Vísir - 20.11.1970, Blaðsíða 2
Margaret Mead.
Maraþon viðræður
James Baldwin, bandaríski rit-
höfundurinn, sem fraegastur er
fyrir bók sína „The Fire Next
Time“, sem kom út 1963, hefur
nýlega fengið hinum brezka út-
gefanda sinum handrit að nýrri
bók. Sú bók er byggð upp á
mjög svo löngum viðræðum sem
Baldwin hefur átt við bandaríska
uppeldisfræöinginn, Margaret
Mead, en hún er nú oröin 68
ára gömul.
Bókin heitir „Race Rap“ og seg
ist Baldwin hafa skrifað hana á
3 dögum. Segja kunnugir að áreið
anlegt sé, aö bók þessi muni
valda fjaðrafoki þégar hún birtist
almenningi.
James Baldwin.
□□□□
Frakki úr mannshári
Nú er ekki gott að segja hvem-
ig fer meö hárvöxt tízkumanna
á Vesturlöndum.
Jolhn Lennon hefur pantað sér
síðfrakka sem búinn er til úr
hári 28 manneskja.
Og það er fleira hægt að fá
núna úr mannshári. Til dæmis
legghlífar eins og kúrekar notuðu
og undirbuxur með blómaskreyt-
ingum.
Það er brezki tízkuskaparinn
Fræik Cooney, sem á heiðurinn
af að hafa innleitt svarta síð-
frakka úr mannshárinu. Ekki vit
um við um fleiri fræga en John
Lennon sem hafa pantað sér
mannshársfrakka, en án efa eru
þeir nokkrir — þá er bara að
fara að selja hár, verst ef ein-
hver ákveðinn litur verður lengi
í tfzku, þá em t. d. dökkhærðir
menn útilokaðir meðan þeir Ijós-
hserðu em gjaldgengir — en von-
andi skipta þeir um lit eftir árs-
tiðum.
— ffyrir 24 árum ól skólustjóri barn
utan hjónabands
Sorg
Nordentoft-málið
breiddi sig yfir
dálka blaðanna
mánuðum saman
og Haraie over
FrL Nordeotoft
3S Menifjlicdssamfund med ca.
6000 Medlcmmer protesterer
i, Kobenhavns Monighodsforbu'nds re-
yrsesenterende 38 Monighedssamfund
. 'mod ca. 6000 Meölemimor, der for.nyliig
har afholdt sit aarliigo Fællesmade, har
ved dette itdtalt folgende:
I Anledming af Inger Merete Norden-
toft-Sagen ornskcr vi at give Udtryik for
Vor Sorg og Harme over
1) at en Folikeskoleleder ikike blot
prakliserer, men forsvaror en Sdksual-
moral, som strider imod Guds Bud „Du
roaa ikike bedrive Hor'“.
2) . og at Kobenhavns Skolediroktion
tVærtimod Skolelovgivningeins Aand
fasfcholder sairnme Skoleleder som In-
sþoktor ved en Folkeskole.
Vi protesterer imod dette urimelige
og éfter vor Opfattelse lovstridige For-
hold.
i Hvis ikke dot ændres, gaar vi ind
11 f\r, at de Iljem og de Lærere, som fort-
sat respékterer Guds Bud som Grund-
lag foiFolkekirkens ModlorotXter
Þessi er ekki
innistæðulaus
Jafnvel áður en hún fæddist,
var Kirsten Nordentoft orðin
fræg um alla Danmörku. Það var
kallað hneyksli á þeim árum, að
Inger Merete Nordentoft, skóla-
stjóri barnaskóla, skyldi ala barn,
43 ára gömul og ógift.
Tímarnir breytast og mennimir
með. Þetta var árið 1946, og þá
var siðgæöisvitund manna i Dan-
mörku önnur en nú. Þá var þaö
hneykslismál að ógift kona skyldi
ala bam — og ekki einu sinni
hafa svo mikiö við að skýra frá
því, hver væri faðir barnsins.
Núna er skólastjórinn, Inger
Merete Nordentoft gleymd, en
margir Danir telja hana hafa átt
sinn stóra þátt 1 að breyta
strangri siðferðispólitik Dana. Og
Inger var ekki einasta skóla-
stjóri barnaskóla, hún var um
eitt skeið þingmaður danskra
kommúnista.
Þegar hún svo bað um leyfi
frá störfum til að ala barn, varð
allt vitlaust. Blöðin skrifuðu marg
ar síður um málið, og prestar
Kirsten Nordentoft ber ætíð
gullkeöju til minningar um
móður sína. Keðjuna fékk hún
fyrir frammistöðu sína í
dönsku andspyrnuhreyfing-
unni á stríðsárunum.
landsins kröfðust þess að hún
yrði látin segja af sér sem skóla-
stjóri. Sama kröfðust þúsundir
kvenna á Jótlandi, sem skrifuðu
undir áskorun þess eðlis. Mán-
uðum saman birtust neðanmáls-
greinar og lesendabréf f dagblöð-
unum, sem öll vörpuðu fram
spumingunni: Getur kona, sem
hefur yfirumsjón með bömum f
heilum skóla, aiið bam utan
hjónabands, og eftir sem áður
haldið stöðu sinni og verið ungu
kymslóðinni áfram fyrirmynd.
En skólastjórinn sigraði. Reiði-
og hneykslunarmúrinn var brot-
inn niður, og Inger Nordentoft
var skólastjóri til dauðadags.
1960. Nokkrir foreldrar færðu þó
böm sfn f annan skóla.
4
Faðir minn var norskur...
„Ég hef aldrei saknað þess að
eiga ekki föður“, segir nú lausa-
leiksbamið, Kirsten Nordentoft,
sem orðin er 24 ára. „Móðir mfn
átti marga góða vini sem komu
næstum daglega til okkar. Ég
hugsaði aldrei um það. Ég var
svo heppin að ganga í skóla
mömmu. Bömin elskuðu hana
meira en nokkuð annað. Kennar-
arnir stóðu lfka með henni. Ég
hef ennþá samband við nokkra
þeirra, og ég veit að þeir sakna
hennar enn“.
— Þekkið þér föður yðar?
„Já. Ég hef hitt hann þrisvar.
Fyrst þegar ég var 11 ára. Hann
kom dag einn, þegar mamma var
ekki heima. Hann bað mig að
hringja i mömmu. Ég tðk eftir
því, að þetta var eitthvað sér-
stakt. Um kvöldið sagði ég við
mömmu: hann hlýtur aö vera
faðir minn. Og hún sagði já. —
Mér fannst ekkert sérstakt til um
hann þe9s vegna. Eiginlega hef
ég aldrei litið á hann sem föður
minn, og ég held hann hafi ekki
hugsað um mig sérstaklega sem
dóttur sfna. Hann var mér alveg
ókunnur.
Hann er dóinn núna, svo að
ég get vel skýrt frá þvi, til að
eyða gömlum orðrómi — að hann
var norskur rithöfundur og rit-
stjðri. Þegar ég sá hann fyrst,
s'kiíldi ég betur, bvers vegna við
fórum alltaf í sumarfní til Noregs
og á sérstakt hótel“.
Kirsten Nordentoft er fóstra að
mennt, og núna vinnur hún fyrir
sér með skrifstofustörfum. Hún
gengur í myndlistarskóla, og seg
ir að sig langi að geta málað í
framtiðinni. Hún fær lika enn
tekjur af lestrarkennslubókum,
sem móðir hennar skrifaði.
„Ég hef sjálf alið bam, og er
ekki gift. Ég var ekki nema 16
ára þegar bamið fæddist. Ég
hafði það til 3ja ára aldurs á
vöggustofunni, sem ég lærði til
fóstru á, en þá varð þetta of
erfitt fyrir mig, og ég gaf bamið.
Núna dytti mér aldrei í hug að
gera slíkt. Ég vil reyndar gjam-
an eiga bam, en ég get ekki
hugsað mér að flana út i hjóna-
band fyrr en ég hef fundið þann
rétta".
Linda Pocock, heitir hún og er
20 ára. Maðurinn sem er að rétta
hana yfir afgreiösluborð bankans
er Peter Homann, framkvæmda-
stjóri ofnaverksmiðju. Á magann
á Lindu hefur hann skrifað ávís-
un að upphæð 2.000 pund.
Linda var 1 fegurðarsamkeppni
kjörin „ungfrú hiti“, og síðan
var hún fengin til að leysa út
pundin 2000. Þeim á síðan að
verja til að greiða fjögurra daga
skemmtiferð fyrir þá fyrstu, sem
verða til að kaupa miðstöðvar-
kerfi af téðri ofnaverksmiðju,
sem staðsett er í Luton, Eng-
landi.