Vísir


Vísir - 25.01.1971, Qupperneq 9

Vísir - 25.01.1971, Qupperneq 9
VtSIR . Mánudagur 25. janúar 1971. 9 64. skoðanakönnurt Vhsis: Viljið jbér láta leyfa eða barma hundahaíd i þéttbýli? til að láta ástúðina bitna á 'ii □ „í sveitunum erum við lítið fyrir það að borgar- búar séu að loka skepnur inni í stofum hjá sér“. Það er alveg sama, hve miklir dýravinir menn eru. Ævinlega fer á þann veg, að hundkvikindin fá ekki þá hirðu, sem þarf að hafa við þessi grey, innilokuð og innan um fólk“. „Það er enginn friður með þetta í borgum, jafnvel þó maður hafi girðingu eða ein- hverja aðstöðu fyrir greyin. Krakkar kasta í þau grjóti og hrekkja þau“. □ „Allra sízt frá dýravemdunarsjónarmiði ætti að leyfa hundahald í bæjum. Einhverjir einstakl- ingar kunna að þurfa á þessu að halda, en þeir verða að finna sér eitthvað annað til að láta ástúð- ina bitna á“. — „í þessu verðum við að hafa „já, já — nei, nei-stefnuna“. „Nokkrum einstaklingum kann að vera þetta nauðsynlegt, en frá sjónarmiði heildarinnar er hundahald óæskilegt“. □ „Hundar eru elskulegustu dýr og get ég ekki séð, að þau geti skaðað okkur nútímamenn frekar en forfeður okkar allt frá bernsku mann- kyns“. — „Blint fólk og gamalmenni þurfa að fá að hafa hunda, ef þess er æskt“. — „Fráleitt er að banna hunda. Alveg eins ætti að bánfiá bífá? Þeir valda okkur árlega miklum skaða, miklu meiri skaða en hundar gætu gert. Eigum við þá að fara að banna hunda?“ □ „Það á að leyfa takmarkað hundahald undir ströngu eftirliti. Þeir yrðu aldrei margir, sem nenntu að halda þá og sjá um þá. Þar má benda t. d. á það, að mæður mega nú varla vera að því lengur að hugsa um bömin sín“. — „Aldrei hefði mér dottið í hug, að koma með hana Trýnu mína með mér hingað til höfuðborgarinnar eða hina sjö elskulegu hundana, sem ég hef átt um ævina. Hundar eru nefnilega náttúradýr“. Niðurstöður úr skoöanakönniininni urðu pessar Leyfa............ 43 eða 21% Banna............137 eða 69% Dákveðnir........ 20 eða 10% Ef aðeins eru taldir þeir, sem afstöðu tóku, litur taflan þannig út: Leyfa...............24% Banna...............76% Hundahald hér í Reykjavík hefur verið með hvössustu deilu málum þjóöarinnar á þessum vetri. Átökin um það, hvort leyfa bæri hundahald eða ekki náðu hámarki, þegar borgar- stjórn Reykjavíkur tók málið til meðferöar skömmu fyrir jól og felldi frekari umræður um þaö, hvort endurskoða ætti leyfi til hundahalds hér í Reykjavfk að nýju með 14 atkvæðum gegn einu. Þá var meðal annars hróp að á áhorfendapöllum borgar- stjórnarinnar, sem þá voru full ir, en annars yfirleitt galtómir: „Sýnið miskunn". Fleiri hróp heyrðust m. a. „morðingjar" og fleira í þeim dúr. Margir hafa tekið hundamálið, sem hverju öðru gríni, en það hefur hreint ekki verið neitt grín fyrir marga. Ein mikilsverð vitsmunavera íslenzku þjóðarinn ar ruddist fram á ritvöllinn i miðjum deilunum og líkti í hita baráttunnar aðgerðum gegn hundahaldinu við aðför að rússn eskum Gyðingum í heimsstyrjöld inni síðari. Margir hundavinir telja sjálf- sagt, að afgreiðsla borgarstjórn- ar Reykjavíkur á hundamálinu hafi verið hið mesta gjörræði. Vfsi þótti því forvitnilegt að kanna hug þióðarinnar til þessa máls og lagði eftirfarandi spum ingu fvrir almenning í 64. skoð anakönnun sinni: „Viljið þér láta leyfa eða banna hundahald í þéttbýli?“ Niðurstöður skoðanakönnunar innar eru að vfsu ekki 14:1 sig ur fyrir andstæðinga hunda- halds, en samkvæmt skoðana- könnuninni eru niðurstööurnar samt ótvíræöur mikill meiri- hluta sigur fyrir andstæðinga hundahalds. Ef aðeins eru tald- ir þeir, sem höfðu skoðun á málinu voru 76% á móti hunda haldi f þéttbýli, en 24% með. Athyglisvert var, að ekki var mikill munur á afstöðu fólks eiftir búsetu á landinu. Heldur fleiri f dreifbýli, en þéttbýli voru því hlynntir að hundahald yrði leyft í þéttbýli, en sá mun ur var ekki meiri en svo, að eðlilegur skekkjuvaldur f skoð- anakönnun geti ekki gert grein fyrir mismuninum. Nokkur munur var á afstöðu kynjanna i skoðanakönnuninni. Fleiri konur en karlar vildu láta leyfa hundahald, en þó vildi mikill meirihluti kvenna láta banna það, eða hátt i 70% þeirra. Ekki þarf að fara í grafgöt ur með það. að hundamáliö er ekki úr sögunni Vísir hefur haft af því freanir. að hunda- vinir muni grípa til ráðstafana og má næstum ganga að því. sem vísu, að átök verði næsta haust, þegar allir hundar eiga að verða á brott úr borginni (fyrir 3 sentembery Þeim. sem hefur þótt hundamálið „sikemmtileet“ eiga því eftir að fá mikla „skemmtun" enn þá Heitir samherjar hundanna eiga eftir að ganga í gegnum „erfiða" tíma. —VJ ÍÍSfflW — Á að leyfa eða banna hundahald I þéttbýli? Oddur Geirsson. pípulagninga- maður: — Það á að banna það alveg, held ég bara. Jakob Ragnarsson, Sjómanna- skólanemi: — Ég sé enga ástæðu til að banna hundahald Sigurbjörn Benediktsson, starfs maður íprentsmiðju: — Ég er nú eiginlega hvorki með eða á móti hundahaldi Hef samt eink ar gaman af dýrum. Ólafur B. Thors, fulltrúi: — Þið megið hafa eftir mér, að ég vilja láta banna það. Ég hef sagt þaö einu sinni opinberlega og því ætti að vera óhætt að segja þaö einu sinni til. Hrefna Hektorsdóttir, húsmóðir — Mér finnst aðstæður allar vega hver upp á móti annarri í því máli. Drengsins mfns vegna gæti ég ekki sætt mig við annað en að hundar væru vel ir og þeirra vel sætt, þvf hann — eins og áreiðanlega flein börn — er hræddur við hunda Hundanna vegna gæti ég svo vart fellt mia við, að beir væru tjóðraðir og beittir ófrelsi. — Lfklega er ég andsnúin hunda- haldi í þéttbýli. .

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.