Vísir - 14.11.1970, Blaðsíða 8

Vísir - 14.11.1970, Blaðsíða 8
V1 S I R . Laugardagur 14. nóvember 1970. VÍSIR Otgefandi: Reykjaprent bí. Framkvæmdastfóri: Sveinn R Cyjólfsscm Ritstjóri - Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi • Vaidimar H. Jóhannesson Auglýsingar: Bröttugötu 3b Sfmar 15610 11660 Afgreiösla- Bröttugötu 3b Simi 11660 Ritstjórn: Laugavegi 178. Sfmi 11660 f5 tinur) Áskriftargjald kr. 195.00 á mánuði innanlands í lausasölu kr. 12.00 eintakið Prentsmiðia Vfsis — Edda hf. Hvað varðar jbd um þjóðarhag? prumvarp ríkisstjórnarinnar um verðstöðvun og ráð- stafanir til þess að hafa hemil á verðbólgunni hefur að sjálfsögðu ekki fundið náð fyrir augum stjórnar- andstöðunnar. Reynt er að breiða út þann áróður, að verið sé að skerða lífskjör almennings, raska grundvelli kjarasamninga verkalýðsfélaganna við at- vinnurekendur, sem gerðir voru í sumar, og jafnvel grafa undan samningsrétti launastéttanna í framtíð- inni. Slíkar öfgaklausur birtast nú daglega í blöðum stjórnarandstæðinga, ræðum þeirra á alþingi og hvar sem þeir geta komið þessum fjarstæðum að við al- menning. Það sannast því nú eins og alltaf áöur, að stjórn- arandstæðingum hefur aldrei verið alvara, þegar þeir hafa verið að bölsótast yfir verðbólgunni. Hvert sinn sem ríkisstjórnin hefur gert tillögur eða beinar ráð- stafanir til þess að hamla gegn verðbólgu og dýrtíð hafa þeir snúizt gegn ^eim með offorsi qg .ósæmir Jegum áróðursbiekkingum. Þeir vita sem eF-,'ia&'-&Kk~ ar ráðstafanir ná aldrei tilgangi sínum nema um þær náist samstaða. 'Að öðrum kosti er alltaf hægt að æsa svo stóran hluta þjóðarinnar gegn þeim, að unnt verði að stofna til vandræða og koma í veg fyrir þann árangur, sem hægt hefði verið að ná með skynsam- legum viðbrögðum og ábyrgðartilfinningu. Sé frumvarp ríkisstjórnarinnar athugað af sann- girni, kemur í ljós að það muni bæta hag launastétt- anna fremur en skerða, nema menn líti svo á, að enda- lausar víxlhækkanir kaupgjalds og verðlags séu al- menningi til hagsbóta. Stjómarandstæðingar kalla frumvarpið „kosningaverðstöðvun“. Þar minna þeir óvart á sinn eigin hugsunarhátt. Öfgaskrif þeirra og p«ður gegn þeim skynsamlegu og hóflegu ráðstöf- unum, sem ríkisstjómin viil gera, eru mótuð af kosn- ingaskjálftanum rem komnn er í forystulið stjórn- arandstöðunnar. Nú er það eina áhugamálið, að fella ríkisstjórnina í næstu kosningum, og fyrir því verður allt annað að víkja. „Hvað varðar okkur um þjóðar- hag?“ var eitt sinn sagt, og stjórnarandstaðan hefur margsinnis sagt það í verki á undanförnum árum. Framsókn og kommúnistum er að vonum meinilla við að rifjað sé upp, að vinstri stjómin fræga hóf feril sinn með útgáfu bráðabirgðalaga um launaskerð- ingu, sem nam sex vísitölustigum í fjóra mánuði. Það mun vera rétt, að þeir hafi borið það undir verka- lýðssamtökin og fengið þau til að fallast á það; að vísu gegn loforðum, sem öll voru svikin. Þetta var eigi að síður bjargráð þeirra sömu herra, sem nú berj- ast af alefli gegn miklu vægari ráðstöfunum, sem al- menningur mun finna miklu minna fyrir og síðar reynast honum til hagsbóta, ef stjórnarandstöðunni tekst ekki að koma í veg fyrir það. ) \ I ) ) \ ) i \ t ) ) ) ) \ | ) i ) ) \ ) [ ll HVERT STEFNIR MARX- ISTINN ALLENDE? Hversu langt getur hinn nýkjörni forseti Suður-Ameríkuríkisins Chile gengið til vinstri? Fáar spurningar em ofar á baugi í heimsmálum. Verður Allende nýr Castro? Eða mun hann hvorki vilja né geta stig- ið það skref? Fidel Castro kom til valda á Kúbu með byltingu. Hann varð upp úr því einvaldur. Marxistinn Salvador Allende er kjör inn forseti í lýðræðis- ríki. Alþýðufylking hans hefur ekki meirihluta á þingi. Herforingjar í Chile hafa heitið að tryggja lýðræði í land- inu. Þeir segjast munu vernda forsetann gegn húgsanlegri uppreisn hægri manna. En þeir muni einnig tryggja, að marxistinn geti ekki gert Chile að „sósíalist- ísku“ einræðisríki. Kommúnistar unnu ötullega að kosningu Salvador Allendes. Myndin er frá höfuðstöðvum chilenskra kommúnista. „98% hafa ekkert að óttast“ Allende hefur lagt fram stefnuskrá, sem er ekki veru- lega frábrugðin stefnu fyrirrenn ara hans, kristilega demókrat- ans Frei eða stefnu vinstri sinn- aðra herforingja, sem eru við völd í grannríkinu Perú. AMende hefur boðað þjóðnýtingu kopar, járn- og saltpétursnámanna og einnig banka, þó með þeim fvr- irvara, að „allar hliðar málsins verði athugaöar gaumgæfilega". Hinn nýi forseti róaði lands- menn er hann sagði, að „98% af Chilebúum þyrftu ekkert að óttast af stjórninni“. Samt haföi nokkur skelfing gripið um sig. Sagt er. að tíu þúsund fjölskyld ur hafi flúiö land eftir kosningu Allendes. Sala í verzlunum minnkaöi, og menn hættu nær alveg að kaupa bifreiðir fyrst eftir kjör forsetans. Forsetinn hét að hækka kaup um 30 til 70 af hundraði og veita 3000 atvinnuleysingjum vinnu. Jafnframt boöaði hann sparnaðarráðstafanir, sem ættu að stöðva hina feikilegu verð- ból'gu. Erfitt verður fyrir stjórn-, ina að framkvæma allt þetta, og má búast við, að ýmsir vinstri sinnar muni snúa baki við Allende, ef misbrestur verð- ur á framkvæmd stefnumál- anna. Helmingur ráðherra marxistar Hafa verður hugfast, að AU- ende var kjörinn forseti vegna stuönings stærsta f'lokksins, kristilegra demókrata. Þrír menn voru í framboði í forseta kosninsunum, marxistinn AM- ende, hægri maður og kristileg ur demókrati. Fékk Allende flest atkvæði, en skorti töluvert á hreinan meirihluta. Því kom til kasta þingsins að kjósa for- setann, en stærsti flokkur þings ins eru kristilegir demókratar. Atþýðufylking sú, sem .studdi Allende, er f minnihluta bæði i fulltrúadeiidinni og öldunga- deildinni. Að lokum varð sam- komuiag milli alþýðufylkingar- llllllllllll HBiiHiiBifliaia Umsjón: Haukur Helgason. innar og kristilegra demókrata um stuðning" viö Allende. Hins vegar eru kristilegir demókrat- ar staðráðnir i því að láta for- setann „ekki komast upp meö“ neinn einræðissósíatisma Aöeins með stuöningi kristi- legra demókrata gæti forsetinn efnt loforð sitt um gjörbreyt- ingu i efnahags- og félagsmál- um. Jafnvel innan alþýöufylkingar innar sjálfrar eru skoðanir skipt ar. Fylkingin er byggð upp af sex flokkum, sósíalista og kommúnista. Erfitt var að semja um skiptingu ráöherrasæta. Eft- ir mikið þóf fengu sósíailistar fjögur mikilvæg ráðherraemb- ætti og kommúnistar þrjú. Fremur hægfara menn tóku embætti menntamála-, varnar- mála- og námumálaráðherra. Af fimmtán ráðherrum er um það bil helmingur marxistar. „Byltingin bragðast eins og rauðvín“ Blað eitt í Argentínu gagn- rýndi þegar í stað hina nýju stjórn í Chile og sagði, að hún byrjaöi feril sinn meö undan- slætti. Róttækustu mönnum i Chiie þykir boðuð stefna AH- endes of væg. Forsetinn segir, að „byltingin í Ohile muni bragð ast eins og rauðvín og. sæta- brauð“. Ríkisstjórnin hefur nú viður- kennt Kúbu Gastros og stefnir aö því að taka upp stjómmála- samband viö ýmis kommún- istaríki. Þrátt fyrir margar róttækar yfirlýsingar veröur að telja alls óvíst, hvert stjórn Chiles stefn- ir. Mikil vafi lék á þvi, að þing- ið mundi kjósa marxistann, og hægri sinnar reyndu að hindra kjör hans. Æðsti hershöfðingi landsins var myrtur, af því að hann hét þvi að tryggja þing- ræðið og vernda hvem þann forseta sem þingið kysi. Herinn virðist sem stendur munu sætta sig við hinn nýja forseta eða að minnsta kosti gefa honum tækifæri til að sýna, hvert hann stefnár. Getur ekki skapað „aðra Kúbu“ Chile hefur lengsta sögu lýð- ræðis í Suður-Ameríku ásamt Uruguay. Hins vegar er alltaf skammt til hernaöareinrseðis i þessum löndum öllum. Óhætt virðist að fullyrða, að Al'lende gæti ekki, þótt hann vildi, gert Chile að „annarri Kúbu“, eins og sakir standa. Hins vegar get- ur hann komið fram ýmsum af sínum sósíalistísku málum með málamiðlun.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.