Vísir


Vísir - 03.02.1971, Qupperneq 7

Vísir - 03.02.1971, Qupperneq 7
Y l S I R . Miövikudagur 3. febrúar ÍML cTMenningarmál Stanley Kubrick og Napóleon |7inna aíhyglisverðastur banda- riskra kvikmyndaleikstjóra nú { svipinn er Stanley Kubrick en á síðasta áratug fór vegur hans vaxandi meö hverri kvik mynd, sem hann gerði. Árið 1960 stjórnaði hann ,,Spartacus“, stórmynd um skylmingaþrael, sem gerðist upp reisnarforingi meðal ánauðugra manna i Rómaborg hinni fomu. Sú mynd heppnaðist að vísu ekki betur en svo, að hún er eina myndin, sem Kubrick hefur stjómað og jafnframt harðneitað að bera nokkra ábyrgð á. Næst, árið 1962, kom sú fraega mynd „Lolíta“, sem gerð var eftir skáldsögu Vladimirs Nabo- kovs, og 1964 kom myndin ,,Dr. Strangelove", sem varð gifurlega vinsæl og vakti mikla athygli. Þó var það ekki fyrr en árið 1968 að Kubrick tólcst raunveru lega að slá i gegn með mynd sinni „2001 : A Space Odyssey“. >að tók um það bil þrjú ár fyrir Kubrick að gera þá mynd en þeim tíma var vel varið, þvi að fáar myndir hafa upp á síðkast ið vakið meiri athygli eða verið meira umræddar. Rúmlega tíu milljónir dollara kostaöi að gera „2001“, en þeir peningar ávöxt- uðu sig á skömmum tíma. TTm þessar mundir er Kubrick að leggja síðustu hönd á annað stórverk. þar sem er kvik myndin „NAPÓLEON11. Til að gera þá mynd hefur ekkert verið til sparað. og sjaldan eða aldrei í sögu k'vikmyndanna hefur ann ar eins mannfiöldi komið við sögu þvi að heilir herir eigast við í þeim atriðum. þar sem lýst er frægustu orustum, sem Nap- óleon háði. Kubrick lagði mikla áherzlu á að gera orustuatriðin sem raun verulegust úr garði, og í mynd- inni er allt gert, sem hugsast getur tfl að áhorfendur geti skilið hernaðartækni Napóleons, og geti þannig fenaið einhverja nasásjón af herstiórnarlist. Eða eins og Kubrick s-egir sjálfur: „Ég lit svo á, að það sé ákaflega mikils vert að geta l'átið áhorfandann skilja „kjarn ann” í þessum orustum, vegna þess að frá fagurfræðilegu sjón- armiði búa þær yfir glæsileik, sem fleiri kunna að meta, en þeir, sem menntaðir eru í her- stjóm. I þeim er fólgin viss feg urð, næstum eins og í mögnuðu tónverki, eða í óbrotinnj fegurð stærðfræðireglu. Það er þessi fegurð, sem ég vil sýna fólki, um leið og ég sýni því hinn ó- glæsilega raunveruleika sjálfrar orustunnar. Það er óhugnanleg- ur og þverstæðukenndur jirunur á skipulagsfegurð orustu, er háð var fyrir mátulega löngu, og af- leiðingum hennar fyrir þá, sem hlut áttu að máli. Það er kannskj eitthvað svipað, og að horfa úr fjarlægð á tvo gullna erni steypa sér niður í skýjunum, það kann að vera, að þeir séu að slíta í sundur smáfugl, en sé maður nógu langt í burtu er þetta samt fagurt á að Mtá.“ Tjegar Kuörick var spurður, hvers vegna hann hefði val ið sér það verkefni að gera kvik mynd um Napóleon, svaraði hann: ,. .. í fvrsta lagi vegna þess að mér finnst hann hríf- andi. Ævi hans hefur verið lýst sem episku ljóði um athöfnina .. Hann var einn þeirra fágætu manna sem móta örlög síns eigin tíma og örlög komandi kynslóða — að ákveönu marki er Napóle on orsökin að því, hvernig heim ur okkar er í dag eins og síö ari heimsstyrjöldin er orsök þess hvernig Evrópti er skipt i dag, EFTIR ÞRÁIN BERTELSSON s t j ó m m áta lýg at.og Jan df ræði 1 e g a. Og auðvitað er1 önhur Sstaéðán sú, að aldrei hefur verið gerð almennileg né nákvæm mynd um hann. Sömuleiðis vegna þess að ég álít, að það, sem myndin fjallar um eigi, einkennilegt en satt, ákaflega mikið erindi til okkar, sem erum nú uppi, það er að segja um ábyrgð þá sem valdinu fylgir, og misbeitingu þess, áhriif þjóðfélagslegrar bylt ingar, tengsl einstaklingsins og ríkisins, styrjaldir, hemaðar- stefnu og fi. svo að þetta verð- ur engan veginn rykfallin mannkynssöguskrúðfylking, heldur kvikmynd um grundvafl- arspurningar okkar tíma, sem einnig voru grundvallarspuming1 ar á timum Napóleons. En jafn vel burtséð frá þessum hliðum sögunnar er hið stórbrotna líf Napóleons verðugt viðfangsefni í kvikmyndaævisögu ...“ \ ður en Kubrick hófst handa um að gera þessa kvikmynd um Napóleon gerði hann sér attt far um að fræðast sem mest um viðfangsefnj sitt, en um hann hafa sennilega verið ritaðar fleiri bækur, en flesta aðra menn. Sömuleiðis hafði Kubrick sér til trausts og halds. prófess or Felix Markham frá Oxford, sem varið hefur ævj sinni til að rannsaka feril Napóleons og mun vera viðurkenndur einn mestj fræðimaður veraldar á því sviði. Mikið verk þurfti að leysa af hendi áður en kvikmvndatakan hófst. Vopn og klæðnaði frá Napóleonstímanum þurfti að fjöldaframleiða, og f einu og öllu var reynt að líkja sem ná- kvæmast eftir fyrirmvndunum. Sömuleiðis var það töluvert vandamá! að finna staði til að kvjkmynda á hinar ýmsu orust- ur, því að víöast hvar standa nú bæir eða rjúkandi verksmiðjur, þar sem herir Napóleons unnu sína frægu sigra. Kubrick gerði sér að sjálf- sögðu far um að reyna að sjá hverja einustu kvikmynd, þar sem Napóleon kemur við sögu, og eftir á sagðj hann, að sér hefði ekki þótt sérlega mikið til þeirra koma, Hann fór háðu- iegum orðum um myndina, sem Abel Gance gerði á sínum tíma um Napóleon. En undanfarið hef ur hún, sem og önnur verk eftir Abel Gance, verið sýnd víða í kvikmyndaklúbbum við góðar undirtektir. Um rússnesku stór myndina „Strið og friður" sagði Kubrick, að hún væri heldur skárri en flestar aðrar myndir, þar sem Napóleons er getið, en engu að síður hefðj hann orðið fyrir vonbrigðum með hana, og þau vonbrigði voru sárari en ella, vegna þess að öll skilyrði voru fyrir hendi ti! að mvndin gæti orðið vel heppnuð. 1/ vikmyndaáhugamenn bíða nú spenntir eftir að fá tækifæri til aó. sjá þe?sa nýjustu mynd Kubricks, ekki sizt þar.sem sá ,.ftábæri. Teikarj, .Ryd Stei^er jevk- ur titilhlutverkið. Óg meðan beð ið eftir Napóleon vær; ekki svo vitlaust fyrir einhvern fram takssaman bíóstjóra að reyna að nálgast eintak af „2001: A Space Stanley Kubrick við töku myndarinnar 2001: A Space Odyssey. Odyssev" áöur en örar tækni- framfarir hafa gert hana gamal dags og úrelta. Stanlev Kubrick er nú 42 ára gamall. Hann er fæddur í New York en hefur undanfarin ár bú- ið og starfað í Englandi. Upp- haflfiga var Kubrick ljósmynd- ari hjá tímaritinu „LOOK“, en byrjaði að fást við kvikmynda- gerð upp á eigin spýtur. Tvær fyrstu myndir hans voru heimildarkvikmyndir, en þegar hann var tuttugu og fimm ára gerði hann sfna fyrstu leiknu mynd „Fear and Desire“, fyrir 9000 dollara, en varð svo vegna fáfræði sinnar aö útvega 30 þús. dollara f viðbót til að setja hljóðið við myndina. Fjórar fyrstu myndir hans skiluðu engum ágóða, þótt tvær þeirra „The Killing‘‘ og „Paths of Glory“ ,,§§u jafnvel taldar meðal beztu- myndg hans. Upplýsingarnar hér að framan eru að mestu leyti fengnar úr viðtali við Kubrick sem birtist í bók eftir Joseph Gelmis, „The Film Director as Superstar“. Sé hringt fyrir kt. 16, sœkjum við gegn vœgu gjaldi, smáauglýsingar á trmanum 16—18. Bílar til sölu VÖRUBÍLAR: M-Benz 1413 ’65, ’66, ’67, ’69: Bedford ’66 með nýrri vél, vökvastýri, í toppstandi; Vóivo N-88 árg. ’66 270 hp. mótor. FÓLKSBÍLAR: DS 21 Palace ’68; Chevrolet ’65, station; M-Benz 250 S ’68, ekinn 27 000 km; VW-1600 TL fastback árg ’6S; Ford 20 m (XL) ’68, ekinn 20 þús. km; M-Benz 220 D ’68; M-Benz 190 D ’63; M-Benz 200 D ’67; Ford (LTD) ’65, má greiðast með skuldabréfi; Chevrolet Impala ’67; Opel Rekord (1900) L fastback ’68; Opel Kapitan ’66; VW ’63 og ’66.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.