Vísir - 25.01.1971, Page 3

Vísir - 25.01.1971, Page 3
3 Ví SjTR . Manudagur 25. janúar 1971. v,- • v : yr : ------------- ^ 6 SVIORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND ÞJARMAÐ AÐ Ný át'ók / Póllandi: Upphusnarástand í Szciecin Gíerek flokksforingi á skyndilundi með verkfallsmönnum GfERIK, hinn nýi foringi pólska kommúnistaflokks- ins reyndi í nótt á skyndi- fundi með verkamönnum í hafnarborginni Szczecin að fá þá til að snúa aftur til 'vinnu. Þar er verkfall hjá verkamönnum, er starfa við járnbrautir, höfnina, skipasmíðastöðvarnar og samgöngur. Gierek ætlaöi að flytja ræðu í út- varpi og sjónvarpi í gær til að reyna að iægja öldurnar, en á síð- ustu stundu hætti hann við ræðuna og fór í stað þess í skyndi til borg- arinnar. Fjöimennur fundur var haldinn í gærkvöJdi í Adam Warski-skipa smíðastöðinni. 13 þúsund verka- menn hafa haft stöðina á valdi sínu í nærri þrjá sólarhringa. Sem merki þess, að þeir væru í verk- falli, höfðu verkamenn á föstu- daginn dregið að hún rauðan fána uppi á verksmiðjubyggingunni. 1 sérstakri útvarpssendingu í Szczecin var sagt, að fundurinn í gærkvöldi hefði farið fram átaka- laust. Verkfallsmenn krefjast mikilla launahækkana, en stjórn skipa- smíðastöðvanna hefur hafnað kröf- unum. Verkfallsmenn krefjastþess enn fremur, að kommúnistaflokkur inn verði endurskipulagður, svo og stjómarfarið allt. Stjórnvöldin hafa vísað þessum kröfum á bug og sagt, að slík breyting yrði að ger- ast smám saman. Verkfallið í Szczecin er fvrsta verkfa'llið síðan blóðug átök urðu á Noröur-PóMandi f desember. Verk fa'Mið hófst í skipasmíðastöðinni í Warski og varð fljótt nánast alls herjarverkfaM. Járnbrautasamgöngur í héraðinu hafa nú legið algeriega niðri í meira en tvo sólarhringa. Hinir nýju forystumenn kommún istaflokksins Mta þetta alvarlegum augum, og mi'kil spenna var f Var sjá í nótt. Forystumenn fara varlega í sak- irnar og reyna að fá verkfallsmenn til að draga úr kröfum sínum. Verkamenn virðast hins vegar stað ráðnir að ná sigri. Fréttamenn segja, að greinilega sé ólgan, sem blossaði upp f des- ember, nú aftur að brjótast út, eftir að friðsamlegt hefur verið í Gierek (til hægri) ræðir við stúd enta. nokkrar vikur. Átökin í desember höfust í Gdansk við Eystrasalt 14. desember. Breiddust þau strax til flestra annarra borga á þessum slóðum, þar á meðal Szczecin, sem áður hét Stettin. Margir biðu bana í átökunum. Segja verkamenn, að mörg hundruö hafi fallið. Að minnsta kosti er vitað, að mörg hundruð verkamenn eru „horfnir“. Verkföll urðu f fyrri viku í Gdansk, og breiddust þau út til Gdynia og Szczecin. SEINUSTU FRÉTTIR: Samkvæmt fréttum um hádegið höfðu verkamenn oröið við tilmæl- um Giereks og snúiö aftur til vinnu að minnsta kosti í skipasmfðastöðv unum. Ríkið tók bita — en talsvert var eftir jbó Það hljóp á snærið hjá hinum blásnauða Pasquel Martinez. Hann vann 100 þúsund dali, eða 8,8 milljónir króna, í happdrætti New Yorkríkis. Hins vegar tók hið opinbera fjórðung upphæðar- innar af honum til greiðslu á fátækrastyrk, sem hann hafði fengið í fimm ár. Segir hið opinbera, að þetta hafi verið „lán“ til hans. Þó er eftir drjúgur skildingur handa Martinez, og sýnir hann hér ávísunina, sem hljóðar upp á 6,6 millj. kr. Borgarastyrjöld í Úganda Borgarastyrjöld hefur brot izt út í Afríkuríkinu Úg- anda. Vélbyssu- og fall- byssuskothríð drundi í nótt í höfuðborginni Kam- pala. Fréttamenn skýra frá því, að mikill fjöldi her- manna hafi verið á götun- um, en óljóst var í morgun, hvernig ástandið var í land inu Óstaðfestar fréttir hermdu, að revnt hefði verið að myrða æðsta hershöfðingja landsins, Idi Amin. Sjónarvottur sagði fréttamönnum 'réttastofu Reuters, að hann hefði séð skriðdreka skjóta á fólk. Forseti Uganda Mi'lton Obote er ekki í landinu. Búizt er við, að hann komi heim á morgun, en hann 5at samveldisráðstefnuna í Singa- oore. Oboíe særðist á andliti fyrir cveimur árum, þegar tMræðismaður skaut á hann, er Obote gekk út úr þinghúsinu í Kampala. Þá voru stjómarandstöðuflokkar kannaðir. Úganda fékk stjálfstæði í októ- Obote tók öil völd í Úganda ár- ið 1966 og steypti konungi af stóli. Fyrir tveimur árum særð- ist Obote í andliti, er reynt var að ráða hann af dögum. ber 1962. Hún var áður brezk ný- lenda. íbúar eru 9,5 miMjónir. Ob- ote varð fyrsti forsætisráðhera landsins. Hann setti Mutesa kon- ung frá völdum f febrúar 1966 og fékk þingið til að gefa sér miki'l völd og skipa sig forseta landsins. Obote er af ættflokki Lango, en hann á uppruna sinn f norðurhluta landsins. Meginhluti lögreglumanna er einnig af þesum stofni. Langó- amir em þekktir frá fornu fari sem herskáir menn, og eru þeir ekki vinsællir meðal friðsamlegri ætt- flokka í suðurhluta landsins. Seinustu fréttir hermdu, að her- menn hefðu umkringt þinghúsið í Kampala, og hefði þar verið skotið af byssum. Skriðdrékar vora sagð- ir hafa umkringt bústaö Obotes utan við borgína. Sendinefnd Úganda á brezku samveldisráðstefnunni í Singapore bað fréttastofur að láta sig vita um gang mála í Úganda. Útvarpið í Úganda flutti ekki morgunfréttir í morgun en í þess stað var útvarpað hemaðartónlist. Hermenn höfðu umkringt útvarps- stöðina, og mátti fólk ekki koma nærri byggingunni. PHNOM PENH 5 Hersveitir Víetkong og N-Víet- nam gerðu aftur f nótt árásir á flug völlinn við Phhom Penh, en hann er mikiö skemmdur eftir árásimar fyrir helgi. Eldflaugum var skotið. >á herma fréttir, að kommún- istar hafi náð síðasta virki stjórnar hersins á vesturbakka árinnar Tonle Sap, 50 kílómetrum suðaust- ur af höfuðborginni. Hermenn í höf uðborginni era við öllu búnir vegna hættunnar á áhlaupi kommúnista á borgina. Sprengja sprakk í morgun við skrifstofur rafveitu f Phnom Penh, og sex menn særðust. Þetta var þriðja sprengingin f borginni á þremur dögum. Helmingur Suður-Vfetnamanna, sem tekið höfðu þátt f hemaðarað- gerðum til að reyna að opna þjóð- brautina frá Phnom Penh til strand ar, hefur verið dreginn til baka. Þarna vora 5300 S-Víetnamar, sem börðust með hqr Kambódíumanna. TIL SÖLU Vorum aö fá til sölu 106 ferm 4ra herb. íbúðir við Vesturberg. Þessar íbúðir eru mjög haganlega teikn- aðar, hol er t.d. hægt að nota sem sjónvarpsherbergi. Verð pr. rúm m er aðeins 3.227,— Öll sameign við sjálft húsið er að fullu frágengin (einnig teppi á stiga). íbúðirnar afhendast tilbúnar undir tréverk þann 1. nóvember n.k. Útborgun við kaupsamning kr. 50 þús. Beðið eftir 600 þús. kr. veðdeildarláni. Traustur byggingaraðili. Ath. að sækja verður um veðdeildarlán fyrir 1. febr. n. k. til þess að fá lánsloforð á þessu ári. FASTEIGNASALA Sigurðar Pálssonar byggingameistara og Gunnars Jónssonar lögm. Kambsvegi 32, símar 34472 og 38414.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.