Vísir - 14.11.1970, Blaðsíða 5
VÍSIR . Laugardagur 14. nóvember 1970.
5
© Jakob Hafstein opnar málverkasýningu
í fyrradag opnaði Jakob V. Haf-
itein málverkasýningu aö Borgar-
töai 32, í sama húsi og Klúbburinn,
eða v'eitingáhúsið við Lækjarteig er
til húsa. Fyrsta kvöldið seldust 15
máh’erk. Sýning Jakobs verður op
in s’tla daga'frá Jd. 16 til 22 til 18.
nóvember n.k.
'
0 Jólakort sem
happdrættismiöi
Lionskiúbburinn Fjölnir hefur 2
undanfarin ár gefið út jólakort til
styrktar starfsemi Líknarsjóðs
klúbbsins. Eru kortin miðuð við að
einstaklingar og fyrirtæki geti einn
ig sent þau erlendum vinum og við
skiptaifyrirtækjum. Kortin eru núm
eruð og verða dregnir út 50 vinn-
ingar, sem miða að kynningu á ís-
lenzkum útflutningsaífurðum.
Vænta Fjölnismenn þess, að þeim
verði vel tekið er þeir bióða þessi
fallegu kort, sem þrátt fyrir aukna
dýrtíð kosta sama og áður eö'a kr.
25.
Þeir sem hefðu hug á að fá kort
til sölu eða kaups geta fengið þau
í G’eraugnahúsinu Templarasundi
3.
£ Ekki Guðjón Einars-
son á Tímanum
Að gefnu tilefni lýsi ég því hér
með yfir, að ég er etókj sá Guðjón
Einarsson, sem ráðinn hefur verið
fréttamaður við sjónvarpið, enda er
ég félagi í Blaðamannafélagi ís-
lands.
Guðjón Einarsson, Fálkagötu 21
B'laðailjósmyndari Tímans.
0 Málm- og skipasmiðir
þinga í dag
í dag heldur, Má'lm- og skipa-
smíðasambandið sitt 4. þing. —
Hefst það kl. 14 í dag í Lindarbæ.
Að sögn Snorra Jónssonar er reiikn
að með milli 60 og 70 fulltrúum á
þingið, en þeir koma frá 20 sam-
bandsfélögum. Á dagskrá þingsins
eru m.a. atvinnu- og kjaramál, ör-
yggismál og aðbúnaður á vinnustöð
um og reglugerð fyrir lffeyrissjóð
málm- og skipasmiða. Á þingið
kemur fulltrúi frá alþjóðasambandi
máímiðnaðarmanna i Genf, Sviinn
Birger Vibelund.
Ritstj. Stefán Guðjohnseh
Á nýafstöðnu Evrópumóti í
brigde unnu íslendingar kærkom
inn sigur á móti Englendinum. Að
visu mun spilaguðinn hafa verið
töluvert hlutdrægur i. seinni hálf-
leiknum, en á móti kom að E>ig-
lendingar stilltu upp sennilega
bezta brigdespilara, sem nokkurn
tíma hefur stoktóað spil, eöa Ter-
ence Reese. Ekki held. ég að hann
hafi veriö ánægður með makker
sinn í eftirfarandi spili, sem var
þannig:
Símon
4 G-10-3
V 7-4-3-2
6-3
* 9-6-4-3
R,eese Flint
♦ K-9-8-2 4 D-4
V Á-10-8 V D-G-5
♦ D-9-8 ♦ Á. 7-4-2
* K-D-7 * Á 8-5-2
Þorgeir
4 Á-7-6-5
V K-9-6
4 K-G-10-5
G-10
Austur gefur og allir á hættu. —
Sagnir gengu þannig: .
Austur Vestur
1 ♦ 1 ♦
1 G 3 G
P
Suður valdi aö spila út laufagosa,
þar eö andstæöingarnir höfðu sagt
bæði spaða og tígul, sem voru hans
beztu litir. Sagnhafi drap í borði,
norður Iét fjarkann ogjaustur tvist
inn. Hann spilaði nú tíguláttu óg
svínaði og Þorgeir fékk slaginn á
tíuna. Þá kom faufatía, laufakóngur
og þristur frá norðri. Kall norðurs
h'afði ekki farið fram hjá Flint og
til öryggis spurði hann Þorgeir
hvað það þýddi. ,,He has some-
thing in clubs“ (Hann á eitthvað í
laufi), var svarið og Flint beið
ekki boðanna, spilaði meirfe laufi
og DRAP Á ÁSINN. Heldur sást
honum bregða, þegar Þorgeir var
ekki með, en öllu virtist samt ó-
hætt. Hann spilaði nú hjartadrottn-
ingu, kóngur og ás. Síffan kom
spaði heim á drottningu og Þor-
geir drap á ásinn. Hann spilaði
hjarta, drepið með tíunni í borði.
Nú kom tfgulás ag Þorgeir fékk á
gosann. Hann spilaði spaða, kóng
ur úr boði og merri tígull. Þeir
noröur var ekki með var allt glat
að og sagnhafi hafði einungis feng
ið átta slagi. Einn niður.
Viö hitt borðið spiluðu Jón og
Karl þrjú grönd og unnu fjögur og
ísfand græddi 12 stig á spilinu.
■ ■ ■Af' í .--! í r.ion -íídied iíKftd .i, sd " ,xtt
:■:■«:.: Mí.fK i an-'io.'ani ionBÍ»-£«i yr-. 0 0
GJAFAVORUR
Verzlunin
Kristall
hefur á
boðstólum hinar
heimsþekktu
kristal- og gler-
vörur frá Tékkó-
slóvakiu
€ • •, ; i . ■**
OPIÐ í DAG TIL KL. 4
Mikið úrval af
glæsilegum
vórum ffl
tækifærisgjafa
Verð við
allra hæfi
Verzlunin Kristall Skólavörðustíg 16