Vísir - 06.11.1970, Blaðsíða 9

Vísir - 06.11.1970, Blaðsíða 9
' í SIR . Föstudagur 6. nóvember 1970. um tveimur stöóum. Bæði í Norö ur írlandi og Kanada er kúgaður minniMuitaíloikkur sem telur um t>riöú<xtg fbúanna. Á báðum stöð unum er minnihiutinn beittur sverasta ranglæti í kjördæma- skipun og fær hvergi eðlilega fulltrúatölu, svo að etoki er hægt að tala um neitt eðlilegt þing ræði, heldur úrelt afturhalds- fyrirkomulag, sem er beinlínis beitt til undirokunar og girðir fyrir allar leiðir til úrbóta og rétt lætis. En verst bitnar mismun- unin á fólkinu í atvinnuiifi og fjármálum. Á báöum þessum stöðum er atvinnuleysi við lýði og valdhafarnir hafa löngum hagað því svo, að það bitnar mest & minniblutanum. Hvenær sem atvinnan minnkar kemur það yfir hinn kúgaða minnihluta i krappari kjörum og vandraeð- um. Jafnframt verður þetta valdahópnum handhægt tæki til að stjórna „sínum" verkalýð, láta hann njóta þeirra „forrétt inda“ að sleppa stoömminni skár út úr erfiðleikunum, láta hann ímynda sér að hann hafi ein- hverju að tapa í samanburði við vesaíings allslausu minnihluta- mennina. Þannig tryggja þeir um leið pólitísika aðstöðu sína. Ég hetf oft skýrt þau sjónar- mið mín, að það er engin furða þó kúgaðir minnihiutaflokkar grípi til óþingræðislegra aðgerða þegar allar leiöir eru lokaöar, aill ar bjargir bannaðar. Það er eðli legt, að í augum slíks hóps verði þingræðið hlægilegur skrípaleik ur og þeir setji á stofn alþingi götunnar með grjótkasti og o(f- beldisverkum. En um þetta er ekki hægt að gefa neinar regl ur, allt verður þetta að máta inn í aðstæður og vega salt eftir magni og stærð ranglætisins og siðferðisstyrk valdhafanna. Það þýðir ekkert að breiða hræsnis fulla blæju þingræðishégóma yf- ir blákáldan raunveruleika misk unnarlausrar stéttakúgunar, þar sem ástandið er orðið svo slæmt á byltingin rétt á sér. Og þar sem daufdumbt embættisvald þumbast áfram tillitslaust gagn vart mannlegum tilfinningum og raunverulegum gæðum, þar skap ast siðferðisilegur grundvöllur til að sprengja stíflur, hvað sem dómstólar ropa. | þessu valda og hagsmuna- jaggi geta ýmsir aðiljar hins vegar oröið offara og erfitt að hindra í ofsa og æsingi augna- bliksins, að lýðskrumarar og jafnveil glæpsamleg öfl geti hrifs að til sín forustuna. Þess eru mörg dæmi úr margvíslegum stúdentahreyfingum, að mann- hatur og morðæði nái yfirhönd- inni. Þannig getur réttlætismál- staðurinn fengið á sig skugga og blóödrefjar ranglætisins. En þó verður allt lagt að máti og hlýtur að vegas<t hvað gegn öðru. Þannig er með hin ógeðs- legu mannrán í Kanada, að þau hafa oröið til að varpa sví- virðubletti á réttlætisbaráttu minnihlutaflokksins. I stað þess að ryðja réttlæti og skynsemi braut gefa þau valdinu höggstað til að ná sér niðri á kröfugerð armönnum. Og það hefur þá einnig komið í ljös, að þrátt fyrir ýmsa van- kanta er ríkisvaldið í Kanada sterkt og þess umkomið að her væða þjóðina gegn öfgum og glæpsamlegri starfsemi. En jafn eðlilegt og það er að réttlausir liópar grípi til utanþingsaðgerða jafneðlilegt er það, aö ríkisvald- ið. ef það ber enn nokkurn snetf il siðferðilegs sjálfsviðhalds, gripi til harkalegra aðgerða gegn nistumönnum. Þannig myndast leikreglur af sjálfu sér, ekki að- eins á sviði hins lögskipaða þing ræðis, heldur einnig í hinum villta frumskógi þar fyrir utan. Þorsteinn Thofarensen gajuammtgawigffli Ef áfengi fínnst / bíL... . ...þá skal refsa eiganda sem væri hann sprú'tsali.... „... afstaða löggjafans til áfengis hefur alla tíð einkennzt af tvískinnungi,“ sagði Guðmundur Ingvi Sigurðsson, hæsta- réttariögmaður, í erindi, þar sem hann skýrði áfengislög- gjöfina fyrir fundi Stúdentafélags Islands í febrúar 1966, þar sem rætt var um bjórfrumvarpið, er lá þá fyrir Alþingi. I erindi lögmannsins, sem hann flutti þetta febrúarkvöld 1966, kori fram, að mönnum þætti þessari löggjöf í ýmsu ábótavant, þar sem m. a. „væri að finna dæmi þess, að saklausum mönnum sé refsað, og þyki mönnum slíkt ólög.“ Cíðan hafa menn rekið sig á það, að sumt í áfengislög- gjöfinni virðist stríða gegn rétt lætlskennd manna, og reyndar sumt í tollalögunum líka. Sjálf sagt er mönnum enn í fersku minni, þegar upp komst um nokkra menn, sem tóku á leigu vélbátinn Ásmund til þess að smygla áfengi til landsins, en útgerðarmaðurinn, sem leigt hafði mönnunum bátinn í góöri trú, var dæmdur til þeiss að hiMta því, að bátur hans yrði gerður upptækur. Dómarar töldu sig bundna af lagabók- is með ýmsum flutningatækjum, þar á meðal bifreiðum, og var á sínum tíma sett til höfuös leigubílstjórum, sem stunduðu sprúttsölu. Þar er aö finna heim ild til handa löggæzlumönnum til þess aö Leita áfengis í bifreið ( um manna, sem vaknað hefur7 grunur um að ætli að selja ó- löglega áfengi. Orðrétt segir í einni máLsgreininni: „Nú finnst áfengi í bifreið, þegar svo stendur og skal þá refsa eiganda þess, sem hann væri sekur um ólöglega áfengissöilu, nema leiddar séu að Áfengi, sem ætlað er til ólöglegrar sölu, en andvirði sekta og þess rennur í Menningarsjóð. stafnum til þess. Mönnum þóttu þessi málalok svo óviðunandi, að stjórnvöld gripu til sérstakra ráðstafana til þess að firra manninn þessum eignamissi. 1 annan stað hafa menn illa un- aö því, þegar fjölsótt náttúru- svæði hafa verið „friðuð" ein- staka helgar að sumri til fyrir áfengi, og áfengi, sem þeir hafa borið inn á þau svæði. hefur verið gert upptækt — og dæmi til þess að því hafi jafnvel ver- ið hellt niður. En með því þykir sumum tfreklega seilzt til eigna- réttarins, og öðrum, að stórlega sé skert ferðafrelsi þeirra, ef þeim, undir áhrifum áfengis, er meinuð umferð um almenning. — Svona eru ýmls dæmi þess, að rekist á sjónarmið manna og tilfinning fyrir réttu og röngu, þegar einstökum ákvæðum á- fengisiaga er framfylgt út í yztu æsar. Eitt umdeildasta ákvæði áfeng islaganna er aö finna t 19. gr. f V. kafla, sem fjallar um með- ferö áfengis í landinu. Þar er að finna aiger öfugmæli við þá annars algildu reglu, að aðili skuli álitinn saklaus, þar til öðruvísi hefur sannazt. Hún fjallar um flutning áfeng því sterkar líkur, að áfengið sé ekki ætlað til sölu.“ Sú saga er sögð af umræð- um á Alþingi við þessa lagasetn ingu. að lagt hefði verið fram þetta dæmi um hugsaniega af- leiðingu þessa ákvæði's: Kunnur bindindismaður kaupir að beiðni góövinar síns úti á landi ail- margar flöskur af áfengi, sem vinurinn ætlar að veita í af- mælisveizlu, og hefur maður- inn þær með sér í bifreið sinni, þegar hann nokkrum dögum síð ar á erindi i byggðarlag vinar slns. Löggæzlumenn stöðva bif- reið bindindismannsins á þjóð- vegi og finna i henni áfengið. Svo óheppilega vill ti'I, að mað urinn getur ekki lengur leitt vin sinn til vitnis i málinu, þvi að hann andaðist s'kyndilega — Vefst þá ekki fyrir honum að leiða nógu sterkar likur að því, að hann hafi ekki ætlað að selja áfengið ölöglega? „Ég þori aldrei að taka þá áhættu að flytja mitt brennivín heim til mín úr útsölunni í bl. — Ég labba með það í fang- inu,“ heyrði undirritaöur mann segja við kunningja sinn. og kann slfkt að þykja óþarfa hræösla, en óneitaniega er mann inum nokkur vorkunn. Þegar áfengislögin ber á góma í samræðum manna, mætti ætla, að annaðhvort væri urm- ull vafaákvæða í þeim, eða þá, að menn hefðu lagt sig sérstak lega eftir því að snúa út úr þeim eða finna í þeim atriði, sem orkað geti tvímælis á einn eöa annan máta. Svo margt tína menn til þeim til ágalla. Mönnum þykir t. d. einkenni leg sú mismunun, sem lögin gera ráð fyrir, milli útilendinga og innleríra. Lögin gera ráð fyrir heimiítl fyrir rikisstjórnina til þess að leyfa tilbúning áfengs öls vegna sölu til erlends vam- arliðs, er hér dvelur. Þó er bann við innflutningi á áfengu öli til landsins, svo að innlend- ir komast ekki yfir það að öllu jöfnu. Eitt ákvæðið hljóðar þann ig: „Utan kaupstaöa er einung is heimilað að veita vínveitinga- leyfi á þeim árstíma, sem heim GLUGGAÐ I ÁFENGISLÖGIN sóknir erlendra ferðamanna eru að jafnaði mestar . . .“ Þarna kemur tvennt fram, sem veldur mönnum heilabrotum. Hvens vegna er útlendingum gert þama hærra undir höföi en héraðsbúum? Og hvers vegna , er ástæöa til þess að takmarka frekar leyfisveitingar utan kaupstaða en innan þeirra? Finnist smyglað áfengi, en hins vegar enginn eigandi, þá lendir sektin á skipstjóra eða flugstjóra. Brutu þeir lögin? Nei, en sikipstjóri ber ábyrgð á þess um lagabrotum skipverja sinna. Og allur andi áfengislaganna er hinn strangasti. Löggæzlu- maður hefur vald til að opna hirzlur skipverja og farþega og rannsaka aðra staði f skipi til þeisis að ganga úr skugga um, hvort áfengi sé þar. Skylt er löggæzlumönnum að gefa sér- stakar gætur að starfsemi þeirra veitingahúsa, sem vínveitinga- 'leyfi hafa. Áfengisa-uglýsingar eru bannaðar. Og áfram í svip- uðum dúr, meðan viðurlög eru þung og 011 brot varða ýmist leytfi'ssviptingu, réttindamissi, „Nú finnst áfengi í bif- reið...“ sektum og fangelsi. Veitingamað ur, sem afhendir áfengi eða veit ir það manni, sem er bersýni- lega ölvaður, á yfir höfði sér leyfis'sviptingt}. op fjársekt. Svona boLlaleggingar og spurn ingar manna ftíætti sameina í eina spumingu: Hvað vakti fyr- ir mönnunum, er stóðu að þess ari lagasetningu? Þessi lög voru endurskoðuð 1969, en aö meginmáli eiu þau frá 1954. og í 1. gr. þeirra segir, að tilgangur þeirra sé að vinna gegn misnotkun áfengis I land- inu og útrýma því böli, sem henni er samfara. Þetta er ágætt markmiö og göfugur tilgangur, en eins og aðrir hafa bent á, virðist þaö spilla árangrinum noikkuð, að lögin eru með þeim samningsblæ, sem blýzt af hörð um umræðum, er leiða til þess að reynt er að brúa bilið milli mjög andstæðra skoðana og fara einhverja millivegi, þar sem menn greinir mest á, til þess að sem flestir samþykki þau. GP Yfir skipstjórum, bílstjórum o. fl. o. fl. vofir réttindamissir, ef þeir eru undir áhrifum áfengis að störfum... 4--

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.