Vísir - 12.01.1971, Qupperneq 3
VÍSIR . Þriðjudagur 12. janúar 1971.
í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND I MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND
Umsjón: Haukur Helgason:
Sjötíu fangar Brasilíu-
stjómar fluttír til Chile
— samkomulog milli mannræningjanna og
stjórnarinnar — Bucher sendiherra væntanlega
laus / dag
70 pólitískir fangar í Bras-
ilíu voru í morgun í Ríó de
Janeiro og áttu að fara með
flugvél til Chile. Brasilíu-
stjórn ákvað að sleppa
föngunum í skiptum fyrir
sænska sendiherrann Gio-
vanni Bucher, sem skæru-
liðar í Brasilíu rændu á
dögunum.
Talsmaður brasilísiku stjórnarinn
ar sagði, að fulltrúar ríkisstjómar
Chile mundu taka við föngunum.
í Chile er nú við völd marxistinn
Allende, fyrsti marxistinn, sem kjör
inn er forseti suður-amerísks lands.
Síðan Allende komst til valda, hafa
skæruliðar leitað skjóls í Chile.
Mikið þóf hefur verið um Buoh-
er sendiherra. Ríkisstjórn Brasilíu
Dular-
fulla
stúlkan
Þessi stúilika er nú einna mest
í fréttum í Bretlandi, hvort sem
er að sekju eöa ósekju. Þetta er
hún Jacqueline Rufus-Isaacs, 24
ára, hefðanmær af einihverju „fín
asta“ fólki Bretlands. Brezku
blöðin segja, aö hún sé ástmær
eiginmanns Margrétar prinsessu
Tony Snowdons lávarðar.
Tony sagði í fyrradag, að
þetta væri hreinn uppspuni. —
Hefði hann ekikert með ungfrú
Ruifus-Isaaes að gera. Blöðin
sitja þó við sinn keip, og segja
að hjónaband Margrétar og
Snowdons sé að fara út um þúf
ur.
„Hussein og lsraels-
menn vmna saman
— gegn okkur, segja arabiskir skæruliðar
Jórdanska stjómin hefur
kallað þingið til aukafund-
ar vegna ókyrrðarinnar í
landinu undanfarna fimm
daga, en þar hafa skæru-
liðar og stjórnarhermenn
barizt daglega. Skothríð
heyrðist annað veifið í
Amman í nótt, og skærulið
ar halda bví fram, að stór-
skotalið stjórnarinnar hafi
skotið á stöðvar skærulið-
anna um allt landið.
Skæruliðar segja, að orrustuflug-
vélar frá I’srael hafi í gær ráðizt
á stöðvar þeirra við ána Jórdan og
hafi stjórnarher Jórdaníu samtímis
ráöizt á stöðvar skæruliða. Ríkis-
stjórnin í Amman segir, að ekkert
sé hæft í þessu. Hins vegar hafi
skæruliðar fellt einn lögregluþjón
og sært þrjá í Amman í gær. Þá
hafi skæruliðar rænt tveimur her-
mönnum.
Hussein konungur er í sjúkra-
húsi í London, og hefur hann sent
jórdönsku þjóöinni kveðju í útvarpi.
Hann kveðst vilja fullvissa þjóð
sína um, að hann muni ekki jiola,
’að erlent veldi fái yfirráð yfir-
ráð yfir neinum hlutum jórdansks
lands.
hafði áður gengið að kröfum skæru
liða, sem rænt höfðu erlendum
sendimönnum í landinu. Hins vegar
var hún í þetta sinn mjög treg til
undanláts. Bar hún því meðal ann-
ars við, að sumir hinna pólitísku
fanga væru venjulegir glæpamenn,
en ekki skæruliðar. Þá sagði ríkis-
stjórnin, að sumir fanganna vildu
ekki fara úr landi.
Alsír var lengi taiið mundu verða
það land, sem fangarnir yrðu flutt
ir til og þeim sieppt þar. Skærulið
ar i Brasilíu höfðu áður flutt til
Alsiír hóp pólitískra fanga, sem látn
ir voru lausir í skiptum fyrir gísi
skæruliðanna. I þetta sinn varð
Ohiie fyrir valinu.
Búizt er við, að Buoher sendi-
herra verði látinn laus í dag. Laust
fyrir hádegið beiö Brasilíustjórn eft
ir ákveðinni tryggingu fyrir því að
Bucher yrði sieppt.
Bucher
Medici forseti Brasilíu
undan
Hungurverkfall f
Lahore í Pakistan
• Hungurverkfall f bænum La-
hore í Pakistan leiddi til haröra
götubardaga í gær. Herinn tók
að lokum völdin f þessum öðr-
um stærsta bæ landsins. Réðist
herinn til atlögu á bæinn, eftir
að lögreglunni hafði mistekizt
að dreifa mannfjöldanum með
táragasi.
# Forystumaður hungurverkfalls-
ins er fyrrverandi krikkethetja,
Abdul Hafeez Kardar. Upphóf-
ust síðan kröfugöngur. Mann-
fjöldinn hljóp um götur og
braut rúður. Hungurverkfalls-
menn áttu f samningaviðræðum
við stjóm blaðaútgáfu, en þær
fóru út um þúfur. Hótuðu verk-
fallsmenn þá að hertaka skrif-
stofur útgáfufélagsins.
Krikketmaðurinn Kardar var
kosinn á fylkisþingið í Lahore
í desember. Hann er félagi f hin
um vinstri sinnaða alþýðuflokki,
sem Ali Bhutto stýrir.
Formaður arabíslcu vopnahlés-
nefndarinnar í Jórdaníu, Túnisbú-
inn Bahi Ladgham, fer í dag frá
Kaíró til London til viðræðna við
Hussein konung. Hann kveðst
munu íáta af störfum, ef aðiiar í
Jórdaníu haidi ekki í heiðri vopna-
hléssamninginn.
Málgagn kfnverska kommúnista-
flokksins „alþýðudagblaðið" kenn-
ir Bandarfkjunum í morgun um á-
töikin í Jórdgníu. Segir blaðið, að
Bandaríkjamenn veiti jórdönsku
stjórninni mikla hernaðaraðstoð og
leggi áráðin um það, hvernig b^zt
sé að ráða niðurlögum skærurlð-
anna. Blaðið heitir skæruliðum i
Jórdaníu fuilum „stuðningi kín-
versku þjóðarinnar í baráttunni við
heimsvaidastefnu Bandaríkjanna."
Aukin sænsk
aðstoð við þjóð-
frelsishreyfingar
Sænska stjórnin mun halda á-
fram að veita Noröur-Víetnam
efnahagsaðstoð og efla stuðning
sinn við þjóðfrelsishreyfingar í
Afríku. Þetta kemur fram í fjár-
lagafrumvarpi stjórnarinnar, er
lagt var fram í morgun.
Þar er lagt tiil, að aðstoðin
við vanþróuöu ríkin verði aukin
um 20%, og nemur hún nú ein-
um milljarði sænskra króna. —
Meira verður lagt að mörkum
til Túnis, Kenya, Tanzaníu og
Zambíu, en minni aðstoð en í
fyrra veitt Eþíópfu, Indlandi og
Pakistan. Norður-Víetnam fær
sömu fjánhæð og í fyrra eða 75
miiljón sænskar krónur. Þriðj-
ungur þeirrar upphæðar er
stuðningur vegna hörmunga
stríðsins, sem greiddur verður
strax en hinn hlutinn á að fara
tii uppbyggingar eftir stríðið í
Víetnam og verður greiddur síö-
ar.
Þá er í athugun, hvort auka
beri stuðning viö Kúbu.,
Einu nýju skattamir, sem
frumvarpið gerir ráð fvrir, er
10% skattur á auglýsingar f
blöðum og • tímaritum. Hiuti
þeirrarar fjárhæðar, sem inn
kamur af skattinum, á að fara
til aö . styrkja sveitablöð, sem
ilia standa.