Vísir - 20.11.1970, Side 5

Vísir - 20.11.1970, Side 5
5 V1 SIR . Fösv—„gur 20. nóvember 1970. i Þar stóöu níu strákar sveittir við að smíða báta undir umsjón Inga Guðmonssonar, bátasmiðs. Þeir láta hvorki veður né j annað aftra sér frá því að fara einu sinni í viku vestur í Nauthólsvík í siglingaklúbbinn Siglunes. Smíða og smíða í vetur og ýta svo á flot í vor w 'Uamarshögg og önnur smíða- x fhljóð, sem við og við voru rofin af drengjaröddum, vöktu forvitni Ijósmyndarans okkar hérna einn daginn fyrir nokkru, þegar hann var á vappi í Naut hólsVík í leit að myndaefni. Þegar hann rann á hljóðið og gætti að, var hann kominn inn i hóp drengja, sem voru svo niðursokknir í iðju sína, að þeir urðu ekki komumanns varir, fyrr en blossarnir frá ljósmynda vélinni komu upp um hann. Erlendis mundi Ijósmyndara ekki vera jafngreiður aðgang- ur að skipasmíðastöðvum, þar sem menn eru mjög hvekktir á iönaðamjósnurum, en bátasmíð ar þeirra í siglingaklúbbnum Siglunesi er ekkert pukurmál, svo að ljósmyndaranum okkar var tekiö tveim höndum. Níu knáiégir strákar á aldrin- um tólf og þrettán ára stóðu sveittir viö að smíða sér segl- báta undié umsjón fullorðins manns — Inga Guömonssonar, bátasmiðs, sem um árabil bjó á Akranesi og rak þar bátasmíða- stöð. Smíðaöi hann þar vélbáta af ýmsurh stærðum, frá 15 tonng niðnr í trillur af öllum ...og spænimir fljúga. Tólf og þrettán ára gamlir báta- smiðir heim- sóttir í Nauthólsvík Límið skulum við ekki spara, þegar við límum botninn á sjóskátann. Það verður ekki komizt langt á botnlausum bát. gerðum og stærðum, þar til hann fluttist frá Akranesi fyrir fjórum árum og settist að í Reykjavík. „Þeir smita mann með áhug- anum, þessir drengir", sagði Ingi, þegar vió stuttu seinna hittum hann aö máli og spurð- um hann hvernig honum líkaði við „nýju bátastasjónina" í Nauthólsvíkinni, sem hann lét vel yfir. „Það er ekki lengi að líða hjá þeim þessi eina dag- stund sem þeir hafa i viku til jjess að smiða bátana. — Þeir mundu fegnir að þiggja það að koma oftar eða vera lengur í einu. Að ekki sé nú minnzt á alla hina, sem biða þess að kom ast að. Það eru að minnsta kosti um þrjátíu meðlimir siglinga- klúbbsins, sem látið hafa í ljós áhuga á þvi að komast í báta- smíðina — og þar á meðal eru stúlkur." „Þið eruð við þessar báta- smíðar á veturna — ekki rétt?“ ,J.ú, siglingasportið er aðeins k Krossviðurinn er vandmeð- farinn og það verður að beita söginni af lagni. um sumarmánuðina en undan- fama tvo vetur höfum við haft bátasmíöina til tómstundaiðju fyrir þau — og auövitaö til þess að auka viö bátaflotann“, sagði Ingi. „Þetta er að mínu mati hyggilega að farið, því það hef ur góð áhrif á ungl. í siglinga- klúbbnum aö finna til ábyrgðar innar af því aö eiga bátana sjálfir eða hluta í þeim. Það er þroskandi fyrir þá, og meðferð þeirra á bátunum verður með vandaðri hætti heldur en ann- ars hættir til hjá þeim, sem fá gripina lánaða.“ „Þeir smíöa allir sörnu „sea- scout“-bátategundina?“ „Já, þessir sjóskátar eru viö- urkenndir bátar fyrir hæfni, og mikið notaðir erlendis. — Mað ur hefur séð siglingafólk leika ótrúlegustu listir á þeim erlend- is, og manni virðist sem þessum bátum geti ekki hvolft í með- förum leikinna siglara,“ sagði Ingi, sem hefur sjálfur í smíð- um heima í bílskúrnum sínum kappsiglara af þeirri gerð, sem notuð er í ólympíukeppni. „Eignast drengirnir ekki bát- ana sjálfir að smiöinni lokinni?" ,,.Tú, auðvitað. Það er eina skil yrðið að þeir fari ekki með bát- ana úr klúbbnuni fyrr en að tveim árum liðnum — svona til þess að halda hópinn." ,,Og áhuginn er mikill?" „Já, hingað sækja þau út I Nauthólsvík í hvernig veðri sem er — hjólandi og sum hver gang andi nema þau, sem eru svo heppin, að foreldrar þeirra eigi bifreiðir til þess að aka þeim.“ — GP Heinia í bílskúrnum er Ingi bátasmiður með kappsiglara í smíðum — sömu gerðar og notaðir eru í ólympíukeppn- um.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.