Vísir - 06.11.1970, Blaðsíða 8

Vísir - 06.11.1970, Blaðsíða 8
8 V í SIR . Föstudagur 6. nóvembér 1970. CTtgefandi: Reykjaprenr ht. Framkvæmdastjóri • Sveinn R Eyjólfsson Ritstjóri • Jónas KristjánssoD Fréttastjóri Jón Birgir Pétursson Ritstjómarfulltrúi • Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingar Bröttugötu 3b Símar 15610 11660 Afgreiösla Bröttugötu 3b Sími 11660 Ritstjóm ■ Laugavegi 178 Simi 11660 í5 tinur) Áskriftargjald kr. 195.00 á mánuöi innanlands f lausasölu kr. 12.00 eintakiö Prentsmiöja Vtsis — Edda ht _______ _________ Sársaukal'itil verðstöðvun Verðstöövunarfrumvarp ríkisstjórnarinnar var lagt fyrir Alþingi í dag og hefjast umræður um það strax eftir helgina. Má búast við miklu rifrildi um það í þingsölum, eins og venja er um slík mál. En það mun þó koma mönnum mest á óvart, hve fyrirhafnarlítil þessi verðstöðvun er, hve lítilli röskun hún veldur. Byrðar hennar eru alls ekki eins þungar og menn hafa hingað til reiknað með. Ef verðstöðvunin yrði ekki að veruleika, væri fyrir- sjáanleg hröð verðbólga allt næsta ár. Kaup og verð mundi hækka á víxl og fljótlega miklu meira en ut- anríkisviðskipti okkar gætu staðið undir. Launþegar mundu að vísu fá verðhækkanirnar bættar upp, 1—4 mánuðum eftir á. Þeir mundu því að mestu leyti halda sínu unz ný gengislækkun yrði óumflýjanleg. En tap launþega á þeirri töf, sem felst í því, að kaupgjaldsvísitala er reiknuð út á grundvelli verð- hækkana, sem urðu fyrir nokkrum vikum og mán- uðum, mundi á næstu mánuðum nema sem svarar 2 prósentustigum og allt að 3 prósentustigum á lengra tímabili. Þetta er hið stöðuga tafatap, sem verðbólg- an veldur launþeganum. Verði verðbólgan hins vegar stöðvuð, hækkar hvorki framfærsluvísitala né kaupgjaldsvísitala, svo að þetta tafatap fellur niður. í ljósi þess er það ekki fórn fyrir launþega, að greiðslu á tveimur vísitölu- stigum í kaupi verði frestað fram til 1. september næsta árs eða meðan verðstöðvunin stendur. Laun- þegar fá þessi tvö stig bætt aftur, þegar verðstöðv- uninni lýkur, og taka þá í staðinn aftur á sig tafa- tapið. Atvinnureksturinn mun hins vegar bera nokkrar byrðar af verðstöðvuninni. Hann fær ekki að velta septemberhækkun launa, rúmlega fjórum vísitölu- stigum, inn í verðlagið og verður að greiða nýjan launaskatt, sem á að gilda út verðstöðvunartímabilið, en ekki lengur. í þessu tvennu felst yfir helmingur af þeim byrðum, sem verðstöðvuninni eru samfara. í staðinn sparar atvinnureksturinn sér frekari hækkun til kostnaðar vegna verðbólgunnar, sem annars yrði. Meginhluta afgangsins mun ríkissjóður bera, án þess að nýir skattar verði teknir upp né hinir hækk- aðir. Þetta getur ríkissjóður m. a. með því að nota fé það, sem lagt hefur verið til hliðar á fjárlögum til að mæta hækkuðum verðlagsuppbótum launa og með mik'kim sparnaði í útflutningsuppbótum á landbún- aðarafurðir. Sá spamaður kemur í kjölfar þess, að neyzla á þessum vömm mun aukast vemlega hér heima, þegar þær hafa verið lækkaðar í verði vegna niðurgreiðslna ríkissjóðs. Þannig er ætlazt til þess, að þeir þrír aðilar, sem hafa hag af verðstöðvuninni, fyrst og fremst ríkið og atvinnureksturinn og einnig launþegarnir í minni mæli, stuðli hver með sínum hætti að framkvæmd nennar. Byrðar þessara aðila eru ekki þungar, miðað við hagnað þeirra af verðstöðvuninni. \\ Glaumgosinn gerist harður í horn að taka j^anada, annaö víðáttumesta ríki veraldar nærri 10 miillj. ónir ferkíilómetra að stærð kemst tJltölulega sjaldan í heims fréttirnar, enda kemur stærðin að litlu haldi, þegar landiflæm ið er mest mannlausar túndrur heimskautasvæöanna. íbúatala þessa landfræðilega risa rétt teygist upp fyrir 20 milljónir eða aiíka og í smárilkjunum Rú- meniíu eða Júgóslavíu á Balkan skaganum. Svo það er engin von að Kanada vegi þungt í frétta- mati 'heimsfregnritara, þómargt merkilegt hafi verið að gerast þar innan dyra, einkum í nýt- ingu náttúruauölinda, raiforku i fallvötnum og margra dýrra málma i jörðu. Helzt hefur það þótt tíðindum sæta í Kanada á undanfömum árum, þegar þeir völdu fyrir for sætisráðherra unglegan mann að nafni Trudeau, sem álitinn hefur verið alger glaumgosi. — Mann sem undi sér bezt í glaumi og gleði, umgekkst í dýr legum veizluhöldum olíukónga og kvikmyndadísir, ók um á spdatvögnum, hagvanur viö bari og kokkteilpartí, kæruleysisteg ur í framkomu hefur hann orðið stjama í stjórnmálum. Sem pip arsveinn hefur hann skotið róm antfkinni inn í pólitfkina, beitt karlmanntegum kyntöfrum sfn- um á sjónvarpsokerminum og verið tíður gestur í kjaftasögu og klámdálkum blaðanna. Við og við hefur orðrómur skotið upp kolliniun að hann hafi verið í tygjum við frægar filmstjömur, látið í það skina að hann haifi sofið hjá þessari og þessari síð ustu nóttina. Og einn daginn þykir það fréttnæmt, að sjálf ur forsætisráðherrann hafi orð ið algerlega utan við sig og klumsa í þingsalnum í Ottawa og verið alls ófær um að halda ræðu, eins og breima köttur, vegna þess að eitt helzta við- hald hans, söngkonan og kvik- myndaleikkonan Barbra Streis and hafi birzt í öllu sínu veldi á þingpöMum. Tjannig hefur Pierre Trudeau verið furðufugl í stjórnmál um Kanada. Hann hefur verið svingandi persóna, sem hefur glætt allt lífi og fjöri. Hann mæt ir ef til vili á ráðuneytisifundum í gaWabuxum, á sandölum með trefil um háls, órakaður og timbraður, ef því er að skipta, með svolitla rauða varalitskámu á flibbanum. Auðvitað var á- stæðan fyrir því að slik furðu skepna náði aö komast upp, aö allur almenningur var orðinn dauðþreyttur á þessum stEfu, al- varlegu, hundleiðinlegu merki- kertum í stjórnmálastétt, sem tróðu upp á hátíðastundum í diplómötum með harðkúluhatta og meö rakvélarbeitt brot í buxnaskálmum. Fyrir Trudeau hefur óhrjáleikinn, óreglusem- in, kvennafarið orðið auglýsinga herferð til að sýna, aö hann væri bara venjutegur breyzkur maður og það hefur faMið í góð an jarðveg. Hitt stóð fólki kannski á sama um, hvort hann væri fær um að stjóma. Það þótti nú ekki væn legt aö stilla ábyrgðarlausum glaumgosa við stýrisvölinn. Aðallega gerðu menn sér þó vonir um aö hann myndi færa lff í alilt, Iáta hugmyn’daflugið leita nýrra leiöa og vekja upp ferskar vonir i staðinn fyrir kalkaða stöðnun nefndastjóm- sieminnar. JVu fyrir nofckru stóð Trudeau forsætisráðherra frammi fyrir mesta vandamáli stjómar tíma síns. AWra augu mændu á hann, sikyldi hann ekki bila og lyppast niður glaumgosinn glaði þegar alvaran blasti við. Hann kom mönnum jtá á óvart meö alveg óvanalegri skapfestu, ein beitni og hörku. Nú er helzt hægt að gagnrýna hann fyrir, að kannsfci.hafi hann sýnt held ur mikla hörku. Á ráðuneytisfundi í Ottawa lýsti hann yfir hernaðarástandi í Kanada. Ástæðan var eins og allir vita mannránin tvö og hótanir hermdarverkaf'lokks frönskumælandi manna í Que- bec að hefja skæmliðaöldu i landinu með s'kefjalausum mann ránum, morðum og sprengjutil ræðum. Aðgerðirnar sem hann greip til vom svo harðar, að mörgum frjálslyndum mönnum blöskrar það. En Trudeau svaraði með því meiri aðgangshörku. Sjálf ur er hann foringi frjálslynda flokksins, sem frá fomu fari hefur verið stoð mannréttinda í landinu, en nú mælti hann þess um orðum tW flofcksbræðra sinna. „Þeir einu, sem geta haft á móti þessurn aðgerðum eru frjálslyndir menn með hjartað í buxunum, raggeitur og aumingj ar.“ Um leið og hemaðarástandi var lýst yfir hóifust fjöldahand tökur víða 1 borgum landsins, stjómmálaforingjar, ritstjórar, blaðamenn, allir þeir sem grun aðir voru um stuðning og sam úð með hermdarverkaflokknum voru skefjalaust rifnir út úr skrifstofum sínum og heimMum og varpað 1 fangeilsi. Lögreglu sveitir fara um landið þvert og endilangt og hundelta meðlimi í samtökum FLQ, því að Trud- eau hefur heitið þvi að ganga milli bois og höfuðs á þessum glæpaflokki. Tjví miðtir ex óvlst, að Kan- ada hafi siðræn efni á því að koma fram af silíkri hörku. Þvi að bak við hermdarverkin búa djúpstæð pólitisk vandamál. Sá er munurinn aö meðan þjóð félagið mim einróma standa gegn og fbrdæma venjulega borgaralega glæpi, eins og venju leg prívat morö og bankarán til persónulegs fjárhagsávinnings, þá verður málið alltaf dálítið flóknara, þegar afbrotin eru á- vöxtur pólitískra deWumála, eiga sér rót í viðkvæmum þjóð félagslegum vandamálum og ranglæti mW'li stétta og gagnvart ýmsum minnihilutaflo'kkum í íandinu. Það er þessi eilífi stigsmunur, er við verðum að geraáverkun um, eftir umhverfi og þjóðfélags legri aðstöðu. O'.ckur fyndist eng in furða þó alþýðan I Tékkó- slóvakíu risi upp gegn kúgun Moskvuvaldsins og mætti sið- ferðislega beita harkalegum ráð um. Og þaö er heldur engin furða, þótt skæruliðasamtök myndist í ranglætisþjóðfélagi Brasilíu, þar sem sterk s'kilmörk eru milli hins ofbeldissinnaða, allsráðandi valdahóps og alls- lausrar alþýðunnar, sem er hrjáð af hungri, sjúkdómum og vesæld. Hitt eigum við erfiðara með að sætta okkur við, að silík ir atburðir skuli geta gerzt i hin um svokallaða vestræna heimi, þar sem við ímyndum okfcur i eigin sjálfumgleði, að al'lt sé svo fuWkomið og lýðræðisteg't. n það eru sérstakiega tvö dæmi, sem hafa tekið að stinga okkur í augu á siðustu tímum annað er ástandiö í Norður Irlandi, hitt hatrið milli tungumálaflokkanna í Kanada. Ástandið er mjög svipað á þess Pierre Trudeau forsætisráðherra Kanada, sem lýsti yfir hern- aðarástandi í landinu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.