Vísir - 09.02.1971, Page 1
Tólf í verkfalli í Hverfissteininn
Töiuverðrar ölvunar gætti í gær-
kvöldi og fyrri hluta nætur, og
hafði lögreglan í Reykjavík mik-
ið annríki af ölvuðum mönnum.
,Tólf voru teknir úr umferð
vegna ölvunar á almannafæri og
færðir í fangageymslu lögregl-
unnar, Hlverfissteininn. Slík ölv-
un á virkum degi, og það mánu-
degi, er fátíð, en það vakti
nokkra eftirtekt, að töluverður
hluti hinna ölvuðu voru sjó-
menn, sem eru í landi vegna
verkfallsins. ■—GP
Flotinn á heimleið
— nú er beðid eftir loðnug'óngunum v/ð Austfirbi
Síldveiðiskipin sem ver- lenzku bátanna í síðustu
ið hafa við veiðar í Norð
ursjó að undanfömu eru
nú flest komin heim, eða
eru á heimleið. Veiðin
hefur farið minnkandi í
Norðursjónum og afli ís-
viku var sáralítill.
Að minnsta kosti 25 íslenzk
skip hafa verið þarna niðri í
Norðursjó við veiðar síðan um
áramót. Þessi útvegur hefur
ekki gefið jafnmikið í aðra hönd
og hann gerði fyrir hátíðamar.
Fyrst eftir að skipin komu út
eftir áramót, lækkaði verð á
síldinni upp úr skipum til mik-
i'Ha muna. Þegar minna fór að
berast hækkaði verið að sjálf-
sögðu, en ógæftir hafa hamlað
veiðum.
Síldarfiotinn mun nú búast til
loðnuveiða. Enn hefur loðnugang
an ekk; tekið á sig þá mynd, að
hægt sé að hefja veiðar. Torf-
umar standa of dijúpt. — Leitar
skipin eru nú í höfn fyrir aust-
an vegna veðurs og ekki er
útlit fyrir leitarveður á næst-
unni. Sfcip, sem hafa verið að
koma heim úr Norðursjó hafa
orðið vör við loðnu austur af
landinu. Meðal annars varð
Börkur frá Neskaupsstað var
við loðnu úti í Reyðanfjarðar-
dýpi, en torfurnar stóðu djúpt
og voru fremur dreifðar.
—JH
Enn ókyrrð i brezkn togaranum
ENN þurfti lögreglan á Akur-
eyri að fara um borð í brezka
togarann, Blackbum Rovers G-
706, sem legið hefur við bryggju
í Akureyrarhöfn undanfarna
daga, til þess að skakka hrika-
legan leik skipverja og koma á
ró á skipshöfnina.
Gætur hafa verið hafðar á tog-
aranum síðan lögreglan þunfti í
síðustu viku að hafa afskipti af
skipverjum, sem í ölæði höfðu leyst
landfestar skipsins að næturþeli,
sett á flot einn björgunarbátinn og
verið með drykkjulæti.
Lögregluþjónn, sem var á vakt
við togarann í gærkvöldi, kvaddi
til liðstyrk undir miðnætti, þegar
áfiog og læti upphófust um borð.
Lögregluþjónar, sem fóru um iborð,
skildu að tvo áifiogaseggi. Einn
skipverja var íluttur á sjúkrahúsið.
Hann hafði fengið högg á augað,
svo að það sökk, og var óttazt um
að það hefði sprungið. Einn skip-
verja var færður í fangagey“msluna,
sá sami, sem leystá landfestar skips
ins á dögunum.
Fyrsti stýrimaður togarans gekk
í land í gærkvöldi, og hafði við
orð, að hann væri farinn af sfcip-
inu. Baðst hann gistingar ’hjá lög-
reglunni og sagðist ekki geta hafzt
við um borð vegna drykkjuláta á-
hafnarinnar. Skaut lögreglan skjóis
húsi yfir hann í nótt.
Skipið leitaði hafnar á Akureyri
í síðustu vifcu vegna bilunar í
einni iegunni í vélinni, en beðið
hefur verið eftir varahlutum. Ann-
ar brezkur togari hefur einnig ver-
ið samskipa þessum í höfn, en á-
höfn hans hefur ekki verið til neins
ama þennan tíma. —GP
Narfi, síðasti togarinn sem var
útí, kom til Reykjavíkur í nótt
og hafa þá allir togararnir stöðv-
azt í verkfallinu. Togaraflotinn
við Faxaflóa sést í baksýn.
Síðasti
togarinn
í höfn
í dag er ellefti dagurinn, sem
líður síðan síðasti sáttafundur-
inn var haldinn með fulltrú-
um togaraeigenda og yfkmanna og
hefur sáttafundur ekki verið boð-
aður. Síðasti togarinn, sem hefur
verió úti, Narfi, kom til Reykja-
vikur í nótt og hafa þá allir tog-
ararnir stöðvazt.
Enn munu ekki vera mikil brögð
að því, að skipsmenn á togurunum,
sem ekki eru í verkfalli, hafi ráðið
sig til annarra starfa, en hættan á
því aö togaramir missi frá sér
mannskap eykst með hverjum deg-
inum, sem iíður. All marga daga
mun taka, að koma öllum togur-
unum á veiðar, eftir að verkfallið
leysist m. a. vegna þess að ekki
er hægt að framleiða ís f skipin
fyrr en skömmu áður en þau halda
á veiðar. —
Fragtfíug bíður átekta
Unnið er nú að þvi af hálfu ráöu
neytanna og Flugráðs á hvem hátt
unnt sé að koma til móts við ósfc-
ir Fragtflugs hf. um svipaðar íviln-
anir í vöruflutningum í lofti og
Loftleiðir og Flugfélag íslandshafa
nú. Fragtflug telur, aö forsenda
fyrir rekstri félagsins hafi brost-
ið, þegar innflytjanda var gert með
breyttri reglugerð nú um mánaða
mótin að greiða 100% toM af flug-
fragt hjá leiguflugvélum í stað 50%
tolls eins og hann var áður og þá
í samræmi við reglur í áætlunar-
flugi.
Meðan á þessari athugun stendur
bíður Fragtflug átekta, en forráða-
menn félagsins hafa verið boðaðir
á fund til samgöngumálaráöherra
ti.l að finna lausn á málinu, Yfir-
völd munu hafa á því áhuga, að
tryggja áframhaldandi fiskflutninga
en eins og Vísis hefur skýrt frá,
er flutningsgeta fiugvélanna á heim
leiðinni forsenda fyrir rekstraraf-
komunni.
Flugvél Fragtflugs, sem kom
heim rétt fyrir síðustu mánaðamót
var fyrst losuð í gær, enda hefur
ekkert legið á meðan beðið er eft-
ir að fá úr því skorið hvort félag
ið hefur grundvöll fyrir áfram-
haldandi rekstur. Eins og sjá má
á meðfylgjandi mynd má koma ö-
trúlegu magni í eina litla „sexu“.
—VJo
Allar skíðalyfturnar á sínum stað
Varla voru skiíðalyfturnar nýju
komnar úr tolli, en allur snjór á
SV-landi hvarf eins og dögg fyrir
sólu. Um helgina var samt haldið
skíðamót I Flengingabrekkum í
Hveradölum, en þar munu einhverj-
ir skaflar hafa oröið út undan, þeg-
ar úrhellið gekk yfir Reykjavíkur-
svæðið á sunnudag og mánudag. i
morgun tjáði fólk í Skíðaskálanum,
Hveradölum Vísi, að j»r hefði eitt-
hvað snjóað í morgun og væri nú
allt grátt en snjórinn blautur.
Ný skíðalyfta, ein af þeim frægu
sjö, verður sett upp í Hveradölum
í vikunni. Viö aðra skíðaskála verð-
ur og komið fyrir lyftum i vikunni.
ÍR-ingar eru reyndar búnir að
koma fyrir 2 í Hamragili við skála
sinn. KR-ingar setja upp 2 við sinn
skála og sömuleiðis verða settar
upp 2 i Jósepsdal. Hver lyfta getur
dregið skíðafólk upp allt að 300 m
langar brekkur og óhætt er að láta
9 hanga í strengnum í einu.
—GG
Vörurnar úr .síðustu flugferð“ Fragtflugs voru loks tíndar út í gær eftir rúma vikubið. Vörurnar úr einni svona lítilli „sexu“ fylltu 6 vörubíla og eina sendibifreið.