Vísir - 06.11.1970, Blaðsíða 7

Vísir - 06.11.1970, Blaðsíða 7
VISIR . Föstudagur 6. nóvember 1970. cTVtenningarmál Ólafur Jónsson skrifar um bókmenntir: Af jörð ertu kominn Guömundur Danfelsson: Landiö handan Iandsins (Önnur útgáfa) ísafoldarprentsmiöja, Reykjavík 1970. 212 bls. T andið handan landsins, sem ^ fyrst kom út árið 1944, lýk- wr sagnaflokki, trílógíu sem hófst með skáldsögunni Bldi, ár- ið 1941, og hélt áfram með Sandi, 1942. Eru þessar sögur nú afflar komnar út að nýju í ritsafni Guðmundar Daníelsson- ar ásamt þremur fyrstu skáld- sögum hans. Af jörð ertu kom- inn átti sagnaflokkurinn að heita í upphafi „siiru, en þaö nafn lagði höfundur þegar niður með seinni bindum verksins, og hefur ekki vakið það upp í end- urútgáfunni. Engu að síður er það Ijóst að sögurnar þrjár, Eld- ur, Sandur og Landið handan landsins, eru samstæitt verk og verður aö reyna að meta það í heilu lagi. Þaö var stærsta og metnaöargjarnasta skáldverk Guðmundar Daníelssonar fram til þess tíma, og þótt hann hafi síðar skrifað margar skáldsögur, sumar þeirra sjálfsagt betri bæk ur en hver þessi saga fyrir sig, hefur hann ekki öðru sinni færzt annað eins stórvirki í fang. Ekki verður það ráðið af eftirmálum þeim sem nú fylgja sögunum að neinar umtalsverð- ar breytingar hafi verið á þeim geróar, öfugt við sumar fyrri sögur höfundar í seinni útgáf- um þeirra. Má ef til viM segja að með sagnaflokknum Af jörð ertu kominn hafi Guðmundur Daníelsson komið fram ráðinn og fuHmótaður rithöfundur — með þeim kostum og gölilum sem mótað hafa verk hans síðan. | eftirmála Sands víkur Guð- mundur Danielsson nokkr- um orðum að 'samhengi sagn- anna þriggja, tilætluðu bygging- arlagi verksins, og líkir' þvi við algenga sjön i landslagi: tvö að- greind straumvötn renna saman og falla síðan í einum farvegi til sjávar: „Sandur er tengdur Eldi á þann hátt að nokkrar af sögupersónum Elds eru einnig sögupersónur í Sandi“, segir hann. „Sandur er þó alls ekki framhald af Eldi heldur gerast báðar sögurnar samtímis. Þræð- ir beggja sagnanna eru raktir hliö við hlið... I niðurlagi Sands renna söigurnar saman i eitt. Þriðja bók þessa samstæöa verks, Landiö handan landsins. er beint framhaid beggja fyrri bókanna.“ Það er að sjá aö höfundur hafi haft þetta sögumynztur i huga frá fyrsta fari. Þannig byrjar Eldur með heimsókn Úlfs Búasonar norður í land ti-I jarða kaupa af séra Gylfa Sigurðssyni f Nesi. Síðan kemur hann ekiki meir við þá sögu, en aðalefni Sands er saga foreldra hans, Búa Úlfssonar og Gunnvarar sem hrekjast af föðurleifð sinni og berjast fjörutíu ára baráttu til að komast þangað aftur — tíl þess eins að bíða endanleg- an ósigur fyrir óstöðvandi upp- blæstri landsins, sandfokinu sem- sagan dregur nafn af. Svo langt er sögu þeirra ekki komið fyrr en í þriðja bindi verksins þar sem Búi úlfsson verður upp Mæstriinum beinlínis að bráð, ferst sjálfur með bæjarhúsum sínum. Þá er sonur Búa, bróðir úlfs, Reginvaldur, löngu orðinn aöal-söguhetja verksins. En jafn framt er í Sandi og Landinu handan landsins rakin saga bræðra séra Gylfa, Þorsteins og Hrólfs Sigurðssona. Ef til vill mætti segja að lýsing Þorsteins í Sandi, Hrólfs í Landinu hand- an landsins væri einskonar um- gerð um sögu Búa og Gunnvar- ar í fyrri sögunni, Reginvalds Búasonar í þeirri seinni, á sama hátt og lýsing séra Gylfa í Eldi verður þar umgerö um sögu Gísla Runólfssonar i Gröf. Og lika er ljóst að minnsta kosti öðrum þræði ber að leggja tákn- rænan skilning í sögurnar.' Sjálf heiti þeirra lýsa einskonar ein- kennistáknum j>eirra hugar- heirna sem 'þær vilja kanna og lýsa: eldur mannlegra ástríðna, foksandur félagslegrar upp- lausnar ... úm Reginvald Búa- son segir höfundur fullum fet> um í eftirmála Landsins handan landsins að á hann megi líta sem hans eigin persónugerving, túlk þeirra tilfinninga og við- horfa sem ríkust voru f höfundi þegar hann samdi sögurnar: „Landið handan landsins er hugsjónalandið, markmiðið, nokkuö óljóst og draumkynjað að visu, en samt sem áður sá veruleiki, sem gerði amstur og strit líðandi stundar marklaust hjóm, eða að minnsta kosti ó- merkilegt og ósamboðið þeirri ungu kynslóð sem ég tilheyrði." T^uömundur Daníelsson er að upplagi rómantískur sagna- maður, og hið flókna myuztur hugmynda, atburða, mannlýs- inga í þessu verki, sem nú hef- ur verið reynt aó lýsa lauslega, er í eðli sínu einnig rómantískt. „Þvi að það liggur saga á bak viö sögu, og maöur stendur á bak við mann. Atburðirnir, þeir eiga einnig sínar orsakir, og ein hversstaðar vaka öriögin og vefa voð sína.“ En greinilegt mynztur er eitt, annað fullunn- in voð, svo Mkingunni sé haildið ti-l haga. Af jörð ertu kominn, eða hvað nú á að nefna sagna- flokk þennan í heilu lagi, varð aldrei það stórvirki sem drög voru lögð að í upphafi. Það kann að þykja um of einföld skýring að höfundinn hafi brost ið úthald, útsjónarsemi til að leiða söguefni sín til lykta. Svo er þó um mannlýsingar verks- ins, að þær virðast allar ein- kennilega ófullnaðar. Samfara hinni rómantísku lífsýn og mannskilningi, örlagamynztri verksins fer Guðmundur Daniels son í þessuim sögum eins og jafnan endranær með efnivið raunsæislegrar frásagnar, sál- fræðilegrar og þjóðfélagsilegrar, og sjálft söguform hans kallar á raunsæi til að verða raun- verulega virkt. í mi'lli þessara skauta frásagnarinnar vekst togstreita sem lamar verkið og drepur þvi á dreif, en verður ekki sjálfstætt hreyfiafl sögu. þrátt fyrir rómantísk sögu- efni, mörg reyfaraleg sögu- brögð má 1 þessum þremur sög- um hvarvetna greina tilætluð snið félagslegs og sálfræðilegs raunsæis á frásögninni. Þótt sögutíminn sé að sönnu harla óljóst skilgreindur virðast þær eiga aö gerast í raunhæfu, þekkj anlegu umhverfi sunnanlands og norðan undir lok síðustu aldar og framan af þessari. úndir lok verksins fer nýr timi auðsæi- lega í hönd, sögutíminn er vaxt- ar- og breytingaskeið á mtirk- um nýrrar tíðar og gamallar. úpphaf þeirra Nesbræðra, leið Þorsteins til þjóðfélagslegs frama og metorða, Hról'fs til gegnrar bóndastöðu, Gylfa burt frá kirkjunni, á vit drauma og hugsýna, er minnsta kosti öðr- um þræði skýrt sálfræðilegri skýringu, en saga þeirra verð- ur raunar nokkurn veginn mark- laus án víðtækara félagslegs baksviós en verkið lætur í té. Engin mannlýsingin er rækt til hlítar. Sögur Gísla í Gröf, Gunn varar og Búa á Fosshóli eru minnsta kosti öðrum þræði fé- lagslegir og sálfræðilegir harm- leikir þótt ’þessu fólki sé einnig æt'Iað að tafca á sig táknræna, þjóðsögulega vídd í verkinu. Hlutdeild Nesbræðra á meðal annars aö veita sögum þeirra samhengi sín í miilli og við sögu Reginvalds Búasonar í fram- haldi þeirra. En þau tengsl verða einungis formleg, hvorki lffræn eða rökleg: þannig er séra Gylfi einn um að tengja fyrri hlutann, Eld vió seinni hluta verksins. En þótt hann skjóti upp kolli í Sandi og komi allmikið við sögu í Landinu handan landsins er hann þar nokkurn veginn þarflaus, utan- garna við framvindu sagnanna, og engu sem máli skiptir aukið við lýsingu hans i Eldi. Sam- hengi tveggja seinni hluta verksins helgast hins veg- ar einkum af sögu Reginvalds Búasonar sem þar er rakin í samhengi, lýsing hans mundi eiga að taka sem ávöxt af ytri og innri umbrotum hinna fyrri sagna ef mark væri tekið á byggingarlagi- og aóferðum verksins í heild. En hugsjón framt'íðar, landsins handan iandsins, verður mark'laus aö þvi sfcapi sem lýsing samtíðar mistekst í verkinu, hina fjöl- skrúðugu, marglyndu mannlýs- ingu brestur kjölfestu raun'hæfr ar sálfræöi, fél'ags'legs raunsæis ti'l að öðlast líf i verkinu. ý að f'ramlengja Islands von um hann Guðmund Daníels- son? var spurt í þann mund sem Landiö handan landsins kom út. Hér skal ekki út í það farið að ræða þá von nánar né hversu hafi úr 'henni rætzt. Hitt er aug- ljóst að miklar vonir voru bundnar við sagnagerð Guð- mundar Daníelssonar í upphafi — ef til viilf meiri og marg- brevttari vonir en líkindi voru til að gætu orðið að veruieika. Það er að skiilja að fyrsta sagan í þessum flokki, Eldur, hafi á sínum tíma hlotið hvað beztar viðtökur lese-nda, en hinar seinni Guðmundur Daníelsson. síðri, og er þaö raunar mjög s'kiljanlegt: Eldur er hei'lleg rómantísk saga þar sem ýmsir beztu kostir höfundarins njóta sín vel. En það á viö um Guð- mund Daníelsson eins og fleiri höfunda í 'hans kynslóö aö mis- tök þeirra eru einatt áhugaverö- ari en það sem þeim tekst bezt. Beztu sögur Guömundar eru þær sem njóta ti'l nokkurrar hlítar rómap.tískra söguefna og mannskilnings, hans, þróttmik- fflar frásagnargá'fu og hins næma náttúruskyns — án víð- tækari m-etnaðar en segja mergj aða sögu. En vandi hans og hans kynslóöar var að viðhalda epískri og raunsæislegri sagna- hefð á tímum gagngerðra sam- félagsbreytinga, umbrota og þróunar sem ögraði og vefengdi viðtekna ská'ldskaparhúttu, end- urnýja h'fræna hefð á tíma sem bauð heim úrkynjun staðnaöra forma. Sá vandi verður hvað ljósas'tur í stórvirki Guðmundar Daníelssonar frá æskuárunum — sögunum þremur i þesisum flokki. Járniðnaðarmenn Óskum að ráða vandvirkan og reglusaman járniðnaðarmann til starfa við alls konar ný- smíði. Maður vanur járnsmíði kemur til greina. Vélsmiðjan Normi, Súðarvogi 26. Sími 33110. VELJUM ÍSLENZKT <H) ÍSLENZKAN IÐNAÐ ViS velium - OFM SíSumúIa 27 . Reykjavík Síraar 3-55-55 og 3-42-00

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.