrsta ferð SVK þann dag kom aldrei í austurbæinn til okkar. Þann dag kom ég hálf fiíma of seint til vinnu, fyrir bragðið, en á mlnum vinnustaö leiðir af slíku hálftímla frádrátt ur I næturvinnu. Næsta morgun, laugardags- morgun, kom vagninn á réttum tíma, en hann bara nam ekki staðar á biðstöðinni og lét okk ur stíanda áfram þessa tvo, sem biðum hans þar. Samtals kostaði þetta mig i vinnutapi kr. 294.50“. HRINGIÐ í SlMA 146-60 KL13-15 Land hins eilifa sumars. Paradís þeim, sem leita hvíldar og skemmtunar. Mikil náttúrufegurð. ótakmörkuð sól og hvítar baðstrendur. Stutt að fara til stórborga Spánar, Italíu og Frakklands. Higiri skrifstofa Sunnu í Palma. með íslenzku starfsfólki. FERÐASKRIFSTOFAN SUNNA cTMALLORKA CPAR&DÍS JORÐ sunna BANKASTRÆTI 7. SlMAR: 16400 12070

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.