Vísir - 20.11.1970, Síða 7

Vísir - 20.11.1970, Síða 7
cTMenningarmál CINSTAKT TIIBOD Greiðið ekkert á þessu ári — eignizt borðstofusett strax Þér, sem viljið eignast fallegt heimili strax, get- ið fengiðhjá okkur borðstofusett með þeim einstöku kjörum að greiða ekkert á þessu ári og aðeins 2000 krónur á mánuði næsta ár Þetfa tilboð stendur ó meðan | birgðir endast Kristján Bersi Ólafsson skrifar um sjónvarp: Pólitískar skylmingar X f S IR . Föstudagur 20. nóvember 1970. T Tmræðuþátturinn á þriöjudags kvöldið um verðstöövunina, sem nú orðin aö lögum, var um margt fróðlegur. Hann virt- ist vera vandvirknislega unn- inn, og að iþessu sinni tókst Ól- afi Ragnari Grímssyni stjórn umræðnanna langtum betur en þegar hann ræddi við banka- stjórana á dögunum. Þá sneri hann vopninu í hendi sér með of áberandi árásarhneigö, en að þessu sinni féll hann ekki :í þá sömu gryfjiu. Spurningar hans voru hins vegar einarðar og snertu yfirleitt meginatriði máls ins, og innskotskaflamir — við töl við forystumenn atvinnu- veganna og verkalýðssamtak- anna — vörpuðu Ijósi á megin- atriði, en grundvölluðust ekki á hálfgeröum útúrsnúningum eins og innskotin í bankaþætt inum. Þessi þáttur sýndí greini lega að 'þráitt fyrir allt er Ölaif- ur Ragnar líklegast sá stjórn- andi sjónvarpsþátta um pólitísk samtimaefni, sem tekst bezt að nálgast kviku þeirra vanda- máia, sem hann tekwr til meö- ferðar, spumingar hans eru yf- irleitt markvissari (þegar hann ekki skýtur yfir markið) en tíðk ast í öðrum spurningaþáttum og viðleitni hans til að halda þátt- takendum vfð efnið rfkari en tíðkast hjá stjómendum slíkra þátta. Híns vegar er iþar stund- þeirra virtist mér vera hálfgert einvígi þeirra nafnanna, Magnús ar Jónssonar fjármálaráöherra og Magnúsar Kjartanssonar. Ég ætla mér ekki að ræða hvor þeirra nafna hafi haft betri eöa réttari málsta'ð, enda finnst mér réttast — á þessum vettvangi að minnsta kosti — að Mta á slika sjónvarpsþætti fyrst og fremst frá íþróttalegu sjónar- miði, horfa ekki á málefnin, held ur á fimleika og snerpu í mál- flutningum, og þannig held ég raunar að mikiil hluti lands- manna líti yfirleitt á opinþerar deilur stjórnmálamanna. usqocino Ul, ry Sími-22900 um við ramman reip að draga, þegar æfðir stjórnmálamenn eiga. í hlut, því aö þeir hafa löngum tamið sér að svara ekki spumingum beint, heldur leiða talið að einhverju öðru, hvenær sem þeim býður svo við að horfa. Sumir hafa í þessu það mikla æfingu að talsverða aðgát þarf til að taka eftir undanfærsl unum, því að auðvitað er látið svo sem verið sé að svara spurn ingunni. Iþg held að það hafi orðið mik ið til að bæta þennan um- ræðuþátt að þarna komu ekiki fram þeir menn, sem oftast eru talsmenn stjórnmálaflokkanna i sjónvarpi, heldur aðrir, sem þar sjást sjaldnar. Hannibal var þarna undantekningin, enda er flokkur hans ekki til marg- skipta, en aðrir flokkar sendu ekki formenn sína á vettvang, aldrei þessu vant. Þaö var á- nægjuleg tilbreytni að sjá þá Braga Sigurjónsson og Einar Ágústsson á skerminum i stað- inn fyrir Gylfa og Ólaf Jóhann- esson, og ólíkt þykir mér hvað Magnús Kjartansson er viðkunn anlegri sjónvarpsmaður en Lúð- vik Jósefsson. Raunar bar nokk uð misjafnt á þátttakendum í umræðunum, jafnvel þótt stjórn andinn reyndi að dreifa sþum- ingum ja-fnt til allra, og hluti Magnúsarnir og raunar Hanni bal líka höfðu sig mest i frammi en minna bar á Einari Ágústs- syni og Braga Sigurjónssyni. Ég er ekki frá því að Magnús Jónsson fjármálaráðherra hafi riðið feitustum hesti frá umræð unutn, og trúlega hefur Braga Sigurjónssyni tekizt lakast að snúa áheyrendum á sitt má]. Þó sagði hann margt ekki óskyn- samlega, en það var eins og kraftinn vantaði bak við orðin, eins og sannfæringin væri ekki nægjanlega sterk. Hins vegar var það auðvitað Hannibal sem hafði síðasta orðið, hann hélt áfram aö tala eftir að stjórnand inn var búinn að slíta umræöun um. TCitt smáatriöi i þessum þærtl get ég ekki stillt mig um að nefna til aöfinnslu. 1 fróð- legum inngangskafla að umræö- unum var meðal annars sagt frá hvenær verðstöövun hefði áður verið framkvæmd hér á landi, og var brugðiö upp myndum af þeim ríkisstjórnum, sem aö slík um aðgerðum hafa staðið. Þegar kom að verðstöövuninni 1966 var brugðið upp mynd af ráðu- neyti Bjarna Benediktssonar, eins og vera ber, myndin var af rikisráðsfundi, en ég sá ekki betur en forsetinn við enda borðsins væri Kristján Eldjárn. En hann tók ekki við forseta- embættinu fyrr en 1968, og hefði þarna verið réttara að hafa mynd af níkisráðsfundi undir forsæti Ásgeirs Ásgeirs- sonar. Laugaveg 26

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.