Vísir - 03.02.1971, Síða 5

Vísir - 03.02.1971, Síða 5
 V 1 S 1 R . Miðvikudagur 3. febrúar 1971. .\ Stórkostleg auðæfí ££ segir Sverrir Runólfsson um Þorskafjörð „Hér í Þorskafirði hef ég séð þvílik auðæfi, að það er ekk- ert vafamál, að það muni borga sig að beizla fjörðinn — ef bændumir hér, landeigendurn- ir, sjá sér ekki fært að kaupa alla hluti'na í væntanlegu hluta félagi, þá mun ég kaupa sjálfur þá sem eftir verða. Þetta er stórkostlegt hér“, sagði Sverrir Runólfsson í samtali við Vísi í gær. Var Sverrir yfir sig hrifinn af því sem hann hefur séð þar vestra undanfarna daga, en þar er hann á ferð með Magnúsi Ól- afssyni, fyrrverandi verkstjóra hjá Vegagerðinni, en Magnús er ættaður frá Botni í Patreksfirði og sagði Sverrir Runólfsson, að Magnús væri upphafsmaður þeirrar hugmyndar, að gera garð fvrir mynni Þorskafjarðar og hefja þar fiskirækt. „Hann Magnús hefur þraut- hugsað þetta mál siðast'.iðin 4 ár. Hann er kunnugur öttum að- stæöum, og veit vel hvað hann er að segja. Við höfum nú geng ið á ís yfir Þorskafjöröinn, og hér eru aWar aðstæður eins og bezt verður á kosið. Jarðhiti er hér á tveimur stööum, þ. e. í Djúpadal fyrir norðan fjörðinn og að Laugalandi fyrir sunnan hann.“ Sagði Sverrir að kæmi tH mála að girða af nyrzta fjörðinn eða víkina, inn úr hinum eigin- lega Þorskafirði, eða þá að byggja garðinn þvert fyrir alfan fjörðinn. Sverrir hafði fyririiugað að fara vestur til Bandaríkjanna að kaupa vegagerðarvól, slika sem hann hefur hvað mest kynnt hér á landi, en í gær sagði hann, að vestur færi hann ekiki fyrr en eftir vi'ku — „ekki fyrr en geng ið er frá þessum málum hér, bændurnir verða að fá 100% tryggingu fvrir þvi að þeir standj ekki höllum fætj vegna þessara framkvæmda“, sagðist Sverrir síöan ætla að safna und irskriftum bænda á skjal, þar sem skorað væri á Alþingi að sýna fiskiræktarmálinu velvilja og veita þvi stuðning. Sverrir mun annars ætla sér að hjáipa til með fjármagnsútvegun vest- ur í Bandarikjunum. — GG wvw Hringprjónavél fil sölu margir munsturmöguieikar. Einnig töluvert mag« at stretch-garni 2/70—26. Tilboð sendist augl. Visis merkt „1269“ fyrir 6. febr. Ford station árg. 7965 (Country Squire) til sölu ef viðunandi tiiboö fæst. — 8 cyi. sjálfskiptur, powerstýri og powerbremsur. Bili- inn er allur sem nýr, í sérflokki, htið ekinn. —• Uppl. í shna 85040 og 35051 á kvöldin. Laus staða Utanríkisráðuneytið óskar eftir stúlku til véi- ritunar, bókhalds og afgreiðslustarfa. Æski- legt er, að umsækjandi hafi verzlunarskðla- próf eða sambærilegt próf erlendis frá. Góð tungumálakunnátta og lei'kni í vélritun nauð- synleg. Laun samkvæmt launakerfi ríkis- starfsmanna. Skriflegar umsóknir, er greini menntun og fyrri störf, sendist utanríkisráðu neytinu fyrir 7* þ.m. Utanríkisráðuneytið. Þ.Þ0RGRÍMSS0N&C0 hefur lykilinn að betri afkomu fyrirtœkisins. ... . . . . og viS munum aSstoSa þig viS aS opna dyrnar aS auknum viSskiptum. vtsim Auglýsingadeild AUGLÝSING um somkeppni vegna 1100 óru afmælis íslnndsbyggðor Hátíðarljóð Þjóðhátiöarnefnd 1974 efnir til samkeppni um há- tíðarljóð eöa ljóðaflokk til söngs og flutnings við há- tíðarhöld á 1100 ára afmæli íslandsbyggðar. Skila þarf handritum til Þjóðhátíðarnefndar 1974, Skrifstofu Al- þingis, fyrir 1. marz 1973. Ganga skal frá handriti í lokuðu umslagi merktu kjörorði en nafn og heimilisfang fylgi með í lokuðu ógagnsæju umslagi, merktu sama kjörorði og handrit. Ein verölaun verða veitt fyir bezta ljóðiö að mati dómnefndar að upphæð 150 þúsund krónur Verðlaunaupphæðin er ekki hluti af þóknun höfund- ar, en Þjóðhátíðarnefnd áskilur sér umráðarétt yfir verðlaunuöu efni gegn greiðslu. Telji dómnefnd ekkert þeirra verka sem berast verð- launahæft, fellur verðlaunaveiting niður. Dómnefnd skipa Andrés Bjömsson útvarpsstjóri, dr. Einar Ólafur Sveinsson prófessor, Kristján Karleson bókmenntafræðingur, dr. Steingrímur J. Þorsteinsson prófessor og Sveinn Skorri Höskuldsson prófessor. Þegar úrslit hafa verið kunngjörð, geta keppendur lát- ið vitja verka sinna hjá Þjóðhátíðamefnd. Verða þá jafnframt afhent óopnuð umslög meö nafni og heim- ilisfangi, eins og kjörorð á handriti segtr til im Hljómsveitarverk Þjóðhátíðarnefnd 1974 efnir til samkeppni um tónverk til flutnings við hátíðarhöld á 1100 ára afmæli íslands- byggðar. Verkið skal vera hljómsveitarverk og taki flutn ingur þess eigi skemur en hálfa klukkustund. Skila þarf handriti til Þjóðhátíðarnefndar 1974, Skrifstofu Alþingis, fyrir 1. marz 1973 í lokuðu umslagi, merktu kjörorði, en nafn og heimilisfang fylgi með í lokuðu ógagnsæju umslagi, merktu sama kjörorði og handrit. Ein verölaun veröa veitt fyrir bezta tónverkið að mati y dómnefndar að upphæð 200 þúsund krónur Verölaunaupphæöin er ekki hluti af þóknun höfundar, en Þjóðhátíðarnefnd áskilur sér umráðarétt yfir verð- launuðu efni gegn greiöslu. Telji dómnefnd ekkert þeirra verka sem berast verö- launahæft, fellur verðlaunaveíting niður. Dömnefnd skipa dr. Pál) isólfsson, Árni Kristjánsson píanóleikari, Bjöm Ólafsson konsertmeistari, dr. Ró- bert A. Ottósson og Vladimir Askenazy. Þegar úrslit hafa verið kunngjörð, geta keppendur lát- ið vitja verka sinna hjá Þjóiöhátíðarnefnd. Verða þá jafnframt afhent óopnuð umslög meö nafni og heimilis fangi, eins og kjörorð á handriti segir til um. Þjóðhátíðarmerki og veggskildir Þjóð’hátíðarnefnd 1974 efnir til samkeppni um A. merki fyrir þjóðhátíð 1974 á 1100 ára afmæli ís- landsbyggðar. Merkiö skal vera til almennra nota á prentgögnum, í auglýsingum, sem barmmerki, á bókakili o.s.frv. B. þrjár myndskreytingar (teifcningar) tM nota á vegg- skildi, sem framleiddir verða sem minjagripir og e.t.v. fleiri nota. Keppendur skulu gera greio fyrir merkingu og teikning um í línu og litum, einnig stutta lýsingu á efnisvaíli. Keppnin er haidin samkvæmt keppnisreghim Félags ísl. teiknara. Tillögum að merki í einum lit skal skfta í stærð 10— 15cm í þvermál á pappírsstærð DTN A 4 (21x29,7 cm), einnig skal skila tdlögum að veggskjötdum í stærðinm 10—15 cm í þvermál á pappírsstærð DIN A 4. Þátttaka er heimil öllum ísienzkum ríkisborgurum. Tillögurnar skai einkenna meö sérstöku kjörorði, og skal nafn höfundar og heimiíisfang fylgja með i lok- uðu, ógagnsæju umslagi, merktu eins og tillögur. Tillögum skal skila í pósti eöa til Skrifstofu Alþingis fyrir kl. 17 mánudaginn 1. nóv. 1971. Dómnetfnd skal skila niðurstöðum innan eins mánaðar frá skiladegi, og verður efnt til sýninga á tillögunum og þær síðan endursendar. Veitt veröa ein verölaun: A. fyrir merkið 75 þúsund krónur B. fyrir myndskreytingar 60 þúsund krónur Verðlaunaupphæðinni veröur allri úthlutað, en er ekki hluti af þóknun höfundar, Þjóðhátíöarnefnd hefur einkarétt á notkun þeirrar tillögu, sem hún kýs sér, og áskilur sér rétt til að kaupa hvaöa tillögu sem er samkvæmt verðskrá F. í. T. Dómnefndin er þannig skipuð:. Birgir Finnsson, for- seti Sameinaðs Alþingis, Haraldur Hannesson hag- fræðingur, Helga B. Sveinbjörnsdöttir teiknari, HÖrð- ur Ágústsson skólastjóri, Steinþór Sigurðsson listmál- ari. Trúnaðarmaður nefndarinnar er Indriöi G. Þorsteins- son, ritari Þjóðhátíðarnefndar 1974, en heimilisfang hennar er Skrifstofa Álþingis. Vakin er athygli á þvi, að frjálst er að keppa um hvort atriði fyrir sig. ÞJ ÓÐHÁTÍÐ ARNEFND 1974,

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.