Vísir - 26.01.1971, Side 2
10 milljónir
í skaðabætur
Hér kemur svo nýr vinsælda-
listi með nýju Iagi. Er það lag
sem þessa stundina situr í efsta
sæti brezka vinsældalistans, leik-
ið af hljómsveitinni McGunness
Flint. Nefnist lagiö „When I'm
dead and gone“ og er samiö og
flutt í því sem mætti ef til vill
nefna „Crosby,, Still og Nash-
stil“, en stööugt fleiri hljómsveit-
ir en Trúbrot virðast vera aö
aðhyllast þá línu. Þessi McGunn-
ess, sem hefur bætzt f þann hóp
með Mjómsveit sína er sá hinn
Eins og skýrt hefur verið frá
f fréttum, hefur ekkja bandaríska
geimfarans Virgil Grissom, höfð-
að skaðabótamál á hendur North
American Rickwell Corporation,
því fyrirtæki sem að mestu fram-
leiddi Appollo-geimfar það er
kviknaði í rétt áður en því skyldi
skotiö út í geiminn með 3 geim-
fara innanborös. Eins og mönn-
um er enn í fersku minni, köfn-
uðu þeir þar þrír eða brunnu,
Grissom og félagar hans 2, Roger
Chaffee og Edward White.
Máliö er höfðað og krafizt 10
miHjón dollara f skaöabæt-
ur vegna „kæruleysislegs, van-
hugsaðs og illa hannaðs frágangs"
á geimfarinu. Málið er einvörð-
ungu höföað vegna láts Grissoms,
ekkert hefur heyrzt frá aðstand-
endum hinna geimfaranna
tveggja.
Kafnaði í hylkinu
Grissom, White og Chaffee,
áhöfn sú er átti að fara í geimferð
með Appollo þann 27. janúar 1967
frá Kennedyhöfða er talin hafa
kafnaö, en eldur varð laus í geim
farinu, en hann spratt frá raf-
leiðslum. i
1 málshöfðun sinni nefnir frú
Grissom átta atriði, sem hún tel-
ur að geti ekki talizt annað en
mistök eða vanhugsun við gerð •
geimfarsins. Frúin, sem býr í*
Huston, Texas, höfðaði ekki máliðj
í eigin persðnu heldur sér lög-«
fræðingur hennar algeríega um,
það. Segir í kæru hennar aðj
hylki það er geimfaramir voru*
í, hafi ekki verið nægjanlega vel J
tryggt fyrir óhöppum. Á því var«
enginn neyðarútgangur, þannig að.
ef eldur kæmi upp einhvers stað-J
ar var næsta víst um örlög geim-#
faranna. Segir og í skýrslu frúar-J
innar að hitastigið í hylkinu hafi*
áreiðanlega náð 1000 gráðu hita,*
„sem orsakaði dauða Grissoms
við það að hann andaði að sér
eiturgasi, brann alvarlega og eitr-
aðist af karbónmónoxíð“. Til
viðbótar viö að kalla hylkið „ó- j
öruggt, hættulegt og ónothæft",
segir frúin að því alvarlegar horfi
málið við „að framleiðendur vissu
um ágalla þess og vanræktu að
verða sér úti um unplýsingar um
hvað gæti gerzt eða láta NASA
sh'kar upplýsingar í té“.
Eftir að slysiö varð, lét NASA
fara fram rannsókn á slysinu og
orsökum þess og útkoman úr
þeirri rannsókn, var 3000 bls.
skýrsla — í hverri fullyrt var um
galla í rafmagnsbúnaði farsins.
Leiddi þessi athugun NASA til
margháttaðra breytinga á næstu
geimförum.
Virgil Grissom og frú. Myndin var tekin 1965.
sami og lék á alls oddi með
Mannfred Mann, þegar hann gerði
þaö hvaö bezt.
Svo sem fyrri daginn hefur ekk
ert íslenzkt pop-lag náð að kom-
ast á vinsældalistann, en aðspurð-
ir sögðu plötusnúðamir í Glaum-
bæ, sem bera ábyrgöina á þessum
Iista, að ef eitthvert íslenzkt pop-
lag gæti talizt til vinsælda með-
al diskótekgesta væri það helzt
Iag Trúbrots af LP.-plötunni,
„Feel me“. Það lag væri verið að
biðja þá plötusnúða um að leika
öðru hverju, sem þeir reyndar
ekki gera, þar eð þeir telja lagið
í fyrsta lagi ekki vera danslag
og í öðru lagi vera of langt.
Lögin af Óðmannaplötunum njóta
einnig töluverðra vinsælda, en
ekki væri þó hægt að neifna neitt
sérstakt lag, sem tekið væri
fram yfir annað. — Lögin af
Óðmanna-plötunum em ekki spil-
uð i diskótekinu af sömu ástæðu
og fyrr er getið í sambandi við
Trúbrots-lagið.
Lagið sem féll út af vinsælda-
listanum fyrir sakir tilkomu Mc-
Gunness er „Take off your
clothes" með söngvaranum Pétri
Sartred. Það lag heyrist þó ennþá
í diskótekinu, en ekki nándar
nærri eins oft og áður.
Allt útlit er fyrir, aö það lag,
sem næst kann að falla í valinn
verði annað hvort „Blaok Magic
Woman" eða þá „What is life?“
Hvort tveggja prýðisgóð lög.
Raunar farið að slá í það fyrr-
nefnda, eftir um misserislanga
dvöl á toppnum, en gott lag að
upplagi engu að síður. Öllu meiri
undrun sætir það hve hratt lag
Georgs Harrisons, „What is life“
hefur hrapað niður á listanum.
Það hóf feril sinn í fjórða sæti,
en fór niður f það nfunda strax
viku seinna. Þar situr lagiö enn
á þessum nýja lista, hvað sem
kann að verða í næstu viku. Hin
lögin tvö, sem George á á list-
anum sitja hins vegar enn sem
fastast og sýna ekki á sér hið
minnsta fararsnið.
Listinn yfir vinsælustu LP-plöt
urnar f safni Glaumbæjar-diskó-
teksins er enn við það sama. —
Einu breytingamar eru þær, að
lögin sem vom f öðm og þriðja
sæti f síðustu viku hafa skipt um
sæti og LP-plata Eltons John hef-
ur fengið sitt rétta nafn, en hún
var f sfðustu viku ranglega nefnd
„Tunbleveed connection", en ber
einfaldlega nafnið Elton John. —
Hit.t er svo annað mál að til er
LP-olata með nafninu „Tunble-
veed eonnection" einnig frá
hendi Eltons. en sú nlata gerir
bað bara ekki eins gott í Glaum-
bæ og hin platan. — ÞJM
Merkilegur
Black Sabhath
Y insældalistinn
1. (1) My Sweet Lord......... George Harrison
2. (3) No, no, no,........... Voices of East Harlem
3. (2) I Think I Love You.... Partrige Family
4. (4) Ironman .............. Black Sabbath
5. (-) When I‘m Dead and Gone .... McGunness Flint
6. (7) Paranoid ............. Black Sabbath
7. (6) Wah — Wah............. George Harrison
8. (5) I Found Out .......... John Lennon’s POB
9. (9) What is Life ......... George Harrison
10. (8) Black Magic Woman ... Santana
VINSÆLUSTU LP-PLÖTURNAR:
1. (1) All Things Must Pass.. George Harrison
2. (3) Paranoid ............. Black Sabbath
3. (2) Elton John ........... Elton John
4. (4) 'J. Lennon‘s Plastic Ono Band .. John o.fl.
5. (5) Led Zeppelin III ............ Led Zeppeiin
lykill
Við höfum okkur það til afsök-
unar þegar við birtum mynd af
þessari vellimuðu stúlku, að fram-
an á kvið hennar dinglar einhver
merkilegasti lyikill í heimi. Þið
eigið sum sé að horfa á lykilinn,
góðir hálsar, en ekki konuna.
Lykillinn mun hafa verið smíð-
aður einhvem tíma á 17. öld og
hann er holur innan, eins og allir
almennilegir lyklar, en það sem
meira er, mun vera það, að innan
i honum er eitur. Meira að segja
þrælsterkt eitur, sem gæti drep-
ið mörg hross. Hver setti eitrið
þama inn í, veit enginn, en eng-
inn hefur viljað hætta á að
smakka á eitrinu, þótt nokkrar
líkur séu á, að það sé farið að
tapa mætti sínum fyrir elli sakir.
Að minnsta kosti hættir hún ekki
á það stúlkan, sem lykilinn á.
Hún fékk hann að gjöf frá vini
slnum. — Ef menn svo endilega
vilja vita það, þá heitir kvinna
þessi Carol Roddick og er 22 ára.