Vísir - 06.11.1970, Blaðsíða 3

Vísir - 06.11.1970, Blaðsíða 3
VISIR . Föstudagur 6. nóvember 1970. í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND É MORGUN ÚTLÖND B Yl TIN6A RTIIRA UN MISTÚKSTISÝRLANDI Sýrlenzkir leiðtogar vilja sameiningu við Egyptaland MIKIL hreinsun hefur veriö í Baathsósíalistaflokknum í Sýr- landi og fjöimargir yfirmenn í hemum líflátnir. Valdhafar í Sýr landi telja sig hafa afhjúpað víð- tækt samsæri. Jafnframt reyna ýmsir leiðtogar Sýrlands að stofna að nýju náið samband milli Sýrlands og Egyptalands. Nasser myndaði á sínum tfma „Arabíska sambandslýðveldið“ sem var sambandsríki Egyptalands og Sýrlands. Sýrlendingar sögðu sig úr þessu ríki eftir deilur við Nass- er. Nú hefur Nureddin Eil Atassi leið togi Sýrlendinga lagt tií, að stofn- að verði bandalag þessara tveggja ríkja, en auk þess taki Líbía og Súdan þátt í því. Tillögur um þetta höifðu komið fram, áður en Nasser lézt, þótt ekki væri frá þeim skýrt. Jafnframt hefur í Sýrlandi orðiö „uppgjör" mj'l'li stjómmálaforingja // BURT MEÐ BÍLANA 44 Það er sífellt algengara, aö miðhlutar stórborga séu lokaðir fyrir bílaumferð til dæmis um helg- ar. Er þetta gert til varnar mengun og til þess að auka veliíðan fótgangandi, sem þykjast bera skarðan hlut í viðureigninni viö bifreiðamar. — Myndin sýnir tvær stúlkur í Queens í New York, sem kunna sér ekki Iæti, þegar bílaumferð var bönnuð á þessari götu um síðustu helgi. Toöo sagðir hand- TEKNIR í BRASILÍU — Skæruliðar í borgunum hugðust koma af stað ógnaröld Her og lögregla í Brasilíu lauk í gær fjögurra daga „handtökubylgju“, segja fréttamenn. — Munu um 4000 hafa verið fangelsað- ir þessa daga, en þessar að- gerðir stjórnvalda eiga að koma í veg fyrir „hryllings viku“, sem skæruliðarnir í . I borgunum hafa boðað. — f. ° Hugðust skæruliðar skapa ógnaröld í borgum lands- skæruliðar ráðgerðu hryllings- ins með hryðjuverkum í viku“ til að mmnast lærifoður _ _ 17 3 síns Marighela. eina VÍku. Er sagt, að Medici forseta hafi blöiskrað, hversu margir höfðu ver- ið handteknir, og því stöðvað hand- tökur í gær. Hafi hann óttazt á- litshnekki stiórnar sinnar á erlend- um vettvangi. Þessa hryllingsviku ætluðu skæru liðar að byrja á miðvikudag, til að minnast þess, að Charles Marighela skæruliðaforingi var drepinn. Virð- ast hinar umfangsmiklu handtökur hafa stöðvað framkvæmdina hjá skæruliðunum, þar sem fátt segir af óeirðum í landinu. Nú hafa yfir- völd látið lausa aftur einhverja af hinum handteknu. Embættismenn hafa ekki fengizt til að segja neitt um handtökurnar og blöðum hefur verið bannað að skýra frá þeim í Brasilíu. Eitt blað í borginni Sao Paulo hefur þó birt lista yfir nokkra hinna handteknu og fordæmt handtökurnar. og yfirmanna í hernum. Hafa stjóm málamennirnir betur í þeirri viður- eign. Sex yfirmenn í hernum voru skotnir eftir misheppnaða sáttatil- raun. Herforingi einn reyndi síðan að skipuleggja árás á Bagdad, en hann var felldur..' Sagt er, að herforingjar hafi ver- ið kallaðir til fundar við ríkisstjóm. Er þeir komu á fundinn var þeim skýrt frá því, að þeir væru fyrir herrétti, og þeir voru síðan skotnir, er þeir reyndu að flýja. Umsjón: Haukur Helgason. Vopnahlé í gsldi Nýtt þriggja mánaða vopnahlé gekk í gildi við Súezskurðinn í morgun, án þess að fréttir bærust af neins konar átökum. Hersveitir beggja eru við öllu búnar. Mikil óvissa var hins vegar um framvindu vopnahlésins, og egypzkir ráða- menn vildu í morgun ekkert um það fullyrða, hversu Iengi það mundi sfanda í reyndinni. Egyptar hafa samþykkt fram- lengingu vopnahlésins með því skil- yrði, að nú hefjist raunvemlegar viðræður um frið undir stjóm Gunnars Jarrings sáttasemjara Sam einuðu þjóðanna. Anwar Sadat for- seti Egyptalands hefur tekið skýrt fram, að þetta verði í seinasta sinn, sem hann fal'list á framleng- ingu, ef ekki verði breyting á af- stöðunni og ísraelsmenn sýni „meiri friöarvilja". Israelsmenn bera Egypta hins vegar þungum sökum um rof vopnahléssamning- anna. T'iu franskir Kanadamenn ákærðir fyrir samsæri Tíu Kanadamenn af frönsk um ættum, sem voru hand- teknir fyrir þremur vikum, voru í gær ákærðir fyrir samsæri og tilraun til upp- reisnar. Hæstaréttardómari bar fram kær- urnar í aðalstöðvum lögreglunnar í Quebec. Meðal ákærðra er lög- fraaðíngurinn Robert- Lemieux, en hann var fulltrúi frelsisfylkingar Quebec í viðræðum við stjpmvöld forðum daga, þegar reynt var að finna málamiðlun i mannránamál- unurn. Meðal annarra, sem nú hafa verið ákærðir, eru rithöfundurinn Pierre Vallieres, féla'gsfraaðingurinn Charfes Gagnon, verkalýðsteiðtog- inn Miohel Chartrand og blaöamað- urinn Larue-Langlois. Búizt er við, að fteiri verði ákærðir. Lemieux mótmælti málsmeðferð- inni fyrir hönd hópsins, og var síð- an farið með þá félaga aftur í fanga klefa. Menn þessir eru allir bendlaðir við mannránin í Quebec. AUs hafa 424 veriö teknir hönd- um í Kanada sfðan 16. október, þegar lýst var yfir nevðarástandi. 57 eru enn í fangelsi af þessum. INNLENT LAN RIKISSJÓÐS ÍSLANDS 1970.2.F1 VERÐTRYGGÐ SPARISKIRTEINI Fjármálaráðherra liefur ákveðið að nota heim- ildir laga til þess að hjóða út allt að 50 millj. króna innlent lán ríkissjóðs, vegna framkvæmdaáætlun- ar f}a-ir 1970. Hefst sala skírteinanna þriðjudag- inn 10. nóvember n. k. Skírteinin eru lengst til 5. febrúar 1984, en frá 5. febrúar 1976 er handhafa í sjálfsvald sett, hve- nær þann fær skírteini innleyst. Vextir eru 3% á ári fyrstu 5 árin, en meðatalsvextir fýrir allan Að öðru leyti eru skilmálar skírteinanna þeir sömu og gilt hafa um undanfarnar útgáfur,þar með talin verðtrygging miðað við breytingar á vísitölu byggingarkostnaðar. Grunnvísitalan er sú vísitala byggingarkostnaðar, er miðast við 1. nóvember 1970. Sérprentaðir skilmálar liggja frammi hjá sölu- aðilum, bönkum, sparisjóðum og nokkrum verð- bréfasölum í Reykjavík. Nóvember 1970 jy.iivi'L ^Si SEÐLABANKI ÍSLANDS W, i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.