Vísir - 29.12.1970, Blaðsíða 8

Vísir - 29.12.1970, Blaðsíða 8
s V í SIR . Þriðjudagur 29. desember 1970. VISIR Otpefandi: R«/k|aprent tif. framkvæmdastjórl Svelnn R EyjóMssoti RitStjöri • lónas Krlstjánssod Fréttastjórt: Jón Blrglr Péturssoa Ritstiómarfulltrúl Valdimar H. ióhannesson AUglýslngar: BröttUgðtu 3b Slmaf 15610 11660 AfgreiOSla Bröttugötu 3b Slmi 11660 Rltstlðm- Laugavegl 178 Slml 11660 Í5 llnur) Askriftargjáld kr. 195.00 á mánuði innanlands t lausasölu kr. 12.00 elntakið Prentsmlðja Vlsls — Edda hf. zaammmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm Óvissa í áætlunum Áætlanagerð hefur þann annmarka, að langur tími líður frá atburðarás þeirri, sem áætlunin byggist á, þangað til áætlunin er framkvæmd. Ef smíða skal einhverja efnahagslega áætlun á árinu 1971, eru gjarna notaðar tölur, sem safnað var á árinu 1970 um einhverjar efnahagslegar staðreyndir ársins 1969. Áætlunin kemst svo ef til vill ekki til framkvæmda fyrr en árið 1972. í dæminu hér að ofan líða þrjú ár frá þeim tíma, sem upplýsingarnar gilda fyrir, þangað til áætlunin kemst tíl framkvæmda. í áætlanagerð í efnahags- málum þykir það alls ekki langur tími, að minnsta kosti ekki erlendis. Á þessum tíma getur margt gerzt, sem breytir forsendum áætlunarinnar og gerir hana gagnslitla eða gagnslausa, þegar að framkvæmdinni kemur. Þjóðir, sem búa við áætlanagerð sem helzta hag- stjórnartækið, lenda oft í miklum erfiðleikum vegna þessa. Sovézka dæmið um dráttarvélarriar, sem stóðu ónotaðar í þrjú ár, vegna þess að einn smáhlut vant-c ,) aði í þær, er aðeins eitt lítið sýnishorn af öllum þeim vandamálum, sem fylgja nákvæmri áætlanagérð. Sveiflurnar í þjóðarbúskap íslendinga eru meiri en í öðrum þróuðum löndum og eru áætlanagerð þung- ur f jötur um fót. Síldin kemur eitt árið og bregzt ann- að. Verðmæti vöruútflutnings minnkar skyndilegaum nærri helming á einu ári. Slík dæmi eru ótal mörg í hagsögu okkar Nákvæmar áætlanif til langs tíma geta því verið mjög skaðlegar hér á landi. Bæði hér og í nágrannalöndunum hneigjast hag- fræðingar í seinni tíð til að breyta áætlanagerð í sam- ræmi við þessar staðreyndir. Þeir reyna að gera hana sveigjanlegri, svo að aðstæðumar hverju sinni geti á sjálfvirkan hátt breytt áætlununum eftir þörfum. í stað fimm ára áætlana og annarra slíkra til langs tíma eru komnar sveigjanlegar og grófar spár, sem eiga að geta tekið tillit til breytinga á framboði og eftirspum og annarra slíkra breytinga. Þeir reyna að opna áætlanirnar fyrir sjálfvirkni markaðarins og gera þær þannig hæfari til að gegna hlutverki sínu. Jafnframt em þeir famir að beita meira áætlunum til skamms tíma, t.d. eins árs. Verðstöðvunin hér á landi er dæmi um slíkt. Hin hagfræðilega undirbún- ingsvinna var unnin á nokkmm mánuðum og reynt að nota ekki úreltar tölur. Síðan var gerð áætlun um ýmsar hugsanlegaf leiðir í þróuninni í eitt ár fram í tímann. Allir vita, að flestir liðir þess dæmis munu breyt- ast. Ekki er hægt að spá nákvæmlega fyrir um afla- brögð og árferði á næsta ári. Þess vegna er ekki hægt að svara því, hvað taki við næsta haust að lokinni verðstöðvun. Það fer alveg eftir ástandinu í þjóðar- búskapnum á þeim tíma, hvort þá er þörf á stórtæk- vim eða einföldum aðgerðum. Staðreyndin er sú, að allar góðar áætlanir em bráðabirgðaáætlanir. Tvö höfuð Bakk- usar konungs Franskir vinframleiðendur fagna metuppskeru — en átengib veldur þriðjungi umferðarslysa og 60°Jo vinnuslysa — 22.130 Frakkar létust úr lifrarsjúkdómi i fyrra □ Frakkar eru vínþjóð. Þeir framleiða manna mest af þeirri vöm og drekka manna mest. Þess vegna fagna sumir, en aðrir ekki, þegar vín- uppskeran í haust sló öll met. í Champagne slógust framleiðendur um geymslurými fyrir flöskurnar. Sérfræðingar í Bordeaux og Beaujolaisvíni og hinu fræga franska konjaki segja, að uppskeran sé jafngómsæt og hún er mikil. Árið 1970 kann að verða eitt af hinum „sérstöku ártölum“, sem „þekkj arar“ munu minnast um ókomin ár. Á næstu öld kunna menn að spyrja sérstaklega eftir víni frá 1970, sem safnarar draga upp úr kjöllurum sínum, þegar góða gesti ber að garði. \ I ) 200 lítrar af víni í fullorðinn Frakka Á raeðan blöðin fögnuðu sigri Bakkusar á forsíðum og Frakkar þyrptust á krárnar til að bragða fenginn, minntust sumir hins gífurlega áfengis- vandamáls I Frakklandi. ri láfrtVdMt ' sérktökWnP'hfefi- leikum til framleiðslu víns sýna ' 'FfaWíífi^ sífStakt ^tðfJÍiineyzlu þess. Að meðaltali fer meira magn ofan í hvern Frakka en nokkra aðra þjóð. Um 200 lítr ar af vini fara að meðaltali I hvern fullorðinn Frakka á ári. Laeknum, lögreg'lu og félagsráð- gjöfum ber saman um, að á- fengissýki sé mesti þjóöfélags- legi vandi Frakka. 10 sinnum fleiri deyja úr lifrarsjúkdómum 22.130 Frakkar létúst á síð- asta ári úr lifrarsjúkdómi, en þaö er tíföld tala Bandaríkja- manna, sem létust úr þeirri vei'ki. Opinberir aöilar segja, að áfengið valdi þriðjungi af öllum umferðarslysum. Þriðjungur allra geðsjúklinga í landinuhef ur veikzt af áfengissýki. Rann sóikn í einu almennu sjúkrahúsi leiddi nýlega í Ijós, að 47 af 100 sjúklingum voru áfengissjúkl- ingar, þótt þeir væru komnir I siúkrahúsið af öðrum orsökum. Talið er, að dánarorsakir þriðj- ungs allra karlmanna, sem lát- ast á aldursskeiðinu 30—50 ára, sé að rekja tll ofdrykkju, Fjármálaráðuneytið f París fagnar hínni mikíu vlnuppskeru I ár. Frakkland haifði i fyrra um liHimiiii m afi?M Umsjón: Haukur Helgason. fimm milljarða íslenzkra króna f tekjur af víninu. Nú verður talan hærri. Börn með hvítvín í skólann Spurningin er þó sú, hvort þessar tekjur vegi upp kostnað- Frakkar segja: „Ég drekk bara ekkert meira en aðrlr.“ Kjördæmi Chaban-Delmas forsætisráðherra er vínhér- aðið Bordeaux. inn, sem fáir minnast á. Auk þess heilsutjóns, sem að veru- legu leyti er mælanlegt í sjúk- dómum og dauðsföllum, er margur annar þjóðfélagslegur kostnaður, sem taka verður ti!l- lit til. Sem dæmi má nefna, að sú ástæöa, sem eiginkonur gefa venjulegast fyrir ósk um skiln- að við eiginmenn sína er drykkjuskapur eiginmanna. Fréttamenn segja frá þorpi einu, þar sem þeir komu og sáu böm- in skokka f skólann, öll með hvítvín f pela morgun hvem. Sem dæmi er nefnd borgin Brest, þar sem eru 480 knæpur og veitingahús, en 165 læknar. Þar er það haft eftir félagsráð- gjafa, að drykkjuskapur sé svo algengur, að ekki sé unnt að greina áfengissjúklingana frá öðrum, fyrr en harmleikur hafi orðið, Hins vegaf telja sérfróðir, að 60% af öllum slysum á vinnu- stað í Fraikklandi orsakist af drykkju. Mendes-France með mjólkurglas Stjórnvöld hafa yfirleitt látið máliö afskiptalaust f öðru en því að reyna að meðhöndla sjúklinga. Undantekning er Pierre Mendes-France fyrrum forsætisráðherra, sem lét gjam- an Ijósmynda sig með mjólkur- glas í hendi. Árið 1954 hóf Mendes-France áróður fyrir því, að menn sikyldu drekka mjólk. Ef ti! vill varð þetta eitt af því, sem stöðvaði Mendes-Frahce á framabraut hans. Mendes-France beitti sér fyrir löggjöf um áfengismál, en henni er lítið sem ekkert sinnt. Lög- in gerðu ráð fyrir, að byggð yrðu fimmtíu sjúkrahús, þar sem áfengissjúklingar gætu fengið hjá'lp. Aðeins eitt slíkt hefur verið byggt, þótt 16 ár séu liðin. Dómarar skeyta ekki um heimild, sem þeir hafa til að úrskurða áfengissiúkling i hæli. Kjördæmi niiverandi forsætis- ráðherra Chaban-Delmas er einmitt í vínhéraðinu Bordeaux. Gaullistar, sem með stjórn fara. sækja mlkiö af fylgi sfnu f vín- héruðin. Hagr.munir vfnfram- leiðenda eru st'irkir, og umfrom allt þvkir Frí’kkum cem fyrr sopinn gðöur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.