Vísir - 26.01.1971, Síða 3

Vísir - 26.01.1971, Síða 3
V1SIR . Þriðjudagur 26. janúar 1971. I MORGUN UTLÖNDI MORGUN ÚTLÖND í MORGUN UTLÖND I MORGUN UTLÖND ■ : : o. Umsjón: Haukur Helgason: Gasklefinn eða ævi- langt fangelsi l i Manson og tvær stúlknanna sek um sjö morÓ — ein stúlkan um tvö morð Charles Manson og þrjár stúlkumar úr „fjölskyldu“ hans vöru fundin sek um morð að yfirlögðu ráði. — Þau biðu brosleit eftir úr- skurðinum, en brosið hvarf, þegar dómarinn til- kynnti úrskurð kviðdóm- enda. Manson lauk þessum hávaðasömu réttarhöldum með ákæru á dómarann, sem Manson sagði að hefði „hindrað hina ákærðu í að verja sig“. „Þetta mun alla tíð hvfla á sam vizku þinni“, kaltaöi hann, þegar hann og stúlkumar voru leidd út. Við réttarhöldin, sem stóðu í sjö mánuði, var því haidið fram, að Manson væri foringi „fjölskyldu", sem hann hefði fuMkomið vald yf- ir. Sum vitnanna fullyrtu, að þau Manson var reiður vegna „mistaka“ við framkvæmd morðanna á Sharon Tate og vinum hennar, svo að hann fyrirskipaði tvö í viðbót. — Kviðdómendur í Los Angeles fundu Manson sekan um að hafa lagt á ráðin um morðin og fyrirskipað „fjölskyldu“ sinni, sem trúði á hann í blindni að framkvæma þau. Á þessum forsendum telja kviðdómendur, að Manson sé, ef eitthvað er, sek- ari en þau, sem morðin framkvæmdu með eigin hendi. hefðu trúað því statt og stoðugt, að Manson væri Kristur og ailt, sem hann mælti, væri sannleikur. „Fjölskyldan" bjó saman á búgarði utan viö Los Angelesborg. — Hún hafOi ofan af fyrir sér með smá- þjófnaði, tíndi mat úr rusiatunnum, auk þess, sem þau höfðu haft ein- hverja peninga áður. Aðalvitni ákæruvaldsins var Linda Kasabian 21 árs. Hún haföi verið í „fjölskyldunni" og farið með hópnum í moröförina til húss Sharon Tate, en hún segist ekki hafa myrt neinn. Henni var lofaö, að mál yröi ekki höfðað gegn henni, og þá bar hún vitni gegn Manson og hinum stúikunum. Margt benti til dýrslegrar grimmd ar hinna ákærðu. Susan Atkins var kölluð blóð- sugan, því að vitni skýrði frá, hvernig hún hafði bragðað blóð Sharon Tate, eftir að Susan hafði .stungið leikkonuna. Leslie van Houten átti að hafa sagt, hversu mjög hún Iiefði skemmt sér viö morðin í íbúð Sharon Tate. Linda Kasabian sagði, að Man- son hefði orðiö ævareiður yfir „mis tökum" við morðin I íbúð Sharon Tate, og hefði hann því fyrirskipað, að kaupmaðurinn La Bianca skvldi myrtur og kona hans. Linda skýrði frá eiturlyfjaneyzlu og hópkynlífi í búðunum hjá Manson. 1 dómunum í gær voru Charles Manson og tvær stúlkurnar, Susan Atkins og Patricia Krenwinkel, — fundin sek um morð aö yfirlögðu ráði á leikkonuftni Sharon Tate og sex öðrum í ágústmánuði 1969. Leslie van Houten var einnig sek fundin um morð að yfirlögðu ráöi á kaupmanninum La Bianca og konu hans nóttina eftir Tatemorð- in. Manson var fundinn sekur um að hafa lagt á ráðin um morðin og gefið fyrirskipanir um þau. Þau eiga öll dauðarefsingu á hættu, og verður síðar úrskurðaö hvort þau veröi dæmd til dauða eða í ævilangt fangelsi. Verði þau dæmd til dauöa, yrðu þau líflátin í gasklefanum í San Quentinfangels inu. Dómur er loks fallinn um morðið á leikkonunni Sharon Tate, sem var myrt í ágúst 1969. 783 særðum stríðs- föngum sieppt © Ríkisstjórn Suöur-Vietnam til- kynnti í morgun, að látnir yrðu lausir allir beir 783 stríðsfangar í Jandinu, sem særðir eru eða sjúkir. Verði fangarnir scndir heim til Norður-Víetnam, þótt stjórn N-Víet nam mundi ekki gjalda í sömu mynt. © Tran van Lam utanríkisráö- herra sagði á blaöamannafundi að hann voni. að N-Víetnamar muni nú láta lausa alla særöa bandaríska og suöur-víetnamska stríðsfanga, sem þeir hafa i haldi. © Ráðherrann sagði, að fangar S-Víetnama heföu verið látn- ir lausir fyrr, et stjórn N-Víetnam heföi sýnt samstarfsvilja. Norður- Víetnamar hafa ekki viðurkennt op inberlega, að neinir hermenn frá þeim berjist í Suöur-Vietnam. © Saigonstjórnin segir, að þeir fangar sem ekki vilji fara aftur ti! N-Víetnam, muni ekki verða sendir þangað. Segir stjórnin, aö stríðsfangarnir vilji fá 'tryggingu fyrir góðri meðferð í Norður-Víet- nam, ef þeir verði sendir þangaö. ® Síðan janúar 1966 hafa Suður- Vietnamar sleppt samtais 226 særöum stríðsföngum. 37 N-Víet- namar voru látnir lausir fyrir tveimur dögum. ifVWAAAAAAA/WAAAAAAAAAA/WAA/VSAAA/WSAAAAAAi Hengingarnar eins og „kjöt- kveðjuhátíð“ 58 líflátnir í Gineu 58 af þeim 92, sem dæmdir voru til dauða fyrir þátttöku í misheppnaðri innrásartilraun í Afrikuríkið Gíneu, voru líf- látnir í gær. Útvarpið í Gíneu segir, að þeir hafi verið hengdir. Hafi heng- ingarnar farið hátíðlega fram og verið eins og „kjötkveðju- hátíð“. Fólk hafi skemmt sér konunglega, hrækt á hina dæmdu og kastað í þá grjóti. Þetta voru allt Afríkumenn. Fimm karlar og ein kona með- al hinna líflátnu, höfðu áður haft starf í ráðuneytum. 70 FÉLLU I OGANDA HnefaleikamaBur steypti Obote Að minnsta kosti 70 féllu í bardögum í Úganda í gær. Friðsamlegt var í landinu í morgun, og virt- ist hin nýja stjórn trygg í sessi. Skothríð heyrðist í höfuðborg Úganda, Kampala, í nótt, en þar höfðu herforingjar tekið völdin f gær. Al'lt benti til þess, að almenn- ingur styddi nýju stjórnina. Fyrrverandi fal'lhlífarhermaöur, sem nú í ár var meistari í hnefa- leikum (þungavigt) varö 1 gær æðsti maður Úganda, eftir að Obote forseta haföi verið vikið frá. Hinn nýi ieiðtogi, Idi Amin, fæddist árið 1925. Hann var í þungamiöju átakanna árið 1966, þegar Mutes konungi var stevpt af stóli. Þá barðist Amin viö hlið Obote sem tók öll völd. Amin er af Kakwa-ættflokki. — Hann var einn fyrstu innfæddra, sem hlutu liðsforingjatign í hern- um. Hann varð höfuðsmaöur árið 1962, sama ár og Úganda varð sjálf stætt rfki, Á stríðsárunum haföi hann verið i brezka hernum f Burma. Hermenn f her Úganda dýrka Amin vegna líkamiegs atgervis hans og vingjarnlegrar og glaðlegr- ar framkomu Milton Obote sem nú hefur vik- ið úr sessi. var f nótt í „luxus- hóteli“ f Nairobi i Kenfa. Hann og ráðunautar hans fhuguðu, hvað ti' bragðs skyldi taka. Sagt er, að Obote muni fara til Zambíu og setjast þar að fvrst um sinn. Hann kom í gær til Kenfa frá Singapore. bar sem hann hafði setið brezku samveldisráðstefnuna. Fagnandi mannfiöildi hljóp um götur Kampala f Úganda í gær og eföddust menn vegna stjórnarskipt anna. Valdataka herforingja var yfir- lýst f útvarpi. eftir tólf klukku- stunda skothríð f Kampata í gær. Bardagar urðu milli ýmissa her- deilda. WVWSAA^/S/SAA/WNA/WVWWSA/V/WVNAA/WWWVW

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.