Vísir - 26.01.1971, Page 13
YÍ S IR . Þriöjudagur 26. janúar 1971.
!3
, *****
Sjónvarpsháskóli
fyrir almenning
— veifir inntöku án stúdentsprófs og útskrifar B.A.-prófsfólk
Jþegar nýjasti háskóli Bretlands
hélt fyrsta fund sin,n meðal
stúdenta í ýmsum háskóladeild
um og prófessora, komu að-
eins 15 stúdentar á fundinn.
Hins vegar voru samstúdentar
þeirra 25 þúsund að tölu heima
hjá sér víðs vegar um Bretland
og horfðu á fundinn í sjónvarp
inu. En það munu þeir halda
áfram að gera sem stúdentar í
einni óvenjulegustu aeðri mennta
stofnun, sem nokkru sinni hef-
ur verið á fót komið, næstu þrjú
til sex árin.
Frá þessu segir í bandaríska
tfmaritinu Time. Háskóli þessi,
einfaldlega kallaður „Opni
háskólinn“, er einsdæmi í sinni
röð og er árangur áætlunar,
sem er ætlað að gera æðri
menntun mögulega öllum al-
menningi með því að nota
kennslumöguleikana, sem sjón
varp býður upp á og útvarp.
Alls mun 36 kennslustundum
vera hljóð- og sjónvarpað í báð
um fjölmiðlum fyrir hvem náms
flokkinn um sig, en þeir eru
fjórir talsins, sem Opni háskól
inn býður upp á (vísindi, stærð
fræði, list og félagsfræði). Eins
mikiilvæg eins og þessar
kennslustundir eru talin heima
verkefni, sem eru send mánað-
arlega í pósti til allra stúdent-
anna, sem eru skráðir. Einnig
er 250 menntamiðstöðvum
dreift um Bretland en þar eru
kennslutæki auk kennara og
ráðgjafa, og eru stúdentar hvatt
ir til að heimsækja þær oft.
Einnig eru höfð sumarnámskeiö
og er vikudvöl á þeim skilyrði
í hverjum námsflokki.
Menntunarjafnrétti í
stéttaþióðfélagi
Takmark „Opna háskólans"
er að koma á menntunarjafn-
rétti í þjóðfélagi, þar sem stétt-
arskipting er enn mikil. Aö
gefa fullorðnum í hvaða stétt
þjóðfélagsins sem er og i hvaða
fjárhagsaðstöðu sem er tæki-
færi til að taka á hentugan hátt
og ódýran B. A. próf. Og þar
sem einu skilyrðin fyrir inn-
töku eru Iágmarksaldurinn 21
ár og nægilegar forsendur til
að fylla út inntökubeiðni munu
nemendur þessa hásköla verða
af ýmsu tagi.
Fyrir utan hundruð Englend-
inga úr verkamannastétt eru í
fyrstu deildum Opna háskðláns
22 fangar, fyrrverandi ballett-
dansari og stjómarformaður fyr
irtækis.
Þeir, sem hafa með höndum
stjómun háskóla f Bandaríkjun-
um fylgjast með þessari tilraun
með mikilli athygli. Eftir að
hinn risastóri háskóli New York
borgar var opnaður öllum f sept
ember sl. er talið að margir há-
skó'lar séu komnir nær þeirri
ákvörðun hvort þeir eigi að
herða eða létta inntökuskilyrði
Einn af prófessorunum á skerminum. Menntunin flutt til
fólksins.
sín. En fjármálin koma þar við
sögu, þar sem talið er að sá
mifcli fjöldi nemenda, sem myndi
sækja skólana og þyrfti að að-
laga skólunum, gæti orðið til
þess að margir skólanna lentu í
fjárhagsörðugleikum.
Námið einum þriðja ó-
dýrara en í heimavistar-
skóla
Til þess að leysa þennan
vanda var skipuð nefnd til að
gera áætlun um utanskólagráðu
fyrir þá sem þess æsktu. Niður
staðan, sem kynnt var sl. haust
var furðulík Opna háskólanum
og nú er haldið áfram könnun
þess hvernig megi koma æðri
menntun á framfæri, með t. d.
sjónvarpi sem kennslutæki og
námi utanskóla. Um opinn há-
..-s'kóla eru skiptar skoöanir í
Bandaríkjunum, meðan vandlega
er-.fylgzt meö^brezku tllraun-,
inni.
Meðan Bandaríkin eru nú að-
eins að byrja að athuga um
„æðri menntun fyrir alla“ hef-
ur Bretland skörulega sýnt fram
á eina leið til að vinna bug á
tveim miklum hindrunum í vegi
slfkrar áætlunar. Með því að
komast hjá hinum geysilega
kostnaði við að koma unp heima
vistarskólakerfum hefur Eng-
lendingum tekizt að halda kostn
aðinum á Opna háskólanum
fyrstu fimm árin við 1260 millj.
króna en mestum hluta þess
fjár verður varið til byggingar
háskólamiðstöðvar í Bucking-
hamshire skammt utan Lon-
don. Kostnaðurinn við bygg-
ingu venjulegs heimavistarskóla
hverfis fyrir 5 þúsund nemend
ur yrði þrisvar sinnum rneiri.
En vegna þess að kostnaðurinn
við Opna háskólann er lágur
kostar námið til B. A. prófsins
Opna háskólann og stúdentana
minna en einn þriðja hluta þess,
sem það kostar B. A.-prófs menn
við enskan beimavistarskóla.
En enginn afslátíur gef-
inn á náminu
Þrátt fyrir þennan afslátt verð
ur enginn afsláttur gefinn á
náminu. Stjómendur Opna há-
skólans leggja áherzlu á það að
til þess að ná háskólagráðu
þýði ekki að þrúkka. í hverri
námsgrein um sjg mun meðal
nemandinn verja a. m. k. 10
klukkustundum á viku í nám
sitt — og í flestum tilfellum i
frftíma sínum frá fullri vinnu.
Og nákvæmnin, sem námið
byggist á hefur þegar haft áhrif
á nemendur og hrætt fleiri
Stjómendur háskólans búast við
því að um 30% nemendanna
muni fara frá námi eða falla.
En það verða engar ívilnanir
gefnar.
Þrátt fyrir þáð telur Time, að
það sé vafasamt að próf frá
Opna háskólanum muni njóta
jafnmikils álits og próf frá
einhverjum heimavistarskól.
anna. Sumir vantreysti Opna
háskólanum þegar vegna þess
að hann er óvenjulegur, aðrir
gangi að því sem gefnu af
sjálfu sér, að hann sé lélegri
en aðrir háskólar vegna þess
eins, að nemendur hafi ekki
tækifæri til daglegra samskipta
við kennara. En útlitið á sam-
skiptum milli kennara og nem
enda kann að vera betra en það
virðist vera í fljótu bragði. Eftir
að fyrstu 25 mín. kennslustund
inni var sjónvarpað hringdi
fjöldi nemenda í eðlisfræðipró-
fessorinn Michael Pentzogkvart
aði yfir því, að ein tilraun hans
hafði runnið út ísandinn. „Þetta
er einmitt sú svömn, sem við
vonuðumst eftir“. sagði Pentz
haröánægður. Þar sem 50 þús-
und ensk ungmenni komast
ekki í heimavistarskóla em þeg
ar margir sem vilja að Opni
háskólinn lækki aldursta'kmark-
ið niður í 18 ár. Aðrir gagnrýn-
endur, sem telja að fu'llorðnir
úr verkamannastétt ættu að geta
haft mest gagn af þessum skóla
benda á hina lágu prósenttölu
verkamanna meðaj stúdentanna
aðeins 18%. En stjórnendur
skólans em sannfærðir um, að
þeir geti ráðið við bæði vanda-
málin á komandi ámm. Þeir
segja, að husmvndin um útvalda
stétt sem komi úr útvöldum há-
skólum sé gengin sér til húðar.
Kaupum
HREINAR LÉREFTSTUSKUR HÆSTA
VERÐI
UPPL. 1 PRENTSMIÐJU VÍSIS, Lauga-
vegi 178, kl. 8—2.
auglýsingar y|5|Sj
lesa allir ■ilf' 11
Maðurinn sem annars
aldrei les auglýsingar
Vélvirkjar — Járnsmiðir
ÓSKAST
Steypustöðin hf., Elliðavogi
(Uppl. ekki gefnar í síma)
Þ.ÞORGRIMSSON&CO
ARMA
PLAST
SALA -AFGREIÐSLA
SUÐURLANDSBRAUT 6
SIMI:
3S640