Vísir - 29.12.1970, Síða 16
ISIR
Þriöjudagur 29. desember 1970.
15%
aukning
i íðnaði
Meira framleitt og
meira selt en i fyrra
• Mikil gróska virðist vera
í flestum greinum iðnaðar, að
því er fram kemur í yfirliti, sem
Félag ísl. iðnrekenda lætur gera
ársfjórðungslega og kallar „Hag
sveifluvog iðnaðarins“. — í ný-
gerðri „hagsveifluvog“ kemur
fram, að veruleg aukning hefur
orðið í iðnaði á þriðja ársfjórð-
ungi þessa árs miðað við sama
ársfjórðung f fyrra. Samkvæmt
úrtaki hefur orðið aukning hjá
iðnfyrirtækjum, sem hafa 60%
af vinnuaflinu. Hjá 32% hefur
framleiðslan staðið I stað, en
minnkað aðeins hjá fyrirtækj-
um með 8% vinnuaflsins. — í
heiid er áætlað að framleiðslu-
aukningin hafi orðið um 15% á
þessum tima.
Hjá aðeins tveimur iðngreinum
hefur framlei'ðslumagnið orðið
minna á þriðja ársfjórðungi þessa
árs miðað við sama tíma í fyrra í
veiðarfæraiðnaði og máilningargerð.
1 máteingargerðinni hefur sölu-
magnið hins vegar aukizt frá sama
tima f fyrra. Aukningin virðist
vera mest í eftirfarandi iðngrein
um: Plastiðnaði, skipasmíðum og
viðgerðum, efnaiðnaði, raftækja-
smíði. sútun, fatagerð, pnjónaiðn-
aði, uMariðnaði, sælgætisgerð og
brauð- og kökugerð.
Samkvæmt yfirlitinu hefur auikn
ing í sölumagninu orðið enn meiri
á 3. ársfjórðungi þessa árs miðað
við sama tíma í fyrra. Pyrirtaeki
með 63% af vinnuaflinu í úrtakinu
skýra frá auknu sölumagni, 30%
skýra frá óbreyttu, en fyrirtæki
með aðeins 7% af vinnuaflinu skýra
frá minnkun, en þessi minnkun
stafar öll frá samdrætti í veiðar-
færagerð.
1 heild hafa birgtyr fullunninna
vara minnkað, nýting afkastagetu
aukizt og fjöldi starfsmanna auk-
izt auk þess sem vinnutími hefur
aukizt. Þá er ljóst, að almennrar
bjartsýni gætir þar sem meirihluti
fyrirtækjanna hyggur á fjárfesting
ar. —VJ
Einn of Fossunum í
smiðju á Akronesi
Selfoss, eitt af flutningaskipum
Eimskipafélagsins er nú kominn
upp á Akranes, þar sem gerð verð
ur breyting á lestarlúgum skipsins.
Vélsmiðja „Þorgeirs og Ellerts“
annast þessa breytingu, sem mun
kosta um 2 milljónir króna. Breyt-
ingin er gerð til þess að hægt verði
"ð aka gaffallyfturum um skipið.
Sams konar breyting var gerð á
Tungufossi á Akranesi. Breytingin
á Selfossi var boðin út og tilboði
þeirra Skagamanna var sem sagt
tekið. —JH
„ÞAD ÍR
DRASL
SKO BARA
I HINUM"
Þeir voru aö hlaða „allra stærsta bálköstinn í bænum“ þessir, er ljósmyndarann bar að í gær-
dag. Piltarnir heita (efri röð, frá vinstri): Árni, 7 ára, Garðar brennustjóri, 14 ára, Guðmundur,
13 ára, Björn skáld, 11 ára. Neðri röð: Kári, 6 ára, Gunnar, 8 ára, Einar Þór, 10 ára, Gunnar, 12
ára, Jón, 14 ára, Gunnlaugur, 10 ára, og loks Jón, 9 ára.
„Þessi brenna er jú í stærra
lagi. Ég held barasta, að hún
sé ein af þeim stærstu, ef hún
er bara ekki sú stærsta. Seg-
iði bara í Vísi, að hún sé sú
stærsta í bænum, það ætti að
vera allt í lagi — eða er það
ekki, strákar?" Þannig fórust
honum orð, honum Garðari
brennustjóra allra stærstu
brennunnar í bænum, en hún
er staðsett á móts við vega-
mót Ægissíðu og Faxaskjóls.
Garðar var þar að störfum
ásamt nokkrum vöskum
drengjum öörum úr Vestur-
bænum, er blaðamann og Ijós
myndara Vísis bar þar að.
>eir fræddu okkur á því
drengirnir, aö það væru 4
brennur við Ægissíöuna, en þaö
Lögreglan setur upp
varðstöð við Dragháls
Hverfisstöð fyrir Arbæ
seinna meir fyrir M
Upp úr áramótunum er ráðgert
að taka í notkun sérstaka hverf-
islögreglustöð fyrir Árbæ og
Breiðholt, og verður hún í húsi
Áfengisverzlunarinnar við Drag-
háls.
I þessari nýju hverfissitöð verða
þrír lögregiluþjónar á vakt allan sól
arhringinn tiil þess að sinna útköffl
um I þessum hluta borgarinnar.
Eftir þvi sem borgin hefur stækk
að og byggðin færzt lengra og
lengra inn fyrir EMiðaár, hefur
gamla lögreglustöðin smám saman
misst gildi sitt sem miðpunktur lög
reglustarfsins miðsvæöis í borginni.
Er langt síðan mönnum varð ljóst,
að til þess hlyti að koma að settar
yrðu upp smærri varðstöðvar í fjar-
lægustu borgarhlutunum, þar sem
við væru lögreglumenn er brugðið
gætu fljótar við Utköllum, heildur
en ef lögreglumenn væru sendir
alla leið neöan Ur Pósthússtræti.
Hefur líka komið fyrir, að lög
reglan hefur gripið til þess að hafa
lögreglubíla mannaða tii taks uppi
í Árbæ á gamlárskvöldum og við
önnur slík tilefni, þegar helzt mátti
ætla þörf fyrir lögregluaðstoð.
Þess er vænzt, aö lögreglan muni
flytja starfsemi sína úr Pósthús-
og Breiðholt — ónnur
/ð- og Vesturbæinn
stræti i nýju lögreglustöðina við
Snorraibraut seint á næsta ári, en á
prjónunum eru ráöagerðir um að
: :
• Jólagjafirnar •
•fundust á biðstöð:
I stræfisvaggnanna i
a •
: — en enginn finnst l
• :
: eigandinn •
: Einhver hefur verið óheppinn •
aeftir jólainnkaupin sín nú fyrir J
^ jólin, — og tapað poka fullum af a
Jjólagjöfum. Fannst pokinn á *
e viðkomus tað strætis vagnanna •
Jniðri í miðborginni og var skilað s
• til lögreglunnar. J
• Þótt furðulegt sé, leitaði sá«
^ sem týndi aldrei til lögreglunnar 5
a sem aftur á móti vill endilega J
^koma gjöfunum til rétts eig-a
• anda. Ætti hann því hið snar>:
% asta að gefa sig fram á lögreglua
Jstöðinni og gera grein fyrir inni:
ahaldi pokans. Ætti hann þá aðj
^geta gefið jólagiafirnar sínar áða
• ur en jólin eru öll. —JBP:
hafa hverfisstöð fyrir Miðbæinn og
Vesturbæinn annaö hwort í gömlu
lögreglustöðinni, eða einhverju ööru
húsnæði eftir hentugleikum, þvf að
vel kann svo að fara, að gamla lög
reglustöðin veröi tekin undir starf-
semi póstsins. —GP
Stelu verkfærum
ár nýbyggiugum
Þegar menn komu í eina af
nýbyggingunum í norðurbænum í
Hafnarfirði í gær, uppgötvuðu þeir,
að um jólin haföi verið stolið úr
húsi nr. 11 við Þrúðvang verkfær-
um fyrir þúsundir króna. Þaðan
voru horfin rafmagnsverkfæri og
smíðatól ýmiss konar.
Fyrir jólin var orðið Ijóst, aö
einhverjir venja komur sínar í ný-
byggingar í leit að verðmætum,
þegar smiðir eru þar ekki við
vinnu. í einni byggingunni hafði
verið gengið á nýmáluðu gólfi, og
málningin skemmd en úr þriöju
byggingunni hafði verið stolið
verkfærum.
Ekki hefur enn verið upplýst,
hverjir valdir eru að þessum þjófn-
uðum, en rannsóknarlögreglan í
Hafnarfirði vinnur að rannsókn
málsins. — GP
væri raunar tæpast hægt að
kalla hinar þrjár brennur, það
væri eintómt drasl f þeim. „Sko
okkar brenna er næstum því
bara úr trékössum, sem brenna
ofsa flott, en hinar eru bara úr
papparusli og svoleiðis asnalegu
dóti,“ sagði einn í hópnum.
Hann sagði okkur líka, hvar
þeir fengju alla þessa fínu tré-
kassa í brennuna sína, en áður
hafði hann tekið af okkur hátíð-
legt loforð fyrir því að segja
ekki frá, hvaöa fyrirtæki þaö
væri. Strákarnir f hinum brenn-
unum mundu þá nefnilega hóp-
ast þangað næst og þá væri
allt ónýtt.
„Á ég annars að segja ykkur
vísu, sem ég orti um brennuna
okkar í fyrra?“ spurði allt í einu
einn drengjanna í hópnum Bjöm
Björnsson aö nafni. Við vorum
vitanlega til í það og fengum
þá að heyra hana þessa:
„Faxabrenna fögur er
út viö sjóinn stendur.
Hún brennur vel, af öllum ber.
Viö han’ er Garðar kenndur.“
— ÞJM
Víðar en á Ægissíðunni hlaða vask-
ir drengir sér bálkesti til að bera
eld að á gamlárskvöld. Þessi mynd
ætti t. d. að geta verið okkur til
rnarks um það, en hún barst olckur
í hendur í morgun alla leið frá Ak-
ureyri og sýnir nokkra brennu-
stráka að störfum. Kannski brenn-
an þeirra sé sú stærsta þar í bæ,
eins og ef til vill svo margæ aörar?